Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986. Viðskipti Verslunarhúsnæði dýrt: Fimmtíu og fimm þúsund krónur á fermetrann Ekki virðist vera auðhlaupið að því að kaupa sér verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Algengt söluverð þess á fyrri helmingi þessa árs var allt að 55 þúsund krónur á fermetrann. Á sama tíma kostaði fermetrinn í þokkalegri fjölbýlisíbúð um 2.500 krónur. 1 nýjum Markaðsfréttum Fast- eignamats rfkisins er sagt frá verði á atvinnuhúsnæði á höfuðborgar- svæðinu mánuðina janúar til júní á þessu ári. Á þeim tíma hækkaði verð á þessu húsnæði verulega, um 23%, en hefur lítið hækkað síðan. Algengt verð á iðnaðarhúsnæði var 14 20 þúsund krónur á fer- metra. Á skrifstofúhúsnæði var verðið almennt 19-29 þúsund krónur. Og á verslunarhúsnæði allt frá 20 þúsund krónum upp í 55 þúsund krónur á fermetrann. Þetta húsnæði er greitt með ýmsum hætti, allt frá því að út- borgun er engin og upp í stað- greiðslu. Þar sem lánað er þykja algeng kjör þau að lánað sé á verð- tryggðum skuldabréfúm til 7-12 ára. HERB Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða ftillra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15,5% og ársávöxtun 15,5%. Sérbók. Við innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 13,64% á fyrsta ári. Hvert innlegg er meðhöndlað sérstaklega. Áunnið vaxtastig helst óbreytt óháð úttektum en vaxtahækkun seinkar um þrjá mánuði ef innleggið er snert. Á þriggja mánaða fresti er gerður saman- burður við ávöxtun þriggja mánaða verð- tryggðs reiknings, nú með 1% vöxtum, og sú tala sem hærri reynist færð á höfuðstól. Út- tekt vaxta fyrir undangengin tvö vaxtatímabil hefur ekki áhrif á vaxtahækkanir. Búnaðarbankinn: Gullbók er óbundin með 14% nafnvöxtum og 14,5% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun verðtryggðs reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Vextir færast misserislega. Metbók er með hvert innlegg bundið í 18 mánuði á 16,25% nafnvöxtum og 16,9% árs- ávöxtun, eða ávöxtun verðtryggðs reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri. Að 18 mánuðum liðnum er hvert innlegg laust í mánuð en binst síðan að nýju í 12 mánuði í senn. Vextir eru færðir misserislega og eru lausir til úttektar næstu sex mánuði eftir hverja vaxtafærslu en bindast síðan eins og höfuðstóllinn Iðnaðarbankinn: Bónusreikningur er óverðtryggður reikningur og ber 15% vexti með 15,6% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu. Verðtryggð bónuskjör eru 2,5%. Misserislega eru kjörin borin saman og gilda þau kjör sem gefa betri ávöxtun á hverju tímabili. Heimilt er að taka út tvisvar á hverju sex mánaða tímabili. Hreyfðar innstæður innan mánaðar- ins bera sérstaka vexti, nú 0,75% á mánuði, og verðbætur reiknast síðasta dag sama mán- aðar af lægstu innstæðu. Vextir færast misserislega á höfuðstól. 18 mánaða bundinn reikningurer með 16% ársvöxtum. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 15% nafnvöxtum og 15,6% ársávöxtun eða ávöxtun 6ja mánaða verðtryggðs reiknings með 3,5% ársvöxtum, reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxta- leiðréttingu. Vextir færast misserislega á höfuðstól. Þá má taka út án vaxtaleiðrétting- argjalds næstu tvö vaxtatímabil á eftir. 100 óra afmælisreikningur er verðryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvínnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8,5%, eftir 2 mánuði 9,5%, 3 mánuði 10,5%, 4 mánuði 11,5%, 5 mánuði 12,5% og eftir 6 mánuði 14%, eftir 12 mánuði 15%, eft- ir 18 mánuði 15,5% og eftir 24 mánuði 16%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verð- Þorskverðstnð i Noregi Reykjavík Að undaníomu hefur aíli Reykjavík- urbáta verið afar lélegur, svo ekki sé meira sagt, þeir sem best hafa aflað em með um 1 lest í róðri. Skip Granda hafa landað sem hér segir: Bv. Jón Baldvinsson landaði 17.11. alls 148 lestum. Aflinn var að mestu leyti þorskur, aflaverðmæti kr. 1,4 millj. Bv. Ásbjöm landaði 18.11. alls 124 lestum, þar af 113 lestir þorsk- ur, annar afli var karfi. Búist var við bv. Hjörleifi i eftirmiðdag á miðviku- degi og ekki vitað hvað hann er með af afla. Landanir erlendis 10.-1/4.11. Nafú Dagsetn. Höfn Seltmagn Söluverð Kr.kg. kg ísl. kr. Snorri Sturluson RE 219 10.11. Bremerhaven 170,973,00 9.556.409,76 55,89 SunnutindurSU59 10.11. Hull 101,425,00 7.224.370,73 71,23 Happasæll KE 94 11.11. Bremerhaven 78,347,00 4.152.687,80 53,00 Barði NK120 12.11. Bremerhaven 138,575,00 7.099.466,64 51,23 Krossanes SU 4 12.11. Hull 80,387,50 5.070.087,29 70,99 BjörgúlfúrEA 312 13.11. Grimsby 131,200,00 8.302.014,96 63,28 Þórhallur Daníelsson SF 71 13.11. Hull 104,293,75 6.586.653,45 63,15 Snæfugl SU 20 14.11. Cuxhaven 161,251,00 966,452,25 8.488.032,72 57.116.723,35 52,64 Sundurliðun eftir tegundum: Þorskur 383,485,50 25.825.131,25 67,34 Ýsa 13,412,00 904.118,36 67,41 Ufsi 248,007,50 12.947.136,60 52,20 Karfi 200,524,75 10.537.413,13 52,55 Koli 3,868,75 305.743,06 79,03 Blandað 117,153,75 6.597.195,99 56,31 Samtals: 966,452,25 57.116.723,35 59,10 Gámasölur í Englandi 18. nóvember Sundurliðun eftir tegundum: Selt magn kg Söluverð ísl. kr. Kr.kg. Þorskur 290,277,50 16.253.425,40 55,99 Ýsa 35,880,00 2.434.184,41 67,84 Ufsi 800,00 36.454,45 45,57 Karfi 1,350,00 52.679,63 39,02 Koli 6.340,00 410.446,19 64,74 Blandað 7,262,50 720.036,24 99,14 Samtals: 341,910,00 19.907.226,32 58,22 tryggðum reikningum gildir hún um hávaxta- reikninginn. Vextir færast á höfuðstól síðasta dag hvers árs. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 15,49%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings, sem reiknuð er eftir sérstökum reglum, sé hún betri. Saman- burður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðsvextir, 8,5%, þann mánuð. Heimilt er að taka út vexti og vaxtaá- bót næsta árs á undan án þess að ábót úttektarmánaðar glatist. Ef ekki er tekið út af reikningnum í 18-36 mánuði tekur hann á sig kjör sérstaks lotuspamaðar með hærri ábót. óverðtryggð ársávöxtun kemst þá í 16, 04-17,71%, samkvæmt gildandi vöxtum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur. Meginreglan er að innistæða, sem er óhreyfð í heilan ársfjórðung, nýtur kjara 6 mánaða bundins óverðtryggs reiknings, nú 13.5%, eða 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú 2%, eftir því hvor gefur hærri ávöxtun fyrir þann árs- fjórðung. Vextir og verðbætur færast á höfuðstól í lok , hvers ársfjórðungs, hfai reikningur notið þessara „kaskókjara“..Reikningur ber kaskó- kjör, þótt teknir séu út vextir og verðbætur, sem færðar hafa verið á undangengnu og yfir- standandi ári. Úttektir umfram það breyta kjörunum sem hér segir: Við eina úttekt í fjórðungi reiknast almenn- ir sparisjóðsvextir af úttekinni fjárhæð, en kaskókjör af eftirstöðvum. Við fleiri úttektir fær öll innistæða reikningsins sparisjóðs- bókarvexti. Sé reikningur stofnaður fyrsta eða annan virkan dag ársfjórðungs, fær innistæðan hluÞ fallslegar verðbætur m.v. dagafjölda í innlegs- mánuði, en ber síðan kaskókjör úr fjórðung- inn. Reikningur, sem stofnaður er síðar fær til bráðabirgða almenna sparisjóðsbókavexti en getur áunnið sér kaskókjör frá stofnadegi að uppfylltum skilyrðum. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3,5% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 13,5%, með minnst 14,08% ársávöxtun. Miðað er við lægstu innstæðu í hverjum ásfjórðungi. Reyn- ist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar inn- stæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstaéðan eldri en 3ja mánaða, annars al- menna sparisjóðsvexti, 9%- Vextir færast misserislega. 12 mónaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Misser- islega er ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 3,5% vöxtum, borin saman við óverðtryggða ávöxtun, og ræður sú sem meira gefur. Vextir eru færðir síðasta dag hvers árs. Topp-bók nokkurra sparisjóða er með inn- stæðu bundna í 18 mánuði óverðtryggða á 15% nafnvöxtum eða á kjörum 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 3,5% vöxtum. Vextir færast á höfuðstól misserislega og eru lausir til útborgunar á næsta vaxtatímabili á eftir. Sparisjóðimir í Keflavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Borgarnesi, á Siglufirði, ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Neskaupstað, og Sparisjóð- ur Reykjavíkur, bjóða þessa reikninga. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Algengustu vextir á óverðtryggðum skulda- bréfum vegna fasteignaviðskipta eru 20%. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12-16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- irts getur numið 2.268.000 krónum á 3. árs- fjórðungi 1986, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á síðustu þrem árum, annars 1.588.000 krón- um. Út á eldra húsnæði getur lán numið 1.588.000 krónum, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á sl. þrem árum, annars 1.111.000 krón- um. Undantekningar frá þriggja ára reglunni eru hugsanlegar vegna sérstakra aðstæðna. Lánin eru til allt að 40 ára og verðtryggð. Vextir eru 3,5%. Fyrstu tvö árin greiðast aðeins verðbætur og vextir, síðan hefjast af- borganir af lánunum jafnframt. Gjalddagar eru fjórir á ári. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru mjög mishá eftir sjóðum, starfst- íma og stigum. Lánin eru verðtryggð og með 5-6,5% vöxtum. Lánstími er 15 42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónumar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala i nóv 1986 er 1517 stig en var 1509 stig í október. Miðað er við grunn- inn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 4. ársfjórðungi 1986 er 281 stig á grunninum 100 frá 1983. Húsaleiguvísitala hækkaði um 9% 1. okt- óber en þar áður um 5% 1. júlí en þar áður um 5% 1. apríl og 10% 1. janúar. Þessi vísi- tala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samningum leigusala og leigjenda. Hækkun vísitólunnar miðast við meðaltalshækkun launa næstu þrjá mánuði á undan. Tuttugu milljónir króna fengust fyrir íslenskan gámafisk í Englandi á þriöju- daginn. Söluhorfur framundan eru góðar. Engar sölur úr gámum voru frá fimmtudegi 13. nóv. til 18. nóv. Ráð- gert var að fiskur sá sem seldur var 18. nóv. yrði á markaðnum 17., mánu- dag, en vegna illviðris náði skipið ekki á markaðinn á mánud. Lítið verður um landanir ísl. skipa næstu daga. Á miðvikud. átti eitt skip að landa er- lendis og tvö á fimmtudag. Gott útlit er næstu daga með gott verð. Verðstríð um þorsk í Noregi Hafið er stríð milli fiskkaupmanna í Noregi. Verðið hefúr stigið jaínt og þétt og stendur þessa dagana þannig INNLÁNSVEXTIR <%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbund. 8-9 Bb.Lb.Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 9-10 Ab.Lb.Sb. Sp.Vb 6 mán. uppsögn 10-15 Ib 12 mán. uppsögn 11-15,75 Sp Sparnaður- Lánsréttur Sparað í 3-5 mán. 9-13 Ab Sp. i 6 mán. og m. 9-13 Ab Ávisanareikningar 3-7 Ab.Sb Hlaupareikningar 3-7 Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Bb.Úb.Vb 6 mán. uppsögn 2,5-4 Úb Innlán með sérkjörum 8,5-17 Innlán gengistryggö Bandaríkjadalur 5-7 Ab Sterlingspund 8,75-10,5 Ab Vestur-þýsk mörk 3,5-4 Ab Danskar krónur 7,5-9 Ib.Vb ÚTLANSVEXTIR y. lægst Utlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 15.25-16,25 Ab.Úb.Vb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kge/19,5 Almenn skuldabréf(2) 15,5-17 Ab.Vb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr \ tS,25-18 Ab.Sp.Vb Utlán verðtryggð Skuldabréf Að 2.5 árum 4-6,75 Ab Til lengri tíma 5-6,75 Ab Útlán til framleiðslu ísl. krónur 15-16,25 Ab.Lb. Sp.Úb. Vb SDR 8 Allir Bandaríkjadalir 7.5 Allir Sterlingspund 12,75 Allir Vestur-þýsk mörk 6,25 Allir Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 VfSITÖLUR Lánskjaravísitala 1517 stig Byggingavísitala 281 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1. okt. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Aimennartryggingar 111 kr. Eimskip 228 kr. Flugleiðir 180 kr. Hampiðjan 131 kr. Iðnaðarbankinn 128 kr. Verslunarbankinn 98 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbankinn reiknar þó vexti af viðskiptavíxlum miðað við 19,5% ársvexti. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverð- tryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari úpplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtu- dögum. að þorskur, 60 sentímetra og stærri, er keyptur á kr. 70 kg. Þorskur af stærðinni 45 til 60 sentímetra fer á kr. 58 kílóið. Menn telja að nú sé verðið orðið það hátt að ekki verði um meiri hækkun að ræða. England í Commercial Fishing New England segir meðal annars: Verð á þorski hef- ur verið stöðugt síðustu vikumar. Allar stærðir af þorski hafa verið seld- ar á allt að kr. 66 kílóið, slægður með haus. Verð á kúfiski í verstöðvum New England hefur verið í sumar í kringum kr. 18 kílóið, hér er ekki enn búið að laga sig eftir markaðnum svo hægt sé að stunda þennan atvinnuveg. Til samanburðar á verði er greitt fyrir hörpuskelfisk hérlendis kr. 21,55 kíló- ið. Eftir upplýsingum „Fish Trader" er kílóverð á ýmsum tegundum fisk- afurða eins og hér kemur fram. Selfridges: Frosnar rækjur í 225 g pakka kr. 909 kg. Óskelflett rækja kr. 355 kg. Heill lax kr. 751 kg. Rauð- sprettuflök kr. 355 kg. Heil rauðspretta kr. 209 kg. Þorskflök kr. 355 kg. Reykt- ur lax í 112 g pk. kr. 1700 kg. Fiskmarkaðimir Ingólfur Stefánsson Billinggate: Eftir upplýsingum „Fish Trader" hefur ekki orðið mikil verð- breyting almennt en rækjan hefur haft sérstöðu og skorið sig nokkuð úr að þessu leyti. I umhverfi London hef- ur orðið um 15% hækkun á rækjunni en 12% ef litið er yfir landsmeðaltal, er hækkunin 15%. 1 stórmörkuðum, svo sem Mark & Spencer, hefúr ekki verið um miklar hækkanir að ræða fyrr en nú, þrátt fyrir vöntun á þorski hefúr aðallega verið um hækkun að ræða á rækju sem hækkað hefur nú um 32 til 40%. Almennt hefur aðeins orðið um 4% hækkun á öðrum fiska- fúrðum. Svo segir í fréttinni að búast megi við því að þorskur og ýsa muni hækka í náinni framtíð vegna þeirrar vöntunar sem hefúr verið. New York Fulton. Segja má að sala á norskum hörpuskelfiski hafi nánast.stöðvast að undanfomu. Þar kemur til að mest af þeim fiski sem á boðstólum er lítur ekki nægilega vel út, hann er gulur og þó einstaka sendingar hafi verið óaðfinnanlegar þá jafnar það ekki söl- una og telja menn að nú sé svo komið að salan hafi stöðvast. Rækjuverð er í nokkurri óvissu um þetta leyti. Verð- ið hefur verið um kr. 470 kílóið. Norsk rækja hefur ekki verið svo neinu nem- ur á markaðnum í langan tíma og getur orðið erfitt fyrir þá að ná upp sölunni aftur. Framboð hefur aukist á rækju frá vesturströndinni og talið er að þar sé um nokkrar birgðir að ræða. Sú rækja, sem verið hefúr á markaðn- um, er fremur smá eða 250 til 350 stykki í kílói. Nú síðustu dagana hefur borist talsvert af „Silver“ laxaflökum á markaðinn og hefur það orsakað verðfall og sölutregðu á norskum laxi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.