Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Side 7
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986. 7 Atviimumál ísegg sækir um 60-70 milljóna króna lán úr framleiðnisjóði „Ég get ekki sagt til um hvemig þessi lánsumsókn verður afgreidd en niðurstaða ætti að liggja fyrir í þessum mánuði. Það er margt sem við þurfum að skoða í þessu sambandi. Þar sem svona lánsumsókn er trúnaðarmál get ég ekki skýrt frá því hvað það er sem við erum að skoða í þessu sambandi," sagði Jóhannes Torfason, formaður framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Eggjasamsteypan ísegg hefur sótt um 60-70 milljón króna lán til sjóðsins í því augnamiði að kaupa Holtabúið sem mun vera stærsta eggjabú lands- ins. „Það er rétt að ég hef mælt með því við stjóm framleiðnisjóðs að íseggi verði veitt þetta lán. Mér þykir skipu- lag á þessum málum vera í molum og er svartsýnn á framtíðina ef ekkert verður að gert. Ég óttast að það verð- stríð, sem nú geisar, verði til þess að smærri framleiðendur gefist upp og eggjaframleiðslan færist yfir á fárra hendur,“ sagði Hákon Sigurgrímsson, framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, í samtali við DV. Eggjaframleiðendur, sem standa ut- an íseggssamsteypunnar, óttast margir að kaupi ísegg Holtabúið muni þeir ráða yfir meira en 50% framleiðsl- unnar og i krafti meirihluta í fram- leiðsluráði muni þeir heimta kvóta á framleiðsluna en slíkt kvótakerfi muni gera út af við alla þá sem standa utan samsteypunnar. Aðrir halda því fram að margir, sem í upphafi tóku þátt í íseggssamsteypunni, séu að yfirgefa hana og því muni ísegg ekki ná meiri- hluta með því að kaupa Holtabúið sem sumir segja að hafi gefið upp meiri eggjaframleiðslu en það í raun hafi verið með. f því sambandi hafi verið blandað saman eggja- og kjúklinga- framleiðslunni. Þessir sömu aðilar segja að ef ísegg nái meirihluta í framleiðsluráði eggja- framleiðenda muni það þýða mikla verðhækkun á eggjum og síðan kvóta sem leiði til einokunar Iseggsmanna. -S.dór Stórólfsvallabúið við Hvolsvöll er meðal þeirra graskögglaverksmiðja sem ríkissjóður býður til sölu. Ríkiö leitar tilboða í graskögglaverksmiðjur Fjármálaráðuneytið hefur auglýst þrjár graskögglaverksmiðjur til sölu. Frestur til að skila inn tilboðum er til 15. janúar 1987. Þetta eru graskögglaverksmiðjumar að Flatey á Mýrum í Austur-Skafta- fellssýslu, Fóðuriðjan í Saurbæ í Dölum og Stórólfsvallabúið i Rangár- vallasýslu. Fjórða graskögglaverksmiðjan, Vallhólmur í Skagafirði, sem er eign ríkisins að þrem fjórðu, verður einnig seld hæstbjóðanda á næstunni. Það fyrirtæki er til gjalþrotaskipta, eins og DV hefur áður skýrt frá. Graskögglaverksmiðjan Fóður og fræ í Gunnarsholti, sem alfarið er í eigu ríkisins, er hins vegar ekki á sölu- listanum. „Menn vilja ekki slíta hana frá starf- semi Landgræðslunnar í Gunnars- holti. En það er ekki búið að taka ákvörðun um framtíð þeirrar verk- smiðju," sagði Sigurður Þórðarson, skrifstofustjóri í fj ármálaráðuney tinu. Hætt er við að ríkissjóður fái lítið fyrir þær miklu fiárfestingar sem liggja í graskögglaiðnaðinum. Þessi grein hefur átt við mikla fiárhagsörðugleika að etja undanfarin ár. Ástæðan er of- framleiðsla. Birgðir hafa hlaðist upp. Verksmiðjumar geta framleitt þrefalt meira magn en talið er að markaður- inn hafi þörf fyrir. Til marks um hversu verðlitlar verk- smiðjumar em má geta þess að síðastliðið vor var gerður kaupsamn- ingur, að vísu með fyrirvara, við Kaupfélag Skagfirðinga um Vall- hólmsverksmiðjuna, sem er nýjasta og stærsta verksmiðjan, fyrir 12,5 millj- ónir króna. -KMU Viðbjóðumykkuraðkomaogsjá Sýningin er opin frá kl. 9 til 18. bestu og fallegustu hljómtækin, hátalarana og sjónvörpin sem fást á íslandi. Tækin frá Bang & Olufsen. Kynnum nýjustu hátalarara, þeir eiga engann sinn líka - Beovox PENTA - Bang&Olufsen VIÐTÖKUM VEL Á MÓTIÞÉR MEÐ ÍSLENSKUM TEXTA. m»vndbanoheioub t(. TEFLl Síðumúla 23, 108 Reykjavik S 91-68 62 50 / 68 80 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.