Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986. Meiming Stundargaman Kór Víðistaðasóknar. Gleði ríkja skal Með stjömur í augum. Höfundur: Andrés Indriöason. Útgefandi: Mál og menning, 1986. Nýjasta saga Andrésar Indriða- sonar segir frá ástarsambandi tveggja menntaskólakrakka í Reykjavík. Sagan hefst fyrsta skóla- daginn í MR þegar Sif, 17 ára, fellur flöt fyrir súkkulaðigrísnum Amari, 18 ára, en endar á vinslitum um jól, þrátt fyrir væntanlegan erfingja. Karlmennskan - kvenleikinn Bakgmnnur þeirra Amars og Siij- ar er mjög ólíkur. Sif er fyrirmyndar- Andrés Indriðason. unglingur á alla lund, fyrirmyndar- nemandi og fyrirmyndardóttir í góðu sambandi við skilningsríka velstæða foreldra í fínu húsi úti á Nesi. Sif er myndarleg í höndum, sníður og saumar á sig tískufatnað, reykir hvorki né drekkur áfenga drykki og hefur aldrei verið við karlmann kennd. Svo virðist sem hún gangi nú í fyrsta sinn með stjömur í aug- um. Amar hefur hins vegar lifað töluvert hátt og verið mikið upp á kvenhöndina, enda sannkallað „gellugull", sætur og kraftalegur með brún augu. En hann er því mið- ur mestur á velli og í munninum og kiknar undan minnsta álagi. Hann er lélegur námsmaður og gefet upp í skólanum og forðast yfirleitt alla erfiðleika og ábyrgð. Heimili hans er óvistleg kjallarahola, mamman „alki“ og stjúpinn „svitafýla" sem hefur atvinnu af því að aka leigubíl, „hvílík fjölskylda“, hugsar Sif á nei- kvæðu augnabliki. Föður sínum kynntist Amar ekki fyrr en um ferm- ingu. Hann býr á Akureyri og þar á Amar athvarf þegar hann kýs að flýja veruleika sinn í Reykjavík. Uppeldi Amars hefur verið í molum. Samt hefúr lesandi það á tilfinning- unni að það sé ekki endilega lélegt uppeldi sem hefur gert Amar að til- finningalausum eiginhagsmuna- segg, til þess er of lítið kafað í fortíðina. Amar er fremur hefð- bundið tákn karlmennskunnar eins og Gutti vinur hans og fleiri gæjar. Sif er a.á.m. líkt og aðrar konur í sögunni tákn hinna kvenlegu eigin- leika afþreyingarbókmenntanna. Hún er dálítið hégómleg, veiklynd, fómfús, vinnusöm og tilbúin að fóma öllu fyrir manninn og móður- hlutverkið. Ástin er blind Efrii þessarar sögu er, eins og áðui segir, ástarsamband Sifjar og goðs- ins hennar sem að vísu heitir ekki Þór heldur Amar. Ekkert annað skiptir máli í sögunni nema sem baksvið. Sif er sögumaður og rifjar upp þessa sögu. Auðvitað er það svo, þegar fyrsta ástin er annars vegar, að fátt annað skiptir máli. Þó finnst mér einum of langt gengið þegar Sif afskrifar samband við bestu vinkonu sína vegna hins tiltölulega lausa sambands sem hún hefur við gæjann, ekki síst vegna þess að út i gegnum bókina trúir lesandi því tæpast að Sif elski Amar í raun og vem nema á þeim stundum sem þau em saman, til þess skortir frásögnina meiri dýpt. Sif og Amar em alls ekki eins trúverðugir unglingar og t.d. Elías og Eva í bókaþrennu Andr- ésar sem kom út 1982-84. Aukaper- sónur em líka fremur klisjukenndar, konur hégómlegar, illmálgar, kjöft- ugar en karlar hið sterka ráðandi afl í lífi þeirra. Strákamir velja sér stelpur og fara með þær eins og þeim sýnist. Ást þeirra á gæjunum er al- gerlega blind, þær falla umsvifalaust fyrir breiðum herðum og brúnum augum. Að sitja í súpunni Hér að framan hafa komið fram ýmsir hugmyndalegir veikleikar þessarar sögu. Styrkur bókarinnar Bókmenntir Hildur Hermóösdóttir er hins vegar nálgunin við Sif og vanda hennar. Hvemig höfundur lýsir sveiflunum milli ástar og hat- urs á Amari, - hvemig hún ásakar hann og réttlætir til skiptis. Lýsingin á örlaganóttinni þegar bamið kemur undir og sjálfeásökun og ótta stúlk- unnar á eftir er mjög sannfærandi. Þessu hefði höfundur þó getað fylgt enn betur eftir með dýpri örvænt- ingu og togstreitu hjá Sif, - sem hann hefur í hendi sér því frásögnin er hennar. Skólastelpa á þessum aldri hlýtur að lenda í meiri háttar uppgjöri við sjálfan sig um hvort hún eigi að eiga bam eða ekki. Sif virðist aldrei velta alvarlega fyrir sér hvaða takmörk það muni setja henni og foreldramir gera lítið til að gera henni grein fyrir því. Andrés fellur i sömu gryfju og fleiri óléttuhöfund- ar, - að láta slysið ske en vinna ekki nægilega úr eftirmálunum. Það telst honum samt tvímælalaust til tekna að hann sýnir ljóslega fram á hvem- ig stelpan situr alltaf í súpunni. Hún kemst ekki upp með neitt kæmleysi eða flangs. Strákurinn getur leikið sér eins og honum sýnist og hlaupið svo burt, laus allra mála. Einföldun Viðfangsefhi Andrésar er hér sem oftast áður heimur unglingsins, tölu- vert einfaldaður eða einskorðaður við dægurþras, skólasetu og partí. Hann hefúr litlu bætt við fyrri um- fjöllunarefni sín nema fært sig örlítið upp í aldursstiganum og fjallar nú um fyrstu kynlífereynslu 17 ára stúlku. Hann hefur líka litlu bætt við skáldlega tilburði og heldur sig við einfalt unglingamál og hefð- bundna frásagnartækni. Því verður að segjast eins og er að þessi bók er eins og ást aðalpersónanna, lítið meira en stundargaman. H.H. Gleði ríkja skal. Hljómplata með söng Kórs Vlðistaöasókn- ar. Stjórnandi: Kristín Jóhannesdóttir. Upptaka: Halldór Víkingsson. Skuröur: Tape One. Pressun: Alfa. Útgefandi: Kór Víðistaðasóknar KVS 001. Þegar nær dregur aðventu birtast hinar dæmigerðu jólaplötur, jóla- söngvar og sálmar og oft ýmislegt veraldlegt léttmeti í bland. Öllu er því ætlað að hjálpa til að lyfta brún- Tónlist Eyjólfur Melsted inni ögn í svartasta skammdeginu og leiðimar til þess jafhmargar og misjafriar og plötumar sem út koma. Ein af fyrstu jólaplötunum í ár er Gleði ríkja skal, með söng Kórs Víði- staðasóknar í Hafnarfirði. Sóknin sjálf sem slík er reyndar ekki gömul og þá ekki kórinn, að- eins níu ára. Aldur segir hins vegar lítið um gerð, hæfni og vilja kórs til að takast á við stærri verkefhi en þann söng sem þarf til að þjóna venjulegri hátíðargjörð kirkjunnar. Vitað er að Kór Víðistaðasóknar hefúr lagt í stærri verkefni þótt ekki komi það fram á umræddri plötu. Hyí ekki stuðning hljóðfæra? Öðrum megin á plötunni em jóla- lög en hins vegar létt veraldleg lög. Platan gegnir þvi tviþættum til- gangi. Hún sýnir sem sé líka hina hliðina á kómum, en veraldlegan söng hefúr kórinn, að mér er tjáð, stundað með frá upphafi og er það áreiðanlega til góðs, ekki síst þar sem með því fást kjörin tækifæri til að rækta félagsþáttinn og allt kemur það starfinu í kirkjunni til góða. Söngur kórsins einkennist af miklu hæglæti sem kemur meðal annars fram í þvi að styrkleikabrigði em yfirleitt harla lítil. Helgast þetta að hluta, hygg ég, af því að á plöt- unni syngur kórinn allt á cappella, en ég þykist þess fullviss að einmitt kórar af þessu tagi, þar sem meiri- hluti söngfólksins er lítt eða ekki skólaður, eigi að nýta sér stuðning hljóðfæraleiks í söng sínum. Það getur, ef rétt er að farið, lyft svona kór upp um nokkur þrep. Söngur án undirleiks er góður til þjálfunar en ákveðna fæmi þarf til að geta borið hann á borð í flutningi svo að gaman sé að og upp á það stig er Kór Víði- staðasóknar ekki kominn enn. Ekkert að þykjast Platan ber því vitni að kórinn hafi lagt sig allan fram og unnið sitt verk af alúð en lyftingin hefði getað orðið mun meiri ef aðstoðar hljóðfæra hefði notið við enda hefúr hann þann stuðning allajafna þar sem orgelið er annars vegar. Sú hliðin, sem jóla- lögin em á, er áberandi betri. Þar kemur bamakór sóknarinnar einnig við sögu og vitnar það um áhugann og viljann til að leggja gmnn að öflugu tónlistarstarfi við kirkjuna í framtíðinni. í raun hygg ég að kór- inn hefði komið miklu betur frá því að syngja eingöngu jólalög inn á þessa plötu því að sum af veraldlegu lögunum er á mörkunum að hann ráði við, að minnsta kosti til að láta fara inn á plötu. En það að setja þau þó á plötuna ber vitni heiðarleika. Þama em menn ekkert að þykjast og í kómum er góður efniviður inn- an um. Kröfúmar sem hann gerir til sjálfe sín hljóta að aukast, ekki síst ef honum tekst að selja þessa plötu vel og kaupa fyrir gott orgel í kirkj- una sína. Á upptöku Halldórs Víkingssonar er fyrirmyndarvinna. Einu gildir hvað hann tekur upp, hann vandar sitt verk, gerir miklar kröfur til sjálfe sín og lætur ekki neitt fúsk frá sér fara. EM. Magnús Páls- son í Gliti Hjá Gliti hf. hefúr verið starfandi sérstök listasmiðja síðan 1983. Þar hafa nokkrir þjóðkunnir listamenn fengið aðstöðu til að vinna að hugð- arefnum sínum og getað notfært sér þá stóm ofna sem Glit hf. hefur yfir að ráða. Um þessar mundir er Magnús Pálsson myndlistarmaður að vinna að stóm verki fyrir Snælandsskóla í Kópavogi í listasmiðjunni. Um er að ræða 12 stórar lágmyndir, 10 úti- myndir en 2 innimyndir. Verða þær stærstu allt að 15-20 m2. Er verkið byggt á ævintýrinu um Karlsson, Lítinn, Trítil og fuglana. Er búist við að fyrstu hlutar verksins verði settir upp í byrjun næsta sumars. Aðspurður segir Magnús að hann sé mjög ánægður með aðstöðuna hjá Gliti hf. Bæði sé alveg einstakt að hafa húsnæði til að vinna stór verk í, aðgang að ofnunum og síðast en ekki síst ómetanlega aðstoð við tæknilegar framkvæmdir en Daði Harðarson hefur verið hans sérlegur aðstoðarmaður. Daði Harðarson hefur síðastliðið ár unnið við vöm- þróun og tæknilega aðstoð hjá Gliti hf. -AI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.