Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986. Iþróttir Teiturfrá Oster til Skövde AIK? - sem aðalþjálfarí og leikmaður •Ragnar Margeirsson. Þjálfari Waterschei rekinn Kristján Bemtaurg, DV, Belgíu: „Ég vona að þetta virki sem vít- amínsprauta á leikmenn liðsins," sagði Ragnar Margeirsson, leik- maður Waterschei, eftir að Emst Kíinnecjke hafði verið ráðinn þjálfari félagsins í stað Deraeye sem var rekinn frá Waterschei í gær. Kúnnecjke er ekki ókunnug- ur í Waterschei. Hann var þjálfari félagsins þegar Lárus Guðmunds- son lék með því og undir hans stjóm varð félagið bikarmeistari. „Það hlaut að koma að þessu enda hefur það legið iengi í loftinu að Deraeye yrði látinn fara. Nú er kominn þjálfari sem leikmenn bera virðingu fyrir og kemur til með að láta leikmenn liðsins vinna saman í leikjum,“ sagði Ragnar. -SOS Fjórtán marka sigur Víkings Víkingur sigraði Ármann með 14 marka mun í fyrstu deild kvenna í handbolta í gærkvöldi. Víkingstúlkumar byrjuðu leikinn vel og eftir um það bil sjö mín. leik vom þær fimm mörkum yfir og staðan í hálfleik 17-9 fyrir Vik- ing. í seinni hálfleik héldu þær áfrarn aó auka við forskot sitt jafnt og þétt og lokatölur urðu 30-16. Lítið er hægt að segja um leik Ármannsstúlknanna, þar ræður meðalmennskan ríkjum, helst að Ellen standi upp úr en hún skoraði helming marka Ármanns. Lið Vík- ings er jafht og skemmtilega leikandi og eiga þær örugglega eftir að blanda sér í toppbaráttuna ef fram heldur sem horfir. Mörk Ármanns skoruðu Ellen 8/2, Margrét, Elísabet og Guðbjörg 2 hver, Halla og Bryndís 1 hvor. Mörk Víkings. Eiríka 9/2, Svava 6/1, Sigurrós og Rannveig 4 hver, Valdís 3, Jóna 2 og Vilborg og Margrét 1 hvor. -BD Staðan Eftir fjórar umferðir í 1. deild kvenna í handknattleik er staða liðanna mjög jöfh og allt getur gerst. FH, Stjaman og Fram eru á toppnum með 6 stig. Valur, KR og Víkingur fylgja fast á eftir með 4 stig. ÍBV og Ármann sitja á botninum, Ármann með 2 stig og ÍBV með ekkert. Næstu leikir í deiidinni eru: Fram - Ármann á fostudags- kvöld, Stjarnan - FH á laugardag kl.14 og má búast við hörkuleik milli þessara jöfnu liða. ÍBV sæk- ir síðan KR heim á mánudags- kvöldið. -BD Allt bendir til þess að Teitur Þórð- arson, knattspymumaður frá Akranesi, sem nú æfir og leikur með 1. deildar liðinu Öster í Svíþjóð, sé að yfirgefa félagið og færa sig um set í Svíþjóð. Teitur hefur gengið tilboð um að vera með kunnu félagi þar næsta sumar. Er það Skövde AIK sem vill fá hann til sín. Hefur honum boðist staða sem aðalþjálfari liðsins og einnig mun hann leika með því. Þetta kemur fram í sænska blaðinu Dagens Nyheter nú í vikunni. Þar er haft eftir Stig Svensson, sem kall- aður hefur verið „Herra Öster“, enda stjómar hann því félagi með kjafti og klóm, að Öster hafi ekki efiii á því að missa Teit til Skövde AIK. Teitur kom aftur til Öster í fyrra eftir að hafa leikið um tíma í Frákkl- andi. Dvöl hans hjá Öster hefur verið heldur snubbótt að þessu sinni. Hef- ur hann átt við meiðsli að stríða í sumar og lítið sem ekkert getað leik- ið með liðinu. -klp ► Teitur Þórðarson. Sigi Held sá ekki mörk skor uð í Leipzig - þar sem A-Þjóðverjar og Frakkar gerðu jafntefli Sigi Held, landsliðsþjálfari íslands í knattspymu, sá ekki mörk skomð í Leip- zig í gærkvöldi þar sem A-Þjóðverjar og Frakkar gerðu jafhtefli, 0-0, í Evrópu- keppni landsfiða. 52 þús. áhorfendur sáu Frakka eiga fleiri hættuleg tækifæri í leiknum sem fór fram í grenjandi rign- ingu. Michel Platini sýndi lítið enda í strangri gæslu Jorge Stuebnek. Undir lok leiksins gerðu A-Þjóðverjar örvæntingarfulla tilraun til að gera út um leikinn en þeim tókst ekki að knýja fram sigur. „Það var enginn sigurvegari hér. Ef einhver fór með sigur vom það Rússar. Þeir em nú efetir í riðlinum," sagði Bemd Stange, þjálfari A-Þjóðverja. Rússar hafa fimm stig eftir þrjá leiki, A-Þjóðveijar fjögur, Islendingar tvö, Frakkar tvö og síðan koma Norðmenn með eitt sig eftir tvo leiki. -SOS SandytilFH? FH-ingar em nú á höttum eftir skoskum þjálfara fyrir 1. deildar lið sitt í knattspymu til að taka við hlutverki Inga Bjamar Albertssonar sem er farinn til Vals. FH-ingar hafa haft Sandy Jardine, fyrrum leikmann Glasgow Rangers, undir smásjánni. Jardine, sem lék með skoska landslið- inu á árum áður, var lengi orðaður við Aberdeen. Þar sem Ian Porterfield hefúr verið ráðinn „stjóri“ Aberdeen er Jardine (sjá mynd til vinstri) nú á lausu og getur svo farið að harrn taki við FH-liðinu. -SOS Pfaff bjargaði Belgíu mönnum ffá tapi - í jaffiteflisleik, 1-1, gegn Búlgaríu í Brussel •Sigi Held, landsliðsþjálfari íslands. Kristján Bembuig, DV, Belgíu: Markvörðurinn snjalli, Jean Marie Pfaff, fór á kostum í marki Belgíu- manna sem máttu hrósa happi að tapa ekki fyrir Búlgaríumönnum í Brússel þar sem þeir mættust í Evrópukeppni landsliða í gærkvöldi. Pfaff varði hvað eftir annað mjög vel og eitt sinn meist- aralega frá Nasko Sirakov, leikmann- inum sem mörg fræg félög í Evrópu hafa augastað á. Þá var Sirakov óheppinn að skora ekki í fyrri hálf- leiknum - skaut þá yfir mark Belgíu af átta metra færi eftir að hafa verið á auðum sjó. „Búlgaríumenn léku mjög vel og voru óheppnir að leggja ekki Belgíu- menn að velli. Það er greinilegt að þeir verða erfiðir - eru í mikilli fram- •Jean Marie Pfaff, markvörður Belg- fu. för,“ sagði Andy Roxburgh, landsliðs- þjálfari Skotlands, sem var meðal áhorfenda á Heysel. Það var rigning á meðan leikurinn fórt fram og voru Búlgarar betri á þungum vellinum. Það voru Belgíu- menn sem voru á undan til að skora. Pierre Jarssen, leikmaður Anderlecht, skoraði markið á 48. minútu. Það var svo varamaðurinn Latchezar Taneu sem náði að jafna, 1-1, á 62. mínútu. Eftir það sóttu Búlgarar en Pfaff kom i veg fyrir að þeir færu með sigur frá Brússel. 22.780 áhorfendur sáu leikinn. Belg- ía og Skotland eru nú efet í sjöunda riðli EM með fjögur stig eftir þijá leiki. írland og Búlgaiía hafa tvö stig eftir tvo leiki og Lúxemborg ekkert eftir tvo leiki. -SOS Pólski múrinn var sterkur í Amsterdam Pólveijar náðu að veijast áhlaupum Hollendinga í Amster- dam í gærkvöldi og tryggja sér jafhtefli, 0-0. 60 þús. áhorfendur sáu þá Ruud Gullit og Marco van Basten eiga í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum sterkan vamarmúr Pólveija þar sem þeir Wdowczyk og Roman Wojcicki, sem leikur með Hamburger SV, vom eins og klettar. Wojcicki átti stórleik - fór á kostum. Pólveijar og Hollendingar em með þijú stig eftir tvo leiki í fimmta riðli EM. Grikkir em með tvö, Ungverjar og Kýpurbúar ekkert. Ungveijar hafa leikið tvo leiki en Kýpurbúar hafa enn ekki klteðst knattspymuskónum í EM. „SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.