Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1986, Qupperneq 33
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986.
33
Birna og Ólöf hvila lúin bein og undir skónum þeirra má sjá plöturnar sem
eru settar undir steppskó. Fyrst eru aðeins settar plötur undir að traman
en þegar þær verða búnar að iæra meira fá þær plötur undir hælana.
DV-mynd Brynjar Gautí
Halldór B. Þórðarson er hér til hægri í He-man-dansinum sem honum finnst
svo skemmtilegur. Stelpurnar lifa sig greinilega líka inn í dansinn.
DV-mynd Brynjar Gauti
He-man og
fugladans
vinsælir
Krakkamir á bamanámskeiðinu hjá
Dansnýjung Kollu vom komnir inn í
sal þegar blaðamann bar þar að garði
sl. laugardag. Þeir notuðu tímann þar
til kennarinn kom og hoppuðu og
skoppuðu um gólfið. Þegar við báðum
þá um stutt spjall var það auðfengið
og settust þeir stilltir og prúðir í eitt
hom salarins.
Sá fyrsti sem varð fyrir svörum var
Halldór B. Þórðarson en hann er 5
ára gamall og sagði hann að sér fynd-
ist He-man-dansinn skemmtilegastur.
Undir það tók Hörður Sturluson, 4
ára, og sagði hann jafnframt að honum
fyndist voða gaman í dansskólanum.
Sigrún Stefánsdóttir, sem er 5 ára
gömul, var ekki sammála strákunum
og sagði að fugladansinn væri miklu
skemmtilegri. Hún sagðist stundum
dansa heima í stofú sem hún hefði
ekki gert áður en hún fór í dansskól-
ann.
Sú yngsta í hópnum er aðeins
tveggja og hálfe árs og heitir hún
María Erla Bogadóttir, en yngsti
strákurinn þennan dag var Sigmar
Freyr Jónsson en hann er þriggja ára.
Foreldrar þeirra sögðu okkur að þau
hefðu bæði mjög gaman af danstímun-
um og biðu spennt eftir hverjum tíma.
Krakkamir voru sammála um það
að dansinn væri voða skemmtilegur,
þó svo þeir væru ekki allir sammála
um hvaða dans væri skemmtilegast
að dansa.
En nú var tíminn að byrja og krakk-
amir vildu fara að komast út á gólfið.
Fyrst vom gerðar upphitunaræfingar,
alls kyns létt hopp og einfaldar æfing-
ar. Síðan var komið að He-man-dans-
inum og þá fóm allir í hring og léku
He-man-kalla. Þar næst var það fugla-
dansinn og þá var rétt eins og salurinn
væri fullur af litlum ungum svo mikil
var innlifunin.
Á þessu námskeiði em böm á aldrin-
um 4 til 6 ára og sagði Kolbrún að
þeim væm kennd létt spor og ýmis
hopp, en aðalatriðið væri að finna
taktinn hjá hverju þeirra. Síðast í tím-
unum hjá þeim er síðan oftast farið í
einhverja leiki. Hún sagði að kennslan
miðaðist hverju sinni við stemmn-
inguna hjá krökkunum en það væri
vitanlega ekki hægt að halda uppi
jafnstífri kennslu og hjá eldri nemend-
um. -SJ
Dægradvöl
Olöf, Berglind og Birna einbeittar á svip að æfa stepp.
DV-mynd Brynjar Gauti
Flestir velja lakk-
skó í steppið
1 Dansskóla Hermanns Ragnars
Stefánssonar er m.a. boðið upp á nám-
skeið í steppdansi fyrir nemendur á
aldrinum 8 ára og upp úr. Við hittum
þrjár stelpur, þær Unni Berglindi Guð-
mundsdóttur, Bimu Málfn'ði Guð-
mundsdóttur og Ólöfú Guðbjörgu
Söebech, sem em að læra stepp. Þær
stöllur vom að undirbúa sig fyrir tím-
ann og vom komnar í steppskóna sína.
Þær vom allar í lakkskóm og sögðust
þær ekki vita hvers vegna flestir veldu
lakkskó í steppið, það bara væri svo-
leiðis. Undir steppskónum em sérstak-
ar plötur til að steppið heyrist þegar
dansaramir sýna listir sínar.
Unnur Berglind er að verða 9 ára
og sagði hún að sér fyndist steppið
voða skemmtilegt og þegar hún var
spurð um hvað henni þætti skemmti-
legast stóð ekki á svarinu: „Hávað-
inn.“ Hún er líka í jassdansi og
samkvæmisdönsum og sagði hún að
sér fyndist steppið ekki svo mjög frá-
bmgðið öðrum dansi þvi hreyfingam-
ar væm næstum því eins.
Bima Málfríður er 11 ára og þetta
er fyrsti veturinn hennar í steppdans-
inum. Hún sagðist æfa sig svolítið
heima i stofu en þetta væri dálítið
hávaðasamt þannig að hún yrði helst
að æfa sig þegar hún væri ein heima.
Bima er líka að læra jassdans og sam-
kvæmisdansa og þegar við spurðum
hana hvað henni þætti skemmtilegast
af þessu þrennu gat hún ekki gert upp
á milli en tók það fram að steppið
væri svolíitið erfitt.
Ólöf G. Söebech er 8 ára gömul og
sagðist hún stundum æfa sig á gangin-
um í blokkinni þar sem hún á heima.
Hún sagðist bara loka hurðinni og þá
heyrði enginn í henni. Ólöf er eins og
vinkonur hennar líka að læra sam-
kvæmisdansa og síðan er hún í ballett
annars staðar.
Við spurðum þær hvort ekki væri
meira af stelpum í dansi en strákum
og sögðu þær að það væri sko ekkert
vandamál, það væri nóg af þeim.
SJ
Ungir og áhugasamir dansarar á barnanámskeiðinu hjá Dansnýjung Kollu. Litla stúlkan i miðjunnu heitir Maria
Erla Bogadóttir en hún er yngsti nemandinn á námskeiðinu aðeins tveggja og hálfs. DV-mynd Brynjar Gauti