Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986. Stjómmál Foival Alþýðubandalagsins í Reykjavík: Asmundur i þriðja sæti en Þröstur lenti í sjötta Svavar Gestsson lenti í fyrsta sæti í forvali Alþýðubandalagsins sem fram fór um helgina. Svavar fékk um sjötíu prósent atkvæða í fyrsta sætið og yfir ru'utíu og þrjú prósent samtals. Guðrún Helgadóttir al- þingismaður lenti í öðru sæti og, Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, í því þriðja. 891 greiddi atkvæði í forvalinu, auðir seðlar og ógildir voru 32. Á kjörskrá voru 1454. Úrslit urðu sem hér segir: Svavar Gestsson fékk 603 atkvæði í fyrsta sætið og 803 alls; Guðrún Helgadóttir fékk 428 atkvæði í 1.-2. sæti og 714 alls; Ásmundur Stefans- son fékk 357 atkvæði í 1.-3. sæti og 562 alls; Álfheiður Ingadótir fékk 458 atkvæði í 1.-4. sætið og samtals 701 atkvæði. Olga Guðrún Ámadóttir fékk 422 atkvæði í 1.-5. sætið og samtals 635; Þröstur Ólafsson hlaut 393 atkvæði í 1.-6. sætið og alls 431; Og Guðni Jóhannsson hlaut 433 at- kvæði í fyrsta til sjöunda sætið. Almennt voru þeir Alþýðubanda- lagsmenn sem DV ræddi við í gærkvöldi á því að sigurvegaramir í þessu forvali væm þær Alfhildur Ingadóttir og Olga Guðrún Áma- dóttir, sem lentu í fjórða og fimmta sæti listans. Þessi góða kosning Olgu Guðrúnar kom flestum á óvart en menn höfðu átt von á að Álfheiður lenti ofarlega þó ekki hefði verið búist við að hún veitti Ásmundi svo harða keppni sem raun bar vitni. Á þeim munaði aðeins rúmum fjörutíu atkvæðum í þriðja sætið. Þá kom útkoma Þrastar Ólafsson- ar, framkvæmdastjóra Dagsbrúnar, verulega á óvart en hann lenti í sjötta sæti. Reyndar munar ekki nema fjörutíu atkvæðum á Þresti og Guðna í fimmta sætið. Þegar borið er saman heildarat- kvæðamagn lendir Þröstur í sjöunda sæti og Ásmundur Stefánsson í því fimmta, hann hrapar niður fyrir þær stöllur Álfheiði og Olgu Guðrúnu. Ekki eru menn á eitt sáttir um hvemig túlka beri þessa niðurstöðu. Ýmsir telja þetta áfall fyrir verka- lýðsarm flokksins og að úrslitin komi til með að veikja hann vem- lega. Aðrir telja þessi úrslit ekki þýða að flokksmenn séu óánægðir með verkalýðsarminn heldur endur- spegli þau fyrst og fremst vilja manna til að auka hlut kvenna. -VAJ Kosið i forvali Alþýðubandalagsins I Reykjavík. Kosningu lauk klukkan sjö í gær. Alls kusu tæplega nlu hundruð manns eða 61,3%. DV mynd KAE Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbund. 8-9 Ab.Bb, Lb.Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsógn 9-10,5 Ab 6 mán. uppsögn 1015 Ib 12 mán. uppsögn 11-15,75 Sp Spamaður - Lánsréttur Sparað i 3-5 mán. 9-13 Ab Sp. i6mán. ogm. 9-13 Ab Ávís^nareikningar 3-9 Ab Hlaupareikningar 3-7 Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Bb.Úb.Vb 6 mán. uppsögn 2,5-4 Úb Innlán með sérkjörum 8,9-17 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 5-8,5 Sb Sterlingspund 9-10,5 Ab Vestur-þýsk mörk 3,5-4 Ab Oanskar krónur 7,5-9.5 Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán áverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 15,29-16. 25 Úb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge/19,5 Almenn skuldabréf(2) 19-17 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Klaupareikningar(yfirdr.) 19-18 Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf Að 2.5 árum 9-8,75 Lb Til lengri tima 9-6,75 Bb.Lb.Úb Útlán til framleiðslu ísl. krónur 15-18,5 Vb.Sp SDR 8-8,25 Allir nemalb Bandaríkjadalir 7,5-7.75 Allir nema Bb.lb Sterlingspund 12,79-13 Allir nema Ib Vestur-þýsk mörk 6.5 Allir nema Ib Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóöslán 5 Dráttarvextir 27 vlsrröLUR Lánskjaravisitala 1517 stig Byggingavisitala 281 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% 1. okt. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 111 kr. Eimskip 228 kr. Flugleiðir 180 kr. Hampiðjan 131 kr. Iðnaðarbankinn 128 kr. Verslunarbankinn 98 kr. 'l) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbankinn reiknar þó vexti af viðskiptavíxlum miðað við 19,5% árs- vexti. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb=Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Ob = Útvegsbank- inn, Vb = V erslunarbankinn, Sp = Sparisjóðimir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtudög- um. Asmundur Stefánsson: Mikill stuðningur við mín störf innan verka- lýðshreyf- ingarinnar „Mér sýnist þessi úrslit gefa sig- urstranglegan lLsta og ég get ekki annað en verið ánægður með það'.“ sagði Ásmundur Stefánsson, fofseti ASÍ, um niðurstöðuna í for- vali Alþýðubandalagsins. - Þú stefhdir á annað sætið, eru þessi úrslit þér ekki vonbrigði? „Það skiptir í sjálfu sé ekki meg- inmáli hvort ég er í öðru eða þriðja sæti. Það bendir allt til þess að þriðji maður á lista Alþýðubanda- lagsins sé öruggur inn. Það er meginmálið að maður úr verka- lýðsarminum komist á þing.“ - Sýna ekki þessi úrslit stuðning við afstöðu Guðrúnar Helgadóttur og fleiri í kjaramálum og þá um leið óánægju með stefnu þína til dæmis í samningamálum? „Það tel ég fjarri lagi. Það hefúr verið ríkjandi skoðun innan flokksins að auka beri hlut kvenna og þessi úrslit endurspegla það. Ég bendi á góða kosningu Álf- heiðar Ingadóttur, sem er senni- lega ótvíræðasti sigurvegari forvalsins." - Þú telur þessi úrslit ekki veikja verkalýðsarm flokksins? „Ég get engan vegin fallist á þá skoðun. Úrslitin sýna eindreginn stuðning við mína stefriu og störf innan verkalýðshreyfingarinnar. Guðrún er ekki kosin vegna sinnar stefnu í verkalýðsmálum. Hún er kosin vegna sinna starfa á þingi sem eru fyrst og fremst að öðrum málum. Verkalýðsmál hafa ekki verið hennar meginstarfssvið. Þessi úrsht endurspegla fyrst og fremst vilja flokksmanna til þess að styrkja stöðu kvenna,“ sagði Ásmundur Stefánsson. -VAJ Svavar Gestsson: Mjög góður listi „Það sem ég vil leggja sérstaka áherslu á er að með þessum úrslitum fáum við góðan framboðslista, líkleg- an til árangurs í alþingiskosningunum í vor,“ sagði Svavar Gestsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, í samtali við DV þegar úrslit í forvali Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík lágu fyrir. „Við sem höfúm verið þingmenn flokksins í þessu kjördæmi fáum þama góða kosningu." - Veikir þessi mikli stuðningur, sem Guðrún Helgadóttir fær í fyrsta sætið, þig ekki sem formann? „Ég er mjög ánægður með mín úr- slit. Ég fæ þama yfir níutíu prósent atkvæða. Ég tel þvert á móti þessi úrslit styrkja okkur bæði mjög mikið. Síðan er það mjög ánægjulegt að Ás- mundur Stefánsson, forseti Alþýðu- sambandsins, skuli með þessum hætti komast í þingsæti flokksins." - Sýna þessi úrslit ekki veika stöðu verkalýðsarms Alþýðubandalagsins? „Vandinn er sá að það em tveir menn úr verkalýðsarminum sem keppa um tiltekið sæti og niðurstaðan er þess vegna sú að Ásmundur er í þriðja sæti. Skýringin er sem sagt fyrst og fremst sú að það em tveir menn en ekki einn sem þama keppa. Síðan er auðvitað hluti skýringar- inna að við tvö sem erum í efstu sætunum erum þingmenn flokksins og njótum ákveðinna forréttinda, ef það má orða það svo.“ - Þú lítur ekki þannig á að flokks- menn séu að lýsa yfir stuðningi við stefnu Guðrúnar Helgadóttur í kjara- málum og hafna stefnu verkalýðs- armsins? „Nei, flokkurinn hefur skýra stefúu í þeim málum og það er ekki verið að taka stefúu eins fram yfir stefúu ann- ars. Þetta er samstæður og sterkur hópur sem er þama á ferðinni. Þama em tvær ungar konur sem skipa baráttu- sæti flokksins. Álfheiður fær mjög glæsilega kosningu og Olga Guðrún einnig. 1 heild sýnist mér að listinn sé mjög góður eins og hann hefúr rað- Guðrún Helgadottir: Boðar nýjar áherslur í flokknum „Ég er auðvitað ákaflega ánægð með að flokkurinn minn hafi staðfest mína afstöðu til ýmissa mála sem hef- ur ekki endilega verið samhljóða afstöðu annarra í þingflokknum. Ég er þakklát fyrir það,“ sagði Guðrún Helgadóttir alþingismaður um niður- stöðu forvals Alþýðubandalagsins. „Ég tel að með þessu forvali hafi verið brotið blað í sögu flokkins með því að nú varð það afsannað að ein- hverjir ættu rétt á einhverjum ákveðn- um sætum." - Nú greiddir þú atkvæði gegn febrú- arsamningunum á þingi. Em flokks- menn þínir að lýsa yfir stuðningi við þá stefiiu? „Já, ég tel að þessi úrslit séu stuðn- ingur við þá stefúu og einnig stefúu mína í bankamálum sem ég hélt að gæti orðið mér að falli. Ég held að þessi úrslit hljóti að bjóða upp á nýjar áherslur hjá flokknum, ekki síst í verkalýðsmálum. Við hljótum að hlusta á það sem flokksmenn segja og breyta í samræmi við það.“ - Veikja þessi úrslit verkalýðsarm flokksins? „I Alþýðubandalaginu er enginn verkalýðsarmur. 1 Alþýðubandalaginu em bara góðir sósíalistar og þeir em allir verkalýðssinnar. Annars er það rannsóknarefni hverjir hafa oftast rætt kjaramál á þingi, svokallaður verkalýðsarmur eða einhveijir aðrir. Ég tel að þetta forval hafi jarðað þessa skiptingu í verkalýðsarm og aðra.“ - Þú færð mjög mörg atkvæði í fyrsta sætið, veikir það ekki stöðu formanns- ins? „Nei, það held ég ekki. Ég held að mínir stuðningsmenn hafi aðeins verið að tryggja mér annað sætið en ekki að lýsa vantrausti á Svavar Gestsson. Ég er mjög ánægð með þennan lista. Það er óendanlega gleðilegt að sjá tvær nýjar konur í ábyrgum sætum. Það var mjög gaman að sjá þennan óvænta sigur Olgu Guðrúnar. Ég held að þessi listi sé betri en nokkur kjömefúd hefði getað sett saman. Og ég efast ekki um að þessi listi á eftir að valda skjálfta í herbúð- um annarra flokka." - Þú átt ekki von á að kjömefúd geri breytingar á þessum lista? „Það væri algjörlega fráleitt. Þess- um lista verður ekki breytt," sagði Guðrún Helgadóttir. -VAJ Álfheiður Ingadóttir: MJög ánægð „Ég er mjög ánægð með þennan lista. Ég sé í hendi mér að þetta er sigurstranglegur listi fyrir Alþýðu- bandalagið. Hann hefur mjög breiða og góða skírskotun," sagði Álfheiður Ingadóttir um niðurstöðu forvalsins. Áttir þú von á þessari útkomu hjá þér sjálfri? „Ég veit ekki alveg hveiju ég á að svara þessu. Ég er mjög ánægð með þann stuðning sem ég fékk. Eg lít á þetta sem stuðning við mín verk, bæði innan flokksins og utan. - Er uppröðun listans eins og þú hefð- ir helst kosið? „Ég kýs ekki röð. Félagar í Al- þýðubandalaginu hafa kveðið upp sinn úrskurð og ég tel þetta góðan lista. Þetta em allt saman traustir talsmenn okkar hreyfingar. Gott og vinnusamt fólk og það er það sem þarf. Og nú þegar forvalinu er lokið þá munum við snúa bökum saman gegn sameiginlegum óvini sem er þessi rík- isstjóm sem nú stjómar. -VAJ Þröstur Olafsson: Ekki sigur- stranglegur listi „Ég er náttúrlega ekki mjög hress, það er alveg ljóst. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum,“ sagði Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dags- brúnar, en harrn lenti í sjötta sæti í forvali Alþýðubandalagsins. Hann hafði lýst því yfir að hann stefndi á annað sætið. „Á þessu em eflaust margar skýring- ar. Ég hef verið víða í viðkvæmum störfum og fólk sennilega litið á það sem ástæðu til að kjósa mig ekki. Ég get ekki útskýrt þetta nema með þess- um tölum.“ - Nú hefúr þú verið hlynntur ríkis- stjómarsamstarfi með Sjálfstæðis- flokknum. Gefa þessi úrslit ekki til kynna að alþýðubandalagsmenn séu að hafha þeim hugmyndum? „Það held ég ekki. Ég hef ekkert frekar verið talsmaður þess en Ás- mundur svo það getur varla verið ástæðan. En eflaust hefur margt af því sem ég hef lagt fram farið fyrir bijóstið á fólki og það þess vegna hafnað mér. Það er ekkert annað að gera en taka því.“ - Þú hefúr verið kallaður arkitekt febrúarsamninganna og innan Al- þýðubandalagsins hefur verið óá- nægja með þá samninga. Gæti það verið skýringin á þinni útkomu? „Það getur vel verið að fólk sé að láta í ljós óánægju. Ég hef verið fram- arlega í mörgum umdeildum málum, bæði hjá Ragnari Amalds í fjármála- ráðuneytinu og þessum samningum. Eflaust er fólk að segja sitt álit á þessu. En ég bendi líka á það að ég var eini maðurinn í þessu forvali sem fékk á mig mótframboð. Jóhannes Gunn- arsson bauð sig fram eingöngu til að fella mig og hann náði sínu fram.“ - Hvemig líst þér á þennan lista að öðm leyti? „Þetta er engin endanleg uppröðun. Þetta er ekki bindandi fyrir kjömefiid- ina.“ - Áttu von á því að það verði gerðar einhveijar breytingar? „Já, ég á von á því.“ - Hvers konar breytingar? „Því get ég ekki svarað. Það kemur í ljós. Þetta er bara mín tilfinning að þetta sé ekki endanleg uppröðun." - Hvers vegna telur þú að uppröðun- inni verði breytt? „Þetta er ekki listi sem menn fara með í kosningar. Hann er ekki sigur- stranglegur," sagði Þröstur Ólafsson. -VAJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.