Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Qupperneq 14
14
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986.
Fréttir
Sprengifrétt DV:
Dagsbmnarsamþykktin var
gerð vegna samkomulagsins
I þeirri miklu umræðu sem átt heíur
sér stað um frétt DV um drög að sam-
komulagi, sem búið var að gera í
byijun þeirrar samningalotu er nú
stendur yfir, hefiir eitt mikilvægasta
atriðið gleymst. Þetta atriði er sam-
þykkt stjómar Dagsbrúnar sl. mið-
vikudag þar sem segir:
„Miðað við þá stöðu, sem samninga-
viðræðurnar eru komnar í, vill stjóm-
in taka fram að hvorki VMSl né ASÍ
heíúr umboð til að gera samning fyrir
hönd Dagsbrúnar. Stjóm félagsins
mun sjálf leiða samningaviðræðumar
fyrir hönd félagsins í samráði við hina
ýmsu starfshópa þess . . .“
I hvaða stöðu voru samningamir
komnir eftir aðeins tveggja daga' við-
ræður? Þetta er mergurinn málsins.
Það lágu fyrir munnleg drög að sam-
komulagi sem Dagsbrúnarstjómin, öll
sem einn, gat ekki unað við. Það vom
nákvæmlega þessi drög sem DV skýrði
frá.
Þessi munnlegu drög að samkomu-
lagi vom orðin til áður en formanna-
fundur ASÍ var haldinn sunnudaginn
23. nóvember sl. Honum lauk síðla
dags og þá strax vom samningavið-
ræður ákveðnar næsta dag, mánudag-
inn 24. nóvember. Þá fúndaði
efhahagsmálanefhdin.
Að loknum þeim fundi sagði Þórar-
inn V. Þórarinsson að hann væri
tilbúinn til að semja um vemlegar
bætur handa þeim lægstlaunuðu en
vildi ekki að launauppbætumar 1.
desember fæm yfir alla línuna. Hann
sagðist ekki vilja launabæta launa-
skriðið. Hann sagðist vilja samninga
til eins árs.
Eiginlegar samningaviðræður hófust i húsi VSÍ á þriðjudeginum og þar var unnið samkvæmt þeim drögum að
samkomulagi er í frétt DV var skýrt frá. Það var ekki fyrr en Dagsbrún hótaði að draga sig útúr samningunum
sl. miðvikudag að blaðinu var snúið við
Guðmundur J. sagði í samtali við
DV mánudaginn 24. nóv. að það væri
vissulega komin upp ný staða í samn-
ingamálunum, nokkuð sem menn sáu
ekki fyrir, eins og hann komst að orði.
Leið Dagsbrúnar hefði verið hafnað
og því myndi Dagsbrún kalla saman
stjómarfund.
Eiginlegur samningafundur hófst
svo þriðjudaginn 25. nóvember. Allan
þriðjudaginn var verið að vinna að
málunum á þeim nótum sem segir frá
í DV-fréttinni. Ósamkomulag var mik-
ið í samninganefhdinni og fóm margir
samninganefhdarmenn ekkert leynt
með það. Karl Steinar, varaformaður
VMSÍ, sagði að menn þyrftu að fara
í andaglas til að vita hug hver ann-
ars. Ragna Bergmann, formaður
Framsóknar, yfirgaf fundinn og sagði
um leið og hún gekk út: Ég kem ekki
aftur í dag, ég ætla að leyfa þeim að
rífast þama áfram. Fundi lauk tiltölu-
lega snemma þann dag og boðað var
til fundar kl. 14 næsta dag, miðviku-
daginn 26. nóv.
Þennan miðvikudag er stjóm Dags-
brúnar kölluð til fundar kl. 11 fyrir
hádegi og þar var þessi einstaka álykt-
un samþykkt. Hún var svo birt
opinberlega kl. 18 sama dag þegar ljóst
var að engin breyting varð á hug-
myndum æðstu manna um drög að
samkomulagi.
Þegar ályktunin var afhent frétta-
mönnum og hún borin undir Ásmund
Stefánsson og Þórarin V. Þórarinsson
kom hún þeim algerlega í opna skjöldu
og þeir vissu fyrst ekki sitt ijúkandi
ráð eins og sagt er. Samningafúndi var
slitið skömmu síðar og um kvöldið
náðist samkomulag um að brejda far-
vegi samningsmálanna og því sat
Guðmundur J. áfram í samninga-
nefhdiimi en gekk ekki út eins og
ályktað hafði verið í stjóm Dags-
brúnar.
I öllu því fjaðrafoki, sem frétt DV
hefúr valdið, hafa allir fjölmiðlar da-
tekið við yfirlýsingum frá samningsu-
al424aðilum án þess að spyija neins
varðandi ályktun Dagsbrúnar sem
skýrir allt þetta mál að fúllu, hvað sem
forráðamenn ASÍ og VSÍ segja.
-S.dór
Ólympíuskákmótið í Dubai:
Jafntefli við Ungverja
- ísland í einu af efsbi sætunum lyrir síðustu umferð
Eftir að hafa hrapað niður eftir
töflunni við tapið stóra gegn Eng-
lendingum vora okkar menn komnir
á efsta borð á ný í 12. umferð og
tefldu þá við Bandaríkjamenn sem
hafa átt miklu láni að fagna í síðari
hluta mótsins. Sumir hafa e.t.v. gert
sér vonir um að við næðum að leggja
Kanann að velli enda virðast ís-
lensku stórmeistaramir jafnan eiga
alls kostar við sterkustu meistarana
vestanhafs. Þessar vonir rættust þó
ekki og ísland tapaði sinni annarri
viðureign á mótinu:
Helgi-Seirawan 'A-'/i
Jóhann-Christiansen 0-1
Jón L.-Kavalek 'A-'A
Guðmundur-Dlugy 0-1
Það var greinilegt að Bandaríkja-
menn tefldu stíft upp á að halda
jöfhu með svörtu en reyna að vinna
með hvítu mönnunum. Segja má að
okkar menn hafi gengið beint í þessa
einföldu „gildru". Helgi tók skjótt
jafhteflisboði Seirawans, Jón L. þrá-
aðist við nokkra lengur, en tók
jafntefli eftir rúma 20 leiki. Þá sátu
þeir Jóhann og Guðmundur eftir
með heldur lakari stöður á svart og
reyndu að veijast. Jóharrn stóð
lengst af höllum fæti, tókst að kom-
ast út í hróksendatafl sem gaf
jafnteflismöguleika, en lék óná-
kvæmt og tapaði. Guðmundur lét
drottningu sína fyrir tvo hróka, sem
oft era hagstæð skipti, en hrókar
hans höfðu lítið svigrúm meðan
drottning Dlugys olli miklum usla í
svörtu stöðunni. Báðir gáfiost þeir
upp eflir rúma 50 leiki. Af öðrum
viðureignum í 12. umferð er það að
segja að Englendingar unnu Rúm-
ena 2,5-1,5 en Rússum tókst loks að
ná góðum sigri eftir slakt gengi und-
anfarið og unnu Spánveija 3,5-0,5.
Þá unnu Brasilíumenn Vestur-Þjóð-
veija óvænt 3,5-0,5 og skutustvið
það upp töflima. Ungveijar og Tékk-
ar gerðu jafnt. Fyrir næstsiðustu
umferð era Bandaríkjamenn efetir
með 34 v., 2.-3. England og Sovétrík-
in 33, 4. Ungverjaland 30,5, 5.
Brasilía 30, en Island er skammt
undan, í 8.-11. sæti, með 28,5 vinn-
inga.
Varlega teflt í 13. umferð
Það er óhætt að segja að tauga-
spennan i skáksalnum í Dubai hafi
verið þrúgandi við upphaf 13. og
næstsíðustu umferðar. Hún virtist
hafa þau áhrif á taflmennskuna að
menn þorðu ekki að taka áhættu og
hölluðu sér að þeirri speki að betri
er einn fugl í hendi en tveir í skógi.
Þijár sveitir beijast um gullið og var
loftið rafinagnað á efetu borðum. Is-
lendingar tefldu við Ungveija og
greinilegt að hvorugir vildu hætta á
tap. Úrslitin urðu því þessi:
Helgi-Ribli 'A-Vi
Jóhann-Sax 14- 'A
Jón L.-Pinter 'A-'A
Margeir-Adoijan 14-14
Viðureignin hafði aðeins staðið
nokkrar mínútur þegar fyrsta jafii-
teflisjarmið kom frá Ungveijum;
Ribli á 1. borði. Þegar Helgi leitaði
ráða hjá Kristjáni liðsstjóra gerðist
sá einkennilegi atburður að skák-
stjóri kom aðvífandi og skipaði þeim
að mæla á ensku fremur en tungu
norrænna manna. Er þess nú vel
gætt á mótinu að skákmenn ræði
ekki stöðuna eða fái hugmyndir um
leiki hjá „kapteinum" sveitanna eftir
að kærumál af þvi tagi kom upp
milli Englendinga og Spánveija.
Vildi skákstjórinn geta skilið það
sem þeim Helga og Kristjáni fór á
milli. Hann hefúr væntanlega vitað
hvað „don’t take the draw“ þýðir,
nefnilega að áfram skuli haldið. Það
urðu þó bara örfáir leikir í viðbót
þar til Helgi sjálfúr stakk upp á
skiptum hlut og skömmu síðar
þvingaði Adoijan Margeir til að þrá-
leika. 1-1 eftir aðeins 40 mjnútur.
Skák
Áskeli Örn Kárason
Skömmu síðar bauð liðsstjóri Ung-
verjanna jafritefli í þeim tveimur
skákum sem eftir voru og var sæst
á það. „Við erum hæstánægðir með
þessi úrslit," sagði dr. Kristján Guð-
mundsson liðsstjóri. „Það var
takmarkið að halda okkar hlut því
að við erum nú búnir með allar
sterkustu sveitimar og ættum að
eiga möguleika á sigri í síðustu
umferðinni. Nú er allt undir henni
komið.“ Eins og komið hefur fram
setti íslenska sveitin sér það tak-
mark fyrir mótið að verða í hópi 10
efstu þjóða og era nú góðar líkur á
að það takist og þokkalegir mögu-
leikar á að 6. sætið náist, en það
myndi þýða að ísland ynni sér sæti
í heimsmeistaramótinu á næsta ári
þar sem stórveldin í skákheiminum
eigast við.
Þrjár sveitir í forystu
Onnur helstu úrslit í 13. umferð
urðu þessi:
Bandaríkin-Brasilía 2,5-1,5
Sovétríkin-Italía 3-1
England-Tékkóslóvakía 2,5-1,5
Búlgaría-Rúmenía 2,5-0,5 + bið.
Frakkland-Spánn 1,5-1,5 + bið.
Austurríki-Júgóslavía 1,5-1,5 +
bið.
Pólland-Chile 3-0 + bið.
I taugatitringnum á toppnum var
samið um mörg jafntefli, en Sovét-
mönnum tókst að saxa á forskot
Bandaríkjamanna og skilur nú að-
eins hálfúr vinningur risana tvo.
Staðan fyrir síðustu umferðina sem
tefld er í dag:
1. Bandaríkin 36,5
2. Sovétríkin 36
3. England 35,5
4. Ungveijaland 32,5
5. Búlgaría 32 + bið
6. Brasilía 31,5
7. -9. Kúba, Frakkland, Pólland
31 + bið
10.-13. ísland, Tékkóslóvakía,
Spánn, Perú 30,5
Þegar þetta er ritað er staðan ekki
að fúllu ljós vegna biðskáka en við
leyfum okkur að fullyrða að ef okkar
menn ná 3-1 sigri í síðustu umferð-
inni ætti 6.-8. sæti að vera raun-
hæfur möguleiki.
Kostnaðarsamt verkefni
Áður hefur verið minnst á glæsi-
leika þessa mótshalds og er greini-
legt að ekkert hefur verið til sparað
af hálfu heimamanna. Þó er vert að
geta þess að ekki era allir jafn-
múraðir og arabamir. Með þátttöku
í þessu móti hefur Skáksamband Is-
lands tekið á sig þungan skulda-
bagga enda fjárhagurinn ekki
traustur fyrir og fastar tekjur engar.
Sambandið hefúr gefið út vandað og
fróðlegt blað í tilefni af mótinu og
hyggst með tekjum af auglýsingum
í því reyna að afla nokkurs fjár upp
í þennan kostnað. Þá hefur SÍS og
Soffanías Cecilsson í Grundarfirði
heitið vænum fúlgum á skákmenn-
ina.
Vonandi fyrirfinnast fleiri slíkir
stórhuga stuðningsmenn, ekki veitir
af eigi þessi frægðarfor til Dubai að
standa undir sér. Vonandi finnast
góðir leikir í þessari stöðu.