Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Side 18
18 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986. Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTjANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fróttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNUSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11. SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð i lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Kaupin á eyrinni Nú er komin niðurstaða úr átökum Alþýðubandalags- ins um skipan framboðslista þess í Reykjavík. Hinn svokallaði verkalýðsarmur þess getur nú, eftir fremur dapurlega niðurstöðu, snúið sér að minni háttar málum á borð við gerð nýrra kjarasamninga. Um leið er líklegt, að réni taugaveiklun þeirra leið- toga, sem voru fyrir löngu búnir að semja um, hver yrði líkleg niðurstaða samninganna. Litlu skiptir, hvort það er kallað leynisamkomulag eða eitthvað annað. Aðalatriðið er, að málsaðilar eru á réttum nótum. 25.000 króna lágmarkslaun þýða í framkvæmd 27.600 króna laun. Það er lægri tala en þær 30.000 eða 36.000 krónur, er veifað hefur verið að undanförnu sem sann- gjörnum lágmarkslaunum. En 27.600 krónur eru þó umtalsverð breyting á núverandi ófremdarástandi. Augljóst er, að siðað þjóðfélag getur ekki boðið lág- markslaun, sem eru innan við framfærslukostnað einnar manneskju, hvað þá ef hún er einstæð móðir með börn á framfæri sínu. Asmundur þarf ekki að skammast sín fyrir að bæta kjör hennar á kostnað annarra. Hitt er svo jafnaugljóst, að uppmælingaraðall og aðrar yfirstéttir verkalýðshreyfingarinnar eru ekki sátt við niðurstöðu, sem felur í sér, að þeirra fólk verði að fórna einhverju fyrir hinar raunverulegu lágstéttir þjóð- félagsins, einstæðar mæður á taxtakaupi. Nú er komið í ljós, að fulltrúi Dagsbrúnar og sam- bands byggingamanna hefur farið mun verr út úr forvali Alþýðubandalagsins heldur en leynisamningaforseti Alþýðusambandsins. Því er minni ástæða en áður fyrir hinn síðarnefnda að hlusta á hinn fyrrnefnda. Aðalatriði málsins var, að ekki er hægt að semja um kjör á þessu landi, meðan Alþýðubandalagið í Reykja- vík stendur í forvali. Nú er þeim burtreiðum lokið, og menn geta aftur setzt niður við að ganga frá því sam- komulagi, sem þeir eru fyrir löngu búnir að gera. Ef einhver efast enn um, að búið hafi verið að ná samkomulagi, má spyrja hann, hvers vegna Dagsbrún taldi sér nauðsynlegt í upphafi viðræðna að mótmæla þessu samkomulagi, hvers vegna Dagsbrún taldi sér nauðsynlegt að sprengja hið ónefnanlega samkomulag. Sennilega verða það menn Dagsbrúnar, sem bíða ósigur í þessum skærum. Þeir hafa verið staðnir að því að reyna að eyðileggja samkomulag, sem miðaði að því að færa lífskjör frá uppmælingaraðli til einstæðra mæðra á taxtakaupi. Við slíkar aðstæður getur hentað Dagsbrún að hafa í forsvari véfréttamann, sem talar út og suður, gengur úr samfloti og heldur samfloti áfram í senn. Við slíkar aðstæður er sniðugt, að formaður Dagsbrúnar og Verka- mannasambandsins er einn og sami maðurinn. Úr því að uppákoman hefur gerzt, er ekki hægt að undirrita áður gert samkomulag. Hugsanlegt er, að samningsaðilar verði að þrúkka í tvo mánuði um ein- stök atriði, svo sem að samningurinn gildi ekki í heilt ár, heldur átta til tíu mánuði. Uppmælingaraðallinn, sem Guðmundur J. Guð- mundsson ber fyrir brjósti, fær sín 2,5% um þessi mánaðamót. Þjóðfélagið stendur ekki eða fellur með því fráviki frá þegar gerðu samkomulagi. Einstæðu mæðurnar borga það eins og svo margt annað. Þjóðin hefur enn einu sinni orðið vitni að því, hvern- ig kaupin gerast á eyrinni. Þau kaup eru merk, en undir engum kringumstæðum má kalla þau leynisamkomulag. Jónas Kristjánsson Hafskipsöflin verða áfram í for- ystusveit Sjálfstæðisflokksins. Stjómarformaðurinn Albert Guð- mundsson er að loknu prófkjöri leiðtoginn í Reykjavík. Friðrik Sop- husson, sérstakur heiðursgestur á aðalfundum skipafélagsins, varð næstur í virðingarröðinni. Þorsteinn Pálsson, sem haldið hefur vemdar- hendi yfir forsprökkum fyrirtækisins og bankans, var ótvíræður sigurveg- ari á Suðurlandi. Matthías Bjama- son verður áfram Vestfjarðagoði Sjálfstæðisflokksins, handhafi ráð- herradóms í viðskiptamálum og sérstakur oddviti þeirra sem í sjón- varpi gefa fyrirskipanir um þögn fjölmiðla í Hafskipsmálinu. Með þessu liði ætlar Jón Baldvin að mynda ríkisstjóm. Þetta em sam- starfsmennimir sem em efstir á óskalista Alþýðuflokksins. Kratam- ir hika ekki við að framlengja pólitískt áhrifavald Hafskipsaflanna sem áfram munu hafa lykiltökin í forystusveit Sjálfstæðisflokksins. Það er svo sem í stíl við annað að þegar þingmannaleifar Bandalags jafhaðarmanna leituðu skjóls í Al- þýðuflokknum þá hafi krafan um samstarf við Hafskipsöflin orðið formlegt svar við spumingunni hvaða ríkisstjóm Alþýðuflokkurinn vildi eftir kosningar. Hvers konar Sjálfstæðisflokk- ur? Fyrr á þessu ári spurði Jón Bald- vin Hannibalsson oft í ræðu og riti: „Þorsteinn Pálsson og Matthías Bjarnason hafa kappkostað að koma i veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn gerði upp Hafskipssöguna á afdráttarlausan hátt.“ Kratar velja Hafskipsöflin Hvers konar Sjálfstæðisflokkur er það sem ætlar að birtast kjósendum fyrir næstu kosningar? Svarið við þessari spumingu átti að ráða úrslit- um um afstöðu Alþýðuflokksins til stjómarmyndunar. Á síðustu vikum hafa úrslit próf- kjaranna í Sjálfstæðisflokknum smátt og smátt leitt í ljós að allir höfuðpaurar Hafskipsmálsins hljóta sæti sigurvegaranna. í Reykjavík urðu þeir efetir Albert og Friðrik. Engir þingmenn flokksins höfðu nánari tengsl við Hafekip. Ferill Al- berts er öllum kunnur. Friðrik gegndi sérstöku hvatningarhlut- verki á fiægum aðalfundi skipafé- lagsins þegar hinir óbreyttu hluthafamir vom blekktir til að leggja fram meira fé. Ráðherrann og varaformaðurinn em nú fremstir í forystusveit flokksins í höfuðborg- inni. Samkvæmt hefðum Sjálfetæðis- flokksins gegna slíkir menn lykilhlutverki við stjómarmyndanir. Þorsteirm Pálsson og Matthías Bjamason hafa kappkostað að koma í veg fyrir að Sjálfetæðisflokkurinn gerði upp Hafekipssöguna á afdrátt- arlausan hátt. Formaðurinn hefur ekki bara haldið vemdarhendi yfir Albert heldur einnig yfir fyrrverandi og núverandi bankastjórum Sjálf- stæðisflokksins í Útvegsbankanum og bankaráðsmönnum flokksins. Viðskiptaráðherra hefur svo haft það hlutverk að gera sem minnst úr opinberri umflöllun og gagnrýni. Hann ávítar rannsóknamefnd Hæstaréttar og skammar fjölmiðla fyrir að fjalla um málið. Þrátt fyrir þetta em Þorsteinn og Matthías endurkosnir í forystusætin á Suður- landi og Vestfjörðum. Jón Baldvin hefur því fengið svar- ið við spumingunni. Það er Sjálf- stæðisflokkur með Hafckipsöflin í KjaJlarinn Olafur Ragnar Grímsson formaöur framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins fararbroddi sem gengur til næstu alþingiskosninga. Ráðherramir þrír - Albert, Þorsteinn og Matthías - og varaformaðurinn Friðrik mynda þá sveit sem bæði í höfuðborginni og á landsbyggðinni mim leiða við- ræðumar um næstu ríkisstjóm. Kratarnir velja Þegar Hafekipsöflin hafa sýnt að þau verða áfram í forystusveit Sjálf- stæðisflokksins, þá birtist Jón Baldvin og tilkynnir: Þetta em mín- ir menn. Ég ætla að mynda ríkis- stjóm með þeim. Samstarf við Sjálfetæðisflokkinn er eina óskin á mínum lista. Formaður Alþýðuflokksins taldi jafiivel svo mikið í húfi að harrn kaus fund í Heimdalli til að kynna hugmyndir sínar um skiptingu ráðu- neyta milli flokkanna. Var vissulega táknrænt að krataforinginn skyldi velja Heimdall sem vettvang fyrir fyrsta áfanga til formlegs samstarfs við Hafekipsöflin. Sjálfur ætlaði Jón Baldvin að sitja í forsæti þessarar nýju Hafekips- stjómar. Sjálfetæðisflokkurinn átti svo að fá fjármálaráðuneytið. Það kemur vel heim og saman við óskir Alberts sem lýsti því yfir að loknum prófkjörssigri að í næstu ríkisstjóm væri sjálfgefið að hann yrði á ný fjár- málaráðherra. Það yrði hápunktur þessarar draumastjómar kratanna þegar þeir setjast hlið við hlið Al- bert og Jón Baldvin. Afhjúpun Þegar Alþýðuflokkurinn gerir rík- isstjóm með Hafekipsöflunum að forgangsatriði þá afhjúpar hann um leið að öll loforðin um þáttaskil og nýja tíma em hjóm eitt og kosninga- skrum. Málið hefði vissulega litið öðmvísi út ef Sjálfetæðisflokkurinn hefði hreinsað sig af Hafskipsöflun- um og gert heiðarlega upp við þetta mesta hneykslismál í sögu flokksins. Hann hefur hins vegar fest Hafekips- öflin í sessi. Þeim mun sérkennilegra er að þá skuli Jón Baldvin herða til muna ástarjátningamar til Sjálf- stæðisflokksins. Kannski er sú framganga enn ein sönnun þess að Jón Baldvin hefur ekki dug til að gerast afdráttarlaus boðberi nýrrar framtíðar. Hann sæk- ir fyrirmyndir til fortíðarinnar. Hann er maður gamla tímans. Hann hafhar að taka höndum saman við okkur og mynda í fyrsta sinn hreina jafhaðarstjóm á íslandi. Hann vill frekar Sjálfetæðisflokkinn þar sem Hafekipsöflin hafa verið endurkosin til forystustarfa. Þegar hugmyndin um jafhaðar- stjómina - ríkisstjóm Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks og Kvennalista - kom fram fyrir nokkm síðan sögðu margir að þessir flokkar fengju aldr- ci meirihluta á Alþingi. 1 nýjustu skoðanakönnun kemur hins vegar í ljós að einungis skortir 1-2% til að hægt yrði að mynda fyrstu raun- veralegu jafnaðarstjómina á íslandi. Á þeirri stundu tilkynnti Jón Bald- vin að hann hafhaði hugmyndinni um jafriaðarstjómina. Hann veldi frekar Hafskipsöflin í Sjálfetæðis- flokknum. Hvílík afhjúpun! Ólafur Ragnar Grímsson. „Þegar Hafskipsöflin hafa sýnt að þau verða áfram í forystusveit Sjálfstæðis- flokksins, þá birtist Jón Baldvin og til- kynnir: Þetta eru mínir menn. Ég ætla að mynda ríkisstjóm með þeim.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.