Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Síða 22
22
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986.
Merming
Þegar hnígur húm að þorra
íslendingar ráðast til atlögu viö þorramat.
Ámi Bjömsson - Þorrablót á Islandi.
Öm og Öriygur, 1986.
„Ég skal minnast á það til gam-
ans, að greindur bóndi norðlenzkur
fóraðist mjög um þorrablótin við mig
sumarið 1881. Honum þótti þau ein-
hver óhappavænlegasti viðburður,
sem hann hafði heyrt um nýlega,
enda er það ekki að furða, því hann
hélt, að þau mundu verða vísirinn
til þess, að íslendingar köstuðu
kristinni trú og færu að trúa á Þór
og Óðin.“
Frá þessu segir sá mikli happa-
maður íslenskra þjóðfræða Ólafur
Davíðsson, í einu rita sinna.
Það er nokkuð ljóst, að tilefni þess-
ara ummæla hefur verið mikilfeng-
legt þorrablót, sem Hið íslenska
fomleifafélag hélt í Reykjavík í
þorrabyijun árið 1881. Þessi mann-
fagnaður var haldinn á Hótel
Alexandra, Hafriarstræti 16, sem enn
stendur. Þar var allt með fomlegu
sniði. Veislusalurinn var tjaldaður
fomum tjöldum og skjaldarmerki á
veggjum; öndvegissúlur vom reistar
og langeldar vom á miðju gólfi; svo
var dmkkið full Óðins og signdi Sig-
urður Vigfússon, þáverandi for-
stöðumaður Fomgripasafrisins
(Þjóðminjasaíhs), það geirsoddi; þá
var dmkkið full Þórs, en Sigurður
Vigfússon „gerði hamar yfir“. Eftir
þetta vom dmkkin full og flutt
minni annarra Ása og Ásynja o.s.frv.
Þetta heíúr fleirum en áðumefnd-
um bónda þótt nokkuð pottþéttur
heiðindómur, enda mun Eiríkur á
Brúnum sá frægi mormónatrúboði
eiga við þetta, þegar hann kemst svo
að orði, „að þorrablótið sé meira
fjandanum til þjónustu en herran-
um“, og vísar í því sambandi í bréf
Páls postula til Korintumanna.
Leynifélag
Það var hið svonefhda Leikfélag
andans eða Kvöldfélagið, sem það
var ofitast kallað, er stóð upphaflega
fyrir endurreisn þorrablóta í Reykja-
vík, líklega árið 1867. Hér var um
að ræða leynifélag, og má furðu
gegna, hversu nokkuð víðtæk starf-
semi þessa fór leynt í svo lítilli
bæjarholu, sem Reykjavík var á
þessari tíð. Arftaki þess félags var
Stúdentafélag Reykjavíkur, en óljóst
virðist, hvemig skiptum var háttað.
Fyrsta opinbera þorrablótið, sem hér
var haldið, er áðumefht blót fom-
leifafélagsins, en opinber þorrablót
lögðust niður í Reykjavík 1887 og
hófust ekki aftur fyrr en mörgum
áratugum síðar. Þá var rómantíkin
komin á undanhald og þessi mann-
fagnaður hefur ekki átt við þá, sem
aðhylltust raunsæisstefiiuna.
Það, sem nú hefur verið rakið,
kemur fram í bók eftir Áma Bjöms-
son þjóðháttafræðing. Bókin, sem er
nýlega komin út, nefhist Þorrablót
á Islandi og greinir þar frá upphafi
og þróun þorrablóta og ýmsu öðm,
sem þeim tengist.
Um þorrablót í heiðni er nánast
ekkert vitað, og ýmsar kenningar
em um það - höfundur nefhir fimm
- hvaða merking felist í orðinu þorri.
Hvað sem því líður er ljóst að mati
höfundar, að þorri er brátt orðinn
einhvers konar vemdarvættur eða
veðurguð, þegar á hann er minnst á
annan veg en sem heiti á tilteknum
mánuði.
Þar sem heimildir em til um þorra-
dýrkun snemma á 18. öld eins og
síðar kemur að, má ætla, að hún
hafi haldist með einhveijum hætti
alla tíð frá heiðni. Töluvert er til af
kveðskap um þorra frá 17. og 18.
öld, og er þorri þar persónugerður.
Það er þó ekki alltaf á sama hátt,
stundum er honum lýst sem stór-
brotnum og ábúðarmiklum garpi en
stundum sem umkomulitlum tötra-
manni; stundum er hann harður og
illur viðureignar, en stundum leiðin-
legur og heimtufrekur. í allskemmti-
legu kvæði eftir aflraunaklerkinn
séra Snorra á Húsafelli er Þorra lýst
svo, að hann sé „einn rubbungur
mikiir.
Óslitið frá heiðni
Nýlega er komið í leitimar bréf,
sem sá miklu lærdómsmaður séra
Jón Halldórsson í Hítardal ritaði
Áma Magnússyni haustið eftir
brunann mikla í Kaupmannahöfn
árið 1728. Þar segir bréfritari, að ein-
faldur almúgi iðki soddan fávisku
að bjóða Þorra og Góu velkomin svo
sem lýst er í bréfinu, en hann kvað
sig ekki vita til að skynsamara fólk
leggi þann hégómaskap í venju.
Þessi frásögn rennir vissum stoð-
um undir þær frásagnir, sem er að
finna t.d. í Þjóðsögum Jóns Áma-
sonar um, hvemig þorra sé fagnað,
þótt ýmislegt í þeim sé í sjálfu sér
nokkuð vafasamt. En tilvist þessara
sagna um og eftir 19. öld bendir til,
að þá hafi enn eimt eftir af dýrkun
þorra. Ef það er rétt, og þá með hlið-
Bókmermtir
Páll Líndal
sjón af endurvakningu þorrablóta í
Reykjavík ekki seinna en 1867, má
því halda fram, að þorra-tilstandið
hafi haldist hér óslitið frá heiðni.
í kaupstöðum lögðust þorrablót
næstum af í byijun þessarar aldar,
og vom ekki endurvakin þar fyrr en
upp úr 1950 eins og áður er sagt.
Þar átti mestan hlut að máli hið
góðfræga veitingahús Naust eins og
alkunna er.
Þorrablót „sveitó“?
Ámi segir, að engu sé líkara en
þorrablótin hafi þegar kom fram yfir
aldamót, þótt dálítið „sveitó" í vax-
andi kaupstöðum, þar sem erlendar
nýjungar bæði í sambandi við mat-
aræði og skemmtanahald hafi
fangað hugann. Þetta þekki ég sjálf-
ur mjög vel. Mér hefúr alltaf verið
þetta tilstand kringum þorra tölu-
vert framandi.
Þorraveðrin hafa lítið komið við
okkur, sem fædd erum og uppalin í
„ofnhitanum" í Reykjavík, ogsá svo-
nefndi „þorramatur" er okkur
sumum ekkert sérstakt áhugaefni.
Hið eina, sem ég minnist frá bemsku
og snertir þorra er kvæði Kristjáns
Fjallaskálds „Nú er frost á Fróni“
og sú hrelling, sem fylgdi fyrsta
þorradegi, bóndadegi, sem hann var
kallaður; en hún var sú að fá baunir
og saltkjöt, sem ég kunni þá ekki
að meta. Afleiðing þessa alls er sú,
að allt þorratalið, verkar á mig, sem
hálfgerð tímaskekkja.
Mér kemur helst í hug í þessu sam-
bandi sú hreyfing, sem hér hófst
skömmu fyrir Alþingishátíðina 1930,
að nú skyldu íslenskir karlmenn
leggja af jakkaföt og aðra slíka út-
lenda tísku en taka í þess stað upp
einhvers konar fommannabúning,
skv. fyrirmyndum, sem gerðar vom.
Þetta datt þó allt niður.
Þetta breytir því ekki, að mér þótti
mjög ánægjulegt að lesa þessa bók
Áma, og það er vissulega tikhlökk-
unarefhi, að hann skuli vera að
vinna að riti um hátíðisdaga íslend-
inga.
Þama er safnað saman geysimikl-
um fróðleik um þorrablót fyrr og
síðar, og efast ég um, að miklu verði
hægt að auka við. Þetta er skrifað
í hressilegum stíl, oft með smávegis
útúrdúrum, sem em til skemmtunar.
Kveðskapur um þorra
Mikill fengur er að því að fá þama
á einn stað allmarga formála fyrir
minnum, t.d. Marteinsminni, Krists-
minni o.s.frv. Þetta em einskonar
staðlaðar tækifærisræður, segir
Ámi; Þær vom fluttar í veislum,
þegar drukkin var skál til heiðurs
guðlegri eða mannlegri persónu eða
við upphaf eða endi samkvæmis.
Þá er i bókinni töluvert af ýmiss
konar kveðskap um þorra, og þá
nefiii ég sérstaklega þorrablótsvísur
frá seinni hluta 19. aldar og byijun
þessarar. Þar hafa ýmsir lagt til
mála. Frá þorrablótinu 1867 (eða
1863) er kvæði eftir Matthías Joc-
humsson, þá em nokkur kvæði t.d.
eftir Bjöm M. Ólsen, Jón Ólafsson,
Hannes Hafstein og Einar Hjörleifs-
son (Kvaran). Þessi kvæði em nú
að mestu gleymd, en vera má, að
útkoma þessarar bókar verði til að
blása í þau lífsanda. Manni koma í
hug ummælin, sem Ólafur Davíðsson
skráði og minnst er á hér í upphafi,
þegar maður rekst á þessar línur í
einu þorrablótskvæðinu:
„Vér hæðum ekki helga trú,
þó höldum blót..
Það er góð hugmynd að láta þorra-
blótsvísum fylgja nótur þeirra
lagboða, sem vitað er um. Sigurður
Rúnar Jónsson tónlistarmaður hefur
annast þá nótnaskrift. Hér er yfir-
leitt um að ræða skandinavisk lög
frá öldinni, sem leið. Þótt þau hafi
þá verið alkunn og vinsæl, em flest
þeirra gleymd nú, nema þá helst
Bellmanslögin, sem verða vonandi
lífeeig. Það má vel vera, að þessi
kynning veki áhuga á hinum
gleymdu lögum svo að þau vakni til
lífe.
Efni og andríki
Ekki get ég á mér setið að minnast
í þessu sambandi á, að farið er dálít-
ið hörðum höndum um sænska
lagasmiðinn Bemhard Cmsell.
Hann er kallaður Bemdt og ættar-
nafnið er ýmist ritað Crussel eða
Crussell, en ekkert af þessu er rétt.
Þetta er hins vegar algert hégóma-
mál; það dregur ekki úr gildi þessar-
argóðubókar,þóttáþaðséminnst. *
Sigurður Valur Sigurðsson hefur
teiknað kort og myndir i bókina.
Ekki kann ég alveg að meta þau
handverk.
Ég tel varla vafa á því, að allir
þeir, sem hafa áhuga á íslenskum
þjóðfræðum, kunni vel að meta þessa
bók. Og ekki er ég í vafa um, að
þeir, sem hafa veg og vanda af þorra-
blótum í framtíðinni, muni sækja í
hana efni og andríki.
Beðið eftir jólunum
Ekki á morgun, ekkl hlnn...
Höfundur: Ragnheiöur Gestsdóttir.
Útgefandi: Mál og menning 1986.
' Út er komin hjá Máli og menningu
falleg pappírskilja sem inniheldur leið-
beiningar um jólaföndur og annan
jólaunUirbúning ásamt dálitlum fróð-
leik og fleiru sem styttir stundir meðan
beðið er eftir jólunum.
Þessu er fléttað saman við sögu af
tveimur systkinum, Atla sex ára og
Ingu níu ára, sem handhafi bókarinnar
fær að fylgjast með við jólaundirbún-
ing frá 1.-24. desember. Hvem dag
taka þau systkinin sér eitthvert
ákveðið verkefni fyrir hendur, oft með
pabba eða mömmu, afa eða ömmu sem
leiðbeina þeim. Þau fást við pappírs-
föndur, kökubakstur, tilbúning á
jólagjöfum og mætti svo lengi telja.
Efiiið sem notað er er af ýmsum toga
en á það sameiginlegt að vera auð-
Bamabækur
Hildur Hermóðsdóttir
fengið og kosta lítið, jafhvel ekkert
eins og femur utan af mjólk, efhisaf-
gangar úr körfu ömmu eða snjórinn
utan við húsvegginn.
Öllu þessu fylgja greinargóðar leio-
beiningar og teikningar sem lýsa vel
verkefhunum. (Eini gallinn við teikn-
ingamar finnst mér að bömin em full
stórvaxin miðað við aldur en það
skiptir auðvitað litlu máli hér.) Hver
dagur á sína opnu í bókinni, á ann-
arri síðunni er texti en á hinni mynd.
Mörg þessi verkefni em vel þekkt,
önnur ekki. En góðar leiðbeiningar
em alltaf í fullu gildi og hefúr raunar
bráðvantað þar sem hægt er að grípa
til þeirra á íslensku á einum stað.
Þessi bók kemur áreiðanlega í góðar
þarfir ekki síst þar sem er lítill tími
fyrir bömin eða þar sem menn vilja
skipuleggja hin dýrmæta tímá fyrir
jólin dálítið betur. Það er líka upplagt
fyrir ömmur og afa að luma á svona
bók niðri í skúffu.
HH.