Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986. íþróttir DV Kefl- víkingar stein- lágu Njarðvíkingar létu það ekki henda sig að tapa tveimur leikj- um í röð fyrir Keflvíkingum. UMFN gersigraði ÍBK í úrvals- deildinni með 72-55. Heimamenn, Njarðvíkingar, höfðu ráð ÍBK í hendi sér frá | upphafi til loka. Staðan í hálfleik var 41-20. Leikurinn var því aldr- ei spennandi fyrir áhorfendur sem troðfylltu húsið. Til þess var forusta UMFN of mikil og þeir hafa nú náð efsta sætinu í úrvals- deildinni og sleppa því áreiðan- lega ekki bardagalaust enda komnir í góða æfingu og búnir að ná aftur léttu spili og miklum hraða eftir nokkra lægð um sinn í haust. Þótt ÍBK hafi tapað illilega að þessu sinni ætla menn að barátt- an um meistaratitilinn muní standa á milli þessara liða í loka- hrinunni, ef marka má getu annarra liða í úrvalsdeildinni, sem spilað hafa syðra á yfirstand- andi leiktímabili. Keflvíkingar komust aðeins einu sinni yfir í leiknum - Sigurð- ur Ingimundarson blakaði knett- inum snyrtilega í UMFN-körf- una, en Hreiðar Hreiðarsson og Helgi Rafnsson svöruðu með fjór- um körfum á stuttum tíma, 8-2, og fBK tókst að minnka muninn í 10-9 en síðan ekki söguna meir. UMFN-vörnin stöðvaði allar sóknir og skottilraunir ÍBK, kæfði þær nánast í fæðingu, svo þeir ýmist misstu knöttinn eða hittu ekki körfuhringinn, þar á meðal þeirra bestu skyttur eins og Hreinn Þorkelsson og Guðjón Skúlason sem fékk sig hvergi hrært framan af í leiknum. Likt var á komið með Jón Kr. Gísla- son. Á honum höfðu Njarðvík- ingar góðar gætur og komu í veg fyrir að hann fengið notið sín í leiknum. Keflvíkingar fengu svo sannar- leg'a að kenna á því að Njarðvík- ingar eru erfiðir heim að sækja. Þeir náðu sér aldrei á strik í leiknum. Voru þungir og stirðir í samanburði við létta og kvika mótherja, rétt eins og þeir hefðu bætt á sig nokkrum kílóum frá því i seinasta leik. Guðjón Skúla- son og Ólafur Gottskálksson voru þeir einu í liði fBK sem hristu af sér slenið í seinni hálfleik, en þá rétti ÍBK hlut sinn aðeins eft- ir að bilið hafði verið mest 26 stig, 58-32. Hreiðar Hreiðarsson gerði mestan usla í herbúðum ÍBK í fyrri hálfleik ásamt Helga Rafns- syni, sem tekinn var óblíðum tökum af mótherjunum og fékk þvi mörg vítaköst. Teitur Örlygs- son var hins vegar sá sem Kefl- víkinga lék verst með kænsku sinni og hittni. Valur Ingimund- arson, þjálfari og leikmaður, haföi sig lítið í frammi, lét læri- sveinana spreyta sig en kom inn á af og til. Og eitt er víst að eftir þennan ósigur iBK er beðið með eftirvæntingu næsta leiks þess- ara aðila sem háður verður í Keflavík. Stig UMFN: Teitur Örlygsson 19, Helgi Rafnsson 15, Hreiðar Hreiðarsson 14, Valur Ingimund- arson 10, Jóhannes Kristbjöms- son 10, Isak Tómasson 3, Kristinn Einarsson 1. Stig IBK: Guðjón Skúlason 11, Sigurður Ingimundarson 8, Hreinn Þorkelsson, Jón Kr. Gíslason og Ólafur Gottskálks- son 7 hver, Matti Ósvald Stefóns- son 6, Gylfi Þorkelsson 5. Ingólfur Haraldsson 4. -emm a 400. sigur Bayem Miinchen í v-þýsku knattspymunni - Emst Happel, þjátfari Hamburger, sigraði á 61. afmælisdeginum Ath H3maissan, DV, Þýskalandi: Bayer Leverkusen tapaði sínum fyrsta leik í vestur-þýsku knattspym- unni um helgina er Bayer Uerdingen kom í heimsókn og sigraði 1-4. Atli Eðvaldsson og félagar náðu að sýna mjög góðan leik þrátt fyrir að þeir Herget og Bommer léku ekki með lið- inu. Wolfgang Funkel skoraði tvö mark- anna fyrir Uerdingen en hin mörkin skomðu þeir Witeczek og Housemann. Mark Leverkusen skoraði Chreier. Sigur Uerdingen var í stærra lagi og til gamans má geta þess að Leverkusen fékk 17 homspymur í leiknum en Uerdingen aðeins 4. Bayern í fyrsta sætið Leikmenn Stuttgart, sem léku úti gegn Bayem Múnchen, pökkuðu í vöm en það dugði ekki til. Strax ó 13. mínútu skoraði Flick sigurmarkið og þessi sigur Bayem er 400. sigur Bay- em Múnchen í Bundesligunni í knattspymu frá upphafi. Daninn Lars Lunde komst oft einn inn fyrir vöm Stuttgart en markvörður Stuttgart sá alltaf við honum. Happal fékk sigur í afmælisgjöf Emst Happel, þjálfari Hamburger SV, átti afinæli á laugardaginn, 61 árs, og leikmenn hans gáfu honum sigur í afinælisgjöf gegn Blau Weiss Berlin. Hamburger sigraði, 1-3, og það vom þeir Heesen, Jusufi og Kaltz(víti) sem skomðu fyrir Hamburger. Dinau- er skoraði fyrir Blau Weiss Berlin. •Landsliðsmaðurinn Rudi Völler lék á ný með Werder Bremen og skoraði tvö mörk í 5-2 sigri Bremen gegn lé- legu liði Dússeldorf. Hin mörkin skomðu þeir Burgsmúller, Schaff og Kutzop(víti). Thomas og Krumpel- mann skomðu fyrir Dússeldorf. „Ég er orðlaus“ „Eg er alveg orðlaus yfir leik minna manna. Strákamir léku stórkostlega knattspymu í fyrri hálfleik og sýndu þá bestu knattspymu sem ég hef lengi séð til liðsins," sagði Jupp Heynckes, þjálfari Borussia Mönchengladbach, eftir sigur liðsins gegn FC Köln, 3-1. Þetta var fjórtándi leikur Gladbach í röð án taps. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu í íþróttaþætti Bjama Felixsonar. •Tveir Danir stigu sín fyrstu spor ó r ■ : UnBBH - SlKzsm • Rudi Völler skoraði 2 mörk á laug- ardag og er nú markahæstur í Bundesligunni. þýskum knattspymuvöllum um helg- ina. Ole Möller Nielsen, sem lánaður hefur verið til Bochum frá Vejle fyrir eina milljón króna, lék með liðinu gegn Dortmund en var skipt út af í síðari hálfleik. Sömu sögu er að segja af Bo Elvar Jörgensen sem lék sinn fyrsta leik með Mannheim gegn Homburg. Mannheim vann, 5-1. •Schalke sigraði Eintracht Frank- furt, 0-1, og það var Olaf Thon sem skoraði sigurmark leiksins þegar nokkrar sekúndur vom til leiksloka. Bayern í efsta sæti Bayem Múnchen er nú í efsta sæti í Þýskalandi með 23 stig, Bayer Le- verkusen er með 22, Hamburger SV 22, Kaiserslautem 20, Werder Bremen •Uwe Rahn átti mjög góðan leik á laugardag með Borussia Mönchen- gladbach gegn Köln 20 og Stuttgart 19. Bayer Uerdingen er með 17 stig í níunda sæti. -SK. Svíar sigruðu Svíar urðu sigurvegarar á Polar Cup mótinu í handknattleik sem lauk í Ósló í gær Svíar sigmðu Tékka í úrslitaleik með 21 marki gegn 18. Norðmenn sigr- uðu svo Dani í leik um þriðja sætið með 21 marki gegn 20 en Danir tefldu fram varaliði sínu í þessum leik. -JKS. Ásgeir er enn efstur Aúi Mlmaisscin, DV, Þýskalandi Ásgeir Sigurvinsson er enn í efeta sætinu ó lista yfir einkunnargjöf knattspymumanna í Vestur-Þýska- landi. Ásgeir er að sjálfeögðu enn með 2,64 enda hefúr hann ekki leikið nokk- uð lengi. Herbert Waas hjá Leverkus- en er annar með 2,73, Wolfram Wuttke, Kaiserslautem, er með 2,88 og Zumdick, markvörður Bochum, er með 2,94. • Rudi Völler er nú markahæstur í þýsku deildinni og hefur skorað 10 mörk. Her- bert Waas hefur einnig skorað 10 mörk, Dickel hjá Dortmund 9, Frank Mill Dort- mund 9 og Uwe Rahn hefur einnig skorað 9 mörk. •Alls mættu 210 þúsund áhorfendur á leikina í Þýskaiandi um helgina og er fyrri umferðinni lýkur er áætlað að aukningin frá í fyrra nemi um 250 þúsund áhorfendum á fyrri umferðinni. Carlsson og Johansson sýndu snilldartakta Svíinn Ulf Carlsson, heimsmeistari í tvíliðaleik, átti ekki í miklum vand- ræðum með að tryggja sér sigur í einliðaleik Flugleiðamótsins í borð- tennis sem fram fór í íþróttahúsi Kennaraháskólans um helgina. Það fór eins og vitað var fyrirfram að Carlsson lék gegn landa súium Kjell Johansson í úrslitunum og sigr- aði Carlsson örugglega, 21-12 og 21-16) Úrslitaleikurinn var sýndur í beinni útsendingu í íþróttaþætti hjá Bjama Felixsyni. I einliðaleik kvenna sigraði Ásta Urbancis, Eminum, Ragnhildi Sigurð- ardóttur, UMSB, í úrslitaviðureign, 21-18 og 21-19. -SK • Sigurvegaramir í Flugleiðamótinu í borðtennis um helgina hampa verðlaunum sínum. Til hægri er UH Carlsson sem vann Kjell Johansson í bráðskemmtileg- um úrslitaleik, 21-12 og 21-16, en til vinstri er Ásta Urbancis sem sigraði i úrslitum einliðaleiks kvenna. DV-mynd Gunnar Sverrisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.