Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Qupperneq 30
30 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986. íþróttir DV Kefl- víkingar stein- lágu Njarðvíkingar létu það ekki henda sig að tapa tveimur leikj- um í röð fyrir Keflvíkingum. UMFN gersigraði ÍBK í úrvals- deildinni með 72-55. Heimamenn, Njarðvíkingar, höfðu ráð ÍBK í hendi sér frá | upphafi til loka. Staðan í hálfleik var 41-20. Leikurinn var því aldr- ei spennandi fyrir áhorfendur sem troðfylltu húsið. Til þess var forusta UMFN of mikil og þeir hafa nú náð efsta sætinu í úrvals- deildinni og sleppa því áreiðan- lega ekki bardagalaust enda komnir í góða æfingu og búnir að ná aftur léttu spili og miklum hraða eftir nokkra lægð um sinn í haust. Þótt ÍBK hafi tapað illilega að þessu sinni ætla menn að barátt- an um meistaratitilinn muní standa á milli þessara liða í loka- hrinunni, ef marka má getu annarra liða í úrvalsdeildinni, sem spilað hafa syðra á yfirstand- andi leiktímabili. Keflvíkingar komust aðeins einu sinni yfir í leiknum - Sigurð- ur Ingimundarson blakaði knett- inum snyrtilega í UMFN-körf- una, en Hreiðar Hreiðarsson og Helgi Rafnsson svöruðu með fjór- um körfum á stuttum tíma, 8-2, og fBK tókst að minnka muninn í 10-9 en síðan ekki söguna meir. UMFN-vörnin stöðvaði allar sóknir og skottilraunir ÍBK, kæfði þær nánast í fæðingu, svo þeir ýmist misstu knöttinn eða hittu ekki körfuhringinn, þar á meðal þeirra bestu skyttur eins og Hreinn Þorkelsson og Guðjón Skúlason sem fékk sig hvergi hrært framan af í leiknum. Likt var á komið með Jón Kr. Gísla- son. Á honum höfðu Njarðvík- ingar góðar gætur og komu í veg fyrir að hann fengið notið sín í leiknum. Keflvíkingar fengu svo sannar- leg'a að kenna á því að Njarðvík- ingar eru erfiðir heim að sækja. Þeir náðu sér aldrei á strik í leiknum. Voru þungir og stirðir í samanburði við létta og kvika mótherja, rétt eins og þeir hefðu bætt á sig nokkrum kílóum frá því i seinasta leik. Guðjón Skúla- son og Ólafur Gottskálksson voru þeir einu í liði fBK sem hristu af sér slenið í seinni hálfleik, en þá rétti ÍBK hlut sinn aðeins eft- ir að bilið hafði verið mest 26 stig, 58-32. Hreiðar Hreiðarsson gerði mestan usla í herbúðum ÍBK í fyrri hálfleik ásamt Helga Rafns- syni, sem tekinn var óblíðum tökum af mótherjunum og fékk þvi mörg vítaköst. Teitur Örlygs- son var hins vegar sá sem Kefl- víkinga lék verst með kænsku sinni og hittni. Valur Ingimund- arson, þjálfari og leikmaður, haföi sig lítið í frammi, lét læri- sveinana spreyta sig en kom inn á af og til. Og eitt er víst að eftir þennan ósigur iBK er beðið með eftirvæntingu næsta leiks þess- ara aðila sem háður verður í Keflavík. Stig UMFN: Teitur Örlygsson 19, Helgi Rafnsson 15, Hreiðar Hreiðarsson 14, Valur Ingimund- arson 10, Jóhannes Kristbjöms- son 10, Isak Tómasson 3, Kristinn Einarsson 1. Stig IBK: Guðjón Skúlason 11, Sigurður Ingimundarson 8, Hreinn Þorkelsson, Jón Kr. Gíslason og Ólafur Gottskálks- son 7 hver, Matti Ósvald Stefóns- son 6, Gylfi Þorkelsson 5. Ingólfur Haraldsson 4. -emm a 400. sigur Bayem Miinchen í v-þýsku knattspymunni - Emst Happel, þjátfari Hamburger, sigraði á 61. afmælisdeginum Ath H3maissan, DV, Þýskalandi: Bayer Leverkusen tapaði sínum fyrsta leik í vestur-þýsku knattspym- unni um helgina er Bayer Uerdingen kom í heimsókn og sigraði 1-4. Atli Eðvaldsson og félagar náðu að sýna mjög góðan leik þrátt fyrir að þeir Herget og Bommer léku ekki með lið- inu. Wolfgang Funkel skoraði tvö mark- anna fyrir Uerdingen en hin mörkin skomðu þeir Witeczek og Housemann. Mark Leverkusen skoraði Chreier. Sigur Uerdingen var í stærra lagi og til gamans má geta þess að Leverkusen fékk 17 homspymur í leiknum en Uerdingen aðeins 4. Bayern í fyrsta sætið Leikmenn Stuttgart, sem léku úti gegn Bayem Múnchen, pökkuðu í vöm en það dugði ekki til. Strax ó 13. mínútu skoraði Flick sigurmarkið og þessi sigur Bayem er 400. sigur Bay- em Múnchen í Bundesligunni í knattspymu frá upphafi. Daninn Lars Lunde komst oft einn inn fyrir vöm Stuttgart en markvörður Stuttgart sá alltaf við honum. Happal fékk sigur í afmælisgjöf Emst Happel, þjálfari Hamburger SV, átti afinæli á laugardaginn, 61 árs, og leikmenn hans gáfu honum sigur í afinælisgjöf gegn Blau Weiss Berlin. Hamburger sigraði, 1-3, og það vom þeir Heesen, Jusufi og Kaltz(víti) sem skomðu fyrir Hamburger. Dinau- er skoraði fyrir Blau Weiss Berlin. •Landsliðsmaðurinn Rudi Völler lék á ný með Werder Bremen og skoraði tvö mörk í 5-2 sigri Bremen gegn lé- legu liði Dússeldorf. Hin mörkin skomðu þeir Burgsmúller, Schaff og Kutzop(víti). Thomas og Krumpel- mann skomðu fyrir Dússeldorf. „Ég er orðlaus“ „Eg er alveg orðlaus yfir leik minna manna. Strákamir léku stórkostlega knattspymu í fyrri hálfleik og sýndu þá bestu knattspymu sem ég hef lengi séð til liðsins," sagði Jupp Heynckes, þjálfari Borussia Mönchengladbach, eftir sigur liðsins gegn FC Köln, 3-1. Þetta var fjórtándi leikur Gladbach í röð án taps. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu í íþróttaþætti Bjama Felixsonar. •Tveir Danir stigu sín fyrstu spor ó r ■ : UnBBH - SlKzsm • Rudi Völler skoraði 2 mörk á laug- ardag og er nú markahæstur í Bundesligunni. þýskum knattspymuvöllum um helg- ina. Ole Möller Nielsen, sem lánaður hefur verið til Bochum frá Vejle fyrir eina milljón króna, lék með liðinu gegn Dortmund en var skipt út af í síðari hálfleik. Sömu sögu er að segja af Bo Elvar Jörgensen sem lék sinn fyrsta leik með Mannheim gegn Homburg. Mannheim vann, 5-1. •Schalke sigraði Eintracht Frank- furt, 0-1, og það var Olaf Thon sem skoraði sigurmark leiksins þegar nokkrar sekúndur vom til leiksloka. Bayern í efsta sæti Bayem Múnchen er nú í efsta sæti í Þýskalandi með 23 stig, Bayer Le- verkusen er með 22, Hamburger SV 22, Kaiserslautem 20, Werder Bremen •Uwe Rahn átti mjög góðan leik á laugardag með Borussia Mönchen- gladbach gegn Köln 20 og Stuttgart 19. Bayer Uerdingen er með 17 stig í níunda sæti. -SK. Svíar sigruðu Svíar urðu sigurvegarar á Polar Cup mótinu í handknattleik sem lauk í Ósló í gær Svíar sigmðu Tékka í úrslitaleik með 21 marki gegn 18. Norðmenn sigr- uðu svo Dani í leik um þriðja sætið með 21 marki gegn 20 en Danir tefldu fram varaliði sínu í þessum leik. -JKS. Ásgeir er enn efstur Aúi Mlmaisscin, DV, Þýskalandi Ásgeir Sigurvinsson er enn í efeta sætinu ó lista yfir einkunnargjöf knattspymumanna í Vestur-Þýska- landi. Ásgeir er að sjálfeögðu enn með 2,64 enda hefúr hann ekki leikið nokk- uð lengi. Herbert Waas hjá Leverkus- en er annar með 2,73, Wolfram Wuttke, Kaiserslautem, er með 2,88 og Zumdick, markvörður Bochum, er með 2,94. • Rudi Völler er nú markahæstur í þýsku deildinni og hefur skorað 10 mörk. Her- bert Waas hefur einnig skorað 10 mörk, Dickel hjá Dortmund 9, Frank Mill Dort- mund 9 og Uwe Rahn hefur einnig skorað 9 mörk. •Alls mættu 210 þúsund áhorfendur á leikina í Þýskaiandi um helgina og er fyrri umferðinni lýkur er áætlað að aukningin frá í fyrra nemi um 250 þúsund áhorfendum á fyrri umferðinni. Carlsson og Johansson sýndu snilldartakta Svíinn Ulf Carlsson, heimsmeistari í tvíliðaleik, átti ekki í miklum vand- ræðum með að tryggja sér sigur í einliðaleik Flugleiðamótsins í borð- tennis sem fram fór í íþróttahúsi Kennaraháskólans um helgina. Það fór eins og vitað var fyrirfram að Carlsson lék gegn landa súium Kjell Johansson í úrslitunum og sigr- aði Carlsson örugglega, 21-12 og 21-16) Úrslitaleikurinn var sýndur í beinni útsendingu í íþróttaþætti hjá Bjama Felixsyni. I einliðaleik kvenna sigraði Ásta Urbancis, Eminum, Ragnhildi Sigurð- ardóttur, UMSB, í úrslitaviðureign, 21-18 og 21-19. -SK • Sigurvegaramir í Flugleiðamótinu í borðtennis um helgina hampa verðlaunum sínum. Til hægri er UH Carlsson sem vann Kjell Johansson í bráðskemmtileg- um úrslitaleik, 21-12 og 21-16, en til vinstri er Ásta Urbancis sem sigraði i úrslitum einliðaleiks kvenna. DV-mynd Gunnar Sverrisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.