Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986. íþróttir Arsenal er ennþá á bullandi siglingu og er eitt í efsta sæti - Manchester United fékk enn einn skellinn er liðið tapaði fyrir Wimbledon, 1-0 Arsenalviridð gjörsigraði Aston Villa á Villa Park og heldur foryst- unni en Nottingham Forest, sem vann góðan sigur á Tottenham á útivelli, og Liverpool, sem sigraði Coventry í annað sinn í vikunni, veita Arsenal mikla keppni. Wimbledon berst af lífi og sál fyrir tilveru sinni í 1. deildinni og lagði Manchester United, 1-0. Fjórða víti Mölbys skóp sigur Liverpool Liverpool og Coventiy hafa nú spil- að þrjá leiki á tíu dögum. Á miðviku- daginn lagði Liverpool Coventry, 3-1, í Littlewoodsbikarkeppninni og þá skoraði Jan Mölby þrjú mörk úr víta- spymu. Og ekki voru liðnar nema 24 mínútur af leiknum þegar Ian Rush var felldur í vítateignum . Mölby átti ekki í vandræðum með að nýta víta- spymuna. Coventry liðið gafst ekki upp og barðist vel í leiknum en ekki dugði það til. John Wark, sem kom inn á sem varamaður fyrir Mölby, skoraði síðara mark Liverpool undir lok leiks- ins eftir sendingu írá Paul Walsh. •Leicester og Chelsea skildu jöfii í leik liðnna á Filbert Street leikvangin- um. David Speedie, sem aftur er kominn í lið Chelsea eftir ágreining við framkvæmdastjórann, John Holl- ins, kom Chelsea yfir á 11. mínútu. Gary McAlister jafiiaði úr vítaspymu og Alan Smith kom Leicester yfir á 36. mínútu. John Bumpstead jafhaði fyrir Chelsea undir lok leiksins. Átján ára nýliði lagði United lýlikið stökk hefur verið i frama piltsins Vince Jones sem sat á vara- mannabekknum fyrir utandeildaliðið Úrslit 1. deild: Aston Villa-Arsenal .........0-4 Leicester - Chelsea..........2-2 Liverpool - Coventry.........2-0 Luton - Charlton.............1-0 Manch.City-Everton..........1-3 Newcastle-WestHam...........4-0 Norwich - Oxford............2-1 QPR-Sheff.Wed...............2-2 Southampton-Watford.........3-1 Tottenham - Nott. Forest ....2-3 Wimbledon-ManchesterUnited 1-0 2. deild: Bamsley - WBA...............2-2 Blackburn - Ipswich..........0-0 Bradford - Stoke............1-4 Crystal Pal - Sunderland....2-0 Grimsby - Birmingham.........0-1 Leeds-Derby .................2-0 Millwall-Portsmouth.........1-1 Plymouth-Oldham..............3-2 Reading-Huddersfield........ff. Sheff.Utd. - Brighton ......0-1 Shrewsbury - Hull............3-0 3. deild: Blackpool-Newport...........1-1 Bolton-York.................3-1 Bristol. Rov. - Doncaster...fr. Chesterfield - Bury.........1-1 Fulham - Darlington.........3-1 Middlesbro - Chester.........1-2 Notts County - Bristol City..2-0 Port Vale - Bournemouth.....fr. Swindon-Carlisle.............2-0 Walsall-Mansfield............2-0 Wigan-Gillingham.............3-1 4. deild: Cardiff- Cambridge...........3-0 Exeter-Aldershot.............4-0 Hereford - Scunthorpe........2-2 Lincoin - Wolves.............3-0 Orient-Tranmere..............2-2 Peterborough-Preston........2-1 Rochdale - Torquay...........3-3 Wrexham - Swansea............0-0 Wealdstone fyrir hálfum mánuði.' Wimbledon keypti hann á 8000 pund, hann spilaði gegn Nottingham Forest um síðustu helgi og nú skoraði hann eina mark Wimbledon gegn Manc- hester United á 42. mínútu. Leikmenn Wimbledon em fastir fyrir í leikjum sínum. Leikstíl þeirra er lýst sem: oln- bogar, hraði, barátta. Strax á 22. sekúndu var Mike Duxbury skellt og gaf það tóninn fyrir leikinn. Þetta var fyrsti leikur Manchester United á Plo- ugh Lane velli Wimbledon og ekki komst liðið í gang. Bryan Robson kom inn á sem varamaður en ekki gekk rófan. Wimbledon er nú með 22 stig en Manchester United 17. • Norwich tókst að leggja Oxford að velli á heimavelli sínum. Kevin Drin- kell tók foiystuna fyrir Norwich á 12. mínútu og Gordon Dale bætti við marki skömmu síðar. Það var svo markakóngurinn John Aldridge, sem skoraði sitt níunda deildarmark, sem svaraði fyrir Oxford í fyrri hálfleik. Ekki urðu mörkin fleiri og tapaði Oxford því sínum öðrum leik í röð. Charlton tapar og tapar Heimavallarárangur Luton er óskertur eftir 1-0 sigur gegn Charlton sem þar með tapaði sínum fimmta leik í röð. Mark Stein skoraði markið eftir að Brian, bróðir hans, hafði gefið hon- um stungusendingu. Mike Newell hefúr nú spilað 25 leiki fyrir Luton þannig að liðið verður að borga Wigan • 10.000 pund samkvæmt samningum. Kærkomið rekstrarfé það. QPR missti niður tveggja marka forystu Það tók QPR ekki nema 17 sekúnd- ur að skora mark gegn Sheffield Wednesday. Þar var að verki hinn leikni Gary Bannister. Alan McDon- ald skoraði mark skömmu síðar og staðan var dökk hjá Sheffield Wednes- day. En markinu var lokað og lagt á brattann. Uppskeran var tvö mörk sem Lee Chapman ( hans 11. deildar- mark) og Bradshaw skoruðu. Sheffield Wednesday hefur því ekki sigrað í leik í London í fjögur ár. •Southampton tók leikinn gegn Watford í sínar hendur og fætur og komst í 2-0 strax eftir tólf mínútur. Miðvörðurinn Mark Wright og Colin Clarke (Iians 14. deildarmark) skoruðu mörkin. Steve Terry svaraði fyrir Watford en Gordon Hobson bætti við þriðja markinu fyrir Southampton strax í fyrri hálfleik. Ekki var skorað meira. Power með mark gegn sínu gamla félagi Leikmenn hafa yfirleitt mikla ánægju af því að skora mörk gegn sín- um gömlu félögum. Paul Power, sem •Clive Allen heldur áfram að skora fyrir Tottenham, tvö mörk um helgina gegn Nottingham Forest. rAllt þeim^ j írska að ] i kenna i I Norður-írski sóknarleikmað- I ■ urinn hjá Blackburn í 2. deildinni 1 2 3 4 | ensku, JimmyQvinn.hefuróskað | . eftir því að vera settur á sölulista _ I hjá félaginu. | ISegir hann að það sé ólíft fyrir ■ sig að búa og leika í Blaékburn. I I Ef liðið tapi leik - sem hefur kom- I * ið nokkuð oft fyrir í haust - sé ■ I hann lagður í einelti af áhang- I J endum liðsins. Hóti þeir honum J I öllu illu svo og fjölskyldu og vin- | | um. -klp- | > Hættur hjá \ ! Hibemian! I John Blackley hefur eftir ná- ■ kvæmlega tvö ár og einn dag sagt ■ I starfi sínu lausu sem fram- I ■ kvæmdastjóri skoska úrvals- ■ | deildarliðsins Hibemian. | _ Var farið að hitna undir sæti _ I hans þar og sagði hann þá starfi | Isínu lausu. Við því tekur aðstoð- ■ armaður hans þessi tvö ár og einn I ^ag, Tommy Graig. -klp-j Arsenal hefúr haldið hreinu í 5 leikjum Allt gengur upp hjá Arsenal um þessar mundir og liðið er nú ósigrað í síðustu tólf leikjum eftir 4-0 stórsigur á Aston Villa á útivelli. Arsenal hefur nú skorað ellefu mörk í síðustu þrem- ur leikjum og ekki fengið á sig mark i fimm leikjum. En það þurfti hjálp frá fyrrverandi Arsenalleikmanni til að komast í gang. Martin Hayes átti skot að marki Áston Villa á 22. mínútu og Nigel Spinks virtist ekki eiga í erfiðleikum með að ná knettinum. Þá kom aðvíf- andi Martin Keown, sem Villa keypti frá Arsenal í haust, og slengdi fæti í knöttinn sem þegar breytti stefiiu og hafnaði í netinu. Ekki var skorað meira í fyrri hálfleik en Martin Hay- es, Perry Groves og David Rocastle bættu við mörkum í síðari hálfleik og gjörsigraði Arsenal því Aston Villa. Vöm Arsenal er nú líkt við virki því ekkert kemst þar innfyrir. Arsenal hefur nú tveggja stiga forystu á Nott- ingham Forest, sem sækir að tppplið- inu af hörku. -EJ. Læti á White Hart Lane Það gekk mikið á í leik Tottenham og Nottingham Forest á White Hart Lane. Nottingham Forest tók foryst- una strax á 56. sekúndu er Stuart Pearce skoraði mark úr vítaspymu eftir að markvörðurinn gamli, Clem- ence, hafði skellt Nigel Clough í vitateignum. Áfall þetta olli því að leikmenn Totten- ham tvíefldust og skoraði Clive Allen mark undir lok fyrri hálfleiks eftir send- ingu frá Gary Mabbutt. Allen kom Totten- ham yfir snemma í síðari hállleik og var það hans 16. deildarmark í haust. En Nott ingham Forest var ekki úr leik. Miðvörð- urinn hávaxni, Chris Fairclough, sem spilaði sinn annan leik í haust, skoraði mark á 67. mínútu og Neil Webb kom Forest yfir með marki undir lok leiksins. Nottingham er nú komið í annað sæti í deOdinni og er með 32 stig. Tottenham er sem fyrr óútreiknanlegt og væri mun neð- ar ef ekki kæmi til ótrúleg markheppni Clive Allen sem hefur skorað 16 af 21 marki Tottenham. E.J. nú spilar með Everton en eyddi mest- um hluta spilaferils síns með Manc- hester City, skoraði mark gegn sínu gamla félagi á heimavelli þess. Reynd- ar tók Adrian Heath forystuna fyrir Everton en Paul Boulder jafnaði fyrir City í fyrri hálfleik. Power tók foryst- una fyrir Everton í síðari hálfleik en Heath bætti við marki um miðjan síð- ari hálfleik. Everton hefur ekki tapað síðustu fjórum leikjum sínum og er í íjórða sæti en Manchester City hefur tapað síðustu tveimur leikjunum og er í næstneðsta sæti. Baráttan í algleymingi í 2. deild Baráttan í 2. deild er geysilega hörð. Liðin reyta stig hvert af öðru og enginn leikur er fyrirfram unninn. Efsta liðið, Oldham, tapaði, 3-2, fyrir Plymouth sem kom úr 3. deildinni í vor en er nú í þriðja sæti. John Clayton, Tommy Tynan og Adrian Burrows skoruðu fyrir Plymouth en Terry Milligan og Ron Futcher fyrir Oldham. Á meðan komst Portsmouth í hann krappan gegn Millwall og tókst að jafna leikinn, 1-1, undir lok leiksins eftir að hafa verið undir mest allan tímann. • Eftir ágæta byrjun í haust tók Cryst- al Palace upp á þvi að tapa hvefyum leiknum á fætur öðrum. Það var ekki fyrr en nú, í 2-0 sigri gegn Sunderland, að tókst að stöðva skriðuna. Tony Finnigan og Ian Wright skoruðu mörkin. Stoke er að kom- ast í gang og gjörsigraði Bradford á útivelli, 4-1. Ekki er langt síðan Stoke lagði Hull, 4-0, á útivelli eftir að hafa þá tapað sex útileikjum í röð. Nú skoruðu meðal annarra Carl Saunders, George Berry úr vítaspymu og Tony Ford fyrir Stoke en eitt mark var sjálfsmark vamar- manna Bradford. John Hendrie svaraði fyrir Bradford. Steve Whitton skoraði eina markið í útisigri Birmingham gegn Grims- by og Dean Saunders skoraði eina mark Brighton gegn Sheffield United. Shrews- bury gekk frá Hull og skomðu þeir Paul Tester, Gerry Daly og Roberts mörkin. E.J. Staðan 1. deild Arsenal 17 10 4 3 27 8 34 Nott. For. 17 10 2 5 38 24 32 Liverpool 17 9 4 4 36 20 31 Everton 17 8 5 4 27 18 29 Luton 17 8 5 4 19 12 29 Norwich 17 8 5 4 26 24 29 West Ham 17 7 6 4 26 27 27 Sheff.Wed. 17 6 8 3 32 25 26 Coventry 17 7 5 5 16 14 26 Tottenham 17 7 4 6 21 19 25 Southampton 17 7 2 8 33 36 23 Watford 17 6 4 7 31 25 22 Wimbledon 17 7 1 9 19 22 22 Oxford 17 5 6 6 18 28 21 Q.P.R. 17 5 4 8 17 22 19 Aston Villa 17 5 3 9 21 36 18 Man. United 17 4 5 8 17 19 17 Newcastle 17 4 5 8 19 26 17 Leicester 17 4 5 8 20 29 17 Charlton 17 5 2 10 18 29 17 Chelsea 17 3 7- 7 19 30 16 Man.City 17 3 6 8 16 23 15 2. deild Oldham 17 10 4 3 28 16 34 Portsmouth 17 9 6 2 21 11 33 Plymouth 17 9 6 2 29 20 33 Derby 17 9 3 5 21 17 30 Leeds 17 8 3 6 22 16 27 Ipswich 17 7 6 4 26 21 27 West Bromwich 17 7 4 6 22 19 25 Sheff. United 17 6 6 5 21 19 24 Birmingham 17 6 5 6 24 24 23 Hull 17 7 2 8 17 26 23 Sunderland 17 5 7 5 21 24 22 Crystal Palace 17 7 1 9 22 30 22 Millwall 17 6 3 8 19 19 21 Grimsby 16 5 6 5 16 16 21 Shrewsbury 17 6 3 8 18 20 21 Stoke 17 6 2 9 20 20 20 Brighton 17 5 5 7 16 19 20 Reading 16 5 4 7 25 25 19 Bradford 16 5 3 8 23 28 18 Blackbum 15 4 3 8 15 20 15 Huddersfield 16 4 3 9 18 27 15 Barnsley 17 2 7 8 13 20 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.