Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1986, Blaðsíða 53
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1986. 53 Nýjar bækur VtÐUTAN GLZNNUR OG- OUPPASKOT Viggó viðutan ný teiknimyndasaga Út er komin ný teiknimyndasaga í ílokknum um Viggó viðutan. Nefnist hún Glennur og glappaskot. í bókarbyijun segir svo: „Ágætu lesend- ur! Þið eruð með sögulega bók í höndun- um. Starfsfólk teiknimyndasagnadeildar- innar beitti samanlagðri orku sinni og hæfileikum til að fá herra Franquin, teikn- arann snjalla til að heimila endurútgáfu á nokkrum blaðsíðum úr tímaritinu Sval frá árinu 1957. En á þeim blöðum börðu menn náunga nokkurn augum hið fyrsta sinn... Við bjóðum ykkur nú að líta á þessar gömlu teikningar (sem ekki hafa áður komið út í bókarformi) og erum þess full- viss að Franquin bregst ykkur ekki frekar en fyrri daginn - og ekki heldur hugar- fóstrið hans ógleymanlega.“ Hér er því um sögulega útgáfu á Viggó viðutan að ræða, sem aðdáendur hans munu taka fegins höndum. Höfundur er Franquin. Bjarni Fr. Karlsson þýddi. Bók- in er prentuð í Belgíu. íslenskir sjávarhættir Lúðvik Kristjánsson: Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út fimmta bindið af Islenskum sjávar- háttum eftir dr. Lúðvík Kristjánsson, og er það lokabindi þessa stórvirkis en hin fyrri komu út 1980, 1982, 1983 og 1985. Bindin fimm eru alls 2530 bls. í símaskrár- broti. Myndir í ritinu eru 2008, þar af 358 prentaðar í litum. Neðanmálsgreinar eru 12544 og í mörgum fleiri en ein tilvísun, atriðisorð 22555 og nafnaskrá nemur sam- tals 8509 nöínum. íslenskir sjávarhættir eru helgaðir æinningu íslenskra sjómanna fyrr og síð. Markmiðið með ritinu er að kynna og skilgreina foma íslenska strandmenningu og minna með því á orð Jóns skálds Magn- ússonar: „Föðurland vort hálft er hafið.“ ' Höfundur gerir ítarlega grein fyrir starfi sínu í kaflanum Við verkalok sem er eft- irmáli fimmta bindis. Hugmyndina að safna fróðleik um sjómennsku frá árabáta- öld bar fyrst á góma á trollvakt vestur á Hala vorið 1928. Broddinn að ritinu má rekja til ársins 1932 er Lúðvík byrjaði efn- isöflun samtímis og hann safnaði ömefn- um á Snæfellsnesi, einkum framan undir Jökli. Alls urðu heimildamenn hans 374, langflestir fseddir á seinni helmingi sein- ustu aldar. Nú væri því allt um seinan að efna til rits sem þessa því að flestir heim- ildamannanna eru dánir og margir fyrir löngu. - Um 1960 kom Bjami Jónsson list- málari til liðs við Lúðvík og hafa þeir starfað meira og minna saman síðan en Bjarni á teikningar í ritinu sem ekki era eignaðar eða merktar öðrum. Auk hans hafa Guðmundur P. Ólafsson líffræðingur og Hörður Kristjánsson húsasmíðameist- ari teiknað mest í verkið. Sá fyrmefndi teiknaði allar myndir úr lífríki fjörunnar en Hörður myndir af verbúðum, hjöllum og fiskbyrgjum ásamt Herði Ágústssyni listmálara. Kort era öll eftir Guðmund Ó. Ingvarsson. Ljósmyndir hafa margir tekið en enginn viðlíka margar og Bjöm Rúriksson. Margir hafa stutt að tilurð íslenskra sjávarhátta. Höfundur nefnir einkum í því sambandi dr. Kristgán Eldjám, fyrram þjóðminjavörð, dr. Gýlfa Þ. Gíslason, þá menntamálaráðherra, Þór Magnússon þjóðminjavörð, Má Elísson og Þorstein Gíslason fiskimálastjóra, Vísindasjóð, Piskifélag Islands, Fiskimálasjóð og Þjóð- hátíðarsjóð. Ennfremur þakkar höfundur sérstaklega konu sinni, Helgu Proppé, sem hefur verið samverkamaður hans við ritið frá upphafi. Guðmundur P. Ólafsson hefur hannað kápur, saurblöð og bókband ritsins. Prent- im og bókband hefur farið fram í Ossa og litgreining að töluverðu leyti. Guðni Kol- þeinsson stud.mag. og Sigurgeir Stein- grímsson cand.mag. hafa annast ritstjóm, útlit hið innra, ennfremur gert atriðis- orðaskrár og nafnaskrár ásamt konum sinum, Lilju Bergsteinsdóttur og Helgu Gunnarsdóttur. Jóhann Hannesson kenn- ari þýddi útdrátt á ensku í tveim fyrstu bindum, Julian Meldon D’Arcy í þriðja bindi og Jeffrey Cosser í tveim þeim síð- ustu. Varðandi lokabindið naut höfundur ennfremur aðstoðar Vésteins, sonar síns, Þorsteins Einarssonar, fyrrverandi íþróttafulltrúa, og Ævars Petersens fugla- fræðings. Það er 498 bls. að stærð, prýtt 375 myndum, þar af 110 prentuðum í litum. Dr. Lúðvík Kristjánsson er í hópi kunn- ustu sagníræðinga nú á dögum og höfund- ur margra bóka. Lúðvík hefur verið félagi í Vísindafélagi íslendinga síðan 1961. Hann fékk verðlaun úr sjóði Ásu Guð- mundsdóttur Wright 1980, var kjörinn heiðursdoktor við heimspekideild Háskóla Islands 1981 og hlaut verðlaun norsku vís- indaakademíunnar 1984. Svanhvít Magnúsdóttir IjósmóÖir: ’Móðirqgbam þurfe mikið kalk. kirgetur mjólídn haft úrslitaáhrif. Á meögöngutímanum, og á meðan bam er á brjósti, er konum ráölagt að bæta viö sig um 400 mg. af kalki á ciag til þess aö barnið fái nauðsynlegt kalkmagn án þess aö ganga á forðann í beinum móöurinnar. Svanhvít Magnúsdóttir Ijósmóðir þekkir af langri reynslu þaö lykilhlutverk sem mjólk gegnir í þessu efni. Mjólk er einhver besta leiðin til þess aö tryggja líkamanum nægjanlegt kalk. 99% kalksins fertil viöhalds og vaxtar beina og tanna, vaxtar fósturs og mjólkurframleiðslu í brjóstum. Kalkskortur getur á hinn bóginn valdiö beinþynningu, bein veröa stökk og brothætt um miöjan aldur, líkamsvöxtur breytist, bakið bognar o.s.frv. En mjólkin gefur meira en kalk, hún gefur fjölda annarra bætiefna s.s. A og B vítamín, kalíum, magníum, zink o.fl. sem eru mikilvæg fyrir húð, augu, taugar, þrek og fyrir almenna heilbrigöi. Þess vegna er mjólkin ómetanleg í daglegu fæöuvali okkar - ekki síst ungra stúlkna og verðandi mæöra! MJOLKURDAGSNEFND Jónína Benediktsdóttir, íþróttakennari veit sitt af hverju um næringarfræðina. Hún leysir kalkþörfina með léttmjólk- og heldur fast í þrótt sinn og líkamsstyrk! :: Hvað er hæfileg mjólkurdrykkja? eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson Ráðlagður Hæfilegur Aldurshópur dagsskammtur mjólkurskammtur ár (RDS)afkalkiímg (2,5dlgiös) Böm1-10 Unglingar 11-18 Fullorönir karlar og konur* Ófrískarkonur og brjóstmæöur 800 1200 800 1200 * Margir sérfræðingar teija að kalkþörf kvenna eftir tíðahvörf sé mun hærri eöa 1200-1500 mg/dag. Reynist það rétt er hæfilegur mjólkurskammtur ekki undir 3 glösum á dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.