Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987.
3
Fréttir
Fræðslustjóramálið:
Vík ekki í þessu máli
- segir Sverrir Hermannsson
Jón G..Hauksson, DV, Akureyii
„Ég vík ekki í þessu máli. Ég verð
að ná tökum á starfseminni í fræðslu-
umdæminu. Ég neyddist til að reka
Sturlu. Ég átti engin önnur ráð. Það
get ég fullvissað þig um,“ sagði Sverr-
ir Hermannsson við DV í gær. Sverrir
var þá staddur á bændafundi á Höfh
í Homafirði.
- Sverrir, nú hefur deilan magnast
upp. Hefur þú trú á að hún leysist í
bráð?
„Að sjálfsögðu leysist þessi deila.
Fyrir hvem ætla menn eiginlega að
vinna? Ætla menn að láta þetta hitna
á þeim sem minnst mega sín, bömun-
um? Þessi deila leysist að sjálfsögðu.“
- Hvenær?
„Það verður fljótlega, trúi ég, þegar
mesta æðið verður mnnið af mönnum
og fólk sér að ég gat ekki fengið Sturlu
til að vinna með mér að lausn vand-
ans.“
- Ætlar þú að draga af launum kenn-
aranna vegna gærdagsins, þegar þeir
felldu niður kennslu til að funda um
brottvikningu Sturlu?
„Nei, slíku nenni ég ekki, legg mig
ekki eftir því. Ef kennarar telja sig
vera að vinna þarft verk í kennslumál-
um með fundahöldunum ætti kannski
frekar að borga þeim tvöfalt fyrir
þennan dag.“
- Mörgum finnst sem mál fræðslu-
stjórans sé að snúast upp í persónulega
deilu milli þín og hans. Er þér illa við
manninn?
„Nei, nú misskilja menn karakterinn
Sverri Hermannsson herfilega haldi
þeir að ég beri einhvem illan hug til
Sturlu.
Ég hefði síður en svo viljað víkja
honum úr embætti. Það er í sjálfu sér
raunalegt að þurfa að grípa til svona
ráðstafana. Það er það síðasta sem
maður gerir.
Málið er að ég gat ekki fengið hann
til að vinna með mér við að leysa þau
vandamál sem þurfti að leysa. Ég gat
ekki búið við þetta lengur og á fundi
sem Sturla átti hér í ráðuneytinu sl.
föstudag var hann sjálfur sammála því
að þetta gæti vart gengið svona leng-
ur. En hann sagðist ætla að þrauka.
Nei, ég er ekki með neinn illvilja í
garð Sturlu. Ég gat einfaldlega ekki
haft hann lengur í minni þjónustu.
Hann vildi ekki taka þátt í því með
mér að leysa vandræðin. Þess í stað
Hasar á öllum
vígstöðvum
Jón G. Haukssan, DV, Akureyii
Fundir vom haldnir í öllum skólum
í Norðurlandsumdæmi eystra í gær og
samdar ályktanir, sem allar vom á
sömu leið, stuðningur við Sturlu.
Starfsfólk fræðsluskrifstofunnar gaf
út yfirlýsingu vegna ummæla Reynis
Kiristinssonar í hádegisfréttum út-
varpsins. ítrekuðu starfsmenn að þeir
væm áfram á skrifstofunni eingöngu
vegna óska fræðsluráðsins.
Formaður stjómar kennarasam-
bands Islands, Valgeir Gestsson, kom
til Akureyrar í gær til fundar við
kennara. Þá var Ólafur Jóhannsson,
formaður Félags skólastjóra og yfir-
kennara, einnig mættur á svæðið til
að kynna sér ástandið. Sendimenn
Sverris að sunnan, Reynir Kristinsson
og Runólfur Birgir Leifsson, vom á
fræðsluskrifetofunni til viðræðna við
starfsfólk og fræðsluráð.
Sorpdeilan í Köpavogi:
Allt
í rusli
Sorpdeilan f Kópavogi geisar
enn. Þorbjöm Tómasson, verktaki
sorphreinsunar í Kópavogi, neitar
að ræða við bæjarstjómina öðm-
vísi en í gegnum lögfræðing. Deilt
er um eftir hvaða taxta eigi að
greiða sorphreinsunarmönnunum.
Bæjaryfirvöld vilja ekki viður-
kenna þann taxta sem Þorbjöm
notar sem gmndvöll útreikninga
sinna á verðbótum og hækkun
vegna síðustu kjarasamninga.
„Þorbjöm virðist ekki skilja að
hann er verktaki og gerir samn-
inga við okkur sem slíkur. Það er
ekki bæjarins að ákveða hvað
Þorbjöm greiðir sínum mönnum í
laun. Að sjálfsögðu verður hann
að greiða lágmarkslaun en það er
hans mál ef afrakstur vinnu hans
er slíkur að hann treysti sér til að
greiða mönnum meira,“ sagði
Kristján Ólafsson, bæjarlögmaður
í Kópavogi, í samtali við DV. „Það
er rangt sem Þorbjöm segir að
meirihluti bæjarstjómar sé að
beita sér fyrir kauplækkun sorp-
lireinsimarmanna. Menn verða að
gera greinarmun ó verksamningi
og kjarasamningi. Ef Þorbimi
finnst hins vegar að samningur
hans við Kópavogsbæ sé sér óhag-
sfieður er honum að sjálfeögðu
heimilt að segja honum upp.“
-EIR
stundaði hann fjölmiðlaleik."
- Nú hefur formaður fræðsluráðs sagt
að þú hafir ekki viljað við þá tala síð-
ustu mánuði?
„Þetta em rakin ósannindi. Ég hef
ekki hunsað ráðið. Þetta er lygi í
Þráni Þórissyni. Ég vissi ekki að
svona væri komið fyrir Mývetning-
um.“
- Hvað ætlar þú að gera ef kennsla
verður einnig felld niður í næstu viku?
„Ef kennarar vilja byggja á hemaði
lengi þá þeir um það, ef þeir telja það
fyrir bestu."
- Hefur Steingrímur Hermannsson
rætt málið við þig?
„Nei, hann hefiir ekki reynt það svo
ég viti til. Þetta er heldur ekki hans
mál, ekki nema að hann hafi ekki náð
í mig frekar en Þráinn Mývetningur.“
- Áttirðu von á þessum viðbrögðum
við brottvikningu Sturlu?
„Nei, ég hefði ekki trúað því fyrir
en ég velti því ekki fyrir mér. Ég átti
engra kosta völ í þesu máli.“
- Hvað ef Kennarasamband íslands
kemur inn í deiluna og hún breiðist út?
„Ég bý mér ekki til vandamál fyrir-
fram. Ég ætla því ekki að hafa
áhyggjur af því að svo fari.“
T^dr
aoöir
vújkostir
sRSAMSUNG
VX-SIOTC
Myndbandstækiö, sem uppfyllir óskir þínar um vandaö tæki, á ótrúiegu veröi.
Aöeins
29.900
stgr.
CB-389 ZS
Glæsilegt 17 tommu
litasjónvarp m/fjarstýringu,
16 rásum, sérstökum
videóinngangi og
tengi f/heyrnartól.
Aöeins
27.900
stgr.
Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) - Sími 622025.