Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987. 2? Hin hliðin • Hallur Hallsson, fréttamaöur hjá Ríkissjónvarpinu, segist vera mest hræddur við rottur af öllum skepnum. „Myndi hella mér út í laxeldi og græða peninga“ - segir Hallur Hallsson, fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu Hallur Hallsson, fréttamað- ur á Ríkissjónvarpinu, sýnirv lesendum DV á sér hiná hlið- ina að þessu sinni. Hallur ætti að vera orðinn þekkt andht á skjánum þrátt fyrir fremur stuttan starfsaldur á fréttastofu sjónvarpsins. Hall- ur er þó engirrn nýgræðingur í fréttamennsku. Arið 1975 hóf hánn störf við Dagblaðið og var þar til ársins 1979. Á DB sáluga skrifaði Hallur meðal annars um íþróttir. Árið 1979 lá leiðin á Morgunblaðið og þar starfaði Hallur þar til hánn hóf störf á fréttastofu sjónvarpsins á síðasta ári eins og landsmenn hafa tekið eftir. Hallur er vel þekktur innan íþróttahreyfingarinnar og í dag er hann förmaður hand- knattleiksdeildar Víkings og hefur félaginu vegnað af- burðavel undir hans stjóm. Er skemmst að minnast sigurs Víkinga á síðasta íslandsmóti og einnig í bikarkeppninni. Þá er ekki langt síðan Vík- ingar luku glæsilegri þátttöku í Evrópukeppni meistaraliða en liðið komst þar í 8 liða úrslitin. Svör Halls fara hér á eftir. Fullt nafn: Hallur Hallsson. Aldur: 35 ára. Maki: Lísa Kjartansdóttir. Laun: Grunnlaunin eru litlar 42 þúsund krónur að mig minnir. Bifreið: Volvo árgerð 1982. Helsti veikleiki: Skapið. Helsti kostur: Skapið. Hvað myndir þú gera ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti? Eg hef ekki tekið mér frí í langan tíma þannig að ég held að ég myndi skella mér í langa hnattferð. Langar þig til að vera ósýnilegur í einn dag? Já, það held ég. Helst hefði ég viljað vera fluga á vegg þegar þeir Gorbatsjov og Reagan ræddust við í Höfða. Þá hefði ég setið einn að fréttum af fundum þeirra. Mestu vonbrigði í lífinu: Þegar fréttimar hjá okkur voru færðar aftur til klukkan átta í stað hál- fátta. Mesta gleði í lífinu: Það hlýtur að vera eitthvað tengt Víkingi. Jú, mesta gleðin var í fyrra þegar Vík- ingar unnu bæði lslandsmótið og bikarkeppnina. Umsjón: Stefán Kristjánsson Uppáhaldsmatur: Ofnbakaður fiskur hjá konunni. Uppáhaldsdrykkur: Góður og sval- andi bjór. Uppáhaldslag: It’s a hard days night með Bítlunum gömlu og góðu. Uppáhaldshljómsveit: Bítlamir. Uppáhaldssöngvari: Bubbi Mort- hens. Uppáhaldsstjómmálamaður: Dav- íð Oddsson. Uppáhaldsíþróttamaður: Guð- mundur Guðmundsson, fyrirliði Víkings í handknattleik. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ingvi Hrafn Jónsson. Uppáhaldsblað: Morgunblaðið. Uppáhaldstímarit: Heimsmynd. Uppáhaldsrithöfundur: Halldór Kiljan Laxness. Ef þú yrðir bóndi á morgun, með hvaða skepnur vildir þú helst búa? Ég myndi hella mér út í laxeldi og græða peninga. Við hvaða skepnur ert þú mest hræddur? Rottur. Ætlar þú að kjósa sama flokk í komandi alþingiskosningum og þú kaust síðast? Já. Hlynntur eða andvígur ríkis- stjóminni: Hlutlaus. Hlynntur eða andvígur núverandi meirihluta í borgarstjóm: Hlutlaus. Með hvaða verk ert þú ánægðastur af verkum þínum á nýliðnu ári: Það að hafa stjómað Víkingum til sigurs í deild og bikar. Eitthvað sérstakt sem þú stefnir að á þessu ári: Að bæta mig í fréttamennskunni. Ef þú yrðir að syngja lag að við- stöddu fjölmenni á Amarhóli, hvaða lag myndir þú velja þér? Nú er frost á Fróni. Myndir þú telja þig góðan eigin- mann? Batnandi. Vaskar þú upp fyrir konuna þína? Ég er nýbúinn að kaupa handa henni uppþvottavél. Besta bók sem þú hefur lesið: ís- landsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness. Fallegasti kvenmaður sem þú hef- ur séð: Konan mín. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Corason Aquino, forseta Fihppseyja. Hvað á gera í sumarfríinu? Ég ætla að koma mér vel fyrir á sólar- strönd og slappa vel af. Hvor finnst þér myndarlegri, Nancy Reagan eða Raisa Gor- batsjov? Raisa er miklu myndar- legri. -SK Enskuskólinn * Ertu að taka samræmd próf? * Vantar þig hjálp í ensku og dönsku? Jf Hringdu strax í okkur í síma 25330! * Síöasta tækifæri er á mánudag til að innrita sig: - í dagnámskeið í ensku - í kvöldnámskeið í ítölsku - í kvöldnámskeið í þýsku - í kvöldnámskeið í frönsku - í kvöldnámskeið í ísiensku - í enskunámskeið fyrir börn TORFÆRUHJÓL Honda TRX 350 4x4 '87. Get- afgreitt þessi hjól eftir cs* vikur ef pantanir eru stað- festar strax. Verð 230 þúsund. GJvarahlutir Hamarshöfða 1 Símar: 83744 og 36510 TOGGURHF. SAAB UMBODIO Bíldshöfða 16 - Símar 681530 og 83104 Seljum í dag Saab 900 GL árg. '80, 3ja dyra, Saab 900 GL árg. '82, 5 dyra, rauður, beinskiptur, 4ra gira, Ijósblár, beinskiptur, 4ra gira, ekinn 80.000 km. ekinn 86.000 km. Gott verð Verð 250.000,- aðeins kr. 330.000,- Saab 900 GLS árg. '82, 4ra Saab 900 turbo árg. '83, 4ra dyra, grænn, beinskiptur, 5 dyra, rauður, beinskiptur, 5 gíra, fallegur bíll á góðu verði. gira, ekinn aðeins 33.000 km, með lituðu gleri, topplúgu, raf- magnsrúðum o.fl. Verð kr. 550.000,- Opið laugardag kl. 12-16. Ath. breyttan opnunartíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.