Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. 'Áfengisóvinir í öngstræti Stundum er haldið fram, að minna framboð áfengis muni draga úr vandamálum, sem því fylgja. Er þetta meðal annars opinber skoðun eða trúarjátning Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar. Hún var nýlega ítrekuð í yfirlýsingu tólf forustulækna í heilbrigðiskerfinu. Ný rannsókn á vegum félagsmálastofnunar sænska ríkisins bendir til, að þetta sé ekki einhlítt. Þar kom til dæmis fram, að andlát af völdum áfengistengdra sjúk- dóma séu samanlagt ekki fleiri í hinni frjálslyndu Danmörku en í hinum stjórnlyndu Svíþjóð og Finnlandi. Framboð áfengis er gífurlega misjafnt í þessum lönd- um. Aðeins 550 íbúar eru um hvert vínveitingahús í Danmörku, en 1.280 í Svíþjóð og 3.190 í Finnlandi. Að- eins 300 íbúar eru um hverja áfengisútsölu í Danmörku, en 23.000 í Finnlandi og 26.000 í Svíþjóð. Ástandið hér á landi er svipað og í Finnlandi og Svíþjóð. 2.000 íbúar eru hér um hvert vínveitingahús og 20.000 um hverja áfengisútsölu. íslenzk stjórnvöld reyna eftir megni að hamla gegn nýjum vínveitingaleyf- um og neita óskurr bæjarfélaga um áfengisútsölur. Sænska rannsóknin sýnir, að niðurstaðan er eins, hvort sem framboð áfengis er mikið eða lítið. Munurinn er, að Danir deyja frekar úr skorpulifur, en Svíar úr áfengiseitrun. Af hverjum 100.000 íbúum deyja árlega 19 Danir og 21 Svíi úr áfengistengdum sjúkdómum. Samkvæmt þessu er Alþjóða heilbrigðisstofnunin, íslenzka Áfengisvarnaráðið og læknarnir tólf á villigöt- um. Ef þessir aðilar eru andvígir áfengi, væri jafnvel nærtækara að berjast fyrir algeru áfengisbanni, svo að ekki deyi þessir 19 eða 21 af 100.000 íbúum. Að vísu yrðu þessir aðilar þá að taka tillit til tækni- kunnáttu fólks. Þeir gætu ekki komið í veg fyrir heimabrugg, þótt þeim tækist að loka áfengisútsölum og banna vínveitingar á veitingahúsum. Helzt yrðu þeir einnig að geta hindrað ferðalög til útlanda. Um tólf ár eru síðan læknisfræðilegar rannsóknir sýndu fram á, að hófleg notkun áfengis dregur úr hjarta- sjúkdómum. Þetta hefur margoft síðan verið staðfest, svo sem fram hefur komið í brezka læknatímaritinu Lancet og blaði bandaríska læknafélagsins. Menn deila um skýringuna, en helzt er talið, að vín- andi efli svokölluð háþétt lipoprotein, sem eyða æðafitu. Almenning skiptir slíkt þó minna máli en hin vísinda- lega sannaða niðurstaða, að það er hinn illræmdi vínandi, sem hefur þessi hagstæðu áhrif á heilsuna. Hin hóflega og hagkvæma notkun er sögð nema 70 sentílítrum af bjór eða 25 sentílítrum af víni eða 7 sentílítrum af sterku á dag. Hún er sögð breytast í óhóf- lega notkun, þegar hún fer yfir 140 sentílítra af bjór, 50 sentílítra af víni eða 15 sentílítra af sterku á dag. Ein bezta röksemd áfengisandstæðinga er ölvunar- akstur, sem veldur miklum hörmungum og tjóni. Síðustu fréttir herma, að fundnar hafi verið tæknilegar leiðir til að hindra akstur ölvaðs fólks. Innan nokkurra ára ætti að vera unnt að koma slíkum búnaði í alla bíla. Hér hefur verið sagt, áð aukið framboð áfengis magni ekki alvarlegasta áfengisvandamálið, dauðann. Enn- fremur að koma megi í veg fyrir ölvunarakstur. Einnig, að algert bann sé tæplega framkvæmanlegt, auk þess sem það taki ekki tillit til hollustu áfengis. Rétt væri af heilbrigðisyfirvöldum að forðast boð og bönn á þessu sviði, en einbeita sér fremur að því að benda á hin skörpu skil hóflegrar og óhóflegrar áfengis- neyzlu. Jónas Kristjánsson Að halda aga er eilífur vandi upp- alenda, að stjóma og hafa stjóm á sér. Ætli það sé erfiðara að stjóma Islendingum en öðm fólki? Það er svo sem einatt verið að halda því fram að við séum óguðlegir einstakl- ingshyggjumenn, forhertir einka- geirar og þverhausar, sem aldrei sjá skóginn fyrir trjánum heldur böðlast áfram í eigin krafti, í blóra við ná- ungann og oftast á kostnað þess sem minna má sín. Það kann eitthvað að vera til í þessu, alltént virðumst við mörg hver falla án teljandi sam- viskubits í þá fi-eistni að pretta náungann þegar við fáum til þess svigrúm og frelsi eins og nú er í tísku. En þó að menn séu að olnboga sig þannig áfram einn og einn held ég að við séum tiltölulega skikkan- legir, hlýðnir og náungaþýðir, yfir- leitt. Og víst er þessi þjóð seinþreytt til vandræða. Höfum við ekki þolað stjómendum okkar alls konar vit- leysisgang og axarsköft möglunar- laust. Fólk hefur í hæsta lagi lagt niður vinnu einn dag eða rölt smá- spöl með spjöld á öxl til þess að mótmæla þegar gengið hefur fram af því. Kannski erum við bara svona löt og væmkær, nennum ekki að hlaupa upp af minnsta tilefni í nafrii réttlætisins. - En auðvitað blundar réttlætiskenndin einhvers staðar, það ættu valdhafar að hafa í huga alla daga. Auga í hnakkanum Kennarar þekkja þetta vel úr sínu starfi. Það reynir kannski ekki síst á þolinmæði þeirra um þetta leyti þegar krakkagríslingamir mæta of- dekraðir og kenjóttir úr jólafríinu, latir og hysknir, umfram venju sum- ir hveijir. Þá reynir á stjómunar- hæfni fræðarans meira en endranær. - f skólastarfinu blómstrar margs konar valdakerfi og fjölbreytilegt agamynstur. Inni í skóíastofúnni á sér oft stað harðvítug valdabarátta milli stjómandans og heildarinnar, þ.e. nemenda og kennara. Það ríkir jafnvel stríð innan bekkjarins, svo heiftarlegt að kennarinn nær ekki að bera klæði á vopnin og úr verður orrnsta með tilheyrandi óstjóm og upplausn. Þarf svo sem engar upp- reisnir til. Sumir kennarar halda engum aga. Liðið verður stjómlaust, hávært, uppivöðslusamt og illþol- andi. í öðrum kennslustofum ríkir ægivald óttans. Hinn strangi stjóm- andi gegnumlýsir undirsátana nístandi (og æfðu) augnaráði, les hveija hugrenningu, nemur hina minnstu hræringu áður en af henni verður og hvessir brúnina óþyrmi- lega á allt óvænt og óvenjulegt athæfi og kæfir með ógn sinni. Þetta vald hefúr auga í hnakkanum líka. Það er strangt vald og dæmir án málalenginga. Undir þessu valdi sitja menn nötrandi og skjálfandi og dirfast ekki að æmta né skræmta í nálægð þess. Kennarar, sem hafa talfæri Jón Hjartarson slíkt ofúrvald, em stundum sárlega öfúndaðir af samkennurunum. Nem- endur bera óttablandna virðingu fyrir þeim og telja sér jafiivel trú um að svona eigi kennarar að vera. Að stjóma af dugnaði í annan stað stritast stjómandinn við að hafa vald yfir hópnum, beitir fortölum, tilskipunum, regluboðum, hótunum, refsingum, jafhvel pynt- ingum. Þetta valdakerfi eða aga- mynstur er æði margbrotið og getur gefist bærilega, jafnvel með ágætum, þegar réttlátar reglur em í heiðri hafðar. Kennari getur jafrivel komist sæmilega af með tiltölulega saklaus- um fantabrögðum, svo sem með því að hirta með háði, beita skyndihót- unum, jafnvel hreinum ógnunum, falli, brottrekstri, barsmíðum. En svo fer yfirleitt í verra þegar stjómandi kemur sér í þá afleitu stöðu að þurfa að framfylgja hótun- um sínum. Að vísu á hann þá þann kost að éta ofan í sig og leggja virð- ingu sína og vald í duftið... Slíkt er fæstum ljúft og því fer sem fer, friður úti og fjandinn laus. Krakkar, eins og annað fólk, þola óréttlæti miklu verr en stjómleysi. í þessu samhengi er kannski hollt að minnast orða Lao-Tse um þjökun þjóðar: „stjóm, sem virðist duglaus, er oft affarasælust fyrir þjóðina". Stjórna án strits I þriðja lagi fyrirfinnast þeir læri- meistarar sem starfa án strits, beita ekki boðum, ekki bönnum, þurfa samt aldrei að byrsta sig. Slíkur kennari starfar meðal nemenda sinna og þeir með honum. Einskis aga virðist þörf. Valdið er víðs fjarri eða það er ósjálfrátt og þarf ekki að hreykja sér. Þessar hugrenningar um vald og aga í skólastarfi koma upp í hugann vegna atburða síðustu daga. Rétt eins og í skólanum held ég að þegn- ar þjóðfélagsins beri meiri virðingu fyrir því valdi sem þarf ekki að beita sér heldur en hinu sem ógnar. Ríkisstjómin okkar og ráðherrar hafa á stundum verið óspör á boð og bönn. Hún bannaði kauphækk- anir með þeim einstæða hætti að láta verðlagsvísitöluna mæla hækk- anir á öllu nema launum. í nákvæm- lega réttu hlutfalli við þetta misgengi jókst fátækt í landinu. Hún bauð vaxtafrelsi með skeifilegum afleiðingum fyrir þrautpínda íbúða- kaupendur. Stjómin hefur æ ofan í æ blandað sér í samninga atvinnu- rekenda og launþega, fundið það út að málin væm komin í hnút og höggvið á hann. Og nú fann stjómin enn hnút í sjómannadeilunni og var að því komin að höggva þegar hún sá að sér. Kannski er þessi stjóm að vitk- ast eða vill hún spara valdið fram að kosningum og setja upp ögn dyggðugan svip. Ráðherra í erfiðri kennslustund Af valdsmannslegri framgöngu einstakra ráðherra er nýjast og frægast brottrekstrarmálið í fræðsluumdæmi Norðurlands eystra. Menntamálaráðherra hefur verið vaskur maður og íhlutunarsamur þann stutta tíma sem hann hefur verið í starfi og beitt valdi sínu með ýmsum hætti. Þessum ráðherra og stjóminni allri til velfamaðar er þó kannski ekki svo vitlaust að vitna aftur í spekinginn Lao-tse (vegna þess líka að nú einmitt þessa daga reynir á dyggðir landa hans, valdsmanna austur í Kína). Hann segir: „Þjóð- inni má stjóma með réttlæti, herliði með slægvisku og dugnaði. En unnt er að hljóta ríkið með því að vera ekki íhlutunarsamur um hagi fólks.“ Menntamálaráðherra veitir ekki af góðum ráðum núna því hann er staddur í afar erfiðri kennslustund. Hann hefur átt í basli með ódælan undirsáta, sjálfsagt hótað honum bæði illu og góðu. Nú hefúr hann vísað honum á dyr, fyrir fullt og allt. Það er mikið óyndisúrræði og getur orðið erfitt við að eiga, einkum ef allur skarinn rís upp gegn þessari valdbeitingu, í stað þess að láta sér vel líka. Svo kann að fara að hann bjargi best eigin skinni með því að hlaupa út á eftir hinum straffaða og kalla hann inn aftur, lúta í duftið fyrir háreystinni í bekknum og segja: Verði ykkar vilji. Hann getur þá haft það sér til huggunar að þannig hafa margir lærimeistarar orðið að lúta lágt, einkum þeir sem em að byija í faginu og „fáir em þeir sem hafa lært að kenna án orða og vera nytsamir án strits."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.