Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987. 5 Stjómxnál Guðrún Agnarsdóttir alþingismaður er í 1. sæti Kvennalistans i Reykjavik, Kristín Einarsdóttir lífeðlisfræðingur í 2. sæti, Þórhildur Þorleifsdóttir leik- stjóri í 3. sæti en Sigríður Dúna Kristmundsdóttir alþingismaður skipar 36. sæti, heiðurssætið. DV-mynd Brynjar Gauti Guðrún Agnars- dóttir hættir eftir tvö ár - heiðarlegra að segja kjósendum frá því Guðrún Agnarsdóttir, alþingismað- ur Kvennalistans, mun segja af sér þingmennsku og varamaður taka sæti hennar eftir tvö ár, nái hún endur- kjöri. Þessu lýstu kvennalistakonur yfir á fundi með blaðamönnum í gær er framboðslisti þeirra í Reykjavík var kynntur. Kristín Halldórsdóttir, efsti maður lista flokksins í Reykjaneskjördæmi, lýsti þvi sama yfir fyrir rúmri viku. „Við erum ákveðnar í þessu. Við sjáum ekki betur heldur en að þetta samrýmist fullkomlega stjómarskrá og kosningalögum," sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, þingmaður Kvennalistans. Lagaprófessoramir Gunnar G. Schram og Sigurður Líndal hafa báðir sagt opinberlega að þeir telji þessa fyrirætlan stangast á við 31. grein stjórnarskrárinnar, þar sem mælt er fyrir að þingmenn skuli kosnir til §ög- urra ára. „Þingmenn segja af sér þing- mennsku, hoppa inn í Seðlabanka og sumir deyja á kjörtímabilinu. Þannig að það er ekki óvenjulegt að þingmenn hætti áður en kjörtímabili lýkur. Við höfum líka nýleg dæmi um það að þingflokkar hreinlega leysist upp og hverfi," sagði Sigríður Dúna. „Okkur þykir það í öllu falli marg- falt heiðarlegra að segja kjósendum frá því fyrirfram að málum er þannig háttað hjá okkur þannig að kjósendur viti að hveiju þeir ganga þegar þeir greiða Kvennalista atkvæði sitt. Á félagsfundi Kvennalista í Reykja- vík í haust var mótuð sú vinnuregla að þingmenn, sem kosnir yrðu af Reykjavíkurlista, sætu ekki á þingi nema í sex til átta ár í senn. Þannig að hér er ekki um tveggja ára reglu að ræða í rauninni. Bæði Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Halldórsdóttir verða, ef þær ná báðar kjöri, þingmenn i alls sex ár.“ -KMU Kvennalistinn býður ekki fram persónur - heldur stefhu, segir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir „Kvennalistinn býður fram stefnu og málefni en ekki ákveðnar persón- ur. Þess vegna er þessi listi settur upp með það fyrir augum að það verði endumýjun í þingliði Kvennalistans eftir næstu kosningar. Hann byggir líka á þeim valddreifingarhugmyndum sem við leggjum til grundvallar í okk- ar starfi og stefnu,“ sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir alþingismað- ur er framboðslisti Kvennalistans í Reykjavík var kynntur í gær. Sigríður Dúna, sem skipaði fyrsta sæti listans í þingkosningunum fyrir fjórum árum, skipar nú 36. sæti, heið- urssæti listans. „Þegar ég stökk inn á þing fyrir fjór- um árum hljóp ég frá þónokkrum verkefnum sem þola ekki lengur neina bið. Þar á meðal er lokaritgerð, sem ég var komin áleiðis með og ég hef ekki lengri frest á, sem ég mun taka til hendinni við. Ég var í rauninni ekki tilbúin að brúa bilið og vera áfram í tvö eða fjögur ár. En ég vil taka það mjög skýrt fram að ég er alls ekki hætt að starfa með Kvennalistanum. Ég mun starfa af miklum krafti í þeirri kosningabaráttu sem stendur fyrir dyrum, í stjómar- myndunarviðræðum eftir kosningar og, eftir því sem þörf verður á, með þingflokknum næsta kjörtímabil. Og síðan er ég tilbúin að fara í framboð fyrir Kvennalistann eftir næsta kjör- tímabil, ef Kvennalistakonur vilja,“ sagði Sigríður Dúna. -KMU G-listinn í Reykjanesi ákveðinn Framboðslisti Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi var ákveðinn á fundi kjördæmisráðs flokksins á mánudagskvöld. Hefixr G-hstinn þegar opnað aðalkosningaskrifstofu sína í kjördæminu að Hamraborg 11 í Kópa- vogi. Á listanum eru alls 22 frambjóðend- ur. Ellefu efetu sætin skipa: 1. Geir Gunnarsson alþingismaður, Hafriarfirði. 2. Ólafur Ragnar Grímsson prófessor, Seltjamamesi. 3. Ásdís Skúladóttir, starfsmaður Fé- lagsmálastofhunar Kópavogs. 4. Bjargey Einarsdóttir fram- kvæmdastjóri, Keflavík. 5. Jóhanna Axelsdóttir kennari, Hafnarfirði. 6. Hilmar Ingóhsson skólasfjóri, Garðabæ. 7. Soffia Guðmundsdóttir hjúkrunar- fræðingur, Mosfellssveit. 8. Garðar Vilhjálmsson flugaf- greiðslumaður, Keflavík. 9. Sigurður Á. Friðþjófsson, rithöf- undur og blaðamaður, Hafharfirði. 10. Sólveig Þórðardóttir ljósmóðir, Keflavík. 11. Hinrik Bergsson vélsfjóri, Grinda- vík. -KMU ii3i i c.x \l_i i ■) q,|i; , f i i!'' i - u pöntun. HÓLSHRAUNI2 W v! 'MLM'U- 11 HAFNARFIRÐI BMW 320 1976, huggulegur bill á aðeins kr. 120.000,- útb. 40.000, eftirst. til 10 mán. Bronco 1970, 6 cyl., m|ög gott eintak. Verð kr. 140.000,- útb. 30.000,- eftirst. til 10 mán. Dodge Ramcharger 1980, sjálfsk., vökvastýri, útvarp/kass- ettut. o.fi. Verð aðeins kr. 410.000,- hagstæð kjör eða skipti á ódýrari. I VW Passat 1980, einn elgandi, sumar- og vetrardekk. Verð kr. 150.000,- útb. 40.000,- eftirst. til 10 mán. Suzuki Alto 1981, ekinn aðeins 63.000 km. Verð kr. 120.000,- útb. 40.000, eftirst. til 10 mán. Citroen GS Pallas 1979, lltið ekinn, i ágætu standi. Verð að- eins kr. 100.000,- útb. 25.000, eftirst. 10 mán. GMC Jimmy 1974, V8 dfsil, sjálfsk., vökvastýri, góð stereo- tæki, algjörlega endurbyggður jeppj, sjón er sögu rikari. Fiat 132 2000 1980, 5 gfra, rafm. rúður o.fl. Verð aðeins kr. 140.000,- útb. 20.000, eftirst. 10 mán. Peugeot 505 GR dfsll 1983, sjálfsk., vökvastýri, útvarp/ segulband o.fl., toppeintak, hagstæð kjör. Mercury Comet 1977, 6 cyl., sjálfsk., vökvastýri. Verð kr. 140.000,- útb. 30.000, eftirst. til 10 ■ 3C W ! SKODA [CHRYSLEHl IPEUCEOT Xcmccr JÖFUR HF. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.