Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 36
F R T T A K O T I Ð Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrifl - Dreiftng: Sinrti 27022 Farmannadeilan: Glímt við að leysa hnúta Sáttafundur í fannannadeilunni hófst kl. 16 í gær og fóru samninga- viðræður hægt af stað. Einhverjir hnútar eru enn óleystir og rétt aður en DV fór í prentun voru menn ekkert alltof bjartsýnir á lausn deilunmu-. Það ríkti bjart- sýni hjá mönnum áður en sátta- fundur hófet og þóttust margir vissir um að samið yrði um helgina en deiluaðila bíður lagasetning þegar þing kemur saman á mánu- daginn ef þeir ná ekki samkomu- lagi. -S.dór KjarasamningarBSRB: Alvaran hefst í næstu viku Mikil vinna er og hefur verið í gangi í vinnuhópum samningsað- ila í kjarasamningum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og við- semjenda þess undanfama daga. Verður þessari vinnu haldið áfram um helgina en búist er við að eigin- legar samningaviðræður fari af stað um eða eftir miðja næstu viku. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, sagði í samtali við DV að mikil vinna væri að fara yfir kjara- samningana og undirbúa hinar formlcgu samningaviðræður og einmitt sú vinna er í gangi um þessar mundir. Eins og komið hefur.fram munu flest aðildarfélög BSRB ætla að hafa samflot í kjarasamningunum, en þrátt jyrir það eru þau flest í undirbúningsviðræðum við sína viðsemjendur heima í héraði. Kristján Thorlacius sagði að aðal- samninganefnd BSRB myndi fara í viðneður við launamálanefnd ríkis og sveitarfélaga með ramma að aðalkjarasamningi en ekki fast- mótaðar kröfur. -S.dór Ávallt feti framar SÍMI 68-50-60. ÞRDSTUR SÍÐUMÚLA 10 LOKI ... en hvaö með fjármálaráðherra? Þorsteinn Pálsson um gagnrýní Steingrims á Seðlabankann: „Má ekki taka forsætis- ráðhenra of alvariega“ „Það má nú ekki taka forsætisráð- herra of alvarlega þótt hann hafi hom í síðu Seðlabankans. Þetta er svona Albaníuaðferð til þess að skamma samstarfsflokkinn sem fer með bankamálin. Framsóknarmenn láta alltaf svona síðustu mánuði fyr- ir kosningar," segir Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra. Steingrímur Hermannsson hefur harðlega gagnrýnt stjómendur Seðlabankans í framhaldi af dómi Hæstaréttar um að engir hámarks- vextir hafi verið í gildi síðan eftir mitt ár 1984. „Ég veit ekki til þess að neinn hafi komið auga á þetta gat eða bent á það áður en Hæsti- réttur felldi sinn dóm,“ segir Þor- steinn. „Þegar ný bankalög vom samin stóð til að fylgja þeim eftir með end- urskoðun laga um misneytingu í viðskiptum. Það var meðal annars vegna ábendinga frá rannsóknarað- ilum í svokölluðu okurmáli, að menn biðu með þetta. Þeir töldu rétt að láta þessi okurmál ganga yfir áður en lögunum yrði breytt. En auðvitað er nauðsynlegt að í gildi séu lagaá- kvæði sem hindri menn í að misnota aðstöðu sína til þess að okra á öðr- nm “ „En ég tek ekki þetta upphlaup forsætisráðherra alvarlega," segir fjámiálaráðherra. „Við vissum það þegar við gengum í þetta stjómar- samstarf að framsóknarmenn myndu hlaupa út undan sér og firra sig ábyrgð þegar þeim hentaði síðustu mánuðina fyrir kosningar. Þetta gerðu þeir í síðustu ríkisstjóm og við vissum það auðvitað.“ -HERB Talning atkvæða um sjómannasamningana fór fram hjá sáttasemjara og myndin er tekin þegar Guðlaugur Þorvaldsson rikissáttasemjari opnaði fyrsta kjörkassann. DV-mynd BG Sjómanna- sambandið samþykkti samningana - en ísfirðingar feildu þá Rétt áður en DV fór í prentun í gær lauk talningu atkvæða um sjómanna- samninga innan Sjómannasambands íslands. Alls greiddu 1179 atkvæði og af þeim sögðu 685 já en 480 sögðu nei. Auðir seðlar vom 11 og ógildir 3. Sjómannafélögin á Vestfjörðum fjalla hvert fyrir sig um samningana, enda em þeirra samningar nokkuð frábmgðnir samningum annarra sjó- manna á landinu. Þegar DV fór i prentun lá fyrir að sjómenn á ísafirði höfðu fellt samningana. Á Bolungar- vík var atkvæðagreiðslu frestað. Á Flateyri vom þeir samþykktir með 11 atkvæðum gegn 10 og hjá Bylgjunni, félagi yfirmanna á Vestfjörðum, vom samningamir samþykktir. Seint í gærkveldi átti talning at- kvæða að hefjast hjá Farmanna- og fiskimannasambandi íslands. -S.dór Veðrið á sunnudag: Kólnar nokkuð Úrkoma verður áfram og heldur kólnar í veðri. Suðvestlæg átt verður á landinu. Úrkoman mun ná austar á landið en í dag. Framan af degi verður allhvass vindur á austanverðu landinu en hægari sunnan- og vestanlands. Frost verður á sunnan- og vestanverðu landinu en um frostmark fyrir austan. Veðrið á mánudag: Úrkoma eykst Allhvöss suðvestanátt verður á öllu landinu. Á Suðvestur- og Suðurlandi verður éljagangur sem nær austur fyrir Vík í Mýrdal. Fyrir norðan og aust- an verður þurrt og sést til sólar. Frost verður á sunnan- og vestanverðu landinu en frostlaust fyrir norðan og austan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.