Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 8
8 v w/- r i .. LAUGARDÁGUR 17. JANÚAR 1987. Ferðamál Leiklistarhátíð í breska þjóðleikhúsinu Sænski leikstjórinn, Ingmar Berg- man, stjómar Hamlet í fyrsta sinn á mikilli leiklistarhátíð sem stendur fyrir dyrum í London. Þar mun bandaríski leikarinn Jason Robards koma fram í fyrsta sinn á leiksviði í London. Hátíðin heitir „Intemational Theatre 87“ og er haldin til þess að minnast þess að nú em tíu ár síðan leikhúsið flutti í húsnæði sitt á Soth Bend. Fjögur erlend leikhús taka þátt í hátíðinni og verða verkin á leikskránni frá því í febrúar þar til í september. Jason Robards leikur í verki Eug- ene O’Neills, Ismaðurinn kemur, sem meðal annarra verka verður ílutt í febrúar. Schaubuhne leikhúsið frá Vestur-Berlín kemur með annað verk eftir O’Neill, Loðna apann, sem er á dagskránni í maí. Konunglega sænska leikhúsið, Dramaten, sýnir Hamlet með Ingmar Bergman við stjómvölinn og einnig Fröken Júlíu en það verk hlaut mikið lof á listahá- tíðinni i Edinborg í fyrra. Svíamir verða á dagskránni í júní. Þetta er í fyrsta sinn sem Ingmar Bergman leikstýrir Hamlet. Japanskt frikhús, Toho leikhúsið í Tókýó,kemur á leiklistarhátíðina með sýningu sína á Macbeth, sem hlaut fádæma góðar viðtökur á Ed- inborgarhátíðinni árið 1985 og Ingmar Bergman, sænski leik- stjórinn góðkunni, ætlar að stjórna á bresku þjóðleikhússviði á þessu ári. Medeu Euripidesar í september. Tvær frumsýningar em á dagskrá breska þjóðleikhússins á þessu ári. Sýnt verður nýtt leikrit eftir Alan Ayckboume, A small family busi- Jason Robards hefur leikið í fjöl- mörgum kvikmyndum og sjón- varpsmyndum og fengið óskars- verðlaun fyrir. Þama er hann með Jane Fonda. ness, og annað eftir Stephen Polia- koff, Coming to land. I því em m.a. leikarar sem þekktir em hér á landi fyrir leik sinn í sjónvarpi, þeir Ant- hony Andrews, Tim Pigott Smith og Tim Pigott-Smith þekkjum við mætavel úr sjónvarpinu og af hvíta tjaldinu. Maggie Smith. Þá verður einnig boðið upp á verk eftir Moliere, Lorca, Pirandello, Gol- doni og Ihsen í breska þjóðleikhús- inu. Maggie Smith í hlutverki Miss Brody með gamla góða Gordon Jackson (Hudson). Allt þetta fólk leikur á sviði breska þjóðleikhússins nú í vetur. SMÁAUGLÝSINGAR DV Ýmsir punktar: MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Hljómleikar, Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, paö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa pau. ER SMÁAUGLÝSINGABLADID Þú hringir... Við birtum... Það ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 iaugardaga, 9.00— 14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 Frjálst, óháð dagblað bjór og skassið hún Kata • íslenskir ferðalangar eru menningarlega sinnaðir og vilja gjarnan sækja leiksýningar, hljómleika og listsýningar þegar þeir heimsækja erlendar stór- borgir. Enda líka sjálfsagt að notfæra sér að sjá heimsfræga listamenn og heyra þegar færi gefst. Annars staðar á þessari síðu er sagt frá hvað er á boðstólum á fjölum breska þjóðleikhússins í vetur. Þá má einnig geta þess að aðdáendur rússneska tónskálds- ins Igor Stravinsky geta heimsótt Stravinsky hátíð sem verður í Barbican Center í London frá 29. janúar til 22. febrúar. Stjórnandinn er Gennadi Rozh- destvensky og verkin sem flutt verða ná yfir árin frá 1910-1945. Ekki verða eingöngu flutt verk eftir Stravinsky heldur einnig eftir önnur tónskáld frá sama tíma. Þama verður hægt að hlusta á stórkostlega tónleika fyrrihluta kvölds og er aðgangur ókeypis. • Það er getið um yfir 5 þúsund bjórkráa í Good Beer Guide fyrir árið 1987, en bók þessi er gefin út í Bretlandi til stuðnings barátt- unni fyrir betri bjór. Þetta er 14. útgáfa bókarinnar. Þama er að finna lýsingu í smáatriðum á öllum tegundum af bjór og öli sem fyrirfinnst á breskum krám. Einnig er greint frá hvers konar þjónustu er að finna á kránum, hvort þar er að finna húsagarð, hvort boðið er upp á mat, hvort þar er aðstaða fyrir böm og fleira í þeim dúr. Þá er einnig sagt frá mörgum bmgghúsum í Bretlandi. Yfir sjö- tíu bjórkrár brugga bjór á staðn- um. • Nýjasti veitingastaðurinn í London er Cafe Maxims sem ný- lega var opnaður. Hann er í sama húsi og Maxims de Paris í Panton Street skammt frá Leicester Squ- are. Veitingastaðurinn er rúmgóð- ur, tekur 120 manns í sæti, og býður upp á franskan matseðil sem samanstendur af ferskum fiski, kjöti, fuglakjöti og óvenju- legum grænmetisréttum. • Bandaríski söngleikurinn Kysstu mig Kata eftir Cole Porter verður settur upp í Stratford- upon-Avon í lok mánaðarins. Það er The Royal Shakespeare Company sem verður með söng- leikinn á fimm vikna dagskrá sinni frá 30. janúar. Leikhópur- inn fer í leikför til Bradford, Glasgow og Southampton áður en sýningar hefjast í Old Vic leik- húsinu í London. Það er ekkert óeðlilegt þótt Shakespeare hópurinn taki Kötu til sýningar því hún er samin eft- ir leikriti Shakespears, Skassið tamið, eða The taming of the screw, sem við höfum séð hér á landi á kvikmyndatjaldinu með þeim Elisabeth Taylor og Richard Burton í aðalhlutverkum. -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.