Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987. Fréttir Tekjur 1987 skattfrjálsar í frumvarpi Þorsteins Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra segir að við gerð frumvarps um staðgreiðslukerfi skatta sé miðað við að tekjur yfirstandandi árs, 1987, verði ekki skattlagðar. Stefiit sé að því að staðgreiðslan hefjist 1. janúar 1988. „Ég geri ráð fyrir að það verði far- ið að kynna þetta efnislega í stjóm- arflokkunum í byrjun næstu viku,“ sagði Þorsteinn í gær. Kvaðst hann búast við að nefnd, sem vinnur að frumvarpinu í fjár- málaráðuneytinu, skilaði tillögum sínum fyrir mánaðamót. Frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi eins fljótt sem kostur væri með það í huga að það yrði að lögum fyrir vorið. Um hugmynd Þorkels Helgasonar prófessors, sem Páll Pétursson, þing- flokksformaður framsóknarmanna, hefur tekið undir, þess efiiis að tekj- ur ársins 1986 verði skattfrjálsar, sagði fjármálaráðherra: „Við höfum skoðað þetta. Ég geri ekki ráð fyrir að það verði ofan á.“ Kvaðst hann ekki óttast þenslu við það að menn fæm að auka við sig vinnu eða að námsmenn tækju sér frí frá námi til að fá skattlausar tekj- ur. „Það er mikil eftirspum eftir fólki á vinnumarkaðinn og ef þetta myndi auðvelda það að fá fólk til vinnu stuðlaði það að þveröfúgum áhrifum. Það væri miklu frekar að þetta hefði áhrif til að draga úr þenslu.“ Þorsteinn kvaðst ekki hafa áhyggjur af misferli við það að tekj- ur ársins 1987 yrðu skattlausar. „Það em auðvitað viss tilvik sem þarf að setja reglur um. Það þarf að koma í veg fyrir óeðlilegar tilfærslur og augljós undanskot -KMU Kvartað yfír afslætti á skilafresti í söngvakeppnina: „Spurning um sönglög en ekki hegningarlög" segir Bjöm Bjömsson hjá Hugmynd Þrír tónlistarmenn kvarta yfir því í bréfi til útvarpsstjóra að vikið hafi verið frá fresti til að skila inn söng- lögum til þátttöku í undanrásum fyrir söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Évr- ópu og segja óeðlilegt að vik'ð sé frá ákvæðum um skilafrest án þess að slík breyting sé auglýst, að því er fram kemur í bréfi þremenninganna til út- varpsstjóra. Tónlistarmennirnir em Gísli Helga- son, Herdís Hallvarðsdóttir og Guðmundur Ámason og segja þau í bréfinu að vegna anna í hljóðverum borgarinnar hafi menn í sumum tilfell- um þurft að senda inn ófullgerðar hljóðritanir en fljótlega eftir áramót hefði síðan kvisast út að enn væri verið að skila inn lögum. Skilafrestur rann út um áramót. í samtali við DV sagði Bjöm Bjöms- son hjá Hugmynd, sem sér um fram- kvæmd keppninnar, fyrir hönd sjónvarpsins að það væri ekki rétt að skilafrestur hefði verið framlengdur. „Það hefur enginn formlegur frestur verið veittur," sagði hann. Hins vegar gat Bjöm þess að vegna hátíðanna og þess að aðeins einn virkur dagur var á milli nýársdags og helgar, og því póstsamgöngur ekki með greiðasta móti, hefði verið ákveðið að bíða með að opna póstinn með lögunum til 10. janúar. Enda hefði aðstandum keppn- innar verið kunnugt um fólk úti á landi og erlendis sem póstlagt hefði keppnislög rétt fyrir áramót. Rétt hefði þótt að bíða eftir þeim pósti. Bjöm sagði að hefði einhver haft lag á því að misnota sér þetta væri það án vitundar Hugmyndar og síðan væri það einnig spuming hvort túlka ætti skilareglumar með þrengsta móti. Hann kvað það álit lögfræðings Ríkis- útvarpsins að ekki væri ástæða til þess, „enda er þetta spuming um sön- glög en ekki hegningarlög," eins og Bjöm komst að orði. -ój Eurovision: Jóhann G. stóivirkur Jóhann G. Jóhannsson óskar Magnúsi Eiríkssyni til hamingju með Gleðiban- kann sem sigraði í söngvakeppni ríkissjónvarpsins í fyrra. í skoðanakönnun DV skömmu fyrir keppnina bar lag Jóhanns, „Ef“, hins vegar sigur úr býtum. Jóhann G. Jóhannsson á tvímæla- laust mestu möguleikana á að sigra í undankeppni Eurovision-söngkeppn- innar sem fram fer hér á landi 9. mars. Af 10 lögum sem valin vom til áfram- haldandi þátttöku af 59 sem bámst í keppnina á Jóhann tvö lög og textann í því þriðja. Hafa höfúndar úrslitalaganna nú fengið í hendur 150 þúsund krónur hver frá ríkissjónvarpinu til frekari útfærslu verka sinna og fullbúa þau fyrir lokakeppnina. Að sögn Hrafns Gunnlaugssonar er markmiðið að helstu höfundareinkenni keppenda fái að njóta sín gagnstætt fyrirkomulag- inu sem gilti á síðasta ári þegar allar útsetningar og flutningur vom í hönd- um sömu manna. Lögin sem komust í úrslit em þessi. Innan sviga em nöfn laganna á ensku: Lífsdansinn (Dance of life) eftir Geir- mund Valtýsson og Hjálmar Jónsson. Ég leyni minni ást (I hide my love) eftir Jóhann G. Jóhannsson. í bhðu og stríðu (Tender is the storm) eftir Jóhann Helgason. •Mín þrá (All I want) eftir Jóhann G. Jóhannsson. Lífið er lag (Life is a melody) eftir Gunnlaug Briem, Friðrik Karlsson og Birgi Bragason. Hægt og hljótt (Nice and easy) eftir Valgeir Guðjónsson. Sofðu vært (Sleep tight) eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hanastél (Cocktail) eftir Gunnar Þórðarson og Ólaf Hauk Símonarson. Gamlar glóðir (Old flame) eftir Þor- geir Daníel Hjaltason og Iðunni Steinsdóttur. Aldrei ég gleymi (I’ll never forget) eft- ir Axel Einarsson og Jóhann G. Jóhannsson. Sigurvegarinn í undankeppninni fer síðan með lag sitt til Brussel þar sem sjálf úrslitakeppnin fer fram 9. maí næstkomandi. -EIR Hlýindin á íslandi: Ósköp venjuleg Vegna hinna miklu hlýinda, sem leikið hafa um okkur íslendinga und- anfarið, hafði DV samband við Magnus Jónsson, veðurfræðing hjá Veðurstofunni, og innti hann álits. Magnús sagði að hlýindin nú væm ekki óvenjuleg. Hins vegar væri held- ur ekki algengt að fá svona hlýindi. En ef þetta stæði eitthvað lengur væri hægt að flokka þetta sem einstakt. Magnús sagði ennfremur að það eina sem þyrfti ef til vill að hafa áhyggjur af væri gróðurinn ef hlýinda- skeiðið stendur lengur. Jóharrn Pálsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur, sagði að gróður væri ekki farinn af stað að ráði. Þó væri eitthvað um að fjölærar plöntur upp við húsveggi væm famar að stinga sér upp úr jörðinni en þær þyldu flestar frost. Sagði Jóhann að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af gróðri enn sem komið væri. -ÓA Starfsemí fíkniefnalogreglunnar 1986: Alls vom 380 aðilar - atvinnulausir stærsti í yfirliti um starfsemi fikniefna- deildar Lögreglunnar í Reykjavík kemur fram að alls vom 380 aðilar kærðir á árinu 1986. Af þeim höfðu 240 komið við sögu deildarinnar áð- ur en 140 vom kærðir í fyrsta sinn. Af þessum aðilum höfðu 35 orðið uppvísir að innflutningi fíkniefna en 57 að dreifingu þeirra. Ef litið er á aldursdreifingu þeirra sem kærðir vom kemur í ljós að þeir vom flestir á aldrinum 21-30 ára eða 213 talsins sem er rúmlega helmingur heildarfjöldans. Fjöldi þeirra sem var undir tvítugu, eða 15-20 ára, var 89 en yfir þrítugu voru 78 kærðir. í yfirlitinu er að finna skiptingu kærðra í starfsstéttir og þar kemur fram að langflestir hinna kærðu vom atvinnulausir, eða 130 talsins, en næstir koma verkamenn, 80 tals- ins, síðan sjómenn, 44 talsins. Fæstir þeirra sem kærðir vom flokkast sem opinberir starfsmenn en þeir reynd- ust 7. í öðrum starfestéttum vom þetta á milli 20 og 30 aðilar, náms- menn, iðnaðarmenn, verslunarmenn eða fólk með eigin rekstur. Aukning amfetamíns mest Fjöldi hinna kærðu 1986 er svipað- ur og árið á undan en þá vom 412 kærðir og skipting kynjanna er einnig svipuð, í fyrra vom þetta 302 karlar og 78 konur en árið 1985 vom þetta 333 karlar og 79 konur. Magn þeirra fikniefna sem lagt var hald á 1986 var hins vegar nokkm meira en árið á undan, sérstaklega hvað amfetamín varðar en það jókst um nærri helming milli þessara tveggja ára, úr 970 grömmum í 1698 grömm í fyrra. Magn þess hass sem lagt var hald kærðir hópurínn, 130 talsins á jókst einnig, úr 8,9 kg árið 1985 í 10,4 kg í fyrra og virðist því aukning- in af amfetamíni vera hrein viðbót við fíkniefnamarkaðinn hérlendis sem veldur lögregluyfirvöldum áhyggjum þar sem amfetamfn telst til svokallaðra „harðra“ fíkniefna Og hefúr mun meiri og verri áhrif á neytandann en hass ef litið er til langtímaneyslu. Hvað varðar fíkniefnin kókaín og LSD var mun minna um þau á mark- aðinum í fyrra en árið á undan samkvæmt yfirlitinu, aðeins var lagt hald á 2 skammta af LSD í fyrra á móti 2223 skömmtum árið 1985 en taka má fram að megnið af því efni kom fram í einu máli. Hvað kókaí- nið varðar var lagt hald á tæp 8 grömm í fyrra á móti rúmum 24 grömmum árið 1985. Yfirlitið var unnið af Þórði Þórð- arsyni, deildarlögfræðingi hjá Reykjavíkurlögreglunni. Aðspurður hvað hann ómögulegt að áætla hversu stór fíkniefnamarkaðurinn hérlendis væri með því að leggja framangreindar tölur til grundvall- ar. Þegar reynt er að áætla umfang fíkniefnamarkaðar erlendis út frá tölum um fíkniefnamagn sem lagt er hald á er yfírleitt stuðst við þá þumalfingursreglu að 5-10% af efn- um í umferð náist. Ef miðað er við hærri töluna kemur fram að neysla á hassi í fyrra hefúr numið um 100 kg og neysla á amfetamíni hefúr numið tæpum 17 kg. Þessar tölur verður þó að taka með þeim fyrir- vara að markaðunnn hér er mun minni en erlendis og því vart rétt að miða við sömu reglur hér og gilda þar. -FRI Ami og Utvegsbankinn: Afsökunarbeiðni dregst a Vilhjálmur Bjamason, útibús- stjóri Útvegsbankans í Vestmanna- eyjum, hefúr enn ekki beðið Áma Johnsen afsökunar á ummælum er birtust í Bæjartíðindum skömmu eft- ir áramót. Þar sagði Vilhjálmur: „Ég hef aldrei legið á þeirri skoðun minni að Ámi Johnsen sé óhæfúr þingmað- ur.. Ámi Johnsen kvartoði við banka- stjóm og bankaráð Útvegsbankans og í samtoli við DV á fimmtudaginn sagði Ámi: „Mér er kunnugt um að bankaráð Útvegsbankans hefúr langinn krafist þess af Vilhjálmi að hann biðjist afeökunar á ummælum sín- um.. .veit ég til þess að Vilhjálmi verður afhent viðvörunarhréf...“ Enn hefúr Vilhjálmur ekki fengið neitt bréf og í samtoli við DV í gær var hann ekki á þeim buxunum ací biðja Áma afeökunar. „Þetto er mnanhússmál og við lítum svo á að þvi sé lokið,“ sagði Láms Jónsson, bankastjóri Útvegsbank- ans. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.