Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987. 19 Texti og myndir: Jón G. Hauksson, DV, Akureyri Sturla Kristjánsson - „Mér leiddist alltaf í skóla sem krakki.“ skólalaganna væru þá jafnframt gerð óvirk þannig að grunnskóla- lögin segðu einungis til um vægi þáttanna en ekki magn.“ - Hefur þessu verið neitað? „Ýmist neitað eða ekki svarað.“ - Sverrir segir að þú hafir fleiri stöðugildi á fræðsluskrifstofunni en heimilt sé. Er það rétt? „Fræðsluráðið ræður starfsfólk skrifstofunnar og fjöldi stöðu- gilda er í fullu samræmi við lög og reglur og umfang verkefna. Okkur er ekki kappsmál að hlaða upp fólki, okkar markmið er að sinna þeirri þjónustu sem lög og reglur kveða á um.“ Leik ekki keisara - Hefur þú átt í samskiptaerfið- leikum við Sverri eða aðra í menntamálaráðuneytinu? „Nei, alls ekki.“ - En lætur þú illa að stjórn? „Það er nú erfitt fyrir mig að svara þessari spurningu. Þú verð- ur, held ég, frekar að spyrja aðra. En ég tel mig þó standa við það að vinna af heiðarleik og festu. Ég vil ekki taka lögin í mínar hendur og leika einhvern keis- ara.“ - En ertu frekur? „Nei, ég er hugsjónamaður. Ég vil leiðbeina, ekki valdbeita." - Þú ert þess „heiðurs" aðnjót- andi að tveir menntamálaráð- herrar hafa rekið þig, fyrst Ingvar Gíslason, þegar þú varst í leyfi sem fræðslustjóri 1983 og kenndir við Þelamerkurskóla, og svo Sverrir síðastliðinn þriðjudag. Fólk spyr sig sjálfsagt út á hvað þetta Þelamerkurævintýri hafi gengið? „Það var innansveitarkróníka sem gekk ekki út á neitt. Mála- lyktir og málsmeðferð var hrein skelfing. Við i fjölskyldunni erum raunar þakklát fyrir að hafa lifað það af og teljum okkur nú eiga töluvert inni hjá þeim er þar réðu ferðinni." - Ertu ennþá í Sjálfstæðis- flokknum? „Já.“ - Þú ert ekkert á leiðinni út úr honum? „Ég á enga samleið með mönn- um sem beita eða líða valdníðslu. Ég er frjálslyndur „húmanisti“.“ - Ætlarðu að stefna Sverri vegna brottrekstursins? „Ég ætla að Ieita réttar míns. Ég hef ráðið mér lögfræðing sem mun sjá um framhaldið.“ Samtökin um jafnrétti - Þú hefur starfað lítillega í Samtökunum um jafnrétti á milli landshluta. Ertu harður byggða- maður sem vill fullkomið jafn- rétti á milli landshluta eins og til dæmis á milli Norðurlands eystra og Reykjavíkur? „Ég vil fyrst og fremst að sömu lög séu virt alls staðar á landinu. Ef ekki koma til undanþágur frá lögum hlýtur að vera eðlilegt að þau séu virt.“ - Telur þú að Sjálfstæðisftokk- urinn eigi eftir að tapa fylgi í kosningunum í vor vegna þess að Sverrir rak þig? „Mér heyrist það á mönnum. En þetta mál er ekki flokkspóli- tískt og ég vona að stjórnmála- menn leggist ekki svo lágt að reyna að nýta sér það þannig." - Ert þú tilbúinn að setjast aft- ur í fræðslustjórastólinn á meðan Sverrir Hermannsson er mennta- málaráðherra? „Ég hef alls ekkert ofnæmi fyr- ir Sverri Hermannssyni og ég ur tilbúinn að setjast aftur í stólinn hvenær sem er. Starf mitt þarna hefur verið mitt líf.“ - Hvað þá um áhugamál og tómstundagaman hjá þér? „Skólastarfið er mitt líf en ekki hrauðstrit. Ég þarf engin önnur áhugamál. Það er það fjölbreytt og gefandi að ég þarf ekki afþrey- ingu annars staðar. Ég þarf ekki að leita lífsfyllingar í tómstund- um.“ - Sturla, ég spurði þig í upp- hafi hvernig þú hefðir tekið uppsögninni. En hvernig hefur hún komið við konuna þína og syni? „Það er mjög erfitt að lýsa því. Auðvitað slær þetta alla út af laginu og brýtur alla niður. Það hlýtur að gera það. Hvemig á til dæmis að útskýra það fyrir 6 ára barni hvers vegna föður þess sé vikið úr starfi?“ - Svona að lokum, Sturla. Þú sagðir áðan að þú hefðir tölu- verða seltu í blóðinu og sem drengur ætlaðir þú að verða sjó- maður. Hefði ekki verið betra eftir allt umstangið síðustu daga að fara bara á sjóinn í gamla daga og verða skipstjóri? „Ekki held ég það, enda er auð- vitað orðið of seint að hugsa um það. Ég dái haustið og hef reynd- ar lengi sagt það að ég vonaðist til að eiga milt ævikvöld einhvers staðar við friðsælan vog og gutla á trillu." „Skólastarfið er mitt líf en ekki u

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.