Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987. 9 Ferðamál Makalausar verðlaunaveitingar: Að yfírgefa elskhuga og flugvélar Verðlaunin fyrir verstu tilkynning- una í flugi fara án efa til breska flugfélagsins Britannia en um borð í vél þess félags á leiðinni frá Zurich til London var af vangá látin segulbands- upptaka með neyðarlendingu í segul- bandstækið þegar tilkynna átti um sölu á áfengi og tóbaki! I breska tímaritinu Business Tra- veller er sagt frá ýmsum makalausum verðlaunaveitingum til þeirra sem að ferðamálum starfa úti í hinum stóra heimi. Við skulum líta á nokkur dæmi. Neyðarviðvörun Það eru talin ein mestu mistökin í ruglingi á tilkynningum er segul- bandsspóla með leiðbeiningum um hvemig ætti að yfirgefa flugvélina á neyðarstundu „um leið og hún lenti í sjónum" var sett í hátalarakerfi flug- vélarinnar og var búið að glymja yfir farþegunum í tvær mínútur áður en áhöfhin tók eftir þessu og flugstjórinn rauk til og stöðvaði útsendinguna. Farþegamir vom skelfingu lostnir í sætum sínum er flugstjórinn bað þá innilega afsökunar og sagði að þama væri um mistök að ræða. Þeir ætluðu að auglýsa útsölu á áfengi og tóbaki. Farþegunum létti við þessar upplýs- ingar. Þeir höfðu ekki einu sinni tekið eftir að flugvélin var ekki einu sinni nálægt sjó. Öryggisæfingar fyrir daufum eyrum Ónefnd bandarísk flugfreyja er talin eiga áhrifamestu öryggisæftngamar um borð í flugvél en flugþjónustufólk er orðið dauðleitt á að vera með örygg- isæfingar í sérhveiju flugi fyrir algjör- lega daufiim eyrum farþeganna. Þessi bandaríska flugfreyja náði svo sannarlega eyrum farþeganna er hún sagði: „Herrar mínir og frúr. Eins og segir í dægurlaginu þá em að minnsta kosti fimmtíu leiðir til þess að yfirgefa ást- vin sinn en ég get trúað ykkur fyrir því að það em aðeins sex útgönguleið- ir úr þessari flugvél svo þið skulið taka vel eftir!“ Vildarkjör á lúxushóteli Lúxushótel Dorchester í London býður nú í fyrsta skipti í sögunni upp á vetrarfrí á sérstökum kjörum. Ekki er víst að öllum finnist þetta vildar- kjör en fyrir 220 sterlingspund, eða fyrir 12.980 kr. ísl„ er boðið upp á gist- ingu fyrir tvo, flösku af kampavíni við komu, kvöldverð, sem búinn er til af Anton Mosimann yfirmatreiðslu- manni, og enskan morgunverð. Irrnifa- ■ lið er þjónustugjald. Þessi vildarkjör gilda til marsloka. Þeim sem ekki þekkja til þessa hót- els má taka fram til glöggvunar að þar gista stórstjömumar gjaman þegar þær em á ferð í London. Þannig væri hægt að rekast t.d. á Elísabetu Taylor í anddyrinu eða einhvem annan álíka nafritogaðan. -A.BJ. Ekki er allt sem sýnist I fluginu og ýmislegt skemmtilegt getur komið upp. Yfirvegaðasti farþeginn Yfirvegaðasti flugfarþegi ársins er eflaust farþegi sem ferðaðist með írska flugfélaginu Air Lingus í maí sl. Flug- vélin lenti í hávaðaroki nokkra km fyrir utan flugbrautina eftir að hafa sleikt húsþökin í nágrenninu og rifið niður háspennulínur og tré. Ekki týndu farþegamir lífinu í þetta sinn en þrjátíu og sex slösuðust. Þá sagði þessi yfirvegaði farþegi um leið og hann komst út úr flakinu: Þetta var mjög erfið flugferð! Þetta var þó ekki nærri því eins erf- ið ferð og sú sem júgóslavneska flugfreyjan, Vesna Vulovic, lenti í í maímánuði. Fyrir þá fékk hún verð- laun fyrir að hafa það af í lengsta fallhlífarstökkinu, sem reyndist 33 þúsund fet eða nærri þúsund metrar. Nafh Vesnu er að finna í Heims- metabók Guinness. Árið 1972 var hún eina manneskjan sem lifði af er júgó- slavnesk DC-9 vél sprakk í loft upp á flugi og aðrir, sem vom með vélinni, fórust, tuttugu og sex talsins. Það þótti með ólíkindum að hún skyldi finnast á lífi í braki vélarinnar. -A.BJ. BRAUTARHOLTI33 - SIMI695660. Honda Prelude EX árg. 1983, ekinn 35.000 km, sjálfsklptur, sóllúga, vetrar- dekk, sumardekk, útvarp og segul- band. Verð 530.000,- VW Jetta GL árg. 1986, eklnn 9.1 vökvastýrl, 5 gira, vetrar- og i dekk. Verð 550.000,- MMC Lancer GLX árg. 1985, ekinn 20.000 km, sumar- og vetrardekk, út- varp oa seaulband. Verð kr. 380.000,- Honda Chuttle Wagon árg. 1984, ekinn 30.000 km. Verð 420.000,- Ford Escort XR 3i árg. 1985, eklnn 13.000 km. Verð kr. 520.000,- BMW 315 árg. 1982, ekinn 65.000 km, útvarp og segulband, fallegur bill. Verð 320.000,- GOH URVAL NYLEGRA BILA A STAÐNUM, TÖLVUVÆDD ÞJÓNUSTA. OPIÐ: Mánud.-föstud. kl. 9.00-18.30. Laugard. kl. 10.00-17.00. SJÓNVARPIÐ _ingar Rokkar auglýsir eftir hugmyndaríku, hressu og dugmiklu fólki til umsjónar í unglingaþáttunum Rokkarnir geta ekki þagnað og Unglingarnir í frumskóginum. Umsækjendur þurfa að geta starfað sjálfstætt og með öðrum að þáttagerð og hafið starfið nú þegar. Hafir þú áhuga þá liggja umsóknareyðublöð frammi í símaafgreiðslu sjónvarpsins Laugavegi 176. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 23. janúar næstkomandi. SJONVARPIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.