Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 18
Ragnar Arnalds réð hann, Sverrir Hermannsson rak hann. Við erum að sjálfsögðu að tala um Sturlu Kristjánsson, fyrrum fræðslustjóra í Norðurlandsum- dæmi eystra. Sturla er sjálfstæð- ismaður, flokksbundinn, fæddur 12. mars 1943 og því 43 ára. Hann er Dalvíkingur. Faðir hans var skipstjóri. Sjálfur segist hann vera með „töluverða seltu i blóð- inu“. Og viti menn: „Mér leiddist alltaf í skóla sem krakki," segir Sturla. Af sem áður var því svo er að heyra á Sverri að hann hafi rekið Sturlu vegna þess að hann var „of duglegur" að fram- kvæma grunnskólalögin. „Mér var brugðið en missti hvorki rödd né mátt,“ segir Sturla um það þegar Knútur Hallsson í menntamálaráðuneyt- - inu hringdi í hann að morgni þess 13. janúar síðastliðinn, á þriðjudaginn, og sagði honum að uppsagnarbréfið væri á leiðinni norður síðar um daginn. Sigurður Helgason, deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu, kom með það á fljúgandi ferð með þrjúvélinni. Sturla átti að hætta strax. - En hvemig líður þér núna, á fimmtudagssíðdegi, tveimur sól- arhringum síðar, og allir frétta- tímar og fréttablöð verið yfirfull af brottvikningu þinni? „Mér líður ekki illa enda hef ég kannski ekki ástæðu til þess. Þessir dagar eru fullir af sterkum andstæðum. Ég upplifi lítilsvirð- ingu gagnvart mér og lögum og reglum, en á hinn bóginn er ég umvafinn sterkri samstöðu kær- leika og hlýju. Og fyrir það viljum við hjónin þakka. Stuðningurinn heldur okkur uppi. En hvort við verðum enn uppistandandi þegar •tta birtist veit ég ekki“ uf. 'o'isi í skóla Scurla er fæddur 12. mars, „eins og Þórbergur," skýtur Sturla inn í - á auðvitað við Þórðarson. Eftir 17 ára aldurinn var hann lítið heima á Dalvík. - Sturla, datt þér aldrei í hug að verða sjómaður eftir 9 sumur á síldveiðum? ,, Jú, það kom aldrei neitt annað til greina en að verða skipstjóri. Þegar ég var 10 ára gamall vildi ég ekki fara í sveit eins og aðrir krakkar. Þess í stað fékk ég að fara með pabba á síidveiðar." Meira um Dalvíkurárin: „Sem krakka leiddist mér alltaf í skóla," segir Sturla. „Ég var oft á trillum á vorin og gleymdi þá stundum að fara í prófin. Eitt sinn man ég að ég var að hjóla með veiðistöng fram að Svarfaðardalsá. Á leiðinni hjól- aði ég fram á bekkjarsystkini mín. Þau spurðu mig hvort ég ætlaði eiginlega að hafa veiði- stöng með mér í prófið.“ Það er nánast tilviljun að sjó- maðurinn Sturla Kristjánsson fór í kennaranám. Hann var þá 17 ára og veiktist um borð í bát eft- ir vikutúr á netum Hann harkaði af sér úti á sjó en þegar komið var í land lenti hann hjá lækni. Sá hélt að 17 ára pilturinn væri með lömunarveiki. Táningurinn var snarlega lagð- ur inn á sjúkrahús. „Úrþví að égvarkominn íland og óvinnufær, hugsaði ég með mér að ég gæti eins farið í skóla. Ég dreif mig í landsprófsbekkinn og haustið eftir fór ég í Mennta- skólann á Akureyri. Ég játa að þá þegar hafði ég innst inni nokk- urn áhuga á kennaranum. Það varð því úr að um jólin í 4. bekk hætti ég í MA og fór strax suður í kennaraskólann. Ég henti töskunum upp á flutningabíl og á leiðinni fór bílstjórinn, Óskar Jónsson á Dalvík, að spyrja mig hvar ég ætlaði að búa í Reykja- vík. Ekki var það komið á hreint „Ég er hugsjónamað- ur. Ég vil leiðbeina, ekki valdbeita.“ svo Óskar bauð mér að búa í sínu herbergi fyrir sunnan fyrsta vet- urinn. Ég þáði það.“ Kennari á Núpi Það var vorið 1965 sem Sturla útskrifaðist sem kennari. Hann hóf kennslu á Núpi í Dýrafirði. Þar voru unglingar samfellt allan veturinn. Þeir fóru ekki heim um líelgar, voru allan tímann í heimavistinni. Það var einmitt á Núpi sem áhuginn vaknaði hjá Sturlu á uppeldismálum og sálar- fræði. Hann vildi vita meira um manneskjuna sjálfa. Hugurinn stefndi út fyrir landsteinana. Það varð þó ekki úr, ekki al veg strax. „Ég réð mig haustið 1969 að Húnavallaskóla sem skólastjóri. Um áramótin 1970 færir Pálmi Jónsson á Akri mér frumvarp um grunnskóla sem þá var verið að leggja fram í þinginu. Þar með má segja að örlög mín væru ráð- in. I frumvarpinu var ýmislegt mér mjög að skapi eins og ákvæði um fræðsluskrifstofur og hagnýtingu sálfræðilegrar og uppeldisfræði- legrar þekkingar í skólastarfi. Ég tók þegar ávörðun um að fara í framhaldsnám og kynnti stjórn skólans ákvörðun mína um að ég ætlaði að gegna starfi skólastjór- ans aðeins til vorsins." Um haustið 1971 fór Sturla út til Danmerkur, til borgarinnar Árósa. Þar var hann í eitt ár á námskeiðum í sálar- og uppeldis- fræðum. Síðan lá leiðin til Kaupmannahafnar þar sem hann lauk kandidatsprófi frá Kennara- háskólanum í Kaupmannahöfn í uppeldis- og sálarfræði. Lokarit- gerðin var um íslenska skólakerf- ið alveg frá 1790. Hann fór jafnframt rækilega ofan í grunn- skólalögin í ritgerð sinni. Sturla þekkirþví vel til íslenskra skóla- mála og grunskólalaganna. Hann er jafnframt með próf í sálarfræði. Það var umjólin 1976 sem hann kom heim til Islands. Hann byrj- aði sem forstöðumaður í ráðgjaf- ar- og sálfræðiþjónustu beggja Norðurlandsumdæmanna. „Ég vann með fræðslustjórun- um Sveini Kjartanssyni og V algarði heitnum Haraldssyni en hann var fræðslustjóri í Norður- landsumdæmi eystra. Valgarður varð bráðkvaddur um jólin 1977 og það varð úr að ég tók við embætti fræðslustjórans 1978. Vilhjálmur frá Brekku setti mig en Ragnar Arnalds skipaði mig í embættið 1979.“ Framkvæmd laganna - Hefur þú, Sturla, sem fræðslu- stjóri gert of miklar kröfur um að grunnskólalögin komi til fullra framkvæmda eins og flestir segja að hafi verið stefna þín? „ Já, ég hef gert kröfur um það. Kannski eru það mín mistök.“ - Hvað áttu við með því? „Ég hef beitt mér mjög fyrir sérkennslunni. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma mönnum á óvart." - Telur þú þig hafa náð árangri í starfi fræðslustjóra í Norður- landsumdæmi eystra? „Það er engin spurning, ég held að þessir dagar undanfarið, sá stuðningur sem mér hafur verið sýndur, segi mest til um það.“ - Á hvaða sviði telur þú þig hafa náð mestum árangri í starfi? „Það er augljóst að fræðsluum- dæmið Norðurland eystra er orðið í stakk búið að sinna skyld- um sínum samkvæmt lögum. Það er mikilsverður árangur að mínu mati.“ - Það hefur mikið verið rætt um að undanfömu að mikill mun- ur sé á Reykjavík og Norðurlandi eystra hvað varðar þjónustu við alla nemendur, eins og sér- kennslu. Er það þá ekki rangt? „Nei, ég tel að það sé mikill munur ennþá, Reykjavík í hag. Reykjavík fær hlutfallslega mun meira til þessara mála. Yfir á fjárlögum Þegar grunnskólalögin voru samþykkt var sálfræðiþjónusta grunnskóla eingöngu í Reykjavík og á Reykjanesi. En það er sama, grunnskólalögin kveða á um sömu þjónustu í öllum fræðslu- umdæmum. Það er lögð rík áhersla á það. í dag eiga öll börn sem víkja frá eðlilegum þroskaferli rétt á sér- kennslu. En til þess þarf úrskurð sérfræðinga (sálfræðinga). Efþeir eru hins vegar ekki til úti í um- dæmunum er ekki möguleiki á að greina og undirbúa fram- kvæmdþessararþjónustu. Það er því deginum ljósara að á með- an ráðgjafarþjónusta er ekki svipuð í öllum fræðsluumdæmum landsins er ekki möguleiki á sömu sérkennsluþjónustu um allt land. Fræðsluskrifstofan okkará Norðurlandi eystra er nokkurn veginn núna í þeim sniðum að við eigum að geta innt af hendi þá þjónustu sem ætlast er til sam- kvæmt lögunum." - Svo við víkjum að öðru. Er það rétt sem Sverrir Hermanns- son segir að þið hafið farið oft yfir á fjárlögum í umdæminu og að það sé nánast einkennandi fyrir þetta eina fræðsluumdæmi? „Hér á Norðurlandi eystra hef- ur gengið betur að byggja upp sérfræðiþjónustu við fræðslu- skrifstofuna en víðast annars staðar. Sálfræðingar okkar og sérkennarar hafa skilað frábæru starfi við að finna og greina þá nemendur sem eru á eftir og eiga rétt á að fá sömu þjónustu og aðrir samkvæmt lögum. Það hafa verið greindir fleiri nemendur héi í umdæminu en áður. Við getum sagt að sem betur fer hefur verið náð til þeirra til þess að geta hjálpað þeim. Greiningin og þjónustan er unnin samkvæmt grunnskólalögunum en fjárveit- ingar hafa ekki alltaf að sama skapi verið í takt við þjónustuna sem þarf að inna af hendi. Það hefur þurft fjármálalega viður- kenningu eftir á. Slíkt er fremur regla en undantekning þegar ver- ið er að vinna nýjum þjónustu- þætti viðurkenningar." - En átt þú ekki frekar að taka þá upphæð á fjárlögum sem þú hefur til ráðstöfúnar og miða sér- kennsluna og aðra þjónustu skólanna við hana í stað þess að fara magnlega séð strangt eftir grunnskólalögunum? „Ég hef mælt með því að fá umdæmið á kvóta þannig að við fengjum ákveðna upphæð úr að spila og magnákvæði grunn- „Ég vil fyrst og fremst að sömu lög séu virt alls staðar á landinu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.