Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987.
13
Leiðinliggurtilokkar
í verslunarmiðstoo
vesturbæjar
Matvörumarkaéur
húsgagnadeild l. og
JSSSÍÍiSk
OPIÐ TIL KL. 4 í D AG
jia
VISA
KORT
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121
/A A A A A A <
f r~ C3 C Cj 3 U 0Ut __
, c_ ~ c lj 0 uuaj'j^Tf
í _ _ _ g
UHUUUUUUIiI
The Smithereens. í óperunni 3. febrúar.
Records. Viku eftir að ég sendi
spóluna hringdu þeir í okkur.
Þeir sögðust hafa hlustað á hana
stanslaust í fjörutíu og átta
klukkustundir og væru yfir sig
hrifhir.“
Engima bauð hljómsveitinni
samning sem hún þáði vitaskuld
með þökkum. Afraksturinn varð
LP platan Especially for you.
Upptökum á plötunni stjómaði
Don Dixon, sem getið hefur sér
gott orð fyrir samstarf sitt við
aðra bandaríska hljómsveit,
REM. Loks voru Smithereens
allir vegir færir.
Smithereens eru undir
sterkum áhrifum frá
hljómsveitum sjötta
áratugarins. ótal
áhrifavaldar hafa verið
tíndir til, Bítlamir, Beach Boys,
Byrds, Eric Burdon & The Ani-
mals, jafnvel Clash og Elvis
Costello! Sitt heyrist hverjum.
Hvað sem því líður þá er auð-
heyrt á Especially for you að
Bítlatónlistin er hljómsveitar-
meðlimum mjög að skapi.
Söngvarinn Pat DiNizio man til
dæmi greinilega hvenær hann
heyrði fyrst I want to hold your
hand.
„Ég var inni á baði og heyrði
það í ferðaútvarpinu sem ég tók
alltaf með mér á klósettið."
Hljómsveitarmeðlimimir allir
neita aftur á móti að þeir séu að
nokkru leyti að líkja eftir Bítlun-
um. „Sándið er allt öðruvísi,“
segja þeir. „Það er aðeins upp-
bygging laganna sem er keim-
lík.“
Það eru ekki bara
Bítlaáhrif í tónlist
Smithereens. „Ég er
undir áhrifum frá
mörgum," viðurkenn-
ir lagasmiðurinn og textahöf-
Sorphreinsunarmaður-
inn sem varð popp-
stjama. Ameríski
draumurinn varð að
veruleika hjá Pat
DiNizo, forsprakka The Smit-
hereens. Hljómsveitin hefur
slegið í gegn í Bandaríkjunum
og víðar með fyrstu plötu sinni,
Especially for you.
Smithereens þykja vera undir
sterkum áhrifum frá tónlist
Bítlatímabilsins. Það hefur síður
en svo skemmt fyrir þeim, þó svo
að áhrif úr öðmm áttum séu
einnig vel merkjanleg.
Landinn mun brátt kynnast
þessum frísklegu piltum í eigin
persónu. Smithereens eru á leið
til íslands. Hljómsveitin er á
ferðalagi um Evrópu og kemur
hér við í byrjun febrúar. Tónleik-
ar hafa verið ákveðnir í íslensku
ópemnni þann þriðja.
Smithereens koma frá
New York. Myndin The
Buddy Holly story
markaði upphaf hljóm-
sveitarinnar. Eftir að
Pat DiNizio hafði séð þá mynd
var hann ekki í minnsta vafa um
hvað hann vildi gera. Hann gerð-
ist fráhverfur sorphreinsuninni
og fór að semja eigin lög. Síðan
setti hann smáauglýsingu í blað
nokkurt og hafði þannig uppi á
tromaranum Dennis Diken.
Hann tók með sér tvo vini sína,
Jim Bajak gítarleikara og Mike
Mearos bassaleikara. Smithere-
ens voru staðreynd. Þetta var
árið 1980.
Framabrautin var hins vegar
þymum stráð, eins og vera ber í
faginu. Smithereens var óspart
neitað af hljómplötufyrirtækjum
áður en Litle Ricky Records út-
gáfan bauð þeim samning. 1982
kom út nokkurra laga plata, Be-
auty and Sadness. Hún fékk
góðar viðtökur. En útgáfufyrir-
tækið reyndist ekki hafa bol-
magn til að pressa nægilega
mikið af plötunni til að anna eft-
irspum.
Þar með var sá draumur búinn.
rið eftir hófu Smit-
A hereens að leika
/ % undir hjá söngvaran-
/ % um og lagasmiðnum
JL -Sl Otis Blackwell. Sá er
af rokkkynslóð Elvis Presley og
Jerry Lee Lewis. Hann samdi
meðal annars Love me tender
fyrir þann fyrmefnda.
Sú samvinna stóð í um það bil
ár. Smithereens segjast hafa lært
mikið af Otis í tónlistinni. Sá
gamli kann enda ýmsilegt fyrir
sér í rokkinu þó hann hafi aldrei
öðlast viðlíka frægð og Elvis eða
Lewis.
Eftir samstarfið við Ot-
is Blackwell komust
Smithereens á annan
útgáfusamning, að
þessu sinni hjá traust-
ara fyrirtæki en Litle Ricky
Records. „Við höfðum sent
„demo upptökur" til allra stóm
fyrirtækjanna en allstaðar feng-
ið afsvör," segir Pat DiNizio. „Eg
ákvað í örvæntingu að reyna eitt
fyrirtæki til viðbótar, Engima
Rokkspildan
undurinn Pat DiNizio. „En ekki
endilega frá tónlistarmönnum.
Ég fékk til dæmis hugmyndina
að laginu In a Lonely Place úr
bíómynd sem Nicholas Ray gerði
1950 með Humprey Bogart og
Gloriu Grahme í aðalhlutverk-
um. I rauninni lít ég ekki upp til
nokkurs lagasmiðs.“
Lagið In a Lonely place sker
sig nokkuð úr miðað við annað
efni á frumrauninni Especally for
you. Það er undir sterkum soul
áhrifum og DiNizio syngur þar
dúett ásamt söngkonunni Su-
sanne Vega. Þau þekkjast frá
gamalli tíð.
„Við unnum saman hjá tölvu-
fyrirtæki um nokkurt skeið. Hún
var skrifstofustjóri og ég var að-
stoðarmaðurinn hennar. Ég
vélritaði bréfin fyrir hana. Hún
rak mig...“ segir DiNizio án
nokkurra sárinda, eftir á.
Af fleiri lögum á
Especially for you,
sem ekki geta talist
undir beinum Bítla-
áhrifum, má nefna
Blood and Roses. Þetta er hrátt
lag, kröftugt, og sver sig helst í
ætt við það sem kollegar Smit-
hereens í REM hafa verið hvað
þekktastir fyrir. Það er slíkur
fjölbreytileiki sem einmitt hefur
vakið athygli á hljómsveitinni.
Það eru ekki margar hljómsveit-
ir sem hægt er að segja að séu
undir áhrifum frá hátt á annan
tug tónlistarmanna.
Smithereens hafa þannig feng-
ið að láni brot af því besta hjá
hinum og þessum kollegum sín-
um. Þegar öll áhrifin mætast
verður til tónlist sem svo sannar-
lega getur kallast þeirra eigin.
Smithereens taka vel-
gengninni með nokk-
urri varúð. „Ég hef
dálítið blandnar tilfinn-
ingar gagnvart þessu
öllu,“ segir DiNizio. „Við höfum
vitaskuld alltaf haft trú á sjálfum
okkur ella hefðum við ekki hald-
ið áfram í sjö ár. Eftir áralangt
basl er bara svo skrýtið þegar
okkur er skyndilega allstaðar
hrósað og lögin okkar spiluð í
útvarpinu. Auðvitað erum við
ángæðir en við tökum þessu með
fyrirvara."
Eftir árangurslausar
tilraunir til að fá stór-
sveitina Smiths
hingað til lands, eru
Smithereens kærkom-
in sárabót. Þeir virðast til alls
líklegir þó tónlistarlega standist
þeir Smiths vart snúning. Engu
að síður er hér á ferðinni hljóm-
sveit sem vert er að leggja eyrun
eftir.
„Okkur líður betur núna en
nokkru sinni," segir höfuðpaur-
inn Pat DiNizio, kominn úr
öskunni og á leið á toppinn. „Við
erum síður en svo útbrunnir. Við
gætum haldið áfram endalaust.“
Samantekt
Þorsteinn J. Vilhjálmsson.
B rot af því besta