Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987. 15 Hann er að deyja Ungur maður í nauðum á Lækjartorgi enda greinilega alvara á ferðum; vinurinn á stéttinni ekki mönnum sinnandi og ekkert annað að gera en kalla á sjúkrabíl. Það kom þó upp úr dúmum að enginn mundi í hvaða númer átti að hringja þar til flett var upp í símaskrá. Á meðan töldu ýmsir ráðlegast að troða vasaklút upp í sjúklinginn svo hann biti ekki úr sér tunguna. Það var eiginlega þá sem sjúkl- ingnum hætti að lítast á blikuna. Hann var ekki eins illa staddur og ssklausum vegfarendum virtist. Sumir áttu erfitt með að trúa að þetta hefði allt verið leikur. Það bjargaði þó leiknum að menn hurfu frá þessu ráði og tóku að drösla honum inn í strætisvagna- biðstöðina meðan beðið var eftir aðstoð. Vinurinn tók nú mjög að hress- ast, enda ráðlegast að vera ferða- fær áður en sjúkrabíllinn kæmi á staðinn. Gömul kona benti honum á að hann ætti eftirleiðis að hafa á sér spjald með leiðbeiningum fyr- ir þá sem þyrftu að sinna honum. Stöðumælavörður bauðst til að koma sjúklingnum í samband við andalækni svo að hann þyrfti ekki að þjást meir. En þjáningunum lauk þegar sjúklingurinn lagði spilin á borðið og viðurkenndi að hafa að undir- lagi DV verið að leika á samborg- ara sína. -GK Sjúkraflutninga- námskeið Borgarspítalinn og Rauði kross íslands efna til sjúkraflutninganám- skeiðs dagana 30. mars - 10. apríl nk. Kennsla fer fram að mestu í Borgarspítalanum frá kl. 8-17 daglega en eftir það gefst þátttakendum kostur á veru á sjúkra- og slysavakt Borgarspitalans og Slökkvistöðvar Reykjavíkur. Innritun og nánari upplýsingar á skrifstofu RKÍ, Rauðarárstíg 21, R., s. 91-26722 (Ásgerður). Umsóknarfrestur er til 10. mars nk. Peugeot 505. Flaggskipið frá Peugeot Peugeot 505 hefur sannað ágœti sitt með margra ára reynslu við íslenskar aðstœður. Peugeot 505 er rúmgóður, þœgilegur, traustur og sparneytinn bíll. Peugeot 505 er fáanlegur bœði sem fjögurra dyra fólksbíll og skutbíll með sœtum fyrir allt að átta. Peugeot505 er kraftmikill bíll með fjóðrun í sérflokki og splittað drif að aftan o.fl. o.fl. Verð frá kr.: 580.200.- Peugeot 205 GTI Bíllinn sem sigraði Evrópu nú loks fáanlegur á íslandi. Peugeot 205 GTI, fremstur á meðal jafningja, hefur vegna frábœrra aksturseiginleika verið valinn „Sportlegi bíll ársins' af flestum virtustu bílablöðum Evrópu. Peugeot 205 GTI er fáanlegur með 115 hestafla vél með viðbragð 8,6 sek. f 100 km hraða og 130 hestana vél með viðbragð 8,1 sek. f 100 km hraða. Þegar sest er undir stýri er orðið „stjómklefi' efst í huga ökumannsins. Sœtið gefur réttan stuðning og öllum mœlum og stjómtœkjum komið svo fyrir að ökumaður hafi góða yfirsýn og greiðan aðgang. Innifalið í verði; Álfelgur, litað gier, þokuljós að framan, snúningshraðamœlir, olíuþrýstimœlir, digitalklukka o.fl. Verð frá kr.: 592.100,- JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 • Sími 42600 Opið laugardag, 17/1, kl. 13-17. Opið sunnudag, 18/1, kl. 13-17. ÞÓRHILDUR/SÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.