Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987.
11
Þingmaður þjoðarinnar
Ræðumaðurinn þurfti að slá lengi
og oft í glasið áður en kliðurinn
þagnaði. Hann stóð þama á miðju
gólfi, dálítið slompaður og þreytu-
legur í útliti enda hafði þing verið
kallað saman í skyndi nærri viku
áður en jólafríinu lauk og þar að
auki hafði hann staðið í stífum
ferðalögum í kjördæminu. Það er
ekki öllum gefið að leggja svona
nótt við dag og fá ekki einu sinni
írið á áríðandi fundum i útlöndum
þegar stund geíst milli stríða. Slíkur
erill er mikil þrekraun eins og alþjóð
veit og þess vegna var fullur skiln-
ingur á því þótt þingmaður þjóðar-
innar léti á sjá þegar hér var komið
sögu.
Hann bar sig samt sem áður vel,
sté þungt í vinstri fótinn og svo í
hægri fótinn enda aldrei hyggilegt
fyrir stjómmálamenn að láta aðra
vita í hvom fótinn þeir stíga. Glasinu
hélt hann fast að brjóstinu með báð-
um höndum, krossfesti um það
fingur og leit til lofts eins og hann
væri að lesa texta ræðunnar uppi í
rjáfrinu. Virðuleikinn skein úr lát-
bragðinu og munnsvipurinn var
ábúðarmikill. Gárungamir göntuð-
ust stundum með það að þingmaður-
inn þeirra væri að líkja eftir Jóni
forseta en það er ekki rétt því Jón
komst aldrei með tæmar þar sem
þingmaðurinn hefur hælana í að
taka sjálfan sig hátíðlega.
Tekist á við góðærið
Ágætu vinir og samherjar, sagði
hann og beið síðan ögn með fram-
haldið til að skapa rétta eftirvænt-
ingu. Það sló þögn á samkomugesti
við þetta ávarp og margir fengu sér
sæti enda vissu þeir af langri reynslu
að hér var merk ræða í uppsiglingu
sem stæði að minnsta kosti fram yfir
kosningar.
Árið, sem nú er liðið, hefur fyrir
margra hluta sakir verið okkur
þungt í skauti, sagði ræðumaðurinn
og leit enn til lofts. Verðbólgan hefur
tekið kipp niður á við og skapað
margháttaðan vanda. Til að mynda
hefur afleiðingin verið sú að við
þurftum að undirrita kjarasamninga
sem fela í sér 30%' hækkun lægstu
taxta og enda þótt við vitum ekki
um neinn sem þiggur slík laun, og
alls engan sem getur lifað á þeim,
hefur þetta orðið okkur mikið og
alvarlegt áfall. Þá hefur góðæri ríkt
til sjávar og sveita og við þær að-
stæður er útilokað að afgreiða fjár-
lög með greiðsluafgangi. Þjóðarbú-
skapurinn þolir það ekki og raunar
benda nýjustu efnahagskenningar
til þess að skynsamlegast sé að reka
ríkissjóð með tapi þegar þjóðin
stendur frammi fyrir þeim vanda að
takast á við góðæri.
Við þurftum að hækka skattana
til að lækka þá og við þurfum að
kaupa Borgarspítalann af þvi við
höfum ekki efhi á að reka hann. Síð-
ast en ekki síst er óhjákvæmilegt
fyrir ríkið að bæta stöðu Ríkisút-
varpsins en á því er fyrirsjáanlega
mikið rekstrartap eftir að þjóðin
hætti að fylgjast með dagskrá þess.
Dagskráin kostar meir því minna
sem með henni er fylgst. Það sjá
allir.
Þegar ræðumaðurinn hafði flutt
þennan formála horfði hann ekki
lengur upp í loftið heldur hvessti
augun á áhorfendur, rétt eins og það
væri þeim að kenna að verðbólgan
skyldi vera á niðurleið. Veikluleg
kona, sem aldrei hafði skilið efiia-
hagslögmálin til hlitar en tekur fullt
mark á því sem henni er sagt, bölv-
aði verðbólgunni í hljóði fyrir að
hverfa svona fyrirvaralaust. Hún
skildi fullkomlega þá erfiðleika sem
blöstu við þingmanninum hennar
sem var búinn að beijast gegn verð-
bólgunni í heilan áratug og sat svo
allt í einu uppi með það að hafa
enga verðbólgu til að beijast við.
Þjóðarhagur í útlöndum
Ræðumaðurinn hélt áfram: Eins
og flestir vita var ég búinn að leggja
nótt við dag til að leysa sjómanna-
deiluna. Ég var búinn að hringja
tvisvar í deiluaðila og spyrja þá
hvort engin lausn væri í sjónmáli.
Forstjórinn hjá Long John Silver í
Bandaríkjunum hafði í- millitíðinni
hringt í mig að vestan og sagt að
ef hann fengi ekki fisk þá gæti hann
ekki selt fisk. Þessu skýrði ég deilu-
aðilum strax frá enda ekki víst að
þeir hafi áttað sig á því. Samt létu
þeir verkfallið skella á og skeyttu
engu um þjóðarhaginn hjá Long
John Silver. Ég átti engra annarra
kosta völ en mæla með lagasetningu
til að banna þetta verkfall. Þar að
auki var ég á förum til útlanda dag-
inn eftir og má alls ekki vera að því
að standa í einhverju þrefi hér heima
út af þjóðarhag þegar ég þarf að
sinna þjóðarhagnum erlendis.
Öll vitið þið hvemig fór. Enginn
hafði símasamband við mig á hótelið
og í blóra við mig er tekin ákvörðun
um að leysa deiluna öðru vísi en ég
vildi að hún yrði leyst. Þetta var
lúalegt bragð enda læt ég ekki leysa
deilur að mér fjarstöddum. Ég á eftir
að ná mér niðri á sjómönnunrm og
ráðherrunum og útgerðarmönnun-
um sem leystu deiluna að mér
forspurðum.
Annað vil ég nefna, sagði þing-
maðurinn og fékk sér sopa. Við
létum taka okrarana fasta til að
dreifa athyglinni frá okrinu í bönk-
unum og við leyfðum þjóðinni að
sigla til Glasgow til að bjarga henni
frá okrinu í búðunum.
Ellert B. Schram
En hvað haldið þið? Kemur ekki
í ljós að Seðlabankinn hefur gleymt
að auglýsa vextina og okraramir
renna úr greipum okkar. Ég get lof-
að ykkur einu, sagði ræðumaðurinn.
Ég lofa ykkur því að ef ég kemst til
valda eftir kosningar þá mun ég reka
Jóhannes, reka alla embættismenn-
ina sem hafa klúðrað fyrir okkur
málunum. Ég er meira að segja byij-
aður á því strax að reka fræðslu-
stjórann fyrir norðan sem hefur ekki
haft vit á því að gegna mér. Og röð-
in mun koma að hinum sem skilja
ekki að valdið er mitt. Það er ég sem
ræð.
Atlaga gegn þingmanninum
Nú fór fagnaðarkliður um salinn
og menn kinkuðu kolli og sögðu:
þetta er sko maður að minu skapi.
Þingmaður þjóðarinnar stóð þama
á gólfinu með glasið í hendinni og
átti aðdáun en um leið hluttekningu
viðstaddra fyrir að bera allar þessa
áhyggjur á herðunum fyrir hönd
þjóðarinnar og fá ekki einu sinni
fullt jólafrí. Þar að auki var hann
nýbúinn að ganga í gegnum erfitt
prófkjör þar sem allir voru á móti
honum nema þeir sem kusu hann.
Hann hafði raunar orðið efstur í
prófkjörinu en hrægammamir vom
á eftir honum og töldu hann skaða
listann og allir vissu að hann var
ákveðinn í að bjóða fram sér ef hon-
um yrði bolað út af listanum. Hin
pólitísku vandamál felast ekki leng-
ur í því að ná kjöri i alþingiskosning-
um. Ekki heldur að andstæðingamir
séu á móti manni. Pólitísku vanda-
málin felast í samherjunum sem em
með manni án þess að vera það.
Nú er enn ein aðförin að mér í
uppsiglingu, sagði hann og talaði
nú beint til atkvæðanna í salnum.
Upp er komin hreyfing um að breyta
kosningalögunum. Eins og allir vita
var búið að ganga þannig frá nýju
kosningareglunum að enginn skilur
þær nema einn maður uppi í Há-
skóla. Hann átti að reikna okkur
alla inn, gömlu þingmennina. Nú
stendur til að flækja þessar reglur
með því að einfalda þær og láta at-
kvæðin í kjörkössunum ráða því
hveijir setjast á þing. Þetta er auð-
vitað algjörlega ólíðandi og skapar
fullkomna óvissu fram yfir kjördag,
hvort verður kosið og hvemig kosn-
ingin fer. Þetta er óþolandi fyrir
mann eins og mig.
Þegar hér var komið sögu var ljóst
að góður rómur var gerður að máli
ræðumanns og gestimir í kokkteil-
boðinu fengu sér aftur í glasið.
Þingmaðurinn færðist allur í auk-
ana.
Flokkurinn minn er á móti skött-
um. Við lögðum fram frumvarp um
orkuskatt en drógum það til baka.
Við studdum frumvarp um virðis-
aukaskatt en hættum við það. Við
viljum breyta skattkerfinu en höfum
ekki mátt vera að því. Við erum á
móti háum vöxtum gagnvart lántak-
endum en við viljum háa vexti fyrir
sparifjáreigendur. Við erum á móti
ríkisrekstri en teljum að Borgarspít-
alinn verði með hagkvæmari rekstur
ef ríkið sér um harrn. Við viljum efla
atvinnureksturinn og leggjum til að
eignaskattur á fyrirtækin verði
margfaldaður i staðinn. Við erum á
móti skriffinnsku og opinberri mið-
stýringu og höfum fengið til liðs við
okkur á listann landskunnan hag-
fræðing sem lengi hefur unnið hjá
hinu opinbera. Við viljum efla
verkalýðshreyfinguna og höfum bol-
að verkalýðsforingjunum af fram-
boðslistum okkar. Við viljum efla
landsbyggðina og höfum flutt form-
anninn okkar á lista í þéttbýlinu.
Þó ég segi sjálfur frá
Kosningaloforðin og stefiiumálin
runnu upp úr þingmanni þjóðarinn-
ar og yrði of langt mál að rekja
ræðuna alla. Enda orðið áliðið
kvölds. Gestimir vom allir sammála
um að þarna væri réttur maður á
réttum stað og sáu ekki ástæðu til
að hlusf-’ öllu ffekar. Kliðurinn
hafði þess vegna aukist hjá þeim sem
ekki vom sofhaðir í sætum sínum.
Þingmaðurinn fékk sér enn sopa,
rétti úr sér og hélt einsamall áfram
að hlusta á sig tala.
Enginn veit enn hvaða stjóm verð-
ur mynduð að kosningum loknum.
Þetta verður erfið stjórnarmyndun.
Sumir hafa sagt að ömggast væri
að semja um samstjóm áður en
gengið er til kosninga svo þær mgli
engan i ríminu. Það er að mörgu
leyti skynsamlegt vegna þess að allir
vita að það er aukaatriði hvemig
kosningamar fara. Við látum mál-
efhi ráða en ekki kosningaúrslit sem
geta orðið alla vega hvort sem er.
Fólkið veit að við höfum staðið okk-
ur frábærlega vel, bæði í stjóm og
stjómarandstöðu, jafnvel þótt það
kjósi okkur ekki. Við munum vinna
sigur, vamarsigur, að því leyti að
úrslitin verða tvímælalaust hag-
stæðari heldur en skoðanakannanir
segja til um. Og hvað sem öllum
kosningum líður og jafhvel þótt
flokkurinn minn hafi verið lagður
niður þá er aðalatriðið að ég komist
á þing.
Nú var greinilega komið að lokum
þessarar merku ræðu og þingmaður
þjóðarinnar leit aftur upp í íjáfrið
og brýndi raustina:
Árið sem nú er að hefjast mun
verða örlagaríkt. Framtíð þjóðar-
innar ræðst af því hvað verður um
mig. Það er í ykkar valdi, kjósendur
góðir. Ég hef greitt götu ykkar, ég
hef alltaf fylgt almenningsálitinu, ég
er ákveðinn í því að leggja fram
minn eigin ráðherralista og ég er
langvinsælasti stjómmálamaður
sem uppi hefur verið. Þó ég segi sjálf-
ur frá.
Áður en ræðumaðurinn gat lokið
máli sínu vék sér að honum þjón-
ustustúlka og bauð honum aftur í
glasið. Við vitum því ekki hvaða
flokki hann tilheyrir. En gildir það
ekki einu? Ellert B. Schram
OSÍBiÉ