Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Side 6
6
MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1987.
Viðskipti
Hjá bæjarfógetanum í Reykjavík
liggur nú krafa um að íbúar einnar
af íbúðunum í húsinu Nóatúni 25 verði
bomir út en krafan var lögð fram í
framhaldi af hæstaréttardómi sem
kveðinn var upp í desember á síðasta
ári.
Tildrög þessa máls em þau að í
maímánuði 1982 var fasteignasölunni
Gimli falið að selja 5 herbergja íbúð á
2. hæð hússins að Nóatúni 25, þing-
lesna eign Bjargar Ámadóttur. I lok
júní sama ár gerðu hjónin Anna S.
Guðmundsdóttir og Sveinn Ivarsson
skriflegt tilboð í eignina að fjárhæð
1.250.000 kr. Björg og maki hennar,
Rolant Dahl Christiansen, samþykktu
þetta tilboð.
Skömmu síðar, sama dag og þau
samþykktu tilboðið, frétti Björg af því
að Hafliði Guðjónsson hefði sýnt íbúð-
inni áhuga og skoðað hana. Hafði hún
samband við Hafliða sem lýsti sig
reiðubúinn að kaupa íbúðina hærra
verði en Anna og Sveinn höfðu boðið.
Gerði Hafliði tilboð í íbúðina samdæg-
urs.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsfaækur óbund. 8.5-10 Ab.Bb. Lb.Sb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 10-15 Sb
6 mán. uppsögn 11-17.5 Vb
12 mán. uppsögn 12-18.25 Sp.vAI.
18 mán. uppsögn 18-19.75 Bb
Avísanareikningar 3-10 Ab
Hlaupareikningar 3-7 Sp
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb. Lb.llb.Vb
6 mán. uppsögn 2.5-4 Ab.Úb
Innlán með sérkjörum 9-20
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalur 5-6 Ab
Sterlingspund 9.5-10.5 Ab
Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab.lb
Danskar krónur 8,5-9,5 Ab.Lb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv.) 16.5-20 Ui
Viðskipta vixlar(forv.)(1) kge/21-22
Almenn skuidabréf(2) 17.5-21 Ui
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 17.5-21 Lb
Útlán verðtryggð Skuldabréf
Að2.5árum 5.75-6.75 Lb
Til lengri tima 6.25-6,75 Bb.Lb
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 15-18.5 Sp
SDR 9-8,25 Lb.Úb
Bandaríkjadalir 7.5-7,75 Sb.Sp
Sterlingspund 12.5-13 Lb.Úb.Vb
Vestur-þýsk mörk 5-6.25 Lb.Úb
Húsnæðislán 3.5
Lifeyrissjóðslán 5-6.5
Dráttarvextir 27
ViSITÖLUR
Lánskjaravísitala feb. 1594 ctig
Byggingavisitala 293 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaói 7,5% l .jan.
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 113 kr.
Eimskip 300 kr.
Flugleiðir 310 kr.
Hampiðjan 140 kr.
Iðnaðarbankinn 135 kr.
Verslunarbankinn 125 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa
þó viðskiptavíxla gegn 21% ársvöxtum.
(2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs
vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð
og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka
og Verslunarbanka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn
Bb = Búnaðarbankinn, Ib=Iðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb=
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank-
inn, Vb = Verslunarbankinn,
Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peninga-
markaðinn birtast í DV á fimmtudög-
um.
Húsið að Nóatúni 25 þar sem ibúðin
Haft var samband við Önnu og Svein
um kvöldið og neituðu þau þá að falla
frá tilboði sínu í eignina enda búin
að ráðstafa eigin íbúð með sölu.
Þann 1. júlí lýsti lögfræðingur
Bjargar því yfir að rift væri samþykki
á tilboði Önnu og Sveins og þann sama
dag var gengið frá kaupsamningi til
Hafliða á grundvelli tilboðs hans.
Anna og Sveinn fengu síðan hið sam-
þykkta tilboð sitt afhent á fasteigna-
sölunni þennan dag og með símskeyti
fimm dögum seinna mótmæltu þau
riftuninni og létu þinglýsa kauptilboði
sínu. Þann 14. júlí gerðu þau svo kröfu
um að fá íbúðina afhenta í samræmi
við ákvæði kauptilboðsins. Afhending
fór ekki fram. Gerðu þau þá kröfu til
borgarfógeta um að þeim yrði fengin
umrædd íbúð til umráða með beinni
fógetaaðgerð en þeirri kröfú var hafn-
að. Samkomulagstilraunir utan réttar
tókust ekki og höfðuðu Anna og
Sveinn því mál á hendur Björgu.
Héraðsdómur
Fyrir héraðsdómi byggðu stefnendur
kröfu sína á því að við samþykki
kauptilboðs stefndu hefði stofnast
bindandi kaupsamningur og var vísað
til laga nr. 7/1936. Hafi aðilum verið
er.
þetta ljóst enda er þetta atriði skýrt
tekið fram á hinu prentaða tilboð-
seyðublaði. Einnig töldu stefnendur
sig hafa borið mikið tjón af því að fá
ekki íbúðina afhenta á umsömdum
tíma. Kröfðust þau bóta fyrir það.
Hafliða var fyrir héraðsdómi stefht
til réttargæslu og kemur fram í dómin-
um að honum hafi verið kunnugt um
fyrra tiiboðið og lýsti hann yfir að
yrði það viðurkennt af dómstólum
gerði hann enga kröfu á hendur við-
semjendum sínum.
Stefndu kröfðust sýknu og byggðu
mál sitt á því að ekki hefði stofnast
bindandi kaupsamningur þar sem
samþykki kauptilboðsins hafi verið
afturkallað áður en það kom til stefn-
anda. Jafnframt byggðu þau mál sitt
á því að þau hefðu þegar afhent Haf-
liða umrædda eign með óafturkallan-
legum hætti og væri því ómögulegt
að fullnægja kröfu stefhenda um afsal.
Héraðsdómur taldi ekki næg efhi til
að taka aðalkröfu stefhenda til greina
en hvað varðaði bótagreiðslur komast
dómurinn að þeirri niðurstöðu að fall-
ast mætti á sjónarmið stefiienda um
rétt tii bóta vegna afnotamissis íbúð-
arinnar. Voru stefhendum dæmdar
bætur að upphæð 35.725 krónur auk
vaxta.
Hafliði fékk síðan afhent afsal að
íbúðinni 4. ágúst 1983 eftir að héraðs-
dómur hafði úrskurðað í málinu.
Hæstiréttur breytir héraðsdómi
Máli þessu var skotið til Hæstaréttar
sem dæmdi í því í maí 1985. Komst
rétturinn að annarri niðurstöðu en
héraðsdómur. Segir í dómi Hæstarétt-
ar að Björg og Rolant hafi samþykkt
kauptilboð Önnu og Sveins innan til-
skilins samþykkisfrests og að sam-
þykki þeirra hafi ekki verið afturkall-
að réttilega. Því hafi bindandi
kaupsamningur komist á.
Samkvæmt þessu eiga Anna og
Sveinn lögmæta kröfu á að fá afsal
fyrir íbúðinni úr höndum Bjargar.
Hæstiréttur staðfestir einnig niður-
stöðu héraðsdóms um skaðabótakröf-
una og segir jafnframt að samkvæmt
þessum úrslitum eigi Björg og Rolant
að greiða þeim Önnu og Sveini 100.000
krónur í málskostnað í héraði og fyrir
Hæstarétti.
í dómsorði segir að Björg og maki
hennar skuli innan 4 vikna frá birt-
ingu dóms láta þeim í té afsal fyrir
íbúðinni að viðlögðum 1000 króna
dagsektum.
Tvö sératkvæði
í Hæstarétti skiluðu tveir dómarar
sératkvæði í þessum dómi. Guðmund-
ur Jónsson var sammála niðurstöðu
meirihluta dómsins en taldi að krafan
um útgáfu afeals til handa Önnu og
Sveini væri svo nátengd hagsmunum
Hafliða að ekki yrði um hana dæmt
án þess að henni yrði að honum beint
sem aðila málsins og honum gert skylt
að þola dóm í samræmi við hana.
Magnús Þ. Torfason skilaði einnig
sératkvæði og taldi hann að héraðs-
dómur ætti að vera óraskaður um það
að Hafliða væri ekki skylt að þola að
Björg og Rolant gæfu út afsal til Önnu
og Sveins fyrir íbúðinni.
í biðstöðu
Sem fyrr segir hafa Anna og Sveinn
lagt fram kröfu hjá borgarfógeta um
að Hafliði og fjölskylda hans verði
borin út úr íbúðinni enda hefúr Hæsti-
réttur dæmt þeim hana. Er DV hafði
samband við lögfræðing Hafliða sagði
hann að málið væri nú í biðstöðu.
Hann vænti þess að fógeti mundi á
næstunni krefja hann um greinargerð
í málinu.
-FRI
Vímet hf. í Borgamesi færir út kvíamar
Framleiða milliveggjastoðir úr blikki
SiguijánGunnars9on,trédarilariBorgamesi:
Vímet hf. í Borgamesi hefur fært
út kvíamar og aukið við starfeemi
sína. Fyrirtæki þetta hefúr um
margra ára skeið framleitt nagla af
ýmsum stærðum og gerðum og fyrir
nokkrum árum hóf það að framleiða
klæðningarefrii með innbrenndum
lit til þess að setja utan á hús og
reyndar eru möguleikar þess efúis
nær óteljandi. Svo vel megi fara
þarf töluverða blikksmiðjuvinnu í
tengslum við frágang og gerð alk
konar „prófila“ við klæðningu þessa
Fyrirtækið hefur nú aukið þann þátt
verulega með því að kaupa vélar og
tæki til þess og ráðið blikksmíða-
meistara. Vom tæki þessi keypt af
Magnúsi Thorvaldssyni, blikksmið í
Borgamesi, en Magnús er á förum
til Reykjavíkur.
Til viðbótar við þetta hefúr Vírnet
hf. keypt framleiðslurétt á milli-
veggjastoðum þeim er Magnús hafði
hannað og framleitt svo og sorp-
kassa sem em einnig Magnúsar. Að
auki mun Vímet hf. taka að sér alla
alraenna blikksmíðavinnu.
Að sögn Páls Guðbjartssonar, for-
stjóra Vírneta, em þessi tækjakaup
einkum hugsuð til þess að þjóna
klæðningarstáls framleiðslunni en
til viðbótar aukin starfeemi.
Sama íbúðin seld
tveimur aðilum
Krafá komin um útburð íbúanna