Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1987.
Útlönd
Kvíða skálmold
eftir handtöku
kókaínbarónsins
Carlos Enrique Lehder Rivas (37 ára), handtekinn af lögreglunni í
Kólombíu og framseldur bandarískum yfirvöldum vegna kókainheild-
SÖIu. Símamynd Reuter
Miklar áhyggjur hafa nú vaknað
í Kólombíu eftir handtöku kókaín-
barónsins, Carlos Lehder Rivas, sem
framseldur var bandarískum yfir-
völdum í síðustu viku, en menn
kvíða því að kókaínbófamir muni
ganga berserksgang til hefrida fyrir
þennan foringja þeirra.
Yfirvöldunum tókst með samein-
uðu átaki lögreglu og herliðs að
koma höndum yfir Rivas á bónda-
býli einu í norðausturhluta landsins,
en þurfti þó áður að heyja skot-
bardaga við fjórtán manna lífvörð
kókaínbarónsins. Nær samdægurs
var hann sendur í pósti með flugvél
til Flórída þar sem yfirvöld eru van-
ari öðruvísi bögglum sem innihalda
fremur hvitt hveitilíkt duft.
Lehder Rivas er talinn vera
einn af æðstráðendum í
„Medellin-klíkunni", sem
er kókaíndreifihringur,
einskonar heildsala sem
aðsetur hefur í Kólombíu. Það er
talið að um 80% alls kókaíns á
eiturlyfjamarkaðnum í Bandaríkj-
unum hafi farið um hendur
„Medellin-klíkunnar". Lehder,
sem er af þýskum ættum, er sagð-
ur þriðji valdamesti kókaín-bófinn
í Kólombíu, næstur á eftir þeim
Pablo Escobar og Ochoa-klíkunni.
Bandarísk yfirvöld hafa viljað
hafa hendur í hári honum síðan
1981.
Foringjar í her eða lögreglu var-
ast að láta nafhgreina sig í fjöl-
miðlum í vangaveltum sínum um
að glæpalýðurinn kunni að fara
hamförum eftir handtöku Lehders.
Svo mikill er óttinn við flugumenn
glæpalýðsins. Enda hafa kókaín-
barónamir sýnt það margsinnis
að þeir svífast einskis og jafnvel
valdamenn eru ekki óhultir fyrir
morðingjum þeirra. Af þeim sök-
um hafa embættismenn nú eftir
handtöku Lehders mikinn and-
vara á sér og hefur vörður verið
efldur um dómara og lögreglu-
stjóra.
Embættismenn í fíkniefha-
eftirliti Bandaríkjanna
þykja ekki heldur óhultir
og jafnt þar hefur lögregl-
an viðbúnað og vara á sér
út af hugsanlegum hefhdarað-
gerðum kókaínmafíunnar.
Síðan 1979 hefur ríkt hálfgild-
ings stríðsástand í viðureigninni
við kókaínmafíuna sem reyndi
bæði lagaleiðir og yfirlýsingar
með tilheyrandi hótunum til þess
að mótmæla framsalssamningum
er stjóm Kólombíu gerði við
Bandaríkin. Skálmöld hófst þar
sem meðal annarra dómsmálaráð-
herra Kólombíu, Rodrigo Lara
Bonilla, var myrtur í apríl 1984.
En morð á dómurum, lögreglu-
stjórum og lögregluforingjum
hertu einvörðungu á ásetningi
Belisario Betancur, forseta
Kólombíu, um að stríða gegn
kókaínmafíunni. Lýsti hann gildi-
stöku framsalssamningsins daginn
eftir morðið á dómsmálaráðher-
ranum.
^ desember síðasta var myrtur
I framkvæmdastjóri E1
I Espectador, eins virtasta
I blaðsins í Kólombíu. Arftaka
■ Bonilla í dómsmálaráðherra-
stólnum, Enrique Parejo Gonza-
les, þótti ekki óhætt í Kólombíu
og var hann settur sendiherra
lands síns austantjalds í Ungverj-
alandi. En jafnvel þar var hann
ekki óhultur því að honum var
sýnt banatilræði og særður alvar-
lega skotsárum þar sem hann var
á götu í Búdapest 13. janúar.
Lehder Rivas bíða þungar
sakir í Flórída. Hann er
ákærður fyrir eiturlyfja-
smygl, eiturlyfjafram-
leiðslu og hlutdeild í
samsærum sem leiddu til morða á
tveim uppljóstrurum lögreglunn-
ar. 1 fyrra var hann tilnefhdur í
ákærum með ásamt níu mönnum
öðrum fyrir eiturlyíjabrask mönn-
um öðrum fyrir eiturlyfjabrask þar
sem velt hafði verið 58 smálestum
af kókaíni inn á Bandaríkjamark-
að á fimm árum. Það er í söluverð-
mæti á svartamarkaðnum um tíu
milljarðar dollara.
I striði yfirvalda Kólombíu við kokainframleiðendur og eiturlyfjabraskara
hefur blóðið óspart litað storð og frekar hefur sýnst sem glæpalýðurinn
hafi haft yfirhöndina. Hér eru óeinkennisklæddir lögreglumenn að bjarga
særðum félaga sínum undan skothríð bófa. Símamynd Reuter
Komu Kólumbusar minnst
I Dóminíkanska lýðveldinu eru
menn famir að láta hendur standa
fram úr ermum til þess að halda upp
á komu Kólumbusar þangað fyrir
fimm hundruð árum. Allt árið 1992
verður þess minnst að Santo Dom-
ingo varð fyrsta evrópska nýlendan
í Ameríku.
Þegar er farið að snyrta byggingar
frá nýlendutímanum og skipuð hefur
verið nefiid sem sjá á um skipulagn-
ingu hátíðahaldanna. Hápunktur
þeirra verður sigling þriggja skipa
frá Spáni og eru þau eftirlíking
þeirra sem voru í för Kólumbusar í
fyrstu ferð hans til Ameríku.
Hispaniola
Þegar Kólumbus sigldi f vestur frá
Evrópu til Indlands til þess að sanna
að jörðin væri kringlótt kom hann
til Ameríku í október 1492 til þess
svæðis sem nú er hluti Bahamaeyja.
Flestir sagnfræðingar telja að hann
hafi siglt áfram og séð Kúbu síðar í
sama mánuði. Hann hafi þó orðið
hnfiiastur af eyjunni sem hann kom
að í desember sama ár. hmfæddir
nefhdu þá eyju Quisqueya (Móður
allra landa) en Kólumbus gaf henni
heitið La Espanola (Spönsku eyj-
I dómkirkjunni í Santo Domingo í Dóminíkanska lýðveldinu er talið að
jarðneskar leifar Kólumbusar séu. Þangað kom hann árið 1492 og þeg-
ar er farið að undirbúa afmælishátið í tilefni þess að 1992 eru fimm
hundruð ár liðin frá komu hans þangað.
una). Eyja þessi liggur á milli Kúbu
og Puerto Rico og er nafri hennar
nú ritað Hispaniola. Tvö ríki skipta
henni á milli sín, Haiti og Dóminík-
anska lýðveldið.
Miöpunkturinn
Þar settist Kólumbus að ásamt
syni sínum, Diego, og síðar komu
þangað spænskir hermenn, prestar
og kaupsýslumenn. í Santo Domingo
var meðal annars reist fyrsta dóm-
kirkja Bandaríkjanna, fyrsti háskól-
inn og fyrsta bókasafiiið.
Borgin verður því miðpunktur af-
mælishátíðarinnar þó svo að önnur
lönd taki þátt í henni. Meðal þeirra
er Itah'a, föðurland landkönnuðar-
ins, Spánn og önnur lönd í Ameríku
sem hann heimsótti.
Viðskiptum verður einnig fléttað
inn í hátíðahöldin en þau voru ein
aðalástæðan fyrir fyrstu ferð Kól-
umbusar. Búist er við að Spánn og
lönd Suður-Ameríku undirriti nýjan
viðskiptasamning upp á sjö hundruð
og fimmtíu milljónir dollara.
Lágt verð á sykri á undanfömum
árum hefur komið illa niður á efria-
hag í Dóminíkanska lýðveldinu þar
sem aðalútflutningsvaran er sykur.
Vonast yfirvöld nú til þess að eyjan
Hispaniola komist í annað skipti á
fimm hundruð árum á landakortið
og að ferðamannastraumur verði
aðaltekjulindin.
Tveir heimar
I Santo Domingo hefur margt
varðveist frá nýlendutímanum og
mætast þar tveir heimar. íbúamir
em kynblendingar, komnir af Spán-
verjum, indíánum og blökkumönn-
um - þrælum Spánverjanna.
Sjálfur varð Kólumbus afar hrifinn
af eyjunni og þó að skoðanimar séu
skiptar þá álíta flestir sagnfræðingar
að jarðneskar leifar hans séu í dóm-
kirkjunni í Santo Domingo þar sem
hann hafði beðið um að verða graf-
inn þar. Aðeins nokkur hundmð
metra þaðan er hið svokallaða Kól-
umbusarhús sem sonur hans, Diego,
byggði árið 1510. Hefur það verið
gert upp og er nú safii. hmandyra
má sjá spænsk húsgögn hans, gólf-
teppi og skrautmuni. I sömu götu
er safii með munum frá nýlendu-
tímanum og er þar meðal annars
kort sem talið er að Kólumbus hafi
teiknað af eyjunni.