Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Side 14
14 MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð I lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Samningar knúðir fram Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, átti mikinn þátt í því, að samningar hafa tekizt í far- mannadeilunni. Dagsbrún hafði boðað samúðarvinnu- stöðvun hafnarverkamanna nú eftir helgina til að styðja við bakið á farmönnum. Guðmundur J. og Þröstur Olafs- son, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, settust með farmönnum við útreikninga og höfðu mikil afskipti af samningatilraunum. Upp úr fundi slitnaði síðdegis á föstudag eftir sautján klukkustundir. Þá lá fyrir, að farmenn gætu fengið um tuttugu prósent kauphækkun á árinu. Þetta er meira en fæst á almenna vinnumark- aðnum. En farmenn höfðu dregizt aftur úr, meðal annars vegna þess að vinnudeilur þeirra höfðu verið stöðvaðar með lögum. Nú var því eðlilegt, að þeir fengju meiri hækkun en aðrir. En sumir fulltrúar farmanna vildu fá miklu meira en tuttugu prósent. Guðmundur J. Guð- mundsson fór þá að gefa í skyn, að Dagsbrún kynni að hætta við samúðarverkfallið. Ekki væri unnt að setja 350 hafnarverkamenn í verkfall til að styðja menn, sem gengju svo langt í kröfuhörku. Það leynir sér ekki, að tregða Dagsbrúnarmanna réð miklu um, að samningar tókust nú um helgina. Verkfall farmanna hafði staðið síðan fimmta janúar, í rúman mánuð. Fólk minnist þess, að alþingi var kvatt saman í skyndingu rúmri viku síðar til að stöðva verk- föll sjómanna og farmanna með lögum. Mikið óðagot var. Það gekk gegn því, sem á að vera meginreglan, að ríkið grípi ekki inn í vinnudeilur með lagasetningu nema í ýtrustu neyð. Frjálsir samningar eiga að gilda. En sterk hagsmunasamtök unnu að því, að verkföllin skyldu strax stöðvuð með lögum, sem keyra átti gegnum þingið. Það tiltæki hindraði Þorsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins. í ljós kom, að fjarri fór, að samningaleiðin hefði verið fullreynd. Það gerðist og, að fiskimenn gátu samið strax, eftir að frestað var laga- setningu í deilunni. Farmenn héldu sínu verkfalli áfram. Að vísu voru þeir á stundum tillitssamir í undanþágum. Margt fór því betur en ella hefði orðið. Hið langa verk- fall hefur þó kostað skipafélögin mikið, og sumir markaðir okkar hafa goldið verkfallsins. Vöruskorts gætir hér lítið, en þó eru til nokkur dæmi um slíkan skort. Þrýst var á um, að lög yrðu sett. En ráðherrar voru reynslunni ríkari og biðu átekta. Samningunum, sem nú hafa verið gerðir, hefði verið unnt að ná fyrir löngu. Hið sorglega var, að þeir töfðust vegna þvermóðsku aðila. Málin snerust í rifrildi. Rétt er, að ekki átti að stöðva deiluna með lögum. Lög þýða í þessu tilviki aðeins frestun vandans. Mál, sem útkljá þarf, verða þá óleyst og bíða næstu samninga. Samningarnir nú tákna vonandi, að þessi stétt geti framvegis samið eins og aðrar. Kaup farmanna hækkar töluvert, sem réttmætt er, og vinnuveitendur náðu fram nokkru af því, sem þeir vildu, um vinnutilhögun. Því virðist deilan ætla að fá farsælan endi. Grunnlaun háseta hækka nú um sextán prósent. Síð- an hækka laun farmanna um þrisvar sinnum tvö prósent á árinu og enn um tvö prósent fyrsta janúar 1988. Svo er gert ráð fyrir, að eftir það fái farmenn sömu hækkan- ir og hafnarverkamenn og fiskverkafólk. Samningurinn er til tveggja ára. Því hefur þessi deila farið vel, þótt nokkuð tæpt hafi staðið. Haukur Helgason. „í frjálsum viðskiptum treður hinn sterkari ekki á hinum veikari, því hann hefur ekki vald til þess. Hann getur ekki neytt neinn til þess að hafa við sig viðskipti." Verkalýðsforingi verður rökþrota Það er leitt til þess að vita, að Ásmundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambands íslands og þing- mannsefni Alþýðubandalagsins, skuli ekki hafa meiri trú á málstað sínum en svo að hann skuli forðast allar raunverulegar rökræður um hann. Til marks um þetta má hafa eftirfarandi orð hans í ádeilugrein á frjálshyggju í Þjóðviljanum 25. jan- úar síðastliðinn: „Postular hinnar ómenguðu markaðstrúar prédika trúna á kerfið sem er öllu æðra. Hin heilaga niðurstaða markaðskerfisins er skilgreind réttlát vegna þess að hún varð til í kerfinu. Að einhver verði undir er óhjákvæmilegt og frá- leitt að trufla kerfið til að aðstoða þá einstaklinga. Kerfið blífur, ein- staklingurinn skiptir ekki máli. Réttur hins sterka til að hrifsa til sín, réttur eins til að troða annan í svaðið, er sá réttur sem allt skal beygjast undir.“ Frjáls viðskipti eða valdbeit- iná Ásmundur á vafalaust við frjáls- hyggju, þegar hann talar um „ó- mengaða markaðstrú". En hvað höfum við frjálshyggjumenn sagt, sem gefur honum tilefni til þessara orða? Við höfum margsinnis bent á, að í frjálsri samkeppni á markaði sigrar sá, sem getur fullnægt þörfum viðskiptavina sinna betur en keppi- nautamir. Jafhframt því sem frjáls samkeppni verðlaunar hann fyrir það, sem hann hefur gert vel, brýnir hún hinn, sem miður hefur gengið, til að leggja sig betur fram í framtíð- inni. Hún miðlar með öðrum orðum upplýsingum til manna um, hvað þeir eigi að gera, ef þeir hafa áhuga á að bæta kjör sín. Mér er það óskiljanlegt, hvemig í ósköpunum menn geta troðið aðra í svaðið, eins og Ásmundur segir, með því einu að hafa á boðstólum betri vöra eða þjónustu. Menn hrifsa ekk- ert til sín í frjálsum viðskiptum: þeir láta ótilneyddir af hendi vöra eða þjónustu og fá fyrir umsamið endur- gjald frá öðrum. Sú tekjuskipting, sem hiýst af fijálsum viðskiptum, er því tekjuskipting samkvæmt sam- komulagi, ef svo má að orði komast. Það blasir við, hvílíkur reginmunur er á fijálsum viðskiptum annars veg- ar og frumstæðri valdbeitingu hins vegar. Lögmál frumskógarins gilda í vinnudeilum Enginn frýr Ásmundi vits eða hag- fræðilegrar þekkingar. En hvað Eymd félagshyggjunnar Kjallarinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor um ofbeldismönnum, hafa þeir gjaman betur. Frá sjónarmiði hag- fræðinnar séð era verkalýðsfélög auðvitað ekkert annað en einokun- arsamtök, en sá er munurinn á þeim og venjulegum einokunarfyrirtækj- um, að þeim hefur gjaman liðist að beita ofbeldi. Þróunaraðstoð og innflutn- ingshömlur Þetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem Ásmundur Stefánsson skrifar blaðagrein um samúð sína með lítil- magnanum. Honum hefur áður orðið tíðrætt um fatækt fólk. Hann minnt- ist til dæmis á það í ávarpi í blöðun- um hinn 1. maí á síðasta ári, að hann vildi stórauka aðstoð við þró- unarlöndin. Ég leiddi þá rök að því í nokkrum greinum, að svonefhd þróunaraðstoð gerði gjaman illt verra, þar sem hún efldi völd þeirra stjómarherra í þriðja heiminum, sem „Frá sjónarmiði hagfræðinnar séð eru verkalýðsfélög auðvitað ekkert annað en einokunarsamtök...“ veldur því þá, að hann lætur svo innihaldslaus vígorð út úr sér? Ég leyfi mér að varpa fram sálfræðilegri skýringu. „Margur ætlar mig sig.“ Ásmundur kann stöðu sinnar vegna að þjást af samviskubiti með þeim afleiðingum, að hann sakar aðra um það, sem hann veit verst um sig og samheija sína. í fijálsum viðskiptum treður hinn sterkari ekki á hinum veilcari, því að hann hefúr ekki vald til þess. Hann getur ekki neytt neinn til þess að hafa við sig viðskipti. En kalt og grimmt lögmál fi*umskógar- ins gildir hins vegar í verkalýðsmál- um, einkum í vinnudeilum. Þar ræður hnefarétturinn næstum því einn og óskoraður úrslitum. Forkólfar verkalýðshreyfingar- innar beita hiklaust valdi, ef menn vilja ekki hafa við þá viðskipti. Allir vita til dæmis, hvað gerist, ef fyrir- tæki neitar að semja við tiltekið verkalýðsfélag og ræður ófélags- bundna menn í vinnu. Hópar manna, sem kalla sig verkfallsverði, reyna þá með ofbeldi að stöðva framleiðslu fyrirtækisins, og þar sem lögreglan neitar yfrrleitt að verja eignar- og samningsrétt fyrirtækisins fyrir slík- héldu fólki föstu í greipum fátæktar. Hún væri aðstoð án þróunar, en það, sem fátækt fólk í þessum lönd- um þyrfti, væri þróun án aðstoðar. Ásmundur svaraði þessum rökum aldrei. Eftir að Landssamband iðnverka- fólks varaði þá um vorið við inn- flutningi ódýrs vamings frá þróunarlöndunum, skoraði ég síðan á Ásmund að gera grein fyrir skoðun sinni á því máli. Það er augljóst, að takmarkanir á innflutningi slíks vamings myndu bitna á verkafólki í Þriðja heiminum, þar sem það hef- ur miklu lægri tekjur en verkafólk á íslandi. Enn þagði Ásmundur. Nær samúð hans með lítilmagnan- um ef til vill aðeins til þeirra manna, sem era hugsanlegir kjósendur hans sjálfs? Og er hann með tali sínu um frumskógalögmál markaðarins að reyna að dylja það, að verkalýðs- hreyfingin sækir umboð sitt ekki í fijálsa samninga, heldur ofbeldi eða hótanir um ofbeldi? Ég veit það ekki, en hitt var deginum ljósara, að Þjóð- viljagrein hans á dögunum var grein rökþrota manns. Hannes H. Gissurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.