Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1987.
15
Það munu margir sakna
kaupmannsins á horninu
„Það kann að vera að einstaka hlutir séu
ódýrari í mörkuðunum í aurum og krón-
um. En ef allt væri tekið með í reikninginn
og dæmið gert upp á milli áðumefhdra
verslunaraðila, hygg ég að aurunum og
krónunum færi að fækka, mörkuðunum í
hag.“
Eins og nú horfir í dag bendir
margt til þess að svokallaðir stór-
markaðir séu að yfirtaka verslunina.
Þessir markaðir eru byggðir á opn-
um svæðum þar sem mikið rými er
ætlað fyrir bílastæði og sjálfeagt má
finna dæmi þess að stórfé af hálfu
hins opinbera sé lagt í aðkeyrslu,
a.m.k. að sumum stórmörkuðum,
sem gerir akstur að þeim hinn þægi-
legasta.
Undir þaki stórmarkaðanna má
finna flestar tegundir af vörum, ætar
sem óætar. Þá eru þar afmörkuð
svæði með leikföngum, vídeósýning-
um og stundum sælgæti fyrir bömin
til þess að dveljast við meðan for-
eldramir sinna viðskiptum. Oft er
boðið upp á kaifi og meðlæti, og allt
er þetta rækilega auglýst. Það er í
engu sparað til að ná í viðskiptavin-
ina.
Sterkur áhrifavaldur
Þá þykja markaðimir heppilegir
til vinafunda og yfirfylltir vömvagn-
ar em sagðir merki um hagstæð
innkaup. En það er eins og kaupæði
grípi fólk, margt af því sem er í vögn-
unum mætti vel missa sín, eins og
ein kona sagði við mig eftir stór inn-
kaup. Þessi verslunarmáti hefúr
fyrst og fremst bitnað á „kaup-
manninum á hominu“, hverfiskaup-
manninum, sem hefur orðið að þola
minnkandi viðskipti, nema þá helst
á svokallaðri vísitöluvöm, svo sem
mjólk, kaffi, brauði, kjötvöm og
fleira smávegis til daglegrar notkun-
ar. Til dæmis má nefna að álagning
á mjólk er innan við 10% en var
meðan Mjólkursamsalan rak sínár
Kjátlariim
Guðlaugur
Guðmundsson
kaupmaður
eigin mjólkurbúðir 15-17%. Allar
þær vörur, sem ég hef áður nefnt,
vom um árabil og em kannski enn
notaðar sem sterkur áhrifavaldur á
allt kaupgjald í landinu til þess að
halda dýrtíðinni niðri.
Mjólk og kjötvörur þurfa dýr
ffysti- og kælitæki. Við okkur kaup-
menn er sagt af því opinbera: „Þið
fáið góða álagningu á kex, ávexti
og fleira sem bætir ykkur hitt upp.“
Á fyrstu árunum, sem þessi þróun
fór fram í verslun, fóm stórmarkað-
irnir að byggja sig upp og seldu
eingöngu há-álagningarvöm með
aðeins lægri álagningu en almennar
matvömbúðir, án þess að líta á vísi-
töluvöruna og gerast meðábyrgir í
ríkjandi hagkerfi. Þeir þurftu ekki
að kaupa hin rándým kæli- og frysti-
tæki, en nú hafa þeir snúið við
blaðinu og tekið allt inn í sína mark-
aði.
Spila á freistingar
Kaupmaðurinn á hominu hefur
þjónað borgarbúum í áratugi og not-
ið vinsælda hjá viðskiptavinunum.
Böm og gamalmenni hafa verið send
með innkaupamiða til kaupmanns-
ins, húsmóðirin hefúr þar fengið
óskir sínar uppfylltar og horfið til
síns heima með vinsamlegar ráð-
leggingar um matreiðsluna og
meðferð vörunnar. Það hefur því
myndast visst samband milli kaup-
mannsins á hominu, hverfiskaup-
mannsins, og viðskiptavinarins,
byggt á gagnkvæmu trausti og vin-
áttu.
Hverfiskaupmönnunum hefur
fækkað og sumir spá að þeir hverfi
innan fárra ára. Verður þá hægt að
senda bamið eða gamla manninn
nokkur hundmð metra, eða verður
þá að sækja marga kílómetra eftir
lífsbjörginni í stórmarkaðinn? Þar
verður varla tekið við innkaupamiða
úr lófa litla bamsins eða úr krepptri
hönd öldungsins.
Nei, það er víst að margir mimu
sakna kaupmannsins á hominu. Þá
verður ekki um annað að ræða en
að ræsa bílinn og aka kannski
nokkra kílómetra í stórmarkað.
Hvað kostar það í eldsneyti fyrir
bílinn, tíma og oft á tíðum ofkeypt-
um vamingi? Og er ekki verið að
koma bömunum upp á meira en þau
í raun hafa gott af, því markaðimir
byggja upp á því að spila á freisting-
ar ungra sem gamalla.
Það kann að vera að einstaka
hlutir séu ódýrari í mörkuðunum í
aurum og krónum. En ef allt væri
tekið með í reikninginn og dæmið
gert þannig upp á milli áðumefndra
verslunaraðila, hygg ég að aurunum
og krónunum færi að fækka, mörk-
uðunum í hag.
En traustið og vináttan við kaup-
manninn er að baki
Seljast eins og heitar lummur
Nokkuð hefur verið skrifað um
áfengisútsölur ríkisins. Þar byrjaði
Þröstur Ólafsson, formaður KRON,
sem af eðlilegum ástæðum fannst
það undarlegt, að þegar KRON
keypti Víði í Mjóddinni, var skyndi-
lega hætt við áform um áfengisút-
sölu, sem þar átti að koma og
ákveðið haföi verið af fyrrverandi
fjármáhu'áðherra. Staðurinn haföi í
engu breyst, aðeins orðið eigenda-
skipti. Það kæmi ekki é óvart þó
fleiri en Þröstur hafi orðið undrandi
á slíkum viðbrögðum fjármálaráð-
herra.
I Kringlunni eða Hagkaupum
haföi fyrrverandi fjármálaráðherra
keypt pláss fyrir 40 milljónir, að sagt
hefur verið, og þá um leið aðrar
verslunareiningar farið að seljast
eins og heitar lrnnmur. Það sjá allir
að þetta stóreykur viðskipti í Kringl-
unni um milljónatugi með árunum.
í þessu sambandi vil ég segja að ég
er sammála Félagi matvörukaup-
manna og Gunnari Snorrasyni, sem
hafa bent á að létt vín, matarvín,
ættu að vera á boðstólum í öllum
matvöruverslunum.
Að lokum þetta, Þorsteinn Pálsson
fjármálaráðherra!
Láttu Hagkaup endurgreiða þess-
ar 40 milljónir, það má styrkja með
þeim aðra sem hafa meiri þörf fyrir
þær. Að öðrum kosti afturkallar þú
opnun áfengisútsölu þar. Gerðu
Kaupstaðnum svo sömu kosti. Ríkið
á ekki bara að vinna fyrir séra Jón.
Guðlaugur Guðmundsson
Osjálfstæðir einstaklingar
í Háskóla Islands
Stúdentagengið er félag háskóla-
stúdenta um og yfir 30 ára aldri og
er meiri hluti félagsmanna konur.
Margar þeirra hafa átt í erfiðleikum
með að fá námslán vegna þess að
eiginmenn þeirra hafa verið taldir
of tekjuháir.
Okkur þykir ástæða til að líta á
hjón sem tvo sjálfetæða einstaklinga.
Undanfarið hefur þróunin orðið sú
að tvær fyrirvinnur þarf til að fram-
fleyta heimili. Flestar þessara
kvenna hafa unnið utan heimilis þar
til þær hófu nám og hefur heimilið
þurft á tekjum þeirra að halda. Þá
er ótalin sú staða kvenna að þurfa
að ganga bónarveg í hvert sinn er
þær þurfa á peningum að halda
varðandi nám sitt.
Nokkuð er síðan hætt var að
tengja greiðslu atvinnuleysisbóta
tekjum maka en það er m.a. viður-
kenning á þeirri staðreynd að í
hjónabandi er um tvo einstaklinga
að ræða.
Önnur viðurkenning á þessu er
sérsköttun hjóna og okkur finnst
ástæða til að ganga út frá sömu við-
miðun við veitingu námslána,
Þjóðfélag okkar hefúr breyst
óhemju mikið á síðustu áratugum.
Menntunarkröfur vaxa ár frá ári.
Fjöldamörg ný starfsheiti hafa skot-
ið upp kollinum og menntunarkröfur
til eldri starfa hafa aukist. Þjóðfélag-
ið hefur komið til móts við þessa
þróun með því að fjölga þeim skólum
sem útskrifa nemendinr með stúents-
próf og ýmis starferéttindi. I dag eiga
fleiri kost á slíku námi í sinni heima-
byggð.
Meirihluti konur
Svar skólakerfisins við þeirri kröfii
að þeir sem eldri eru en „tvævetur“
þyrftu á aukinni skólagöngu að
KjaUaiinn
Þóra I. Stefánsdóttir
námsmaður
Alma Vestmann
námsmaður
námi ef það á annað borð þarf á
aðstoð sjóðsins að halda. Hér skal
bent á nokkur atriði.
Þegar bjartsýnishjón i stundar-
brjálæði reyna að auka menntun
annars aðilans þá reynir það hjón-
anna, sem vinnur fyrir kaupi, að
taka alla þá aukavinnu sem býðst.
Við þetta hækka tekjur þess og
meira af þeim fer í hærra skattþrep.
unglinga eru í flestum tilfellum lægri
en framfærslukostnaður þeirra. Á
haustönn 1986 var hjónum ætlað að
lifa af 43.100 kr. og er það naumt
skammtað þó að ekki þurfi að taka
af því hluta framfærslukostnaðar
unglings.
Mismikill réttur til menntunar
Fyrir utan hinn fjárhagslega
„Reglur sjóðsins virðast við fyrstu sýn
vera til þess gerðar að þetta fólk hrökklist
frá námi, ef það á annað borð þarf á að-
stoð sjóðsins að halda.“
halda voru öldungadeildimar. Þörf-
in var brýn sem sést á þeim fjölda
nemenda sem hefja nám alls staðar
þar sem öldungadeildir taka til
starfa. Gegnum þessar deildir hefur
Hí fengið marga góða nemendur sem
lokið hafa prófi með láði og tekið til
starfa á öðrum vettvangi en áður.
Þessir nemendur eru e.t.v. tveimur
til þremur áratugum eldri en þeir
sem fara hina heföbundnu leið
skólakerfisins en þeir hafa oft
reynslu sem hinir eiga eftir að til-
einka sér. Meirihluti þeirra nem-
enda, sem hafa lokið námi í
öldungadeildum, er konur, enda var
til skamms tíma mun algengara að
konur vikju af menntabrautinni en
karlar. Ástæður voru margvíslegar,
t.d. viðhorf til menntunar, menntun-
arkröfur voru aðrar, hjúskapur,
bameignir o.fl.
Flestir sem stunda nám í öldunga-
deildum gera það með fullri vinnu
en nemendur utan höfuðborgar-
svæðisins þurfa oft að sækja dag-
skólann til að geta lokið stúdents-
prófi. Reynir þá á það hvemig
gengur að semja við vinnuveitanda
um að fá að „skreppa11 í tíma. Þessir
nemendur eru ekki lánshæfir í Lána-
sjóði íslenskra námsmanna og fá
enga fyrirgreiðslu aðra en skattaaf-
slátt.
Hærri skattur, meiri námslán
En þó að það takist að klofa yfir
þennan þröskuld þá tekur annar
hærri við ef þessir nemendur eru svo
bjartsýnir að ætla sér í nám við
Háskóla íslands. Það nám er erfitt
að stunda með fullri vinnu og því
verður að treysta á LÍN. En þá fyrst
tekur steininn úr. Reglur sjóðsins
virðast við fyrstu sýn vera til þess
gerðar að þetta fólk hrökklist frá
Afleiðingin verður hærri skattur,
engin námslán, því námslánin eru
tengd tekjum makans. Með öðrum
orðum: einstaklingurinn er „hjón“.
Hér er ekki spurt um skuldir, aðeins
tekjur.
Oft eru unglingar í ólánshæfú
námi á heimilinu. Að vísu er nú far-
ið að lána til framfæris þessara
unglinga til 18 ára aldurs og er það
til bóta. Heimilt er einnig að veita
lán vegna unglinga, eldri en 18 ára,
í ólánshæfú námi en þá dragast sum-
artekjur þeirra frá lífeyrinum og
nýtist þetta ákvæði því ekki náms-
mönnum nema þessir unglingar
stundi litla sem enga sumarvinnu
eða þurfi ekki að telja tekjur af
henni fram til skatts. Á haustönn
1986 nam þessi lánsviðbót rúmum
4.000 krónum fyrir fyrsta bam en
rúmum 3.000 krónum fyrir hvert
bam eftir það. Sumarvinnutekjur
vanda kemur einnig til beinn og
óbeinn þrýstingur á námsmanninn
að hætta þessu streði. Ættingjunum
finnst oft illa farið með „veslings
Jónatan" og bömin og nær væri að
sinna heimilinu en vera sí og æ að
vesenast í þessum skóla, jafnvel að
sitja yfir skruddum á kvöldin og um
helgar.
Þjóðfélagið gerir því auknar kröf-
ur til menntunar þegnanna án þess
að gefa þeim öllum jöfri tækifæri til
að afla sér hennar. En hvemig væri
þetta ef makinn væri andvígur þessu
námsbrölti? Er þá e.tv. eina ráðið
að slíta hjúskap? Sú krafa virðist
gerð til fjölskyldufólks, sem vill
mennta sig, að það selji eigur sínar
eða skilji við maka sinn.
Eftir sem áður hafa allir rétt til
menntunar, aðeins mismikinn.
Alma Vestmann,
Þóra I. Stefánsdóttir