Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1987, Síða 27
MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1987. 39 dv Sandkom Dominerandi Fats Domino gerði storm- andi lukku á Akureyri, eins og hans var von og vísa. Hann bjó á KEA en aðrir í hljóm- sveitinni á Hótel Akureyri sem Laufdal er með á leigu. Hann kom með einkaþotu Þotuflugs en hinir með áætl- unarflugi Flugleiða. Domino var með lífvörð og hafði Mercedes Benz við höndina ef hann þyrfti að skreppa eitt- hvað. Hinir röltu um bæinn á tveimjafnfljótum. Þetta kallar maður að vera dominerandi. Domino kulvís? Það kom gestum í Sjallan- um á óvart hve heitt var þar þegar Domino spilaði. Haft er fyrir satt að hann hafi fyrir- skipað að húsið yrði kynt í botn á meðan hann spilaði. Sömu sögu var að segja þegar hann borðaði uppi í Mánasal. Þar var eins og í gufubaði. Platters Nú heyrist að hljómsveitin Platters, sem kom til íslands fyrir nokkrum árum, sé á leið- inni aftur upp á Frón. Hún mun koma norður til Akur- eyrar og skemmta í Sjallanum. En nóg um það í bili Oddurekki heftur Prentsmiðja Odds Bjöms- sonar á Akureyri ætti ekki að vera ávísanaheft næstu þrjú árin. Prentsmiðjan hefur feng- ið það verkefni að prenta tékkheftin fyrir Landsbanka íslands. Rætt er um að við- skiptavinir Landsbankans noti 150.000 tuttugu og fimm blaða hefti og 40.000 fimmtíu blaða hefti á ári. Skattstiginn og KEA Allt er nú að verða vitlaust á Akureyri vegna þess að rúllustiginn í vöruhúsi KEA var tekinn úr notkun. Það þótti alltaf meiri háttar sport að fara upp rúllustigann. Nýr rúllustigi kostar þrjár milljón- ir króna og setja menn verðið fyrir sig þannig að hefðbund- inn stigi er notaður núna. Sagt var um þennan ífægasta rúllustiga á Akureyri að hann væri eins og skattstiginn, færi aðeins í eina átt, upp. Skemmtileg samlíking nema það vill bara enginn lenda í efsta þrepinu. Hræddir Framarar Nú er maður alveg hættur að skilja lafhrædda Fram- sóknarmenn vegna framboðs Stefáns Valgeirssonar. Snorri Finnlaugsson, formaður Kjör- dæmissambands Framsóknar- flokksins á Norðurlandi eystra, sagði í Degi á föstu- daginn: „Stefán Valgeirsson sagði í sjónvarpsviðtali að framboð sitt væri óháð fr amboð. I víð- ustu merkingu þess orðs er þá ekki um að ræða stjómmála- samtök og því þarf ekki að líta á það sem sjálfsagða úrsögn úr Framsóknarflokkum, þótt menn fari í framboð fyrir slíkt afl.“ Ég held að Stefán verði nú að fá HB sem listabókstaf, sem stendur fyrir Hræðslubanda- lagið. Það er að sjálfsögðu mjög óháð afl, að minnsta kosti mjög óháð Stefáni. Bárðurog Gisli Bárður Halldórsson, menntaskólakennari í MA, hefur kvartað yfir ffétta- mennsku Gísla Sigurgeirsson- ar, fréttamanns sjónvarpsins, vegna Sturlumálsins í Kast- ljósi. Bárður var sá eini sem sté í pontu og studdu Sverri. I Kastljósi sleppti Gísli hon- um. Nú er sagt um Gísla á Akur- eyri að hann hafi verið bölvaður aulabárður. Bárður Halldórsson. Gísli Sigurgeirsson. Nautsterkir Þeir Jón Páll og Capes, sem reyna kraftana á Ungó-mót- inu á Húsavík í sumar, velja ekki mjög unga leiki til að keppa í. Þeir ætla að reyna með sér í hráskinnsleik en sá leikur hefur ekki verið stund- aður á fslandi í 800 ár eða frá því á Sturlungaöld hinni fyrri. Hráskinnsleikur felst í því að togast er á um blauta nauts- húð. Ábyggilega bestu skinn, þeir Jón ogCapes. Reagan 76ára Reagan Bandaríkjaforseti varð 76 ára á föstudaginn. Það er sagt að hann hafi hringt í kunningja sinn, Bob Hope, sem kominn er yfir áttrætt og boðið honum í afmælið sitt. Hope var fljótur til svars að vanda og sagði: „Ég fer ekki í bamaafmæli." Umsjón: Jón G. Hauksson Dömur og herrar: Núdrífiðþið ykkur í leikfimi! Tímarviðallra hæfi 5 vikna námskeið byrjar 16. febrúar Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hressandi, mýkjandi, styrkj- andi ásamt megrandi æfingum. Nýtt! Bjóðum einnig músíkleikfimi. Karlmenn Hinir vinsælu herratímar eru í hádeginu. Þarftu að missa 15 kíló? Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum. Frábær aðstaða Ljósalampar, nýinnréttuð gufuböð og sturtur. Kaffi og sjónvarp í heimilislegri setu- stofu. ðöáraí ,1957-1987 Brautryðjendur Júdódeild Ármanns, sem verður 30 ára á þessu ári, er brautryðjandi í frúarleikfími. Mörg hundruð, ef ekki þús- undir kvenna, hafa tekið þátt í starfi okkar - viltu ekki slást í hópinn? Fyrsti prufutíminn ókeypis. Innritun og frekari upplýsingar alla virka daga frá kl. 13-22 í síma 83295. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. ALTERNATORAR STARTARAR NÝiR OG VERKSMIÐJUENDURBYGGÐIR í Chevrolet Nova, Blaser, Malibu, Oldsmobile dísil, Ford Bronco, Fairmont, Maveric, Dodge Dart, Aspen, Ramcharger, Wagooner, Cherokee, Hornet, AMC,Toyota, Datsun, Mazda, Mitsub- ishi, Lada, Fiat, Land Rover, M. Benzo.fl. o.fl. Einnig tilheyrandi varahlutir. Mjög hagstætt verð. Póstsendum. BILARAF HF. Borgartúnl 19. Siml 24700. Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91 -28777 íO s >1 4 Í*C fVí' CZ5 moigna ....hei/sunnar vegna /ILRNE Toppurinn í bíltækjum Flestir LAMBORGHINI bílar hafa Alpine hljómtæki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.