Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987.
Fréttir
Portisch kvartar. DV-mynd: S
Portisch
strax með
aðfínnslur
- verðlaun hækkuð
Það ku ekki vera auðvelt að gera
hinum snjó- og myrkfælna stórmeist-
ara í skák, Lajos Portisch, til geðs.
Hann er frægur fyrir hvers konar and-
mæli og aðfinnslur þar sem hann tekur
þátt í mótum.
Hann breytti ekkert út af þessari
venju sinni í gær þegar dregið var um
töfluröð á IBM-skákmótinu. Eftir að
búið var að draga um töfluröð bað
hann um orðið.
Hann taldi of mikið álag að teíla
biðskákimar í tveimur síðustu um-
ferðunum strax að lokinni umferðinni.
Skákmenn mættu ekki tefla nema 7
klukkutíma í einu. Hann vildi að byrj-
að yrði fyrr að tefla þessa tvo síðustu
daga þannig að hlé gæfist á milli um-
ferðar og biðskáka. Þá sagði hann að
hann hefði eitt sinn misst af loka-
veislu þar sem svona stíft var teflt í
lokaumferð. Einnig taldi hann frídag-
ana á mótinu ekki á réttum stað.
Þá töldu þeir Portisch og Kortsnoj
eðlilegt að hækka verðlaunaféð fyrir
unnar skákir úr 10 þúsund dollurum
í 12 þúsund þar sem búið væri að fjölga
þátttakendum úr 10, eins og fyrir-
hugað var í upphafi, í 12. Forstjóri
IBM, Gunnar M. Hansson, svaraði að
bragði að það yrði gert. Um aðrar
kvartanir Portisch verður fjallað í dag.
-S.dór
Loðnufrysting í Eyjum:
Búið að
frysta um
6-700 tonn
Ómar Garðaisaan, DV, Vestmarmæyjum:
Loðnufrysting heíúr nú staðið í tæpa
viku og er búið að frysta 6-700 tonn,
að því er næst verður komist. Hefur
frystingin gengið mjög vel. Unnið er
dag og nótt í öllum stöðvum, ekki ein-
göngu heimamenn, heldur einnig
aðkomufólk sem er fjölmargt í Eyjum
þessa dagana.
Það eru einkum þrír bátar sem landa
í Vestmannaevjum. Þeir koma inn
daglega með fullfermi. Sjá þeir stöðv-
unum fyrir hráefhi. Veður hefur verið
með afbrigðum gott, þannig að engar
frátafir hafa orðið. Horfur eru á að
veður haldist gott þann tíma sem loðn-
an er í frystingarhæfú ástandi, en
reiknað er með því að hrognataka
hefyst þegar líður að mánaðamótum.
Frystihúsin í Vestmannaeyjum hafa
ákveðið eftirfarandi verð á loðnu til
fiystingar: Þegar minna en 50 stykki
fara í kílóið er verðið 13,50 krónur,
en 10,50 krónur fyrir kg þegar 50
stykki eða fleiri fara í kílóið, eða
hrognafylling er minni en 15%. Verðið
miðast við 8,5 kg til frystingar en um
stærðarflokkun og eftirlit sjá Japan-
imir sjálfir.
DV
Skreiðarsala til Nígeriu:
30 þusund pakkar
sendir í óvissu
nýtt breskt umboðsfyrirtæki ætiar að reyna sölu
MS Hvalvik er nú að lesta 30 þús-
und pakka af skreið víðs vegar um
land og fer með farminn til Nígeríu.
Það sem er sérstakt við þennan farm
er að hann er óseldur ytra. Það er
breskt fyrirtæki sem tekið hefúr að
sér umboð við að reyna að selja
farminn, að sögn Ólafs Bjömssonar
hjá Samlagi skreiðarframleiðenda.
Ólafur segir að þetta umboðsfyrir-
tæki hafi séð um sölu á lýsi og mjöh
frá íslandi og þyki áreiðanlegt í við-
skiptum.
Það sem ekki tekst að selja áður
en farmurinn kemur til Nígeríu mun
umboðsfyrirtækið láta setja í kæli-
geymslu og selja síðan úr henni eftir
því sem hægt er. Með þessu móti er
mögulegt að selja í einu nógu lítið
magn sem kaupendur í Nígeríu ráða
við hvað gjaldeyrisyfirfærslum við-
víkur, en þær hafa verið mestur
þrándur í götu viðskiptanna undan-
farin ár.
Að sögn Ólafs hefur ekki enn feng-
ist gjaldeyrisyfirfærsla fyrir 5 milljón
dollara skuld síðan 1983. Það skreið-
armagn hafa kaupendur í Nígeríu
greitt til Central Bank í Nígeríu en
bankinn hefur síðan ekki staðið í
skilum. Þetta em aðeins 5 milljónir
dollara af 19,5 milljarða dollara
skuldasúpu Nígeríu. Fyrir dyrum
stendur ráðstefiia um skuldamál
Nígeríu, sem Alþjóða gjaldeyrissjóð-
urinn gengst fyrir, og á þar að reyna
að semja um skuldaskil á 6 árum
með aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðs-
ins.
-S.dór
Dregið um röð á skákmótinu: Korstnoj dregur sitt númer.
IBM-skákmótið:
Jóhann teflir
við Polugaévski
Margeir gegn Kortsnoj og Jón L. gegn Helga
„Þú færð okkur ekki til að segja
orð um þetta,“ sogðu þeir Helgi ðl-
afsson og Jón L. Ámason eftir að
búið var að draga um töfluröð á
IBM-skákmótinu sem hefet í dag.
Upp kom að Jón L. er númer 1 en
Helgi númer 12 og því tefla þeir sam-
an í 1. umferð. Margeir Pétursson,
sem er númer 2, teflir í dag gegn
Viktor Kortsnoj, stigahæsta manni
mótsins, sem er númer 11, og Jóhann
Hjartarson, númer 6, teflir gegn Pol-
ugaévski sem er númer 7. Annars
er töfluröðin þessi:
1. Jón L. Ámason
2. Margeir Pétursson
3. Nigel Short
4. Jan Timman
5. Lajos Portisch
6. Jóhann Hjartarson
7. Lev Polugaévski
8. Mikhael Tal
9. Simen Agdenstein
10. Ljubomir Ljubojevic
11. Viktor Kortsnoj
12. Helgi Ólafsson
Mikhail Tal sagði í stuttu samtali
við tíðindamann DV að hann hefði
teflt á sterku móti í Tíbilísi í Sovét-
ríkjunum í desember og náð þar 1.
til 2. sæti ásamt ungum og lítt þekkt-
um stórmeistara frá Sovétríkjunum.
Hann sagðist enn reyna að halda
sínum hvassa sóknarstíl, en bætti
svo við: „Maður verður friðsamari
með aldrinum þvert gegn vilja sín-
um, þannig er það hjá öllum
skákmönnum. Ég get þó lofað ís-
lenskum skákunnendum því að ég
mun gera mitt besta á þessu móti.
Þetta er feikilega sterkt mót og það
verður ekki auðvelt að ná í verð-
launasæti. Mér hefúr alltaf þótt gott
að tefla á íslandi og yfirleitt hefur
mér gengið vel. Ég vona bara að svo
verði að þessu sinni“.
Hinn Sovétmaðurinn á mótinu,
Lev Polugaévskí, var ekki bjartsýnn.
Hann sagðist ekkert hafa teflt síðan
í júlí. Þann tíma sem liðinn er síðan
sagðist hann hafa notað til að skrifa
bók um skák. „Þess vegna veit ég
eiginlega ekkert í hvemig formi ég
er núna og hlakka mjög til að gera
á því könnun á þessu fimasterka
móti,“ sagði Polo.
Fyrsta umferð IBM-mótsins hefst
í dag kl. 16.30 að Hótel Loftleiðum.
-S.dór
Stefansmenn harðir:
Vilja Steingrím
ekki norður
Jón G. Hauksson, DV, Akureyit
„Steingrímur hefúr ekkert hingað
að gera til að tala við okkur fyrst
hann gat ekki séð af tveim mínútum
þegar hann var á KEA um daginn,"
sagði Haraldur M. Sigurðsson, kosn-
ingastjóri Stefáns Valgeirssonar, við
DV í morgun.
Haraldur sagði að forsætisráðherra
hefði tilkynnt þeim aðilum sem standa
að sérframboðinu að hann gæti komið
norður til viðræðna laugardaginn 28.
febrúar. „En við höfúm ekkert við
hann að tala um þetta mál núna.“
- Em margir búnir að segja sig úr
Framsóknarflokknum?
„Ursagnimar ganga reyndar hægt
og rólega fyrir sig en þetta verða ein-
staklingar og á Raufarhöfn og Þórs-
höfn ganga heilu félögin úr
Framsóknarflokknum. Þessar úrsagn-
ir koma til framkvæmda."
„Annars telja þeir okkur vera ljótu
Evubömin," sagði Haraldur. „Þegar
við sóttum um BB fyrir listann var
sagt, þegar þeir neituðu því, að betra
væri að hafa lítinn flokk og samstæð-
an heldur en stóran flokk og sundur-
leitan. Þeim verður greinilega að ósk
sinni."
Byggingamenn:
Kjaradeila til
sáttasemjara
í morgun hófst hjá sáttasemjara
fyrsti samningafundurinn í kjaradeilu
byggingamanna og viðsemjenda
þeirra. Nokkrar samningaumleitanir
hafa átt sér stað hjá þessum aðilum í
vetur en án árangurs og var málinu
vísað til Guðlaugs Þorvaldssonar
sáttasemjara. -S.dór
Kaffibaunadómurinn:
Gísli áfrýjar
„Ég hef ákveðið að áfrýja þessum
dómi til Hæstaréttar," sagði Gísli The-
ódórsson, fyrrum forstöðumaður
Lundúnaskrifstofu Sambandsins, í
samtali við DV.
Gísli var sem kunnugt er einn þeirra
starfsmanna SÍS sem sakfelldir voru
vegna „kaffibaunamálsins" svokall-
aða en dómur í málinu gekk á þriðju-
dag og hlaut þar Gísli 3ja mánaða
skilorðsbundinn fangelsisdóm.
Þá sagði Gísli, í tilefni forsíðufréttar
í Þjóðviljanum í gær, að hann hefði
aldrei rætt við það blað um þetta mál
og því væru ummæli eftir sér höfð
innan gæsalappa í fréttinni hreinn til-
búningur blaðamanns. Hann hefði
ekki rætt dóm sakadóms við Þjóðvilj-
ann frekar en aðra fiölmiðla. -ój