Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Qupperneq 4
4
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987.
Stjómmál dv
Fmmvarpi um rannsóknamefnd vísað frá í spennandi afkvæðagreiðslu:
Alþýðubandalag og
Framsókn klofnuðu
Forseti
Hæstaréttar
á að láta
Alþingi
í friði
„Ég tel afskipti forseta Hæsta-
réttar aldeilis fráleit og með öllu
ólíðandi að svona vinnubrögð séu
ástunduð hér,“ sagði Steingrímur
J. Sigfusson, þingmaður Alþýðu-
bandalagsins og einn af flutnings-
mönnum lagafrumvarpsins um
rannsóknamefad.
„Þetta er auðvitað slettireku-
skapur frara í störf Alþingis sem
forseta Hæstaréttar koma ekki við
á þessu stigi málsins. Hann á aö
láta Alþingi í friði rétt eins og
Alþingi á að láta hann í friði.
Þetta mál var ekki þess eðlis að
það færi raeð nokkrum hætti inn
á verksvið Hæstaréttar frekar en
til dæmis var með frumvarpið um
rannsóknamefadina í Hafskips-
málinu sem væntanlega og
vonandi á eftir að fara til Hæsta-
réttar. Og ég geri ráð fyrir að
forsetinn sé ekki að afsala sér lög-
sögu í því þó að hann hafi skipað
í þessa nefad í fyrra.
Ura niðurstöðima hef ég það að
segja að ég er óhress með hana.
Þetta er áfall fyrir þingræðið og
góðar þinglegar venjur að mál fái
hér skoðun í nefadum.
Þetta er gerræði og valdníðsla
af hálfa ríkisstjómarinnar sem er
auðvitað einstaklega ósraekklegt
þegar það er haft í huga að það
er forsetí deildarinnar sem er fyrsti
flutningsmaður frumvarpsins. Ég
tel að sá ágæti maður eigi annað
skilið af neðri deild Alþingis þetta
kjörtímabil heldur en að hún synji
máli sem hann Ðytur.
Um afstöðu þeirra rainna félaga,
sem ekki treystu sér til að greiða
atkvæði gegn þessari frávísun, hef
ég ekkert um það að segja annað
en það að þeir hafa valið sér vini
hingað til, gera það nú og munu
gera það óáreittir af mér.
Ég tek það fram að Hjörleifur
Guttormsson var alveg af óviðráð-
anlegum ástæðum fjarstaddur.
Hann hafði löngu ákveðið ferðalag
út land og gat ekki breytt því. Við
það varð ekki ráðið,'1 sagði Stein-
grímur J. -KMU
„Þetta er ekkert undrunarefai. Við
gerðum ráð fyrir þessu álíka. Fram-
sókn er vitlaus hvort sem er,“ sagði
Sverrir Hermannsson menntamála-
ráðherra um þá samþykkt neðri
deildar Alþingis að vísa frá lagafrum-
varpi Ingvars Gíslasonar, Steingríms
J. Sigfússonar, Guðmundar Bjama-
sonar og Kristínar Halldórsdóttur um
að Hæstiréttur skipaði nefad utan-
þingsmanna er rannsakaði deilur
menntamálaráðuneytis og fræðslu-
yfirvalda í Norðurlandi eystra.
Frávísunartillaga Ólafs G. Einars-
sonar, þingflokksformanns Sjálfstæð-
isflokksins, var samþykkt í spennandi
atkvæðagreiðslu í gær með 21 atkvæði
gegn 17.
Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins
í deildinni, 16 að tölu, studdu tillög-
una, þeirra á meðal Halldór Blöndal.
Framsóknarflokkurinn klofaaði.
Ráðherrar Framsóknarflokksins
sögðu já, þeir Steingrímur Hermanns-
son, Halldór Ásgrímsson og Alexander
Stefánsson, og einn óbreyttur þing-
maður, Ólafur Þórðarson.
Sex framsóknarþingmenn greiddu
atkvæði gegn frávísun, þeir Ingvar
Gíslason, Guðmundur Bjamason, Páll
Pétursson, Stefán Guðmundsson, Stef-
án Valgeirsson og Þórarinn Sigur-
jónsson.
Mikla athygli vakti stuðningur Guð-
mundar J. Guðmundssonar og hjáseta
Garðars Sigurðssonar. Þessi klofaing-
ur í Alþýðubandalaginu tryggði
samþykkt frávísunartillögunnar.
Einnig vantaði atkvæði Hjörleifs
Guttormssonar sem var fjarstaddur.
Þingmenn Alþýðuflokks og
Kvennalista lögðust óskiptir gegn frá-
vísun.
-KMU
KvennalístSnn styður
ekkl kosningalögin
Kvennalistinn, einn flokka, styð-
ur ekki kosningalagafrumvarpið.
Þmgmenn Kvennalistans ætla þó
ekki að greiða atkvæði á móti
heldur sitja hjá.
Þetta upplýsti Guðrún Agnars-
dóttir við fyrstu umræðu ura
kosningalögin á Alþingi í gær.
Sagði hún Kvennalistann ekki
ánægðan raeð þennan áfanga en
þetta væru þó breytingar í rétta
átt, einkum hvað varðaði mögu-
leika smáflokka til að ná kjöri.
Hún sagði reglumar aJlt of
flóknar. Kvennalistinn teldi að til
væri einfaldari og betri lausn.
Karvel Pálmason, Alþýðuflokki,
lýsti sig andvígan frumvarpinu og
var harðorður. Sagði hann gengið
á rétt dreifbýlisins. -KMU
25. april
verði lög
Steingrímur llennannsson
byggst láta Alþingi staðfesta ák-
vörðun sína um kjördag í vor.
Hann hefar lagt til að eftirfarandi
ákvæði bætist til bráðabirgða við
lög um kosningar til Alþingis:
„Kjördagur við almennar al-
þingiskosningar 1987 skal vera
laugardagurinn 25. apríl.“ -KMU
í dag mælir Dagfaii
Fo rs^ jór in in sýk naðu ir
Þá er loks komin niðurstaða í
kaffibaunamálið margfræga. Fjórir
af yfirmönnUm Bambandsins hafa
verið dæmdir til fangelsisvistar en
sjálfur forstjórinn er hins vegar
sýknaður af ákærunum. Mál þetta
hefar vakið mikla athygli og þá ekki
síst fyrir þá sök að hér hafa átt í
hlut forsvarsmenn stærsta fyrirtækis
landsins. Hafa þeir statt og stöðugt
haldið því fram að málaferlin væru
af pólitískum toga og fjölmiðlar
stunduðu ofsóknir gagnvart sér að
ósekju. Eftir að dómurinn er birtur
er Ijóst að sakadómur ætlar sér að
taka þátt í þessum ofsóknum.
Tildrög málsins eru þau að upp
komst að skrifstofa SÍS notaði tvo
vörureikninga vegna innflutnings á
kaffibaunum, annan til að senda
kaffibrennslunni fyrir norðan, sem
var gjaldfærður, og hinn til að skjóta
afslætti undan í sjóði SÍS. Þessi
reikningsfærsla var talin bijóta í
bága við gjaldeyris- og verðlagslög
og vera meint fjársvik.
Ákæran gekk út á að Samband
íslenskra samvinnufélaga hefði haft
af kaffibrennslunni og þá um leið
af neytendum tugmilljónir króna
með því að verðleggja vöruna hærra
heldur en ástæða var til miðað við
rétt innkaupsverð. í sakadómi er
talið sannað að fJamkvæmdastjóri
verslunardeildar og aðrir yfirmenn
bæru ábyrgð á þessu misferli og voru
dæmdir til tugthúsvistar. Hins vegar
ber svo við að sjálfur forstjórinn er
sýknaður af öllum ákærum meðan
undirmenn hans eru dæmdir sekir.
Að vísu segir í dóminum að líklegt
þyki að forstjórinn hafi vitað hvem-
ig staðið var að reikningsfærslunni
og hann hafi haft um það fuíla vitn-
eskju. En eitthvað finnst sakadómi
á það skorta að sektin sé sönnuð og
þess vegna sleppur hann fyrir hom.
Þessi dómur er hinn fróðlegasti
fyrir þær sakir að hann varpar ljósi
á það hvemig stærsta fyrirtæki
landsins er rekið. Einhverjar undir-
tyllur taka sig til og búa til tvöfalda
vörureikninga og mynda hagnað
fyrir SÍS upp á tugmilljónir króna
án þess að forstjórinn hafi af því
sannanleg afskipti. Þegar til kas-
tanna kemur er síðan sagt að for-
stjórinn viti ekki það sem hann veit
vegna þess að ekki er hægt að sanna
á hann vitneskjuna. Það þarf sem
sagt að sanna fyrir rétti að forstjór-
inn kunni skil á bókhaldi til að
sakadómur geti ákveðið að forstjór-
inn beri ábyrgð á fyrirtækinu sem
hann stjómar. Nema að undirmenn-
imir hafi haldið hagnaðinum leynd-
um fyrir forstjóranum. Undirmenn-
imir hafi með öðrum orðum
skipulagt reikningsfærslumar með
það fyrir augum að blekkja bæði
kaffibrennsluna og neytendur og
forstjórann að auki. Sjálfeagt í þágu
samvinnuhugsjónarinnar. Þetta er
mikil fómfysi í þágu málstaðarins
og stendur aðeins eftir sú spuming
hvort undirmennimir hafi gmnað
forstjórann um græsku og ekki talið
hann nógu heilan í samvinnuhug-
sjóninni.
Það er vitaskuld illt undir því að
sitja fyrir forstjóra sem setið hefur í
stól sínum í marga áratugi að njóta
ekki þess trausts meðal undirmanna
sinna að fá að vita hvemig hagnað-
urinn verður til. En á hinn bóginn
hlýtur honum að vera nokkur léttir
að þessari tortryggni gagnvart sér
þegar réttarfarið kemst að þeirri nið-
urstöðu að engin sekt sé á hann
sönnuð af því undirmennirnir
leyndu fyrir honum laumuspilinu.
Forstjórinn sleppur að minnsta kosti
við tugthúsvistina sem hinir hafa
upp úr krafsinu fyrir að vinna skít-
verkin í þágu hugsjónarinnar.
Annars virðist það lítið mál í aug-
um réttarkerfisins að svindla á
lögunum. Og það jafavel upp á tugi
og hundmð milljóna. Svo lengi sem
svindlið er framkvæmt í þágu ann-
arra og menn hagnast ekki á því
persónulega sleppa skúrkamir með
skilorðsbundna fangelsisdóma í par
mánuði. Það er mikill munur á þeirri
refsingu eða margra ára fangelsis-
dómum yfir smátittlingunum sem
em svo vitlausir að svindla fyrir
sjálfa sig.
Nú er bara fyrir strákana hjá Sam-
bandinu að vera góðir og þægir og
halda sig á mottunni í bókhaldinu.
Og svo náttúrlega skila peningun-
um. Þá kemst allt í samt lag aftur.
Dagfari