Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Page 7
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987.
7
Gæði, mat og fiskverð:
Atvinnuinál
BJóða bátum fast mat
á allan afla vetrarins
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands ísl. útvegsmanna, seg-
ir i viðtali við DV að yfirborganir á
fiski séu nú meiri en dæmi eru til um
áður. Yfirborganir þessar eru með
fleiri en einum hætti. Sumir greiða
beint til seljenda, 5% til 15%, eftir því
hvort um er að ræða línu- eða neta-
fisk, þorsk eða ýsu. Aðrir nota fisk-
matið sem nú hefur verið fært til
kaupenda og seljenda frá Ríkismatinu.
Samkvæmt heimildum DV bjóða
sumir fiskkaupendur fast mat á afla
vetrarins hjá bátum, 90% í 1. flokk
og 10% í 2. flokk og setja engin skil-
yrði fyrir netafjölda. Heldur ekki hvort
net eru látin liggja í sjó yfir helgi eða
ef um 2ja nátta fisk er að ræða vegna
brælu. Aðrir greiða eftir sama mats-
hlutfalli en setja skilyrði um netafjöld-
ann og að net séu tekin upp um helgar.
Eins skal samið sérstaklega um afla
ef um 2ja eða 3ja nátta fisk er að ræða
vegna brælu. Þessi aðferð er fullkom-
lega eðlileg og ekki aðfinnsluverð,
enda gera kaupendur trauðla svona
Fréttaljós
Sigurdór
Sigurdórsson
samninga nema þeir geti treyst við-
komandi skipstjóra og áhöfn fullkom-
lega. Mun í þeim tilfellum flestum
miðað við að aflinn sé þveginn og sett-
ur í fiskkör um borð.
Hættumerki
Hitt má telja alvarlegt hættumerk
ef afli er fyrirfram metinn 90%/10°/
alveg án skilyrða. Allir vita að algengi
er að bátar séu með fleiri net í sjó er
leyfilegt er. Þetta hefur minnkað efth
að kvótakerfið var sett á, en nú ei
þessu aftur boðið heim með fyrirfrair
föstu mati án skilyrða. Ef þessi hlut
föll raskast til að mynda í 80%/20°/
eða eitthvað álíka þá freistar það fisk
kaupanda að ganga fram á ystu nö
með gæði til frystingar. Hann er búim
að greiða fyrir 2. flokks fisk sem 1
flokkur væri.
Allir þeir sem nálægt fisksölumálur
koma vita og viðurkenna að okka
stærsti möguleiki í hinni grimmu sarr
keppni á heimsmarkaðnum er betr
hráefni en aðrir geta boðið. Ef bæc
sjómenn og fiskverkendur leggjast
eitt í þessum efnum er þetta hægt. Vi
getum komið með að landi nýrra hrr
efni en nokkur önnur þjóð í heiminur
vegna þess hve stutt við eigum á mif
in. Allir vita að ekki þarf nema ein
gikk í hverri veiðistöð. Þannig er þa
líka varðandi fiskvinnsluna. Ef eir
hverjir freistast til að fara yfir þa
mörk sem sett eru hvað gæði varðt
kemur það niður á heildinni. Því m
taka undir með þeim fjölmörgu sei
efast um ágæti þessarar aðferðar vi
að yfirborga.
Hvers vegna hikuðu
fiskkaupendur?
í ljósi þess sem Kristján Ragnarsso
segir um yfirborganir og að þær sýr
aðeins að fiskkaupendur hafi ekki át
eins bágt og þeir létu þegar ákvörðun
in um fiskverð var ákveðin vaknar s\
spuming hvers vegna þeir vildu ekk
að fiskverð yrði gefið fijálst frá síð
ustu áramótum. Sigurður Einarssoi
hjá Hraðfrystistöðinni í Vestmanna
eyjum segir að frystihúsin þar komis
ekki hjá því að yfirborga til að fá fisl
í samkeppninni við gámaútflutning
inn. Mörg frystihús úti á landi, sen
jafhframt eiga togara, hafa farið út
það að greiða sjómönnum gámaveri
fyrir ákveðið fiskmagn á ári. Hefði það
ekki verið hreinlegri aðferð að gefa
fiskverð einfaldlega fijálst og láta fisk-
inn síðan lúta eðlilegu gæðamati?
Fiskseljendur vildu að fiskverð yrði
gefið frjálst og sögðu að fiskurinn yrði
hvort sem er yfirborgaður vegna sam-
keppninnar við gámana. Með því að
hafa fiskmat með ýmsum hætti í yfir-
borganakapphlaupi er hættu boðið
heim varðandi gæði fiskafurða sem
seldar eru úr landi.
Loðnuverðið
Við verðákvörðun á loðnu í haust
er leið var ákveðið að gefa það fijálst
í tilraunarskyni. Það mun samdóma
álit manna að þetta hafi tekist nokkuð
vel varðandi bræðsluna. Verðið hefur
verið nokkuð mismunandi eftir því hve
langt hefur verið af miðunum á lönd-
unarstað. En svo kom loðnufrystingin.
Þá breyttist þetta þannig að frystihús-
in frá Vestmannaeyjum og vestur úr
greiða sama verð fyrir kílóið af loðnu
til frystingar. Sjómenn ásaka fiysti-
húsin um hringamyndun og Kristján
Ragnarsson segir grundvöllirm fyrir
ffjálsu loðnuverði brostinn vegna
þessa.
Hætt er við að frystihúsin hafi með
þessu stefht í hættu hugmynd manna
um að gefa fiskverð frjálst, með því
að bindast samtökum um verð á fiystri
loðnu að þessu sinni. Hættan á að hið
sama gerist ef allt fiskverð verður gef-
ið fijálst er fyrir hendi eftir þetta. Það
segir ekkert í þessu sambandi þótt
menn yfirborgi nú fiskinn vegna þess
að fiskverðið sem ákveðið var um ára-
mótin var svo lágt að það má telja það
úr tengslum við raunveruleikann. Á
meðan menn fá á milli 60 og 70 krónur
fyrir kílóið á mörkuðum erlendis er út
í hött að bjóða hér rúmar 30 krónur
fyrir kílóið af úrvalsþorski. Með því
að gefa fiskverð fijálst og með stofnun
fiskmarkaða hafa menn talið að gæði
hráefnis yrðu meiri en nú er. Þegar
verð á fijálsum markaði ræðst ein-
göngu af stærð og gæðum þá hugsa
þeir sem afla fengsins öðruvisi en ef
fast mat er á aflanum hvemig sem
ástand hans er, eins og nú þekkjast
dæmi um. Þá er um að gera að koma
með sem mest magn, án tillits til þess
hver gæðin eru.
I allri þeirri miklu umræðu sem átti
sér stað í haust um að leggja niður
Ríkismat sjávarafurða, bæði á þingi
Fiskifélagsins og á þingi Landssam-
bands ísl. útvegsmanna og raunar
víðar, töldu menn það til bóta að fá
matið í hendur seljendum og kaupend-
um. Vel má vera að svo sé þar sem
strangt ferskfiskmat fer ffarn. Það
skiptir þó í sjálfu sér ekki máli hver
matið framkvæmir. Hitt er aftur á
móti ljóst að með flötu mati á heilli
vertíð, án tillits til gæða, er stigið spor
aftur á bak. Og að þetta skuli gerast
á sama tíma og fisksölufyrirtækin
hrópa á meiri gæði hráefhis vegna
aukinnar samkeppni á erlendum
mörkuðum er óskiljanlegt. Við eigum
í samkeppni v'ð ríkisstyrktan sjávar-
útveg í Noregi sem undirbýður okkur
í sölu á síld og saltfiski. Við eigum í
samkeppni við Kanadamenn sem und-
irbjóða okkur á fiskmarkaði í Banda-
ríkjunum og Japan, þar sem þeir bjóða
frysta loðnu á verði sem ekki þýddi
fyrir okkur að hugsa um. Eina svarið
sem við íslendingar eigum eru meiri
gæði og enn meiri gæði. Þegar svona
er komið á auðvitað að herða á gæða-
eftirlitinu en ekki slaka á þvi. Þetta
þýðir ekki að Ríkismatið sé endilega
hið eina rétta til þess. Eflaust má
tryggja það með öðrum hætti. Hvað
sem það kostar verður að finna þá
leið sem tryggir að einungis úrvals-
fiskur fari á okkar hörðustu markaði.
Kassar og kör
Á nokkrum stöðum á landinu eru
bátar famir að setja allan sinn fisk í
sérstök fiskkör. Þetta er gert á Rifi,
Hellissandi og Patreksfirði. Þessir
staðir skáru sig úr á síðustu vertíð
hvað gæði afla snertir. Sá bátur sem
var hæstur yfir landið hvað gæði
snertir, Hamar SH, er frá Rifi. Bátar
Jóns Magnússonar frá Patreksfirði
voru við hlið hans að kalla. Allir setja
þeir afla sinn í fiskkör. Þegar árangur
þessa liggur fyrir, en aðrir bátar taka
þetta ekki upp, er spuming hvort ekki
á að grípa í taumana og skikka báta
til að fara þannig með aflann. Það kom
upp á vertíðinni í fyrra að bátar frá
Norðurlandi, sem veiddu í Breiðafirði,
treystu sér ekki til að sigla með aflann
óskemmdan til heimahafriar. Þeir
settu fiskinn ekki í kör. Breiðafjarð-
arsjómenn, sem kunna með fiskkör að
fara, tóku þetta að sér og skiluðu úr-
valshráefhi. Væri ekki ástæða til að
velta þessu máli fyrir sér?
-S.dór
Wagoneer
riAMCJeep
ÞAÐ ER VALIÐ
Cherokee
Ný, öflug, sparneytin, 6 cyl. vél 173 HÖ
Þróaðasta íjórhjóladrifið Selec Trac.
„Var 115 hö“
Fullkominn 4ra gíra sjálfskipting
með vinnsluvalrofa sem gerir
það að verkum að vélin er allt-
af á réttum snúningi, orkan
nýtist að fullu og eyðslan verð-
ur í lágmarki.
1987
er
glæsilegri,
kraftmeiri,
þægilegri
og fullkomnari.
ECILL VILHJÁLMSSOIM HF
Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202
Söluumboð Akureyri:
Þorshamar hf. - simi 22700.