Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Page 10
10
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987.
Utlönd
Iraka-dátar í Bagdad í orlofi frá vígstöðvunum. - Ljósmynd JN.
íbiðsal
einræðisherrans
Andlitið á tollaranum í Irak var eitt
spuminj'armerki. - „Hver getur verið
svo vitlaus að vilja inn í land sem all-
ir aðrir reyna að komast út úr?“- En
í stað þess að segja orð lét hann duga
að hrista höíúðið í forundran og byrj-
aði síðan, eins og tíu arma kolkrabbi,
að gramsa í ferðatöskunni minni.
í bakgrunni stóðu tveir íraka-dátar
með hlaðna AK-47 hríðskotariffla.
Stöðugt þyngdist á þeim brúnin sem
hækkaði haugurinn af segulbands-
tækjum og ljósmyndavélum á borðinu
hjá tortryggna tollaranum. Til allrar
lukku sást honum yfir ferðaritvélina
mína. Það er nefnilega bannað að taka
með sér ritvélar inn í írak. Einræðis-
herrar óttast ritvélar næstum jafn-
mikið og vélbyssur.
Skrítin árátta
Yfirhöfuð talað þarf einhverja
óskaplega áráttu eða þá mikla
heimsku til þess að vilja heimsækja
land á borð við írak sem heyr upp á
líf og dauða stríð við æjatollana í ír-
an. Og það þarf einnig heppni. En
þennan morgun sem ég er staddur í
landamærastöðinni Safwan, á landa-
mærum Kuwait og írak, er lánið
einhvers staðar á flakki annars staðar
og ekki með mér. Vegabréfsskoðarinn
innan gluggarúðunnar stimplar alls
konar pappíra af hjartans lyst, en af
einhverjum óskiljanlegum ástæðum
gleymir hann að stimpla vegabréfið
mitt, sem ég uppgötva þó ekki, illu
heilli, fyrr en löngu síðar.
Á landamærastöðin er steikjandi
sólskin þegar ég skömmu síðar legg
grunlaus af stað eftir þjóðveginum.
Formlega séð hef ég verið stimplaður
út úr Kuwait en eins og síðar kemur
á daginn ekki stimplaður inn í Irak.
Ég er á leið inn í nokkurs konar einsk-
ismannstilveru.
Á leið til vígstöðvanna
Leigubíllinn þaut í átt til hellis
Aladdíns milli fljóta Babýloníu. Því
meir sem við nálguðumst Basra því
fleiri fallbyssur meðfram þjóðveginum.
Dátar, herbílar og sendiboðar á bif-
hjólum voru úti um allt. Við nálgumst
vígstöðvarnar. Á einu vegaskiltinu
stendur: Fao - 19 km. Nítján mínútna
akstur um forboðna veginn og ég gæti
rekið puttann upp í byssuhlaup írana.
Daglega heimtar Persaflóastríðið
sínar blóðugu fómir og Basra er í
augum íraka hinsta vígið. Hér er bar-
ist með öllum tiltækum ráðum til að
halda árásarsveitum írans í skefj-
lun.
I anddyri Sheraton-hótelsins í Basra
er örtröð þegar ég kem að. Fólkið
streymir inn til þess að leita sér hælis
innan þykkra múrveggjanna. I heilan
sólarhring hafa íranir haldið uppi
samfelldri skothríð á Basra. Bærinn
er nær týndur á bak við sandpoka-
hrúgur. - En mitt verkefni hlýtur að
vera að komast til vígstöðvanna sem
liggja í tíbránni hinum megin við sjón-
deildarhringinn, 25 km í burtu.
í viðureign við báknið
Blaðafulltrúi staðarins, útnefhdur
af Saddam Hussein einræðisherra,
kærir sig lítið um blaðasnápa, sem
hafa laumað sér inn í hans umdæmi
um bakdymar frá Kuwait og setja alla
skipulagningu úr skorðum. Ef ég vildi
til vígstöðvanna skyldi ég fyrst fara
til Bagdad og þá væri unnt að gera
fyrir mig „áætlun“ sem væri ámóta
endalaus eins og þégar Franz Kafka
lætur í bók sinni, Höllinni, söguhetj-
una „K“ grufla í prótókollum embætt-
ismanna. Fjöltengillinn og ég sitjum
lengi og störum hvor á hinn án þess
að segja orð.
Þá er meira lið í breska rúllettustjór-
anum í spilavíti hótelsins, hann hitti
ég síðar að baki múrstoð i hóteland-
dyrinu, þar sem við höfðum leitað
skjóls fyrir skeytum Irana. Hann
hvíslar: „Ef þú sérð í grænum einkenn-
isbúningi sköllóttan, miðaldra mann,
sem stingur litið eitt við skaltu koma
þér í kunningsskap við hann. Hann
er yfirmaður öryggis- og leyniþjón-
ustunnar hér í Basra. Þú getur fundið
hann alla daga á tennisvellinum. Ann-
ars getur þú einnig þekkt hann á
fulltrúanum sem fylgir honum hvert
fótmál og heldur á lítilli stresstösku
sem hann leggur einungis frá sér þeg-
ar hann af skyldurækni dustar af
axlaskúfum herra síns.“
Strand vegna áætlunarleysis
Síðdegis hitti ég þennan mafíufor-
ingja í kaffihúsi hótelsins og er hann
þá umkringdur skuggalegum undir-
foringjum. Ég blanda mér í selskapinn
og kem af stað samræðum við sjeff-
ann. Menn fá sér mörg glös af
moðvolgu, bragðvondu öli meðan
sjeffinn flytur langa tölu um afrek sín.
Einu sinni lætur hann í það skína að
það verði enginn vandi að koma mér
til vígstöðvanna. Mörgum ölkollum
og klukkustundum síðar legg ég til:
„Eigum við að hittast snemma á morg-
un og aka niður til Fao?“
„Ekkert mál!“ segir þessi djúpradd-
aði öryggisforingi. „Þú ert auðvitað
með áætlunina frá ráðuneytinu í
Bagdad, ekki satt?“ - Neehei, hana
hafði ég ekki. Ekki hafði ég fyrr sleppt
orðinu en sjeffinn umbreytist þama
frammi fyrir mér - líkt og prins sem
breytist í frosk aftur. Leiður ypptir
hann öxlum og ráðleggur mér að koma
til Basra aftur einhvem tíma seinna.
Svo líður hann út á tennisvöllinn og
fulltrúinn, dillandi rófunni, fylgir hon-
um. Eftir láta þeir tignarlegan ölreikn-
ing.
Það horfði ekki beinlínis vænlega
til Cavling-verðlauna fyrir æsilegar
stríðsfréttir. Glóandi sjónir forsetans
á risamálverki í hótelanddyrinu
töluðu til mín ským máli: „Hypjaðu
þig heirn. Hér kemst enginn upp með
neitt rnúður."
Stimpill eða ekki stimpill
-það er málið
Nokkrum dögum síðar komst hin
kafkanska ringulreið í algleymi í
Bagdad þegar ég uppgötvaði að í vega-
bréfið mitt vantaði stimpilinn. Nú varð
allt í einu mikilvægari en að komast
til vígstöðvanna spumingin um það
hvort ég yfirleitt kæmist burt, hvert
sem ég svo sem vildi fara.
Með tregðu vogaði ég mér inn í völ-
undarhús skrifstofubáknsins í írak.
Það var í „dvalarstaðadeild“ innan-
ríkisráðuneytisins sem örlög mín
skyldu ráðin. Þar hafa menn strangt
eftirlit með öllum vegabréfsáritunum.
Fyrstu klukkustundimar liðu við
það að færa sig úr einum biðstólnum
yfir í annan. Hinn hræðilegi sannleik-
ur var einkar einfaldur og skýr:
Stimpill í vegabréfi er bara stimpill,
ef maður hefur hann. Stimpill, sem
maður hefur ekki í vegabréfi, hefur
aldrei verið til. Og það sem aldrei hef-
ur verið til verður ekki útvegað. Þetta
var mér gert ljóst á 4. hæð í rykugum
biðsal.
Leið nú og beið og síðdegis er ég
sendur yfir götuna í grámuggulega
byggingu þar sem hvergi sést svo mik-
ið sem eitt nafnskilti.
í völundarhúsi kerfisins
Eftir langa gönguferð um ýmsa
rangala, upp og niður stiga, í gegnum
forsali og nýja rangala fer loks svo
að ég hef ekki hugmynd um hvar ég
er niðurkominn. Hér gæti ég týnst til
eilífðar. Möguleiki, sem ég verð hér
eftir að reikna alvarlega með, þar sem
ég hef engan innkomustimpil og er
því, opinberlega séð, alls ekki í
Irak!
Þar kom að ég var leiddur fyrir
mann sem ég vonaðist til að gæti veitt
mér afgreiðslu. Eftir hálfa klukku-
stund rennur upp fyrir mér að ég er
til yfirheyrslu hjá háttsettum foringja
í leyniþjónustu Iraks. Bolabíturinn
situr innan við víðáttuskrifborð og
drekkur sykrað te. Sterklegir kjálka-
vöðvamir eru það eina sem sýna að
eitthvað líf hrærist innra með þessum
skrifstofubúdda. Kolsvört augun vega
mig og meta blákalt. Yfirbragðið er
það sama og hjá flestum valdapáfum
sem njóta til fullnustu valdsins unað-
ar.
Hvers vegna kom blaðamaðurinn til
írak í gegnum Safwan-landamæra-
stöðina? Hvað er skrifað í flugfarseðil
■ hans um áfangann Kuwait-írak? Var
þetta ekki ónotaður farseðill þá? Hvi
hafði blaðamaðurinn ekki notað far-
miðann í staðinn fyrir að eyða ofljár
í leigubílaakstur i gegnum írak? Hvað
hafði hann þá séð? Hafði hann þá
nokkum tíma séð landamærastöðina?
Kannski komið annars staðar inn í
landið og á kannski allt öðrum tíma
í hugsanlega allt öðrum erindum en
frá var greint?
Með kveðju frá Kafka
Viðtalinu lauk með því að ég varð
að skrifa undir einhverja skýrslu á
persnesku. Með skjálfandi hendi und-
irritaði ég eitthvað sem allt eins gat
verið játning á njósnum eða óhæíú-
verkum einhveijum. I tvo næstu daga
hélt ég mig á hótelinu og beið fram-
vindunnar. Heppinn var ég þá að hafa
ritvélina. Hvað síðan um mig varð
stendur ekki í opinberum skýrslum
íraks.
Það eina, sem þeir í gestamóttök-
unni hafa getað sagt af mér var að
snemma einn morgun hafði gert upp
reikninginn í móttökunni yfirmáta
stór ritvél, svört og gljáandi, sem kom-
ið hafði ofan af efri hæðum með lítinn,
næstum ósýnilegan blaðamann undir
hendinni. Ritvélin hafði gefið rausnar-
legt þjórfé og síðan skrifað í gestabók-
ina: „Með kærri kveðju frá Franz
Kafka.“
Eftir Jens Nauntofte