Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Page 11
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987. 11 Utlönd Hústakar hefna sín með táragasi Haukur L. Hauksson, DV, Káupmaraiahö&i; Þrír lögreglumenn neyddust til að loka lítilli nærlögreglustöð í Kaup- mannahöfn eftir að þrír hettuklæddir hústakar höfðu kastað táragas- sprengju og smjörsýru inn á stöðina. Kom svo mikill ínykur af smjörsýr- unni að lögreglustöðin varð ekki opnuð aftur þann daginn. Einn lögreglumannanna varð að leita sér lækninga vegna sviða í aug- um undan táragasinu. Samkvæmt rannsóknarlögreglunni í Kaupmannahöín er unnt að sækja hústakana til saka fyrir ofbeldi gegn embættismönnum að störfum. Varðar slíkt allt að sex ára fangelsi. Talsmað- ur hústaka segir að þetta hafi verið gert í hefndarskyni eftir að lögreglan beitti táragasi gegn hústökum á sunnudaginn. Þá var einbýlishús í Hellerup, sem hústakar höfðu á sínu valdi, rutt af lögreglunni. Segja hú- stakar að táragashylkin, sem lögregl- an skaut af tíu metra færi að hústökunum, geti samkvæmt áletrun, sem finna má á hylkjunum, farið í gegnum útidyrahurð þótt skotið sé af allt að 90 metra færi. Kreisky segir af af sér forsætinu Bruno Kreisky, fyrrum kanslari Austurríkis, hefúr boðist til þess að segja af sér varaforsetaembættinu í alþjóðasamtökum jafnaðarmanna. Talsmaður Kreiskys (sem er 76 ára) segir að hann bíði enn svars frá aðal- skrifstofúm samtakanna í London en ekki var látið uppi hvaða ástæða ræki Kreisky til þessa. Hann er um þessar mundir í V-Þýskalandi sér til heilsu- bótar eftir illkynjaða flensu. Kreisky sagði af sér í síðasta mán- uði sem heiðursforseti jafhaðar- mannaflokks Austurríkis sem hann sagði að vanrækti jafnaðarmannahug- sjónina undir forystu Franz Vranitzky, núverandi kanslara. Heróíni smyglað í tréfíl Þessar tvær bresku systur voru handteknar á flugvellinum i Kairó i Egyptalandi á sunnudaginn. í fil úr viði, sem þær höfðu í farangri sínum, fundust sex kiló af heróíni. Konurnar segjast ekkert hafa vitað um að eiturlyfjum hafi verið komið fyrir í fílnum. - Simamynd Reuter Friðarvika Yoko Ono Yoko Ono, ekkja John Lennon, hélt upp á fimmtugasta og fjórða afmælis- daginn sinn i gær með þvi að heimsækja friðarbuðir kvenna fyrir utan Greenham kjamorkuvopnabækistöðvamar fyrir vestan London. Endaði Yoko þar með friðarviku sina en hún var meðal margra frægra gesta er sóttu friðar- ráðstefnuna i Moskvu um helgina. - Simamynd Reuter Efhahagsaðgerðir á prjónum Dana Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahö&i; Samkvæmt heimildum úr ríkis- stjómarbúðum Poul Schlúters forsæt- isráðherra mun danska ríkisstjórnin hafa umtalsverðar efiiahagsaðgerðir á prjónunum. Markmið þeirra mun vera að minnka neysluna og rétta af greiðsluhallann við útlönd. Það getur þó fyrst orðið af efriahags- aðgerðum eftir næstu kosningar, sem eftir öllu að dæma verða síðast á þessu ári, og er það frekar seint með tilliti il efiiahagsráðstafana að áliti margra stjómarsinna. Stjórnarsinnar em þó allsigurvissir um komandi kosningar. Samkvæmt talsmanni ríkisstjómar- innar em það einkum hinir nýaf- stöðnu kjarasamningar sem kalla á þessar efnahagsráðstafanir. Stjórnar- sinnar viðurkenna raunar að efna- hagsástandið hafi versnað mikið síðustu fimm mánuði og þar með ýtt undir nauðsyn ráðstafana. Hér með hefur ríkisstjómin gefið upp á bátinn vonir um árangur af hinum svokallaða kartöflukúrs haustsins. Var honum ætlað að minnka einkaneysluna með gjöldum á neyslulán og afborgunar- viðskipti. En smásala hefur verið á uppleið síðan í desember, einkum eftir aukna kaupgetu fólks, að afstöðnum hag- stæðum kjarasamningum. Hagstofa Danmerkur opinberaði í gær endan- legar tölur yftr greiðsluhallann við útlönd 1986. Hann nemur 34,5 mill- jörðum d.kr. og nema vaxtagreiðslur 28 milljörðum. Verðið mun haldast óbreytt nœstu sólarhringa 4 SAMSUNG Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) - Simi 622025 W-17 Féfdotoeki meó tvöföldu segulbondi og FM sterió og MW bylgjum ó hreint ótrúlegu verói. 6.900 stgr. PD-52S Stórskemmtilegt feróotœki meó lousum „2 woy" hótölunjm. 3 bondo tónjofnaro og tvöföldu segul- bondi. 10.960 stgr. VERÐFREGNIR FRÁ STERÍÓ: ÞRUMUTILDOD PD-70 Fróbœrt ferðotoeki. 2x10 votto mognori, 5 bonda tónjofnori, tvöfolt segulbond með hroóupptöku, „Long Ploy" kerfi, „metol", „chrom" og „normol-stillingor, tengi fyrir plötuspiloro, lousir „2 woy" hótoloror, FM LW, MW og SD bylgjur ósomt mörgu fleiru. 14.990 ttgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.