Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Page 15
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987.
15
Dounrey ógnvaldur íslands nr. 1
Á hinu fjölmenna Hrafnagilsþingi
Sambands ungra framsóknarmanna,
sem haldið var í ágúst á síðasta ári,
var lagður grunnur að harðri bar-
áttustefnu í umhverfismálum. Steín-
an byggir á rótgróinni hefð innan
Framsóknarflokksins en Framsókn
er eini græni flokkurinn á íslandi.
Andóf gegn Dounrey
Eitt stærsta og þýðingarmesta bar-
áttumál okkar, ungra í Framsókn, í
dag er andófið gegn Dounrey. Doun-
rey liggur á norðurströnd Skotlands,
steinspar frá túngarði okkar Islend-
inga. Þar er nú fyrirhugað að reisa
stærstu endurvinnslustöð á plútón-
íum í heimi og eiga framkvæmdir
að heQast í júní. Nú þegar er fyrir
kjamorkuver og lítil endurvinnslu-
stöð í Dounrey.
Plútóníum, hættulegasta efni
heims
Plútóníum er hættulegasta efni í
heimi. Það er mjög geislavirkt og
hefur 24.000 ára helmingunartíma.
Það þýðir að /i milljón ára tekur
að það verði skaðlaust.
Við skulum líta á nokkrar stað-
reyndir um plútóníum.
- aðeins 5 kg nægja til að framleiða
kj arnorkusprengj u.
- aðeins 2 kg nægja til að drepa
hvert mannsbam á jörðinni.
- aðeins 0,000 01 kg nægir til að
drepa mann á þremur vikum.
- aðeins 0,000 000 000 2 kg nægja
til að valda geislun.
I Dounrey munu á hverju ári verða
endurunnin 6000 kg af hreinu plú-
tóníum. Það nægir til að drepa hvert
mannsbarn á jörðinni 3000 sinnum.
ÞRJÚ ÞÚSUND SINNUM!!!
Magga Thatcher fær mót-
mæli Norðmanna á morgun
Við í Sambandi ungra framsóknar-
manna höfum unnið með systrasam-
tökum okkar í Noregi í andófi gegn
Dounrey á norrænum vettvangi.
Á morgun, 20. febrúar, mun Gro
Harlem Bmndtland, forsætisráð-
KjáOarinn
Hallur
Magnússon
formaður FUF
i Reykjavík
herra Noregs, afhenda Margaret
Thatcher, forsætisráðhema Breta,
undirskriftalista með nöfnum tug-
þúsunda Norðmanna þar sem fyrir-
hugaðri stækkun á endurvinnslu-
stöðinni í Dounrey er mótmælt.
Það vom einmitt systrasamtök
okkar í Framsókn sem stóðu fyrir
undirskriftaherferðinni.
Undirskriftalistar SUF gegn
Dounrey
Við í Sambandi ungra framsóknar-
manna höfum ekki aðeins unnið
gegn Dounrey á alþjóðavettvangi:
Við höfum unnið að þessum málum
innan Framsóknarflokksins og inn-
an stjómkerfisins. Þótt sú barátta
hafi ekki farið hátt vakti undir-
skriftasöfnun okkar gegn Dounrey á
flokksþingi Framsóknarflokksins í
nóvember nokkra athygli. Þá skrif-
aði þingheimur allur undir áskomn
á ríkisstjómina um að hún beitti
öllum ráðum til að koma í veg fyrir
byggingu endurvinnslustöðvarinnar
í Dounrey.
Greinargerð sérfræðinga
Að beiðni stjómvalda var í des-
ember samin greinargerð af íslensk-
um sérfræðingum Geislavama
ríkisins, Hafrannsóknastofnunar,
Siglingamálastofnunar og prófessor
Magnúsi Magnússyni um hættuna
af Dounrey.
I ' greinargerðinni segir m.a.:
„Vegna ríkjandi hafstrauma munu
geislavirk efhi, sem losuð verða í sjó
frá stöðinni, berast á hafsvæðið
umhverfis ísland, meðal annars
fiskislóðina milli Jan Mayen og ís-
lands.“ Þá segir einnig: „Bygging
endurvinnslustöðvar í Dounrey mun
auka mengunarhættu fyrir Norður-
Atlantshaf ekki hvað síst af völdum
slysa sem orðið geta bæði við flutn-
ing á geislavirkum efnum með
skipum á erfiðum siglingaleiðum og
vegna óhappa sem ekki er hægt að
útiloka að geti orðið í endurvinnslu-
stóðinni."
Hvað geturgerst?
Við skulum aðeins athuga betur
„í Dounrey munu á hverju ári verða endur-
unnin 6000 kg af hreinu plútóníum. Það
nægir til að drepa hvert mannsbarn á jörð-
inni 3000 sinnum. Þrjú þúsund sinnum!!!“
„Árið 1984 urðu 194 kjarnorkuslys við Dounrey kjarnorkuverið. Átta þeirra voru skiigreind sem „alvarleg" eða
„meiriháttar“.
hvað felst í þessum orðum. Mestar
líkur eru á að mengun muni verða
vegna sjóslysa. Það verða 60 skipa-
komur til Dounrey þar sem farmur-
inn verður kjamorkuúrgangur. Ef
alvarleg sjóslys verða eigum við á
hættu að fiskistofnar okkar verði
ónýtanlegir um ófyrirsjáanlega
framtíð.
Annar möguleiki er að geislavirk
efni leki úr stöðinni út í sjó. Nú
þegar mælist geislavirkni í sjónum
kringum Dounrey mun meiri en eðli-
legt getur talist. Þó á eftir að stækka
endurvinnslustöðina um 1500%.
Þriðji og hættulegasti möguleik-
inn er að sprenging verði í stöðinni
eða að geislavirk efni leki á einhvern
hátt út í andrúmsloftið. Það yrði til
þess að geislavirku úrfelli rigndi yfir
Island, Noreg, Færeyjar, hluta Dan-
merkui- og N-Skotlands og jafhve!
fleiri landsvæða. Það úrfelli yrði
banvænt og slysið í Tsjernóbfl talið
bamaleikur í þeim samanburði.
Hverjar eru líkurnar?
Líkurnar á slysi í Dounrey eru
miklu meiri en menn vilja vera láta.
Árið 1984 urðu 194 kjarnorkuslys við
Dounrey kjarnorkuverið. Átta
þeirra voru skilgreind sem „alvar-
leg“ eða „meiriháttar". Á tímabilinu
1977 til 1984 urðu 1262 slys sem opin-
berlega voru kölluð „atvik“, þar
voru 41 skilgreind sem „alvarleg“
eða „meiriháttar". Líkur á slysi em
því miklar.
Kjarnorkan er örugg...
... og jörðin er flöt
Það eru menn sem halda því fram
að kjamorkan sé örugg. Dæmin
sanna hið gagnstæða. Windscale
1957, Harrisburg 1979, Tsjernóbíl
1986. Verður það Dounrev næst?
Þeir sem halda því fram að kjarn-
orkan sé ömgg gætu allt eins haldið
fram að jörðin sé flöt.
Trúir þú að jörðin sé flöt? Ef ekki
þá átt þú samleið með okkur, ungum
í Framsókn. í baráttu gegn Dounrey.
Hallur Magnússon
Sigurlistinn
Ljóst er nú hverjir það verða sem
bera hitann og þungann af kosn-
ingabaráttu Alþýðuflokksins í vetur.
Sigurlistinn liggur fyrir um allt land.
Síðast small listinn saman á Vest-
fjörðum með bræðralagi þeirra
Karvels Pálmasonar Bolungarvík-
urjarls og Sighvats Björgvinssonar,
fv. fjármálaráðherra og þingmanns
Vestfirðinga. Er listinn á Vestfjörð-
um nú svo sigurstranglegur að bæði
Karvel og Sighvati er spáð þingsæti
í vor.
Pólitískt hugrekki
Listinn í Reykjavík var kynntur
við mikinn fögnuð fyrir rúmri viku
og er talið að Alþýðuflokkurinn
megi vænta fimm þingmanna í
Reykjavík í vor. Mesta athygli vekur
að sjálfeögðu skipan þjóðhagsstjóra,
Jóns Sigurðssonar, í fyrsta sæti list-
ans og að formaður flokksins, Jón
Baldvin Hannibalsson, skuli standa
upp úr fyrsta sætinu og flytja sig í
það þriðja og raunar vera tillögu-
maður að þessu öllu sjálfur. Sýnir
þetta pólitískt hugrekki formanns
Alþýðuflokksins ásamt því að hafa
boðist til þess að taka efsta sæti lista
flokksins á Austfjörðum ef ekki yrði
eining um skipan efsta sætisins þar.
Það mál leystist þó farsællega með
sameiningu Bandalags jafnaðar-
manna við Alþýðuflokkinn og
framboði Guðmundar Einarssonar,
þingmanns Bandalagsins, í fyrsta
sæti á Austfjörðum. Er Guðmundi
núna spáð þingsæti í kjördæminu
og er langt síðan Alþýðuflokkurinn
hefur átt þingmann á Austfjörðum.
Sterkur jafnaðarmanna-
flokkur
Jón Baldvin stendur því uppi sem
hið mikla sáttaafl í Alþýðuflokknum
og stefhir hraðbyri í að leiða flokk-
inn í mesta kosningasigur flokksins
fyrr og síðar, ásamt þvi að sameina
öll öfl lýðræðis, jafnaðar, samvinnu
og verkalýðsbaráttu í einn sterkan
jafnaðarmannaflokk á íslandi. Á
margan hátt er Jón Baldvin sérstak-
lega kjörinn til þessa verkefnis.
Hann er fæddur í Alþýðuflokkn-
um, reyndar í Alþýðuhúsinu á
Isafirði eins og frægt er, sonur einn-
ar helstu kempu verkalýðsbaráttu á
Islandi, Hannibals Valdimarssonar,
fv. formanns Alþýðuflokksins og
Alþýðusambands Islands.
Jón Baldvin stóð uppi á svölunum
í Iðnó þegar sundur gekk með Al-
þýðuflokknum og Hannibal þannig
að hann þekkir sundurlyndisfjand-
ann í röðum jafnaðarmanna á
íslandi af biturri reynslu. Auk þess
bókstaflega að vera alinn upp i
verkalýðsbaráttunni sem Alþýðu-
flokkurinn var einmitt stofnaður til
þess að heyja sem hinn pólitíski arm-
ur verkalýðsbaráttunnar á íslandi.
Persónugervingur
jafnaðarstefnunnar
Með þessa lífsreynslu í farteskinu,
auk frábærra gáfha, rit- og ræðu-
snilldar og glæsilegrar menntunar
verður Jón Baldvin Hannibalsson
persónugervingur þeirrar þróunar
til jafhaðarstefnu sem íslenskt þjóð-
félag er smám saman að laga sig að. ■
Gömlu fúnu stoðirnar undir úrelta
kjördæmiaskipan gefa smám saman
eftir en ferskur blær pólitísks raun-
veruleika og farsællar efnahags-
stjómunar streymir um íslenskt
þjóð- og athafnalíf. Sá mikli efna-
hagsbati, sem fylgir í kjölfarið, mun
endanlega festa Alþýðuflokkinn í því
sessi sem erlendir bræðraflokkar
hans í Evrópu hafa skipað í sínum
löndum.
KjaUaiinn
Guðlaugur Tryggvi
Karlsson
hagfræðingur
Hrakfarir andstæðinga
Alþýðuflokksins
Ándstæðingar Alþýðuflokksins
fara nú slíkum hrakförum að næst-
um aumkunarvert er upp á að horfa.
Á Norðurlandi eystra keppast bæði
Framsóknarflokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn við einhvers konar
innbyrðis hjaðningavíg þannig að
varla er gert ráð fyrir að þeir verði
yfirleitt grónir inmi sára sinna þegar
til kosninga kemur. Verður það mik-
il sárabót fyrir Árna Gunnarsson,
eftir að hafa fallið með nokkmm
utankjörstaðaatkvæðum í síðustu
kosningum, að leiða sigur Alþýðu-
flokksins í Norðurlandskjördæmi
eystra í vor.
Gvendur smali á jöklinum
Á Norðurlandi vestra vita sjálf-
stæðismenn ekki sitt rjúkandi ráð
eftir að Eyjólfur Konráð tók upp
merki Geirs Hallgrímssonar í
Reykjavík. I- stað hans er mættur
galvaskur boðberi þess að kunn-
ingja- og byggðaþjóðfélag íslenska
lýðveldisins hafi kostað þjóðina 35
milljarða króna. Hans verkefhi verð-
ur svo í framhaldi af því að sjá fram
úr byggingu Blönduvirkjunar sem
enginn hefur neitt við að gera en
hefúr samt kostað þjóðina vænan
part af tölunni sem hann nefndi, auk
beitarlanda í Húnaþingi og ræktun-
arstefnu upp í 550 metra hæð yfir
sjávarmál. Verður fróðlegt að fylgj-
ast með honum við smalamennsku
uppi á Hofsjökli á nýju stráunum
Blönduvirkjunarpostulanna og get-
ur hann þá hugsað örlög steinullar-
verksmiðjunnar og Vallhólmsgi'as-
kögglaverksmiðjunnar, þá hann sest
niður á Miklafell til þess að kasta
mæðinni.
Jón Sæmundur og Birgir Dýríjörð
leiða stórsigur Alþýðuflokksins á
Norðurlandi vestra í vor.
Þingprýði
í Reykjaneskjördæmi má ætla að
Álþýðuflokkurinn fái fjóra menn og
verður mikil þingpifyði að þeim
Kópavogsbúum, Rannveigu Guð-
mundsdóttur, forseta bæjarstjómar,
og Guðmundi Oddssvni, formanni
bæjarráðs Kópavogs. Verður gaman
fyrir gömlu kempurnar, Kjartan Jó-
hannsson, fv. sjávarútvegsráðherra,
og Karl Steinar Guðnason, vara-
formann Verkamannasambandsins,
að mæta svo liðsterkir við stjómar-
myndunarviðræðurnar í vor.
Mia Farrow í
Vestmannaeyjum
Á Vesturlandi leiðir Eiður Guðna-
son alþingismaður sigur listans í
kjördæminu og nýtur þar fulltingis
Borgnesingsins Sveins Hálfdánar-
sonar. Á Suðurlandi er almennt talið
að Magnús H. Magnússon sé ömgg-
ur inni en annar maðurinn á lista
Alþýðuflokksins, alþýðubandalags-
maðurinn, þriðji sjálfstæðismaður-
inn og jafnvel annar framsóknar-
maðurinn séu í deiglunni. Þetta er
nokkuð tvísýnt en von gefur um
bjartsýni að heyra yfirlýsingu
mannsins sem las Suðurlandsblað
Alþýðublaðsins um helgina: „Ekki
vissi ég að Mia Farrow byggi í Vest-
mannaeyjum."
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
„Gömlu fúnu stoðirnar undir úrelta kjör-
dæmaskipan gefa smám saman eftir en
ferskur blær pólitísks raunveruleika og
farsællar efnahagsstjórnunar streymir um
íslenskt þjóð- og athafnalíf.“