Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Side 22
22
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987.
fþróttir
•Avi Cohen, sem lék áður með
Liverpool, skallar hér boltann frá
Nigel Worthington.
Símamynd/Reuter
Jafht hjá
ísrael og
N-írum
ísraelsmenn náðu þeim óvænta
árangri í gærkvöldi að gera jafn-
tefli við Norður-íra í vináttulands-
leik í knattspyrnu. Bæði lið gerðu
eitt mark.
Leikurinn, sem fór fram í Tel
Aviv, var spennandi og vel leikinn
af báðum liðiun. írar áttu þó fleiri
færi og tóku því forystuna snemma
í leiknum. Steven Penney skoraði
markið með laglegu skoti utan úr
teig. Heimamenn jöfhuðu síðan
rétt fyrir ieikslok, beint úr auka-
spymu, eftir að hafa sótt um hríð
að marki gestanna. Markið skor-
aði Zion Mariii. -JÖG.
Ítalía vann
Portúgal
Einn ieikur fór fram í B-riðli
undankeppni fyrir ólympíuleikana
í gær en eins og kunnugt er leika
íslendingar í þessum riðii. Italir
unnu þá Portúgali, 1-0, eftir að
staðan í hálfleik var 0-0. Það var
Roberto Galia sem skoraði markið
á 72. mínútu. 25 þúsund áhorfendur
fylgdust með leiknum. -SMJ
Spurs
sigraði
Tveir leikir fóm fram í NBA
deiidinni b;mdarísku í fyrrakvöld.
San Antonio Spurs liðið, sem Pétur
Guðmundsson var seldur til í síð-
ustu viku, sigraði Denver Nuggets
með 131 stigi gegn 126. Atlanta
Hawks sigraði Detroit Pistons með
107 stigum gegn 103. JKS
Kristján
yfir 4,85
Á innanfélagsmóti KR í gær-
kvöldi setti Kristján Gissurarson
persónulegt met þegar hann stökk
4,85 m. Hann átti 4,81 m best áð-
ur. Felagi Kristjáns, Sigurður T.
Sigurðsson, sigraði og stokk 4,95.
Að sögn Valbjöms Þorlákssonar
var Kristján um það bil 30 cm yfir
ránni þegar hann bætti sig og er
ekki langt að bíða að þeir félagar
stökkvi yfir 5 metra. -SMJ
Cottee
skoraði
Landslið Englands, skipað leik-
mönniun 21 árs og yngri, lagði
Spánverja að velli í vináttulands-
leik í knattspymu í gærkvöldi með
2 mörkum gegn 1. Mörk Englend-
inga skomðu þeir Tony Cottee og
David Rocastle. Dadieskoraði hins
vegar mark Spánverja. -JÖG.
Mætast Lewis
og Johnson?
4 mörk hjá Lineker
- og Englendingar unnu Spánverja, 4-2, í vináttulandsleik
•Gary Lineker er líklega mesti
markaskorari knattspyrnunnar I dag.
Símamynd/Reuter
við þriðja markinu með skalla eftir
að Zubizarreta, félagi Linekers hjá
Barcelona, sem fyrir leikinn hafði að-
eins fengið 13 mörk á sig í vetur, hafði
slegið skot Peters Beardsley frá. Síð-
asta mark Linekers kom á 56. mín. og
skoraði hann það með hnitmiðuðu
skoti frá vítateig. Lineker og Hoddle
áttu góð færi í lokin en Ramon Vaz-
quez minnkaði muninn fyrir Spán-
veija á 77. mínútu.
ósigrandi í 60 m og 50 m hlaupum inn-
anhúss í vetur. Hann hefur hlaupið
60 m á 6,44 sek. og 50 m á 5,55 sek.
Hvort tveggja er heimsmet. Carl Lew-
is hefúr hins vegar átt við meiðsli að
stríða og þurft að gangast undir upp-
skurði á síðasta ári. Nú eru menn hins
vegar að vonast til þess að Lewis sé
búinn að jafha sig og geti farið að
mæta Johnson í keppni. Yrði það svo
sannarlega stórkostlegt að sjá þessa
tvo afreksmenn, en þeir eru báðir 25
ára, mætast á hlaupabrautunum. Er i
undirbúningi að koma á keppni milli
þeirra og þá fyrr en síðar.
Markamaskínan mikla, Gary Liné-
ker, stóð svo sannarlega undir nafni
í gærkvöldi. Hann gerði sér lítið fyrir
og skoraði öll fjögur mörk Englend-
inga í stórsigri þeirra á Spánverjum á
Santiago Bemabeu leikvanginum í
Madrid. Þetta var vináttuleikur milli
þjóðanna og lokatölur urðu 4-2.
Enska liðið sýndi mjög góðan leik
með Lineker sem besta mann. Glenn
Hoddle var mjög góður á miðjunni og
Tony Adams steig varla rangt niður
fæti í vöminni en þetta var hans fyrsti
landsleikur. Lineker hefur ekki leikið
jafnvel með enska landsliðinu en
frammistaða liðsins var góð afmælis-
gjöf til Bobby Robson landsliðsein-
valds sem varð 54 ára í gær.
Það var aðeins Emilio Butragueno
sem eitthvað sýndi í spænska liðinu
og hann færði Spánverjum forystuna
með góðu marki á 14. mínútu. En þá
byrjaði flugeldasýning Linekers. Hann
skoraði fyrsta markið á 23. mínútu
með skalla eftir sendingu frá Hoddle.
Fjórum mínútum síðar skallaði Viv
Anderson knöttinn fyrir fætur Line-
kers sem skoraði af stuttu færi með
vinstri fótar skoti. Þannig var staðan
í leikhléi en eftir aðeins eina minútu
af seinni hálfleik hafði Lineker bætt
Svíar óttast velgengni
handboltamanna sinna
OFyrsta mark Linekers staðreynd. Þess má geta að Spánverjar fengu aðeins
8 mörk á sig í 13 landsleikjum 1986. Símamynd/Reuter
Kanadamaðurinn Ben Johnson hef-
ur tekið við af Carl Lewis sem fljótasti
maður heims. Johnson hefur verið
-vitna í flótta íslendinga í atvinnumennsku
Þótt Svíar séu um þessar mundir í
sjöunda himni yfir ágætri frammistöðu
handknattleikslandsliðs síns óttast
þeir jafhframt að velgengnin taki sinn
toll. Erlend félagslið hafa nefnilega
fylgt hvarvetna á hæla sænskum leik-
mönnum og boðið þeim gull og græna
skóga. Sænska handknattleikssam-
bandinu er lítt um þessi tilboð gefið
enda óttast forsprakkar þess að hrun
handboltans í Svíþjóð sigli í kjölfarið.
Til þess að spoma við þessu hmni
hafa þær hugmyndir verið reifaðar að
setja fastar reglur um kaup erlendra
félagsliða á leikmönnum. Hefúr upp-
hæðin 200 þúsund sænskar krónur
verið nefnd í þessu sambandi fyrir
hvern leikmann. Viðbrögð við þessum
hugmyndum hafa verið með ýmsu
móti en þó má segja að menn hafi
mjög skipst í tvær andstæðar fylking-
ar. Áhorfendur hugsa um pyngju sína
og vilja fá eitthvað fyrir aurinn. Þeir
standa því kröftuglega að baki þessum
drögum handknattleikssambandsins.
Leikmenn vilja hins vegar ekki láta
binda sér haft um fót.
„Ég get ekki ímyndað mér að þessar
reglur nái fram að ganga,“ segir
sænski landsliðsmaðurinn Erik Hajas.
„I raun em þær mjög vafasamar. Þær
hljóta að koma niður á leikmönnum
þótt sú sé vitanlega ekki ætlunin.
Kaupverð leikmanna verður nefnilega
dregið af launum þeirra."
„Það dugir ekki þeim sem hér búa
að landsliðið eitt sé sterkt," lét einn
handknattleiksunnandi hins vegar
hafa eftir sér nú nýlega. „Við viljum
sjá góðan handbolta hér heima fyrir -
allan þann tíma sem hann er leik-
inn.“ Það er nokkuð til í fullyrðingum
beggja. Erik Hajas bendir til að mynda
réttilega á að fjármunir séu ekki jafn-
ráðandi þáttur í handknattleik og
margur ætlar. Þeir leikmenn íslenskir
sem spila í Þýskalandi þurfa til að
mynda að sinna fúllu starfi með íþrótt
sinni. Slíkt viðgengst ekki í knatt-
spymu, enda em peningar í þeirri
íþrótt ótrúlegir.
íslendingar þekkja leikmanna-
flótta af raun
Islendingar þekkja svo sannarlega
vel af raun hver áhrif það hefur er
frambærilegir leikmenn hverfa til er-
lendra félagsliða. Á blóðtökuna sem
slíkum flutningum fylgir bendir Frank
Ström, fulltrúi handknattleikssam-
hands þeirra Svía;
„Ef ekki er unnt að setja reglur sem
hefta gegndarlausan flótta leikmanna
úr landi verðum við samt sem áður
að hafa hönd í bagga með ákvarðana-
töku leikmanna. Það er nauðsynlegt
að menn átti sig á hvílík blóðtaka leik-
mannaflóttinn varð á íslandi. Góðir
leikmenn hurfu í stórum hópum til
erlendra félaga og eftir sátu vængstýfð
liðin heima fyrir.“ Rætur lægingar-
skeiðs handboltans hér á íslandi liggja
vitanlega djúpt og víða en þessir þætt-
ir, sem Ström nefnir hér að ofan, vega
án efa þungt.
Það er rétt nú í vetur sem hand-
knattleikurinn hefur dafhað að nýju
hér heima eftir nokkur dauf misseri.
Efnilegir leikmenn eru nú komnir
fram á sviðið og margir þeirra eru nú
þegar burðarstólpar í sínum liðum.
Áhorfendur hópast í hallir og
íþróttahús til að fylgjast með sínum
liðum enda standa íslendingar nú loks
undir merkjum á Evrópumótum. Það
er því óneitanlega bjart framundan í
handknattleiknum hér á landi.
Það er hins vegar eðlilegt að áhorf-
endur og aðrir óttist atvinnumennsk-
una. Skuggi hennar fellur jafnan á
deildarmótin í hvert sinn sem leikmað-
ur hverfúr úr landi - með svipuðum
hætti á íslandi og i Svíþjóð. -JÖG.
• Erik Hajas í glímu við tvo Spánverja. Fyrir stuttu léku Svíar tvo landsleiki
við Spán og sigruðu, 21-20, og töpuðu, 19-20.
Beveren vann án Gumma Torfa
Kristján Benihurg, DV, Belgfu;
Þrír leikir fóru fram í belgísku bik-
arkeppninni í knattspymu í gær-
kvöldi. Voru þetta fyrri viðureignir
liðanna en léikið er heima og heim-
an.
Beveren vann Aalst á útivelli með
tveimur mörkum gegn engu. Athygli
vakti að Guðmundur Torfason var
ekki í liði Beveren að þessu sinni.
Þá sigraði CS Bruges Lokeren,
einnig 2-0, og KV Mechelen sigraði
Seraing, 3-0.
-JÖG.