Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987. I gærkvöldi Séra Ólarfur Skúlason dómpréfastur: „Stórbætti ímynd prestsins“ Lítið fór fyrir útvarpshlustun í gær. Og hefði reyndar éngu breytt þótt ég hefði vitað um morguninn að ég yrði beðinn um umsögn um útvarp og sjónvarp að kvöldi. Ég hafði ekki einu sinni tök á þvi að hlusta á fréttimar eins og ég er van- ur á hverjum þeim klukkutima sem þeim er útvarpað svo framarlega sem ég er nærri einhverju tæki. Og slíkur var dagurinn að ég gat ekki einu sinni hlýtt á hádegisútvarpið. En enn frekar var forvitnin vakin að vita hvað mundi gerast á alþingi við það að þingmaður sat hádegisfund þann sem ég sótti og sagðist þurfa að fara fyrr en aðrir niður á þing til þess að greiða atkvæði. Þá vissu all- ir hvað hékk á spýtunni. Og ég rétt náði því að heyra í fréttunum klukk- an sjö að tillögu um fræðslustjórann og ráðherrann hefði verið vísað frá. Síðan var komið að sjónvarpinú. Fréttasjúklingi eins og mér þykir það gott að'- geta nú fylgst með því helsta samfleytt í hálfan annan tíma. Séra Olafur Skúlason. Þó að títt sé um sömu fréttir að ræða og ami að því að sjá sömu myndimar frá útlöndum, það breyt- ist nú vonandi fljótlega, þá er gott að virða fyrir sér blæbrigðin og mis- munandi áherslur. Að ekki sé talað um þegar sjónvarpsstöðvarnar tvær taka til við að leggja út af sömu könnunum og fá gjörólíkar útkomur. En til þess að reynast nú betri rýn- ir kíkti ég við og við á spurninga- þáttinn og þótti hann snöggtum skárri en sá fyrsti, sem ég hafði séð, en sá var býsna ömurlegur. Eftir fréttayfirlitið sneri ég yfir á hina stöðina af því að ég vissi hver var gestur hjá Bryndísi. Þar var forvitni- legt efhi og réð þar ekki einvörðungu um þátttaka prests sem ég vildi sjá af stéttlegri hollustu. En hjónaband- ið, stofnun og slit og styrking er eitt af viðfangsefnum svo til hvers dags í starfinu. Þátturinn var góður, séra Þorvaldur Karl afslappaður og skilningsríkur án jjess að þykjast hafa svör við öllu. Eg er viss um það að hann stórbætti ímynd prestsins í huga áhorfenda. En alltaf er ég jafn- hissa á því hversu landinn er fús til þess að hringja og tjá sig, já, jafnvel syngja í útvarpið. Bingó r Klúbburinn Þú og ég - verður með bingó sunnudaginn 22. febrúar J kl. 14 að Mjölnisholti 14 fyrir félaga og f gesti þeirra. Ýmislegt Kristján Jóhannsson á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit íslands 1 Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tvenna óperutónleika í þessari viku. Einsöngvari með hljómsveitinni verður Kristján Jó- hannsson óperusöngvari og stjórnandi ítalski hljómsveitarstjórinn Maurizio Barbacini. Fyrri tónleikarnir verða í kvöld, 19. febrúar, kl. 20.30 í Háskólabíói. Uppselt er á tónleikana og verða þeir end- * urteknir á sama stað laugardaginn 21. febrúar kl. 14.30. Á efnisskrá tónleikanna i verður vinsæl óperutóníist eftir Verdi, - Donizetti, Gounod, Ciléa og Puccini, aríur og forleikir. Skipulagsbreytingar í Náms- gagnastofnun Um síðustu áramót gekk í gildi nýtt ' stjórnskipulag í Námsgagnastofnun. j Deildir voru sameinaðar og ráðnir yfir- Ímenn verksviða. Fjármálasvið: Korstöðumaður er Halldór t Árnason hagfræðingur. Hann starfaði að S loknu prófi í viðskiptafræði tvö ár í * menntamálaráðuneytinu. Halldór lauk ^ mastersprófi í þjóðhagfræði frá háskólan- •• um í Uppsölum árið 1983 og hefur síðast- í liðin þrjú ár starfað í Þjóðhagsstofnun. Námsefnissvið: Forstöðumaður er Sig- , urður Pálsson guðfræðingur. Hann starf- * aði sem kennari í Í2 ár að loknu kennaranámi 1957. var skrifstofustjóri hjá Ríkisútgáfu námsbóka 1969 1977, lauk : RA-prófi í kristnum fræðum og uppeldis- J fræði 1978 og starfaði sem námsstjóri í « menntamálaráðuneytinu til ársins 1985. Þá var hann ráðinn deildarstjóri í Náms- f gagnastofnun þar sem hann hefur haft < umsjón með námsefnisgerð. Deildarstjórar á námsefnissviði: Bogi ; Indriðason hefur umsjón með framleiðslu námsefnis. Hann hefur verið deildarstjóri . í Ríkisútgáfu námsbóka og síðar í Náms- . gagnastofnun síðastliðin 10 ár. Karl Jeppesen hefur umsjón með fræðslumyndagerð. Að loknu kennara- prófi 1965 stundaði hann kennslu til ársins 1979. Hann starfaði við sjónvarpið frá 1966-1970 og aftur 1980-1981 er hann tók • við stöðu deildarstjóra fyrst í Kennslumið- stöð og síðan í fræðslumyndadeild. Sölu- og afgreiðslusvið: Forstöðumaður j er Haukur Viggósson. Haukur starfaði ; sem kennari í 6 ár að loknu kennaranámi i 1979. Hann hefur verið innkaupastjóri [ Námsgagnastofnunar frá 1983. t Kennslumiðstöð: Deildarstjóri er Jón } Guðmundsson. Að loknu kennaraprófi * stundaði hann kennslu frá 1978-1985 er » hann tók við starfi deildarstjóra í ? Kennslumiðstöð. Skrifstofustjóri: er Eiríkur Grímsson en hann hefur verið deildarstjóri fjármaál- 1 deildar Ríkisútgáfu námsbóka og síðar ; Námsgagnastofnunar sl. 10 ár. Námsgagnastjóri er Ásgeir Guðmunds- 1 son. Sérfræðiþjónusta íslendinga vegna orku í Kenýa Dagana 12. 16. febrúar 1987 ræddu full- trúar frá orkumálaráðuneyti Kenýa við íslenska aðila um hugsanlegt framhald á sérfræðiþjónustu Islendinga vegna nýt- inga jarðvarma í Kenýa. Undanfarin 10 ár hefur Virkir hf. unnið við ráðgjöf og hönnun 45 MW jarðgufuvirkjunar á Olk- aria svæðinu, en sú virkjun var komin í full afköst árið 1985. Frumkvæði að þessum umræðum átti Albert Guðmundsson, iðnaðar- og ork- umaálaráðherra íslands, en hann bauð K.N.K. Biwott, orkumálaráðherra Kenýa, í opinbera heimsókn til íslands. Viðræður ráðherranna hafa lagt sterkan grunn að frekari samskiptum milli fyrirtækja á ís- landi og Kenýa á sviði orkumála. Umræðurnar núna snerust um ráðgjöf við að reisa nýja 60 MW jarðgufuvirkjun, aðra nýtingu jarðvarma, jarðboranir og rafvæðingu dreifbýlis. Fulltrúar frá Virki hf., Jarðborunum hf. og Orkustofnun er- lendis hf. tóku þátt í þessum umræðum við fulltrúa frá stjórnvöldum Kenýa. Islensku fyrirtækin kunna iðnaðarráð- herra sérstakar þakkir fyrir hans einstaka frumkvæði og hversu hann lagði sig fram um að árangur næðist af umræðunum. Öldrunarráð íslands Á undanförnum árum hefur Öldrunarráð Islands staðið fyrir námskeiðum og ráð- stefnum um ýmis þau mál er varða velferð aldraðra. Þátttakendur hafa verið úr röð- um þeirra Ijölmörgu hópa er vinna störf er snerta aldraða á einn eða annan hátt. Sem kunnugt er hefur þjónusta við aldr- aða farið vaxandi víðast hvar á Jandinu og hefur því þörfin fyrir menntun og þjálf- un starfsfólks farið vaxandi að sama skapi. Því býður Öldrunarráð Islands nú upp á tvær námsstefnur fyrir starfsfólk í öldr- unarþjónustu. Hinn fyrri verður föstudag- inn 27. febrúar nk. og verður haldin í Hrafnistu, Hafnarfirði. Námsstefnan hefst kl. 9 f.h. og henni lýkur um kl. 17 e.h. Þar verður fjallað um mannleg samskipti, sam- vinnu og samstarf, félagsstarf og þjónustu og viðhorf til aldraðra. Þá verður að lok- um rætt um markmið. og leiðir í öldrunar- þjónustu og hver sé stefnan í framtíðinni. Námsstefna þessi er fyrst og fremst ætluð starfsfólki á dvalarstofnunum og þeim er vinna að félagsmálum aldraðra. Leiðbein- endur verða Þórir S. Guðbergsson og Sævar Berg Guðbergsson. Síðari náms- stefnan fjallar um geðheilsu aldraðra og er haldin í samvinnu við Sálfræðingafélag íslands. Verður sú námsstefna haldin föstudaginn 13. mars í Borgartúni 6, Reykjavík. Verður hennar getið nánar síð- ar. Innritun í námsstefnur þessar er hjá Öldrunarráði íslands sem nú er til húsa á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, Hringbraut 50. Sr. Gylfi Jónsson gefur allar nánari upplýsingar og tekur við inn- ritunum í síma 23620. Sveitakeppni Júdó- sambands íslands var haldin í íþróttahúsi Kennaraháskóla íslands laugardaginn 14. febrúar sl. Keppt var í 2 flokkum. I drengjaflokki var keppt í 5-manna sveitum, sem komu frá 4 félög- um, Ármanni, 2 sv., KA. Akure.vri, 2 sv.. Grindavík, 2 sv. og ein sveit frá Suðurnesj- um. Samtals 7 sveitir og 33 keppendur. Keppt var með útsláttarformi, sem áður hefur verið lýst, með tvöfaldriuppreisna- rumferð. Til úrslita glímdu sveitir KA og Ármanns, A-sv. Lauk þeirri viðureign með sigri KA, 3 vinningum gegn 1. Einni viður- eign lauk án þess að keppendum tækist að skora stig. KA, Akureyri, varði þar með titil sinn frá því í fyrra. Röðin var annars þessi: 1. A sveit KA 2. A sveit Ármanns 3. B sveit KA 3. B sveit Ármanns I flokki karla var keppt í 7 manna sveit- um. Til leiks mættu 5 sveitir: frá Ármanni 2 sveitir og ein sveit frá Gerplu, Suðurnesj- um, og blönduð sveit skipuð 2 Finnum, 2 Islendingum og 1 Hollendingi. Keppt var í 1 riðli, allir við alla. Leikar fóru þannig að A sveit Ármanns sigraði með 4 vinningum, í 2. sæti var sveit Suður- nesja og í 3. sæti B sveit Ármanns. Sigursveitirnar skipuðu eftirtaldir menn: A sveit KA, Akureyri: Ómar Arnar- son, Þorgrímur Hallsteinsson, Friðrik Hreinsson, Hans Rúnar Snorrason, Vern- harður Þorleifsson. A sveit Ármanns: Þór Kjartansson, Rúnar Guðjónsson, Karl Erlingsson. Dav- íð Gunnarsson, Halldór Hafsteinsson, Arnar Marteinsson, Bjarni Friðriksson. Átak til skjóls Átak til skjóls hefur, svo sem þjóðin veit. staðið yfir frá því fyrir hátíðirnar. Enn er ekki talið að því sé lokið og mun að sjálf- sögðu haldið áfram að taka á móti fram- lögum, énda eru ónotaðir gíróseðlar frá Skjóli enn víða á heimilum. Er það ósk framkvæmdanefndar Skjóls að gíró- seðlarnir verði notaðir þegar vel stendur á fyrir fólki. Framkvæmdir við aðhlynn- ingar- og hjúkrunarheimilið Skjól í Laugarási standa nú sem hæst og eru 5 hæðir uppsteyptar. Útboði er lokið á múr- verki öllu, gerð loftræstikerfis, raforku- virkja , hita- og hreinlætiskerfi. Vinna gengur skv. áætlun og verður fyrsti hluti hússins væntanlega tekinn í notkun um næstu áramót. Við bráðabirgðareiknings- skil 1. febrúar höfðu 2.150.000 safnast á bankareikning Skjóls. Til viðbótar fjár- framlögum í söfnunina hafa ýmsar aðrar góðar gjafir borist, tölvubúnaður, innrétt- ingar, gólfmottur, gólfteppi o.fl. Þá hefur stjórn Skjóls verið tilkynnt að ákveðið hafi verið að ánafna aðhlynningarheimil- inu nokkrar eignir. Erfitt er að meta verðmæti gjafa og áheita sem enn berast. Forráðamenn Átaks til skjóls færa þjóð- inni alúðarþakkir fyrir veittan stuðning og heita á hana til áframhaldandi hjálpar. Samkeppni um ritun barna- bóka Námsgagnastofnun hefur efnt til sam- keppni um gerð lesbóka fyrir 6-9 ára börn. Samkeppnin mun standa næstu. tvö til þrjú ár með þeim hætti að skil handrita verður þrisvar á ári, 1. maí, 1. september og 1. janúar. I fyrstu verður lögð áhersla á bækur handa 6-7 ára börnum. Allt að þrenn verðlaun verða veitt hverju sinni, fyrir texta og/ eða myndefni, að upphæð kr. 30.000 hver. Auk þessa verða veittar sérstakar viðurkenningar fyrir verk sem þykja álitleg. Ráðgert er að dómnefnd skili áliti eigi síðar en mánuði eftir skiladag hverju sinni. Samkeppnin hefur verið aug- lýst í dagblöðum en Ingibjörg Ásgeirs- dóttir, Námsgagnastofnun, og Guðmundur B. Kristmundsson, Æfinga- og tilrauna- skóla K.H.I., munu veita væntanlegum þátttakendum nauðsynlegar upplýsingar, m.a. um lengd, þyngd, hlut myndefnis og efnissvið. 1. skiladagur er 1: maí 1987. Rauði krossinn Um tvö hundruð og fimmtíu þúsund krón- ur hafa nú safnast til fólksins sem missti aleiguna í brunanum á Völlum í Mýrdal. Strax daginn eftir að bruninn varð lagði Rauði kross Islands fram eitt hundrað þúsund krónur til Rauðakrossdeildarinn- ar í Vík og deildin setti þá um leið af stað söfnun í héraðinu. Rauðakrossdeildin á Kirkjubæjarklaustri fylgdi svo fordæminu og safnaði líka. Loks var tekið við frjálsum framlögum á aðalskrifstofu Rauða kross íslands í Reykjavík. Sem kunnugt er af fréttum varð einnig bruni í húsi við Freyjugötu í Reykjavík og þar missti ung kona allt sitt. Áf hálfu Rauða kross ís- lands hafa verið lagðar fram fimmtíu þúsund krónur til Reykjavíkurdeildarinn- ar og mun hún taka við frjálsum framlög- um næstu daga. Reykjavíkurdeildin er til húsa á Öldugötu 4 og síminn þar er 28222 á venjulegum skrifstofutíma. Embætti æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar laust til um- sóknar Biskup Islands hefur auglýst embætti æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar laust tíl umsóknar og er frestur til 18. mars. Æsku- lýðsfulltrúinn leiðir æskulýðsstarf kirkj- unnar og hefur til samstarfs ])rjá aðstoðaræskulýðsfulltrúa sem eru stað- settir á Akureyri, Reyðarfirði og í Reykja- vík. Við hlið æskulýðsfulltrúans starfar æskulýðsnefnd Þjóðkirkjunnar og auk þess starfsnefndir í héraði. Séra Agnes Sigurðardóttir hefur gegnt embætti æsku- lýðsfulltrúa undanfarin ár en hefur nú verið skipuð sóknarprestur í Hvanneyrar- prestakalli í Borgarfirði. Guðmundur Guðmundsson guðfræðingur hefur verið settur æskulýðsfulltrúi upp á síðkastið í hennar stað. Forsætisráðherra til Sovétríkjanna Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra og kona hans, frú Edda Guðmunds- dóttir, hafa þegið boð sovésku ríkisstjórn- arinnar um að koma í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna 1.-3. mars nk. Boð þetta er m.a. þakklætisvottur fyrir góðan undir- búning leiðtogafundarins og vegna mikilla viðskipta landanna. Forsætisráðherra mun m.a. eiga fund með Mikhail Gor- batsjov, aðalritara miðstjórnar Kommún- istaflokks Sovétríkjanna, og viðræður við Nikolai Rysjkov forsætisráðherra. Ferðalög Útivistarferðir Dagsferðir sunnud. 22. feb. 1. kl. 13: þjóðleið mánaðarins. Lága- skarð-Raufarhólshellir. Skemmtileg gönguleið suður frá Hveradölum. Skoðað verður mynni Raufarhólshellis en þar eru oft ísmyndanir á þessum tíma. 2. ld.13: Skiðaganga um Hellisheiði. Gott skíðagönguland. Verð kr. 600 í ferðirnar, frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSl, bensínsölu. Ath. Öskjur fyrir ársritin eru komnar. Góuferð í Þórsmörk 13.-15. mars. Ferðafélag íslands Dagsferðir sunnudaginn 22. febrúar. KI. 13: Jósepsdalur - göngu- og skíða- ferð. Ekið verður að kaffistofunni og gengið þaðan í Jósepsdal á skíðum eða fótgangandi. Þægilegt gönguland er í Jós- epsdal og við allra hæfi. Verð kr. 400. Gangið með Ferðafélaginu í hressandi eft- irmiðdagsgöngu. Brottför frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ath. Kvöldvaka um eyðibýlin á Jökuldals- heiði verður miðvikudaginn 25.. febrúar. Tilkynningar Æfingar hafnar á Óánægju- kórnum Æfingar eru hafnar á næsta viðfangsefni Leikfélags Reykjavíkur, breska gaman- leiknum Óánægjukórnum eftir Alan Ayckbourn. Þetta leikrit er nýtt af nál- inni, var frumsýnt fyrir hálfu öðru ári í breska Þjóðleikhúsinu og er enn sýnt þar og hefur hlotið fjölda verðlauna. Höfund- urinn er meðal þekktustu núlifandi gamanleikjahöfunda og hefur samið á þriðja tug leikrita. Óánægjukórinn fjallar um áhugaleikflokk sem er að æfa Betl- araóperuna eftir John Gay. Uppburðarlít- ill skrifstofumaður gengur til liðs við leikflokkinn en fyrr en varir er hann orð- inn sá sem allt snýst um, bæði innan sviðs og utan. Þetta er fjölmenn og litrík sýning með fjölda söngva. Tólf leikarar koma fram í sýningunni. Með aðalhlutverkin fara Sigurður Sigurjónsson, Kjartan Ragnarsson og Margrét Ákadóttir. Leik- stjóri er Þorsteinn Gunnarsson. Fundir Norðlægt eyríki og umheim- urinn Félag vinstrimanna í Háskóla Islands stendur fyrirfundi í Stúdentakjallaranum, í dag, fimmtudaginn 19. febrúar, kl. 20.30. Gestir fundarins með erindi verða Gylfi Páll Hersir: Hvað er að gerast í S-Afríku? Torfi Hjartarson: Mið-Ameríkustarfið á Islandi. Guðrún Agnarsdóttir: Tengsl Is- lands við alþjóðlegt friðarstarf. Álfheiður Ingadóttir: Umhverfismál, hvar stöndum við? Hvað er að gerast úti í heimi. Hver er okkar skerfur til friðar- og umhverfis- mála á alþjóðlegum vettvangi. Umræður og kaffiveitingar. Allir velkomnir. Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði er 75 ára í dag. Þetta er elsti kór lands- ins en hann var stofhaður 19. febrúar árið 1912. Stofhandi var Friðrik Bjamason tónskáld og organisti, söngmenn í upphafi ellefu en þeir eru í dag fjörutíu og tveir. Haldinn verður sérstakur -afmælis- MS félag íslands Fundur verður haldinn í kvöld, fimmtu- daginn 19. febrúar, kl. 20 í Hátúni 12, 2. hæð, matsal. Mætið vel og stundvíslega. Kirkjufélag Digranesprestakalls heldur aðalfund sinn í dag, fimmtudaginn 19. febrúar, kl. 20.30 í safnaðarheimilinu Bjarnhólastíg 26. Venjuleg aðalfundar- störf. Hermann Lundholm sýnir litskyggn- ur frá Kínaferð sinni. Aðalfundur Kattavinafélags íslands verður haldinn í félagsheimili Óháða safn- aðarins við Háteigsveg sunnudaginn 22. febrúar og hefst kl. 14. Spilakvöld Húnvetningafélagið Félagsvist verður spiluð laugardaginn 21. febrúar kl. 14 í félagsheimilinu Skeifunni 17. Allir velkomnir. Spilakvöld SÍBS og Samtaka gegn asma og ofnæmi Fimmta og næstsíðasta spilakvöld SlBS og SAO í vetur verður á Hallveigarstöðum við Túngötu í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Góð verðlaun eru í boði og kaffiveitingar við vægu verði. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Árshátíðir Átthagafélag Ingjaldssands heldur árshátíð sína laugardaginn 28. fe- brúar kl. 19 að Ármúla 40. konsert í Hafnarfjarðarbíói klukkan 20.30 í kvöld. Efnisskráin verður fjöl- breytt með erlendum og innlendum lögum og einsöngvari verður Kristinn Sigmundsson. Stjórnandi er Kjaptan Sigurjónsson og undirleikari Bjami Jónatansson. Þrestirnir eru fjörutiu og tveir og halda í dag upp á þriggja aldarfjórðunga afmæli. DV-mynd KAE Afmæli Þrasta í Hafnarfirði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.