Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1987, Page 37
FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1987.
37
Sviðsljós
Tíska
frá
Jakarta
Indónesar ætla sér heilmikið í
tískuheiminum og standa nú að átaki
til þess að koma batikvörum sínum
á vestrænan markað. Gert er ráð fyr-
ir að vörurnar seljist til Bandaríkj-
anna fyrir um það bil einn milljarð
dollara og hafa Indónesar í huga að
auka hlut sinn enn meira á næsta
ári. patikkóngur þeirra - Iwan Tirta
- notar hefðbundin og þjóðleg mynst-
ur sem sum koma frá konungsfjöl-
skyldunni í Jogyakarta og er þeim
spáð miklum vinsældum þetta sum-
arið.
Markmiðið er að koma Indónesíu
á blað með Hong Kong, Taiwan og
Suður-Kóreu sem framleiðslulandi í
tískuheiminum - aðallega hvað sum-
artískuna snertir. Erfiðleikarnir eru
að lítill markaður er heima fyrir
þrátt fyrir fólksfjölda upp á 168 millj-
ónir manna því landsmenn hafa litlar
áhyggjur af vestrænum tískusveifl-
um. Útflutningurinn er það sem
gildir og hefur hann vaxið úr rúmum
fimm hundruð milljónum dollara
árið í fyrra í rúman milljarð á þessu
ári. Þetta eru tölur fyrir Bandaríkin
en Evrópubúar sýna aukinn áhuga
þannig að ef til vill er þess ekki langt
að bíða að frostbitnir Frónbúar
klæðist Jakartakjólum og frökkum.
Yngri fulltrúar bresku konungsfjölskyldunnar byrjuðu skiðaleyfið á sérþjáifuðu Ijósmyndarabrosi.
Konunglegar
salíbunur
Vart var Fergie komin heim í höllina úr skíðaferðinni
með kunningjunum þegar komið var að því að fara í eina
slíka íjölskylduferð. Þau eru íjögur í Klosters á skíðum -
Karl prins og Di, Andrés og Fergie. Sægur ljósmyndara
situr um þau hvert sem haldið er og hinar konunglegu salí-
bunur eru myndaðar í bak og fyrir. Strax í upphafi hafði
Di það af að missa jafnvægið í miðri myndatöku og hafði
næstum krækt Kalla og kompaníi í eina ólögulega hrúgu
fyrir framan hlakkandi fjölmiðlamenn. Fergie bjargaði í
horn og er nú í miklum metum innan bresku hirðarinnar.
Fréttamynd af hinni konunglegu hersingu spriklandi í
snjónum hefði glatt blaðamenn og ljósmyndara ósegjanlega
en verið flokkað sem stórslys innan hirðarinnar. Uppréttur
skal Karl standa hvað sem tautar og raular - er honum því
vorkunn þótt á stundum minni einna helst á miður líflegan
spýtukarl manna á meðal.
Ber er hver að baki... Fergie reynir að halda Di á réttum kili meðan
mestu myndahrinurnar ganga yfir.
Ölyginn
sagði...
Steven
Spielberg
keypti húsið í Hollí þar sem
áður bjuggu kempur eins og
Douglas Fairbanks og Cary
Grant. Draughræddir hafa á
orði að ef til vill eigi andar
fyrri eigenda það til að vafra
um á fornum slóðum en það
hreyfir lítt við filmusnillingn-
um Spielberg. Reyndar þykja
möguleikar á góðum drauga-
gangi heldur kostur en hitt því
þá má ef til vill taka á staðnum
einhverja ógleymanlega kvik-
mynd um dulin öfl frá öðrum
tilverustigum.
Victoria
Principal
er ákveðin í því að yfirgefa
Dallasfamilíuna nú alveg á
næstunni. Leikkonan segist
hundleið á hinni dísætu Pam-
elu og vill fara að túlka
kvenfólk gert af holdi og
blóði. Eiturtungurnar segja
þetta aðallega vera launastríð
og geri Victoria ráð fyrir að
launaumslagið þykkni veru-
lega þegar hún snýr aftur til
Dallasþáttanna eftir stundar-
hlé frá störfum. Patrick Duffy
varð mun ríkari eftir slíka
brottför og vill nú sykurkvens-
an beita sömu aðferðum við
framleiðendur. Það er eins
gott að beita lyfjum sem virka
á sjúklinginn strax í upphafi
meðferðar - eða þannig!
Gitte Nielsen,
sem nú er orðin maddama
Rambó, hatar ekkert meira en
þegar fólk segir hana hæfi-
leikalausa framadúllu. Hún
var fyrir sjö árum orðin eftir-
sóttasta fyrirsæta Dana og
dvöl Gitte í Hollívúdd síðar
bein afleiðing af margra ára
velgengni á því sérsviði.
Kvensan brá sér á heimaslóðir
fyrir allnokkru og sat fyrir á
nokkrum tískumyndum til
þess að sýna löndum sínum
að lengi lifir í gömlum glæð-
um. Árangurinn sýndi að hún
hefur engu gleymt og þykja
myndirnar hin ágætasta sönn-
un þess að Gitte þurfti ekkert
á Stallone að halda til þess
að komast á sinn stað í
stjörnufestingunni.