Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987. Dægradvöl Verslunarferðir eru vinsæl tóm- stundaiðja og kannski ekki síður það sem Bretinn kallar „window shopp- ing“. Það felst í því að farið er í langar búðarferðir en ekki endilega í því augnamiði að kaupa eitthvað af þvi sem á boðstólum er hverju sinni. Síður en svo - ferðin er farin til þess eins að horfa á búðarglugg- ana og er þetta undanteking þeirrar kurteisisreglu að forðast glugga- gægjur sem heitan eldinn. Eitt má með sanni segja um þessa tegund búðaferða - þær eru ódýr og jafnframt hin ágætasta dægradvöl. Það kostar'ekkert að horfa og svo framarlega sem menn falla ekki í þá freistni að eyða fjármunum fæst hinn ágætasti göngutúr með heilmiklu hreinu lofti upp úr krafsinu. Enda er allt annað uppi á teningnum ef stigið er inn fyrir þröskuld verslan- anna og krónur skipta um eigendur yfir búðarborðinu - skoðunarferðin er þar með farin illilega úr böndun- um. Ef peningarnir væru... „Eg er að skoða hvað ætti að gera við peningana - ef þeir væru fyrir hendi,“ sagði Áslaug Eva Guð- mundsdóttir þar sem hún stóð fyrir utan Eymundsson og fletti bókum í erlendu deildinni. Með í för er litla dóttirin, Sigurlaug Eva Gísladóttir. Hún svaf alsæl í útiloftinu og kærði sig kollótta um allar glæsilegar út- stillingar verslana í nágrenninu. „Fatabúðir, nei,“ sagði Áslaug að- spurð um þær tegundir verslana sem seiða hana að gluggum. „Bara bóka- búðir, svei mér þá! Enda sést það nú kannski á klæðnaðinum." Erlendu bækurnar hafa mikið að- K- '■£ „Eg er að skoða hvað hægt er að kaupa - ef peningarnir væru fyrir hendi,“ sagði Aslaug Guðmundsdóttir sem var , í útgjaldalausri verslunarferð með dótturina Sigurlaugu Evu Gísladóttur. Þarna hafði versiunareigandinn gengið skrefi lengra en aðrir til móts við viðskiptavininn og flutt hina eiginiegu útstillingu út á götu. DV volandi í eftirdragi. Öðrum vefarend- um má ljóst vera að karlmaðurinn í dæminu er ekki að sinna sínu eftir- lætisviðfangsefni í tómstundunum. „Fólk skoðar í gluggana og kemur svo kannski inn til þess að fá að máta,“ segir Linda Urbancic sem af- greiðir í versluninni Gallerí. „Menn koma yfirleitt í hádeginu og svo seinnipartinn en þeir sem skoða hérna í gluggana eru á öllum aldri frá tíu ára og upp í gamal- menni. Yngra fólkið kemur frekar inn en það eldra horfir í gluggana. Það er miklu fleira fólk í góðu veðri, fer bara til þess að vera í bænum og skoða. Og þeir sem koma inn eyða miklum tíma í að máta - kannski klukkutíma og kaupa svo alls ekki neitt. Ég gerði þetta líka sjálf, fór til að skoða og sumir segjast reyndar vera að leita að bara einhverju." Fyrir utan Gull og silfur er eldri kona í vönduðum fatnaði að horfa á eitthvað í útstillingunni. Þeir yngri hraða sér framhjá - rétt skotra aug- um í áttina - því varningurinn er fæstur á því verðbili sem viðráðan- legt er nema til hátíðabrigða. Fatabúðirnar eru hins vegar þeirra deild. „Skoða fatnað fyrir sumarið og nota matartímann í það,“ sagði Rannveig Jónsdóttir sem stóð og horfði á fatnaðinn í versluninni Sautján. „Ef ég sé eitthvað sem mér líst á og er viss um að geta saumað sjálf þá geri ég það því verðmunurinn er helmingur eða jafnvel meira. Svo kaupi ég stundum í heildsölu líka. Núna er ég að sauma buxur og síða skyrtu en vantar belti við. Þetta eru bara sömu beltin alls staðar, verslan- Gluggaskoðun - kostar ekkert dráttarafl en verðið er misgott og ein kiljan kostar hressilega upphrópun. „Catch 22 er ennþá á fjögur hundr- uð og sex krónur." Það vantar hraðari verðbólgu á svæðið. Bókakaup geta verið freistandi af fleiri en einni ástæðu - eða eins og Áslaug segir: „Ef maður tekur af matarpeningunum og kaupir bók þá er auðveldara að setja hana til hliðar á meðan mesta samviskubitið gengur yfir. Svo má síðar grafa undan bóka- staflanum eina og eina gamla til lestrar þegar það versta er yfirstað- ið.“ Gluggamir skoðaðir Uppi á Laugavegi vandra vegfar- endur fram og aftur milli búðar- glugganna - einn og einn gefur sér þó ekki tíma til þess og er greinilega á ferð í ákveðnum erindagjörðum Texti: Borghildur Anna DV-myndir: Brynjar Gauti og Kristján Ari sem þola enga bið. Sumir hafa líka lag á því að virðast alltaf eiga brýnt erindi, eru eilíft á síðustu andar- dráttunum af alþekktu stressi. Skoðunarferðir eru því af þeirra hálfu einna líkastar gömlum sjaplín- myndum sem sýndar eru aftur á bak. Nokkrir slíkir eru á Laugaveginum flesta daga - ósjaldan vel klæddir karlmenn með skjalatösku á aðra hönd og örvæntingarfulla eiginkonu á hina. Ef böm fylgja eru þau höfð irnar kaupa greinilega inn frá sömu heildsölunni." Sigrún Jónsdóttir saumar hins veg- ar lítið, fer oft inn í búðirnar eftir skoðunarferð og mátar „ .. .maður fær kikk út úr því að máta.“ Rannveig Jónsdóttir horfði vandlega á nýju línuna í búðargluggunum - ákveðin í að spara sér helming með því að tara heim og sauma hlutina sjálf eftir minni. „Frá svona tíu ára og alveg upp í gamalmenni sem koma og standa hérna við gluggann," sagði Linda Urbancic. „Síðan er það heldur yngra fólkið sem kemur inn og fær að máta fatnaðinn."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.