Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Síða 36
36
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Agnetha
Fáltskog
er að gefa út plötu þessa
dagana og þar syngur hún
barnalög með syninum
Christian. Áður hefur Abba-
sprautan sungiðjólalög með
dótturinni Lindu þannig að
komin var röðin að síðara
Abbabarninu. Ennþá er
Agnetha sögð á lausu - einn
sjáðasti kvenkostur í Svíaríki
- því skammt er um liðið síð-
ap hún sparkaði síðasta
elskhuganum út í ystu myrk-
ur. En söngkonan er víst
ekki af auðveiddu gerðinni
og ófáir sem setið hafa eftir
með sárt ennið eftir atlögu
að kerlu.
Silvia
Svíadrottning
kaupir kjólana sína á sama
stað og Elizabeth Taylor.
Þegar eitthvað fer að þynn-
ast í fataskápnum hjá frauk-
unum er stefnan tekin á
Munchen þar sem hönnuð-
urinn Maja Schultze-Lackn-
er er til húsa. Sú harða Maja
er þekkt fyrir pottþéttan
smekk og treysta Silvia og
Liz fullkomlega á ráðlegg-
ingar hennar. Maja byrjaði
sem sýningarstúlka en er nú
talin meðal virtustu tísku-
hönnuða Evrópu.
Tenórinn Olafur G. Einarsson og söngvarinn Friðjón Þórðarson þöndu Omar Ragnarsson syngur sig, sem islenskur kavaler, hálfa leið f fang borg-
brjóst og sperrtu stél - eöa þannig. arstjórafrúarinnar - Ástríöar Thorarensen. Davið Oddsson borgarstjóri
brosandi að baki Ástríðar.
Fergie
er ásamt öðrum breskum
frammámönnum mætt til
Belgíu og ræðir þar við eftir-
lifendur úr ferjuslysinu
mikla. Hér sést hún ásamt
Julie Zutic og dóttur henn-
ar, Carly, en þær sluppu lífs
af úr ferjunni Herald og Free
Enterprice og dveljast á
sjúkrahúsi í Knokke Heist í
Belgíu.
Syngjandi glaðir sjálfstæðismenn
Skyldi Matthias Á. Mathiesen hafa reynt að tromma útlendinga upp úr skón-
um? Hann lagði altént Laugardagshöllina að fótum sér meö nokkrum
höggum.
Árni Johnsen leitar textans með Eykoni og sá fyrrnefndi sagði síðar að
þetta hefði verið eina atriðið sem heppnaðist hundrað prósent.
Landsfundi Sjálfstæðisflokksins
lauk með hófi í Laugardalshöll þar
sem þingflokkurinn gegndi veiga-
miklu hlutverki - sem endranær -
söng og lék við hvurn sinn fingur.
Veislustjóri var Sverrir Hermanns-
son sem kynnti hljómleika þing-
manna meðal annars með þessum
orðum: „Nú kemur Ámi Johnsen á
svið og djöflast."
Fleiri en Árni tróðu upp, Matthías
Á. Mathiesen tók trommusóló og
léttar ballöður á píanó, Friðjón
Þórðarson og Ólafur G. Einarsson
kömu fram sem dúett en sá síðar-
nefndi spilaði á munnhörpu að auki,
Rómantíkerinn í hópnum er Birgir Isleifur Gunnarsson sem leikur listavel
á píanó.
Egill Jónsson á Seljavöllum tók lag-
ið á nikkuna og tríó Kristínar
Kvaran, Ragnhildar Helgadóttur og
Salóme Þorkelsdóttur lét ekki sitt
eftir liggja. Reyndar er haft eftir
Kristínu Kvaran af því tilefni að hún
hafi gengið af fúsum og frjálsum vilja
í Sjálfstæðisflokkinn en þá ekki órað
fyrir því að hún þyrfti að troða upp
sem skemmtikraftur. Þeir eru ólíkt
veraldarvanari frændur vorir í henni
Ameríku þar sem alþjóð veit að allt
slíkt er ómetanlegur grunnur fyrir
verðandi pólitíkusa - að ekki sé nú
minnst á forseta.
Meðfylgjandi DV-myndir tók GVA
Seljavallabóndinn, Egill Jónsson, tók lagið á nikkuna.
v<-
The Surprise Sisters? Tríóið er skipað þingmönnunum Ragnhildi Helgadóttur, Kristínu Kvaran og Salóme Þorkelsdóttur.