Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Page 37
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987.
37
Sviðsljós
Krúttlegir karlar
Kynþokki er vist eitt þessara afstæðu hugtaka en svo mikið er víst að á meðfylgjandi Reutersmynd eru tvö stykki sem stingandi er í - eins og kerlingin
sagði. Hinn 232ja kílóa Konishiki þjarmar þarna að hinum 119 kílóa Wakashimazu í Spring Grand Sumo Tournament fjölbragðaglímunni sem fram fer í
Osaka í Japan þessa dagana. Þar með vann Konishiki þriðja daginn í keppninni og stefnir í stórsigur ef fram heldur sem horfir.
Fendisysturnar i Romaborg
glæsilegu vetrarkápu.
eiga heiðurinn af
þessari Og á sýningunni í Milanó sýndu þær sömu kvöldkjól úr loðskinni.
Tískan:
Vítt fyrir veturinn
Áfram skal haldið við að skýra frá nýjustu tískulínum vetrarins. Með-
fylgjandi Reutersmyndir sýna hugmyndir Fendisystra - stutt og vítt skal
það vera. Kvöldkjóllinn, sem var á sýningunni í Mílanó á þriðjudaginn,
er gerður úr loðskinni - safalaskinn í pilsinu rakað á köflum til þess að
fá út mynstur og hreysiköttur í brjóst, fald og hanskahnappa. Átfittið
það fæst víst seint á tilboðsverði.
Kápumyndin barst frá Rómaborg og er flíkin í flokknum sem sendur
var á Mílanósýningarnar. Þar er notað vandað ullarefni og sérstaka at-
hygli vekur herða- og kragasnið með nýstárlegu yfirbragði. Sýningunum
lýkur um helgina.
Ólyginn
sagði..
Joan Collins
þykir erfið í samskiptum eftir
skilnaðinn. Þegar verið var
að taka upp atriði sem ger-
ast átti á veitingahúsi hætti
leikkonan skyndilega að
fylgja handritinu og starði
út í salinn. Ekki lét hún stað-
ar numið við það heldur
hrópaði skerandi röddu að
tvær konur úr hópi statist-
anna skyldu umsvifalaust
fjarlægðar. Ástæðan var sú
að henni þótti sem tvímenn-
ingarnir horfðu óþægilega
fast í áttina að stjörnunni í
tökunum. Aðdáunaraugu er
á óvinsældalistanum um
þessar mundir.
Prem
Tinsulanonda
er forsætisráðherra Thai-
lands og þurfti sem slíkur að
þola þá meðferð að vera tyllt
varnarlausum upp á úlfalda-
bak og uppálagt að hanga
þar um tíma. Tilefnið var
opinber heimsókn ráðherr-
anstil Egyptalands-reyndar
sú fyrsta frá árinu 1944. Frá
þeim tíma hafa heldur lítil
samskipti verið milli ríkjanna
tveggja og var því mikið um
dýrðir í Kairó í tilefni kom-
unnar. Hlífðartjásu var tyllt á
höfuð karli svo hann fengi
ekki sólsting á staðnum og
nú er stóra spurningin -
kemur reynsla okkar manns
- Steingríms - af ógnvekj-
andi skíðabrekkum að
nokkru haldi á slíkum neyð-
arstundum?
Sean Connery og
Audrey Hepburn
eru í Parísarborg til þess að
vera viðstödd verðlaunaveit-
ingu frönsku kvikmyndaklík-
unnar þetta árið. Franska
menntamálaráðuneytið
veitti þeim heiðursviður-
kenningu og þykir mörgum
gaman að sjá þessi gamal-
kunnu andlit á tjaldinu að
nýju. Bæði voru að mestu
búin að draga sig í hlé frá
öllu slíku en hafa nú tekið
til við leikinn að nýju - og
af endurnýjuðum krafti.