Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1987, Side 40
JS&'.
FRETT ASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500
krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Rítstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1987.
Fólk
spennt upp
- segir Bjarki Elíasson
„Ég held að fólk geri sér yfirleitt
" '7‘kki grein fyrir þvi þegar það svarar
svona spumingum hverju það er að
svara. Þetta er svo teygjanleg spum-
ing,“ sagði Bjarki Elíasson, vfirlög-
regluþjónn í Revkjavík.
„Skilgreining á því hvað er kvnferð-
isafbrotamaður er náttúrlega ekki með
í spumingunni. Þetta er svo mismun-
andi hvort um lítilfjörlegt atvik er að
ræða eða alvarlegt.
Þetta er tilfinningamál og ekki síst
vegna þeirrar umræður sem núna er
í þjóðfélaginu. Fóik hefur verið svolít-
ið spennt upp. Þannig að ég er ekkert
hissa á þessari niðurstöðu.
Hins vegar mætti benda fólki á að
hugsa þetta frá hinni hiiðinni líka.
Mvndbirting er ákaflega mikil refsing
ij'rir manninn. En hún er kannski
ennþá meiri refsing fvrir aðstandendur
mannsins. böm hans og maka. Ef fólk
velti því fyrir sér líka þá kannski
mundu renna á það tvær grímur og
ég er ekkert viss um að þá vrði sú
niðurstaða sem nú er. Myndbirting er
einnig .miklu meiri refsing í fámennu
þjóðfélagi heldur en milljónaþjóðfé-
lagi.“ sagði Bjarki. -KMU
Díana Sigurðardóttir:
'Myndbirtmg
ekki lausnin
/s/ 2Ó0ÓÖIM
LOKI
Voru menn ekki búnir
að fá nóg af skarnanum?
Mannbjörg er bátur sökk í ísafjarðardjúpi:
„Gerðist allt
mjögsnögglega“
- sagði annar skipverja
Mannbjörg varð er rækjubáturinn
Hafrún frá Bolungarvík sökk
skammt frá Ögumesi við ísafjarðar-
djúp rétt eftir kl. 17 í gær. Tveir
menn vom um borð og tókst að ná
þeim um borð í annan rækjubát,
Sigurgeir Sigurðsson, rétt áður en
Hafnin sökk.
„Þetta gerðist allt mjög snögglega
en váð vorum í miðju togi er bátur-
inn tók að sökkva." sagði Steíán
Ingólfsson, annar skipveija, í sam-
tali við DV en hann .og Friðberg
Emanúelsson vom á Hafrúnu.
Atburðarásin var hröð. Hafrún
sendi frá sér nevðarkall kl. 17.05.
Báturinn Sigurgeir Sigurðsson
heyrði kallið en hann hafði þá ný-
lega siglt fnunhjá Hafrúnu. Var
Sigurgeir snarlega snúið við og stóð
á endum að hann var kominn að
stefni Hafrúnar um leið og skip-
verjamir tveir vom komnir í
gúmmíbjörgunarbát. Stuttu síðar
sökk Hafrún. Tck ekki nema um 7
mínútur ffá því að neyðarkallið var
sent þar til mönnunum hafði verið
bjargað.
Stefán sagði að þeir hefðu verið
búnir að veiða um 600 kg af rækju
er Hafrún sökk en hann vildi að
öðm leyti ekki tjá sig um málið fyrr
en sjópróf hefðu farið fram. Veður
var mjög gott á þessum slóðum er
óhappið varð.
-FRI
„Ég er ekki mjög hlynnt mynd-
birtingum af kvnferðisafbrotamönn-
um af þeirri einföldu ástæðu að ég
tel það ekki lausn vandamálsins,"
sagði Díana Sigurðardóttir. forystu-
maður um stofnun baráttusamtaka
gegn kynferðisglæpum.
„Ég tel lausnina hins vegar felast
í því að ná til þessara afbrotamanna.
dæma þá eða koma í meðferð ef þörf
þvkir. Með því móti væri ef til vill
hægt að koma í veg fvrir að þeim
_ ^'rði hlevpt aftur út í þjóðfélagið
verri en þeir voru. Aftur á móti er
engum vafa undirorpið að mvndbirt-
ing af kynferðisglæpamanni er í
sjálfu sér refsing gagnvart honum,“
sagði Díana um skoðanakönnun DV.
-EIR
Það er upplagt að fara að dæmi þessa manns og nota frostleysið til að skólpa af bilnum sinum. Seppi situr
þarna spakur í skottinu á meðan húsbóndinn sýnir tilþrif við hreingerninguna. DV-mynd KAE/-Dr
Byggingamenn:
Árangurslítill næturfundur
Fundur stóð til klukkan 3 í nótt í
kjaradeilu byggingamanna og við-
semjenda þeirra en árangur varð
heldur lítill. Að sögn Guðlaugs Þor-
valdssonar ríkissáttasemjara ríkti
engin kyrrstaða á fúndinum, menn
ræddust mikið við en hreyfing í sam-
komulagsátt varð ekki mikil.
Nokkur hreyfing komst á samninga-
málin hjá byggingarmönnum í fyrri-
nótt og voru menn harla bjartsýnir í
gær en ekki virðist hafa orðið fram-
hald á þessu í nótt. Annar samninga-
fundur hefur verið boðaður í dag kl. 17.
-S.dór
Veðrið á morgun:
Élum
vestanvert
landið
Á fóstudaginn verður suðvestanátt
um land allt. É1 um vestanvert
landið en úrkomulaust og víða létt-
skýjað um landið austanvert. Hiti
verður á bilinu 0-2 stig.
Máni GK fékk
Það óhapp varð um áttaleytið í
morgun, að Máni GK-36 fékk á sig
brotsjó þegar hann var á leið til veiða.
Mikill leki kom að bátnum og var
honum fljótlega snúið til hafnar. í
morgun var unnið við að dæla upp
úr honum þar sem hann lá í höfninni
í Grindavík.
Máni, sem er rúmlega 70 tonna bát-
ur í eigu Hraðfrystihúss Grindavíkur,
var kominn vel út úr höfninni þegar
hann lenti í slæmri kviku. Sprungu
þiljur í lúkar og sló úr á milli planka.
Kom þegar mikill leki að bátnum.
Honum var fljótlega snúið til hafhar
og komst hann þangað af eigin ramm-
leik. Var þá sjórinn í lestinni orðinn
1,20 m djúpur.
Að sögn hafnarstjórans í Grindavík,
Bjama Þórarinssonar, var mildi að
báturinn var ekki kominn lengra út
því vafammál er áð dælur hans hefðu
haft lengi við lekanum. Báturinn ligg-
ur nú í höfninni í Grindavík og vann
slökkviliðið í morgun við að dæla úr
honum.
Veður var slæmt í Grindavík í nótt,
kröpp bára og vindasamt. í morgun
var komið stilltara veður og bátar all-
flestir komnir á sjó. -JSS
Áform um að reisa sorpbrennslu fyr-
ir allt höfuðborgarsvæðið og framleiða
úr sorpinu brennsluefni fyrir verk-
smiðjur eru dottin upp fyrir í bili.
Lækkun olíu á heimsmarkaði kippti
fótunum undan þessum áætlunum.
Nú er líklegast að sorp af höfúð-
borgarsvæðinu, frá Halnarfirði upp á
Kjalames, verði urðað við Selöldu sem
er sunnan Krísuvíkur. Helsti gallinn
við það úrræði er langur vegur frá
mesta sorpsvæðinu, höfuðborginni
sjálfri, en sú leið er yfir 40 kílómetra
löng. Hugmyndir um urðun við Salt-
vík eða Álfsnes á Kjalamesi hafa ekki
hljómgmnn þar í nágrenninu.
Núna eru tveir sorphaugar á þessu
svæði, við Gufunes og sunnan Hafnar-
fjarðar við Krísuvíkurveg. Þeim haug
á að loka í sumar og flytja allt sorp
af svæðinu til Gufuness. Þar er hægt
að taka við sorpi í fjögur ár til við-
bótar en eftir það verður að finna
annað eða önnur úrræði.
Um 115.000 tonn af sorpi falla til á i
þessu svæði yfir árið. Við athuganir á
nýtingu sorpsins þótti arðbærast að I
velja úr því til þess að búa til brennan-
legt eldsneyti í kubbum eða mjöli sem j
hægt væri að selja i gámum hvert sem |
væri. Eldsneytið gæti hentað vel fiski-1
mjölsverksmiðjum og fleiri iðnfyrir-
tækjum.
Fleiri kostir voru kannaðir til þess [
að nýta sorpið og var niðurstaðan sú ’
að hægt væri að ná út úr því samsvar-
andi og 5-10 megavatta orkuveri. I
Þegar olíuverðið snarlækkaði var |
framleiðsla sorporkuversins orðin of0
dýr. -HERB
Aðalsteinn Sigfusson:
Allt annað
fyrst
„Ég tel ekki rétt að birta myndir af
kynferðisafbrotamönnum fyrr en búið
er að gera allt sem hægt er gagnvart
þeim,“ sagði Aðalsteinn Sigfússon,
sálfræðingur hjá bamaverndamefnd.
„Þar á ég við langa fangelsisvist,
meðferð eða þá að eftirlit með þeim
sé skilyrt fangelsisdómi. Það er síðan
fagfólks að meta hvort viðkomandi sé
hættulegur umhverfi sínu. Ef svo er
geta myndbirtingar ef til vill átt rétt
á sér,“ sagði Aðalsteinn um niðurstöð-
ur skoðanakönnunar DV. -EIR
i
4
i
á