Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Side 3
FIMMTUDAGUR 19. MARS 1987.
3
Fréttir
ÁhlaupiðáAkureyri:
Lystigarður-
inn slapp
fyrir hom
Jón G. Hauksson, DV, Akureyri:
„Ég held að þetta sleppi. Það hefði
orðið verulegt tjón í lystigarðinum
ef hlýindin hefðu haldið áfram næstu
tvær vikurnar og þetta óveður skoll-
ið þá á,“ sagði Axel Knútsson,
garðyrkjufræðingur og forstöðumað-
ur lystigarðsins á Akureyri, við DV
í gær.
Akureyringar vöknuðu þá heldur
betur upp við vondan draum, komin
norðanstórhríð eins og hún gerist
best og fimm stiga frost. Snjókófið
gekk á allan daginn í gær, en með
smáhléum.
Fjölærar plöntur í Lystigarðinum
voru farnar að taka vel við sér og
mátti litlu muna. „En sem betur fer
eru langflest blómin og runnarnir
hér í garðinum sofandi ennþá,“ sagði
Axel.
Snjómoksturstæki Akureyrarbæj-
ar voru öli á fljúgandi ferð við að
moka götur bæjarins í gær, í nógu
að snúast við að moka og ryðja. Sjón
sem Akureyringar hafa ekki séð
lengi.
Það eru ekki allir sem hafa áhyggjur af görðum sinum i kuldakastinu.
Þennan rákumst við á úti á Seltjarnarnesi sem engar áhyggjur þarf að
hafa þvi garður hans er gerður úr grjóti og engar plöntur að finna i
honum. DV-mynd GVA
Hvolsvöllur:
Trjágróður
skrælnaði
í kuldanum
HaDdór Kristjánssan, DV, HvolsveDi;
Trjágróður og runnar liggja nú undir
skemmdum vegna kuldakastsins sem
nú stendur yfir. Var trjágróðurinn
víða farinn að grænka þegar veður
kólnaði og hefur hann skrælnað af
völdum kuldans. Þá voru laukar og
blóm í görðum farin að taka við sér,
en verða að sjálfsögðu illa úti.
Veður hafði verið með eindæmum
gott áður en kólnaði og var víða farið
að grænka. Snjóföl setti niður þegar
veður kólnaði. Telja menn að það
hafi bjargað miklu og komið í veg íyr-
ir teljandi kal i túnum í vor.
Á nokkrum stöðum hefúr færð verið
slæm á vegum vegna skafrennings, til
dæmis í Landeyjunum. Urðu einhverj-
ir að skilja bíla sína eftir á þeim
slóðum vegna ófærðar.
Þess má geta að verið er að kenna
sund í 10 stiga gaddi á Hvolsvelli. Bíta
menn á jaxlinn og mæta til leiks, þrátt
fyrir kuldann.
Norðanbræla
Hatstínn JónsBcn, DV, Hefliasandr
Um helgina gerði norðanbrælu en
annars hefúr verið bh'ða frá áramót-
um. Snjólaust er á Hellissandi og
nágrenni og mesta frost sem komið
hefur er 8 stig á Gufúskálum.
Gróður hafði ekkert tekið við sér,
þegar kólnaði, þannig að hann ligg-
ur ekki undir skemmdum.
Vertíðin fór vel af stað þegar
fiskiríið hófst eftir verkfallið. Síðan
datt það niður í ekki neitt. Þannig
hefúr það verið þar til fyrir rúmri
viku að þó kom þriggja daga vertíð,
eins og menn þekkja hana hér, með
rúmum 20 tonnum á bát. Svo datt
það niður og síðan ekki söguna meir.
Ahlaupið í Vestmannaeyjum:
Fólki hjálpað
til og fra vinnu
Ómar Garöarsson, DV, Vestmarmaeyjum;
Á aðfaranótt þriðjudagsins byrjaði að
snjóa í Vestmannaeyjum. Á þriðju-
dagsmorguninn var kominn allmikill
jafnfallinn snjór. Voru flestar ef ekki
allar götur bæjarins ófærar.
Lögregla hjálpaði fólki milli húsa á
meðan hún gat en þegar hennar bíla-
kostur dugði ekki til voru Hjálparsveit
skáta og Björgunarfélag Vestmanna-
eyja kölluð til, en báðar þesar sveitir
hafa yfir að ráða stórum og öflugum
bílum. Var fólk aðstoðað við að kom-
ast á milli húsa, til að mynda fékk
starfsfólk sjúkrahússins aðstoð við að
komast í og úr vinnu.
Þennan morgun voru tveir sjúkra-
flutningar sem sveitimar aðstoðuðu
við.
Skólum var ekki lokað, nema Ham-
arsskóla sem var lokað um tíma á
þriðjudaginn.
Seinni hluta þriðjudagsins fór svo
að hvessa af norðri og skóf þá tals-
vert. Hélst svo alla aðfaranótt mið-
vikudagsins og í gærmorgun hafði
skafið í slóðir. Vom þá bílar fastir hér
og þar um bæinn. Reyndist frekar er-
fitt að halda götum í úthverfum opnum
vegna þessa.
Ékki er kunnugt um gróðurskemmd-
ir, en fyrir áhlaupið var hitinn 6-8
stig í Vestmannaeyjum. Gróður var
því farinn að grænka. Þá munu blóm
í görðum hafa verið farin að springa
út. Trjágróður í Eyjum er ekki mikill
og er ekki vitað til þess að skemmdir
hafi orðið á honum. En viðbrigðin em
mikil að fara úr 6-8 stiga hita í 6-8
stiga frost og fylgir því vindur upp á
ein 10 vindstig.
Höfh, Homaflrði:
Vindhraði 90 hnútar
í verstu hviðunum
Júlia Imsland, DV, Hofn;
Eftir þá dásemdarveðráttu sem verið
hefur að undanfömu bregður mönnum
við þegar veturinn bærir á sér. Engin
snjókoma er á Suðausturlandinu en
víða mjög hvasst. Á Homafjarðarflug-
velli mældist vindhraðinn í gærmorg-
un 90 hnútar í sterkustu hviðunum
og 60-70 hnútar þess á milli framan
af degi. 64 hnútar samsvara 12 vind-
stigum.
Þegar vindátt er á norðan eða norð-
austan, eins og núna, og hvasst er
mikið moldrok. Annars em vegir eins
og á sumardegi og jörð alauð. Gróður
mun ekki hafa skemmst, að minnsta
kosti ekki ennþá. Ekki hefur frést af
tjóni í rokinu, nema hvað að þak tók
af gamalli hlöðu í Miðfelli. En bóndinn
sagði að það teldist aðeins til hjálp-
semi skaparans því eiginlega hefði átt
að vera búið að rífa hlöðuna
Kennslu aflýst eystra
Arma IngöKsdóBir, DV, Egilsaöðum;
Aiwtfirðingar urðu að taka fram
vetrarfötin aftur í gærmorgun. í
fyrrinótt gerði skafrenning sem haföi
í för með sér að ófærð varð milli
nánast allra staða á Austurlandi.
Virtist veðriö vera einna skást á
Héraði en mun verra á fjörðunum
enda kennslu aflýst víðast hvat.
Að sögn vegagerðarmanna á
Reyðarfirði var allt ófært nema hvað
fært var jeppum og stórum bílum til
Fáskrúðsfjarðar frá Reyðarfirði.
Ekki er talið að þetta áhlaup valdi
miklum gróðurskemmdum en í Hall-
ormsstaðarskógi var lerki aðeins
farið að taka við sér en menn telja
að veðrið nú valdi því ekki skaða.
ÁTT KJ 100.000 KR.
OG ELDRIFORD ESCORT?
Með Ford skiptíkjörum getur þú auðveldlega
eignast nýjan ESCORT ’87
Dæmi: Peningar 100.000.-
lán 101.700.-
eldri Escort u.þ.b. 270.000.-
= Nýr ESCORT1300CL 5 dr. kr. 471.700.-
Ford Escort - framdrifími þýskur gæðabíll j
>
SVEINN EGILSSON HF. j
Skeifunni 17. Sími 685100. í
Wm
Laugardaga 13-17