Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 19. MARS 1987. Fréttir ií ! If II g HBJ i. > sfeSSN m ÍMKHÍI Bifreiðastæöi BSR við Lækjargötu. DV-mynd GVA BSR flytur úr Lækjargötunni Bifreiðastöð Reykjavíkur, betur þekkt undir skammstöfuninni BSR, mun innan tíðar flytja starfsemi sína frá aðalstöðinni við Lækjargötu, en á því svæði hefur nýtt deiliskipulag verið samþykkt og mun rísa hús á lóðinni. BSR hefur því verið tilkynnt að flytja verði starfsemi stöðvarinar burt, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Hjörleifí B. Kvaran, skrifstofustjóra borgarverkfræðings. Eggert Thorarensen, stöðvarstjóri BSR, sagði óvíst hvenær stöðin flytti starfsemi sína burt úr Lækjargöt- unni, en ljóst væri að hún yrði þar eitthvað fram eftir árinu. Borgin hefur gefið Hinu íslenska bókmenntafélagi, Lögbergi og Eignamiðluninni vilyrði íyrir að byggja hús á þessari lóð og er gert ráð fyrir að lóðin verði gerð bygging- arhæf á þessu ári. Þá hefur BSR haft lóð í Skógarhlíð undanfarin ár, skammt ofan bensínstöðvar Skelj- ungs þar og er af hálfu borgaryfir- valda gert ráð fyrir að leigubílastöð- in flytjist þangað. -ój Fógetaúrskurður í útburðarmálinu í Nóatúni 25: Hafliða gert að výma húsið Borgarfógetinn í Reykjavík hefur úrskurðað að Hafliði Guðjónsson eigi að rýma íbúð þá sem hann býr í í húsinu Nóatúni 25 og mun hann gera það á næstu dögum. Kemur úrskurð- urinn í kjölfar hæstaréttardóms sem kveðinn var upp í maí 1985 í máli sem höfðað var vegna þess að umrædd íbúð hafði verið seld tveimur aðilum. í frétt DV um þetta mál í síðasta mánuði segir að íbúðin hafi verið seld sama daginn tveimur aðilum árið 1982. Snemma um daginn gerðu hjón tilboð í íbúðina sem eigendur hennar sam- þykktu. Síðdegis gerði Hafliði síðan hærra tilboð í íbúðina sem var einnig tekið og honum seld íbúðin. Þau sem gerðu fyrra tilboðið undu ekki þeim málalokum og fóru í mál við eigendur íbúðarinnar. Byggðu þau mál sitt á því að við tilboð þeirra hefði stofnast bindandi kaupsamningur enda slíkt tekið skýrt fram á tilboð- seyðublaðinu. Einnig kröfðust þau skaðabóta vegna tjóns sem þau urðu fyrir þar sem þau fengu ekki íbúðina afhenta á umsömdum tíma. Héraðsdómur taldi ekki næg efni til að taka aðalkröfuna til greina en dæmdi þeim skaðabætur vegna af- notamissisins. Fékk Hafliði svo afhent afsal fyrir íbúðinni í framhaldi af þess- um dómi. Málinu var skotið til Hæstaréttar sem breytti dómi héraðsdóms. Taldi Hæstiréttur að hjónin ættu lögmæta kröfu á að fá afsal af íbúðinni úr hönd- um upphaflegra eigenda hennar og var eigendunum gert að láta þeim slíkt í té. I framhaldi af dómi Hæstaréttar gerðu hjónin kröfu til borgarfógeta um að Hafliði og fjölskylda hans skyldu borin út úr íbúðinni og hefur fógeti nú úrskurðað i málinu. -FRI Sama íbúðin seldf tveimur aðilum Krafa komki um i Frétt DV af málinu í siðasta mánuði. I dag mælir Dagfari Minnisleysi forsetans fransmálið er enn sem fyrr helsta umræðuefni fjölmiðla fyrir vestan haf. Þetta mál snýst um það að á öndverðum vetri gerðu Bandaríkja- menn leynilegan samning um vopnasölu til Irans gegn því að íran- ar leystu gísla úr haldi. Jafnframt var greiðslunum fyrir vopnin varið til kontraskæruliðanna í Nicaragua með leyndardómsfullum og ólögleg- um hætti. Mennimir, sem stöðu að þessum samningum, fyrir hönd Bandaríkjamanna, vom allir innstu koppar í búri Hvíta hússins, enda ekki á hverjum degi sem Banda- ríkjamenn senda óvinum sínum vopn. Svo er manni að minnsta kosti sagt. Ekki er lengur deilt um að þessi vopnasala hafi farið fram. Umræðan snýst hins vegar aðallega um það hvort sjálfúr forsetinn hafi lagt blessun sína yfir söluna eða öllu heldur hvort hann muni hvort hann var með í ráðum eða ekki. Forsetinn hefur verið spurður að því á ótal blaðamannafundum og sömuleiðis hefur hann flutt margar útvarps- og sjónvarpsræður yfir þjóð sinni um þetta tiltekna mál án þess að hann muni hvað hann man. f dag heldur Reagan enn einn blaðamannafund- inn og verður áreiðanlega spurður spjömnum úr um það hvað hann muni af því sem hann man ekki eða hvað hann muni ekki af því sem hann man. Enginn reiknar hins veg- ar með því að Reagan muni neitt að því sem hann á að muna. Reagan er búinn að reka nokkra af helstu og nánustu samstarfs- mönnum sfnum vegna þessa máls. Þeir hafa allir játað á sig hlutdeild en hafa hins vegar þagað yfir því hvort fyrirmælin hafi komið frá for- setanum sjálfúm eða ekki. Að vísu hafa þeir ekki borið fyrir sig minnis- leysi en því meiri hetjuskap enda telst það til hetjudáða í Bandaríkj- unum að hjálpa forsetanum til að ljúga sig út úr vandamálum. Þannig fór fyrir aðstoðarmönnum Nixons á sínum tíma en þær hetjur allar end- uðu í fangelsi fyrir meinsæri þegar lygavefurinn gekk ekki lengur upp og Nixon kjaftaði sjálfur frá á segul- bandspólunum frægu. Aðstoðarmenn Reagans hafa því tekið það til ráðs að segja sem minnst og einn þeirra gerði meira að segja tilraun til að drepa sig svo hann þyrfti ekki að lifa með þær áhyggjur að hafa svikið forseta sinn með því að segja satt. Þetta ástand hefur leitt til þess að Reagan hefur þurft að reka þessa vini sína, eins og frægt er orðið þegar Reagan rak Regan. Ennþá situr Reagan forseti uppi með spumingamar um hvað hann muni sjálfúr. Eftir því sem hann seg- ir við blaðamenn og almenning er honum ómögulegt að skilja hvemig menn ætlist til þess að hann muni slíkt smáræði eins og það hvort hann hafi ákveðið að selja vopn til Irans eða ekki. Munið þið allt sem þið gerið hvem tiltekinn dag í fortíð- inni? spyr Reagan, einlægur og saklaus í framan. Nú er það að vísu svo að almenn- ingur leggur það ekki í vana sinn að stunda ólöglega vopnasölu og eft- ir því sem manni er sagt gerir forsetinn það ekki heldur. Samt man Reagan það bara alls ekki og við það situr. Hvemig á líka að gera kröfu til þess að hálfáttræður maður, sem verður að fá olnbogaskot frá konu sinni til að muna eftir þvi að heilsa, viti um allt sem hann gerir? Forsetar í Bandaríkjunum em heldur ekki kosnir vegna greindarinnar heldur vegna útlitsins og af því að það fer ekki endilega saman að vera bæði greindur og sætur verða Bandaríkja- menn að sætta sig við það síðar- nefnda. Þannig er þess vegna svo komið fyrir bandarískum stjómmálum þessa dagana að eitt mesta hneyksl- ismál alþjóðastjómmálanna verður sennilega aldrei upplýst til fulls vegna þess að forsetinn man ekki hvað hann man - og kemst upp með það. Að þessu leyti em bandarísk stjómmál lærdómsrík að íslenskir pólitíkusar hafa dottið í þann pytt- inn að vilja frekar vera greindir heldur en sætir. Þeir em alltaf að hamast við að muna það sem þeir eiga alls ekki að muna. Þetta em mistök sem þeira eiga að Iæra af og taka í staðinn upp stjómarhætti Reagans að gleyma því sem er óþægilegt. Það er besta póltíkin. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.