Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Side 15
FIMMTUDAGUR 19. MARS 1987.
15
Vandi landsbyggðarinnar
Lausnin felst ekki í fylkjum
Fyrir Alþingi liggur núna frum-
varp til stjómskipunarlaga sem
þingmaður Framsóknarflokksins,
Ólafur Þ. Þórðarson, flutti. Frum-
varpið byggir að nokkm leyti á
hugmyndafræði samtakanna um
jafnrétti milli landshluta sem gerir
ráð fyrir stofnun sjálfstæðra fylkja í
landinu. Vemlegur ágreiningur er
um þetta mál, einkum milli vinstri
flokkanna og Sjálfstæðisflokksins
sem hefur lagst gegn millistjóm-
sýslustigi. Alvara Alþýðuflokksins
um þessa kerfisbreytingu er þó ekki
meiri en, svo að flokkurinn hefur
ekki stutt umrætt frumvarp þrátt
fyrir það að þingmenn kratanna
skrifi langhunda i blöð um þriðja
stjómsýslustigið sem allsherjarlausn
fyrir landsbyggðina.
Umræður í þinginu um frumvarpið
hafa ekki nema að mjög litlu leyti
snúist um efnisatriði þess. Þingmenn
hafa notað tækifærið til almennrar
umræðu um stöðu byggðamála. Það
er ekki óeðlilegt því meginástæður
þess að frumvarp þetta hefur orðið
til er þróun byggðar í landinu og þau
hættumerki sem vissulega em uppi
víða á landsbyggðinni og þá jafn-
framt á höfuðborgarsvæðinu vegna
þeirrar flölgunar sem gæti orðið
verði ekki að gert.
Frumvarpið felur í sér grundvall-
arbreytingar í stjómsýslu landsins
með því að skipta landinu upp í fylki.
Um þessar hugmyndir hefur mikið
verið rætt og verulegur ágreiningur
orðið um hið svokallaða þriðja
stjórnsýslustig sem m.a. er lagt til
KjaUarinn
Sturla Böðvarsson
sveitarstjóri í Stykkishólmi
að komið verði á samkv. hugmynd-
um byggðanefhdar þingflokkanna
eða a.m.k. þess sem samdi skýrslu
nefhdarinnar.
Stjórnsýsla nægir ekki til að
hamla gegn byggðaröskun
Andstaða mín gegn þriðja stjórn-
sýslustiginu byggðist á því að ég tel
að við leysum ekki vandamál okkar
með aukinni stjómsýslu eða aukinni
yfirbyggingu á þjóðarskútunni. Með
því að efla sveitarfélögin nást öll þau
markmið sem stjómsýslukerfið getur
náð við að efla byggðina. Hversu
öflug og margbrotin sem stjómsýsl-
an í landinu verður nægir hún ekki
til þess að hamla gegn byggðaröskun
í landinu. Þar verður annað og meira
að koma til og þá ekki'síst breytt
afetaða á hinu háa Alþingi til sveit-
arfélaganna sem em og munu verða
homsteinn stjómsýslunnar. Svo sem
fyrr er getið er frumvarpið byggt á
hugmyndum Samtakanna um jafn-
rétti milli landshluta. Þau hafa haft
uppi virðingarverða tilburði til þess
að vekja menn til aögerða gegn
byggðaröskun í landinu. Frumvarp
þetta til stjómskipunarlaga nær því
miður ekki þeim markmiðum.
Fáir valkostir
Ástæður fyrir byggðaröskun em
margvislegar. Lág laun í frum-
vinnslugreinum og einhæft atvinnu-
líf em meðal þess sem mestu veldur.
í könnun kjararannsóknarnefhdar
frá því í des. sl. kemur fram að mán-
aðarlaun em 17,8% hærri á höfuð-
borgarsvæðinu en á landsbyggðinni.
Þessi staðreynd skýrir vemlegan
hluta byggðaröskunarinnar. Þá veg-
ur mjög þungt takmörkuð opinber
þjónusta og fáir valkostir um fram-
haldsmenntun auk mikils kostnaðar
við menntun þeirra sem stunda hana
fjarri heimilum sínum.
Þá er víst að samgöngur vega mjög
þungt bæði hvað varðar afkomu
heimila og allt öryggi sem og afkomu
og stöðu atvinnufyrirtækja! Sam-
göngur em víða forsendur uppbygg-
ingar og stöðugleika í byggð og í
raun mikilvægasta byggðamálið.
En hvað er til ráða?
Það sem mestu varðar er að haldið
verði áfram á þeirri braut að efla
atvinnulífið í landinu og auka efna-
hagslegan stöðugleika svo sem
ríkisstjómin hefur haft frumkvæði
að. Þá er mikilvægt að koma land-
búnaðinum á réttan kjöl, það varðar
ekki einungis bændur heldur einnig
flölmarga sem vinna við úrvinnslu
landbúnaðarvara, m.a. fjölmarga i
höfuðborginni. Auk almennra að-
gerða á sviði efnahagsmála er
nauðsynlegt að bæta úr því með því
að beina fjárfestingarfjármagni hins
opinbera til þeirra svæða sem þrátt
fyrir góða afkomumöguleika eiga í
erfiðleikum með að halda fólki
vegna þeirra ástæðna sem fyrr er
getið.
Þrennt vil ég neftia hér sérstaklega
sem lið í því að nálgast það jafnvægi
sem nauðsynlegt er að ná milli þétt-
býlis og strjálbýlis. Strjálbýlið
stendur að verulegum hluta að mat-
vælaframleiðslu landsmanna í
landbúnaði og útflutningsfram-
leiðslu í sjávarútveginum. Þessar
greinar eru og verða meginstoðir
efnahagslífs okkar.
I fyrsta lagi verða forystumenn á
landsbyggðinni að hætta að kveina
og snúa sér að því að gera fólki grein
fyrir kostum þess að búa úti á landi
í stað þess að tína sífellt til ókosti
þess.
í öðru lagi vil ég nefna að sam-
göngumál fái forgang og þá sérstak-
lega vegagerð. Við uppbyggingu
vegakerfisins verði fremur tekið mið
af nýtingu auðlinda og uppbvggingu
ferðamannaþjónustu en þeim mæli-
kvarða sem umferðin í dag er.
I þriðja lagi að Jöfhunarsjóður
sveitarfélaga verði gerður að raun-
verulegum jöfnunarstjóði sem jafni
tekjur sveitarfélaganna. Höfuðborg-
arsvæðið verður að víkja um sinn á
meðan brugðist er við þeim vanda
sem fólksfækkun í mörgum blómleg-
um bæjum og þorpum á landsbyggð-
inni veldur. Þá þróun verður að
stöðva. Það er í þágu allra lands-
manna.
Sturla Böðvai-sson
„Andstaða mín gegn þriðja stjórnsýslu-
stiginu byggist á því að ég tel að við
leysum ekki vandamál okkar með auk-
inni stjórnsýslu eða aukinni yfirbygg-
ingu á þjóðarskútunni.
Brýn þörf er á þjóðar-
vakningu um velferð æskunnar
Eftir að hafa horft á sjónvarps-
þáttinn Eldlínuna á Stöð 2 mánu-
daginn 8. mars sl. er óhjákvæmilegt
að spurt sé hvort við séum í raun
bamfjandsamleg þjóð. Hvað eftir
annað hefir sérfrótt fólk bent okkur
ó hve víða er hér pottur brotinn í
því er að velferð barna lýtur. Má þar
m.a. nefna hve slys á bömum em
ískyggilega mikið tíðari hér en ann-
ars staðar. Öllum er einnig ljóst að
mikið skortir á að dagleg ummönnun
og menntun barna sé í góðu lagi.
Haldast þar í hendur vinnuþrælkun
flestra foreldra, þar sem yfirfullir og
margsetnir skólar eru ekki í stakk
búnir að veita athvarf, ófullnægjandi
úrræði í öðrum dagvistarmálum,
bæði hvað starfsfólk og þroskavæn-
legan aðbúnað varðar og skammar-
lega lág laun kennara og annarra
sem bömum sinna. Lyklabörnin
kannast allir við og rannsóknir hafa
bent til óhollustu í mataræði ung-
menna. Nýlega kom einnig fram
alþjóðleg skýrsla um lélegt skóla-
kerfi okkar. Margar fleiri áminning-
ar hafa birst í ræðu og riti en alltaf
virðist talað fyrir daufum eyrum og
sýnist mér það bera ljósan vott um
skeytingarleysi okkar um þessa
ungu samborgara.
Þama tók þó steininn úr. Okkur
sjónvarpsáhorfendum var þröngvað
til að horfast í augu við svo hroll-
vekjandi staðreyndir að hver
manneskja með sæmilega siðferðis-
vitund hlýtur að hrökkva við og
spyrja hvert stefni.
Ófreskjur í mannsmynd
í þessum þætti kom fram að í þjóð-
félaginu ganga lausar þær ófreskjur
í mannsmynd sem ekki víla fyrir sér
að fremja á vamarlausum börnum
svívirðilega glæpi, sem em vem en
nokkur morð, án þess að nokkurn
tíma sé tekið í taumana. Hvemig
má það vera að slíkt skuli viðgang-
ast? Em ekki þeir sem málum ráða
Kja21arirm
Ingibjörg
Snæbjörnsdóttir
húsmóðir
og máske við öll meðsek óhappa-
mönnunum?
í ljós kom m.a. að í óraraðir getur
það viðgengist að bami sé misþyrmt
á hroðalegasta hátt. Það er misnotað
kynferðislega, barið, rotað og bein-
brotið trekk í trekk án þess að
nokkur renni í grun hvað um er að
vera eða þyki ástæða til að láta til
sín taka.
Ósjálfrátt hvarflar að manni hvað
læknar og hjúkrunarfólk, sem hvað
eftir annað fær stúlkubam með
brotnar mjaðmakúlur og aðra
áverka til meðferðar, muni hugsa.
Hvaða sögum er það fólk tilbúið að
trúa? Og hvað um endurteknar
fóstureyðingar sem fómarlambið
gengst undir? Okkur auðtrúa al-
menningi er talin trú um að slíkar
aðgerðir séu aldrei gerðar út í blá-
inn, þar sé allt vandlega yfirvegað
og um fjallað af sérfróðu fólki. Er
einnig hægt að blekkja þar?
Getur verið að kennarar, fóstrur
og fleiri, sem daglega hafa með böm
að gera, sjái ekkert athugunarvert
við það þegar þau verða fyrir síend-
urteknum meiðslum og forfóllum?
Þyrfti ekki að kalla allt þetta fólk
til meiri ábyrgðar um velferð barna.
jafnvel að viðurlög komi til ef van-
ræksla í þeim efnum verður augljós?
Þá þarf að hvetja allan almenning
til að hafa augun hjá sér og láta
rétta aðila vita ef gmnur vaknar um
saknæmt athæfi gagnvart bömum.
svo sem öllum ber raunar skvlda til.
Almenn fræðsla um hvemig þekkja
má merki þess að bam hafi orðið
fyrir ofbeldi eða að það sé vanhirt á
einhvem hátt ætti að standa öllum
til boða.
Ekki er hægt að láta heimili. þar
sem kúgun ríkir og ótti lamar heil-
brigða hugsun þeirra sem máske vita
rmr það sem fram fer. vera eitt run
ábyrgð.
Hér þarf að koma til gagnger þjóð-
arvakning um þessi mál. Þrýsta
verður á dómsvald og löggjafa um
að þannig verði í pottinn búið að
sekir hljóti þ>ngstu refsingu fyrir
þennan versta glæp af öllum. Eða
ef svo er litið á að þessir menn séu
sjúkir þá séu þeir fjarlægðir úr sam-
félaginu og dæmdir til viðeigandi
meðferðar þar til tryggt er að þeir
muni ekki ffamar valda skaða.
Persónulega get ég ekki séð neitt
því til fyrirstöðu að kveðinn verði
upp yfir þeim strangur dómur á ann-
an hvorn veginn. Höfum í huga að
hér á landi finnast einstaklingar sem
fyrirsjáanlega verða lokaðir í fanga-
klefa ævilangt fyrir það eitt að vera
sjúkir á geði og hafa þó hvorki myrt
né framið kynferðisglæp.
Ekkert nýmæli er það að þeir sem
hættulegir eru samfélaginu séu
sviptir sjálfræði þegar nauðsyn
krefst.
Skaðlegar goðsagnir
-gömul bábilja
Vændi, sem talað var um í þessum
þætti, eigum við heldur ekki að þola.
Sagt var að þjóðfélagsástæður í
þessu landi kölluðu naumast á slíkt
þar sem atvinna er nóg og almenn-
ingsálit löngum á þann veg að
jafnræði þvki eðlilegt í samskiptum
kynjanna og litlir fordómar hafi rikt
í þeim efnum. Því hugarfari eigum
við að halda. Ekki grípa á lofti skað-
legar goðsagnir um þörf eins til að
niðurlægja annan á því sviði því að
þar ræður einungis gömul bábilja
eða að einhvers staðar að baki ligg-
ur sú hagnaðarvon sem sett er öllu
ofar nú um stundir. Við vitum að
víða um lönd hafa menn safnað auði
með því að versla með líkama ann-
arra og ættum við að varast að taka
upp þann ósóma ekki síður en annan
sem steðjar að okkar viðkvæmu
þjóð.
Athvglisvert þykir mér að konur
níðast síður á körlum í slíkum efhum
og ekki virðist sem þær fremji glæpi
af þessu tagi gagnvart börnum. Sýn-
ist mér ekki vanþörf á að athugað
sé hvað það muni vera í umhverfi
eða uppelai telpna sem virðist
þroska með þeim meiri samvisku-
semi, tillitssemi og sjálfsstjóm svo
þær fara síður villar vegar í mann-
legum samskiptum en piltar. Þykir
mér það brýnt rannsóknarefni sem
stuðlað gæti að þvi að fækka svo
mjög tilfinningabækluðum einstakl-
ingum sem þessir menn virðast vera.
I fyrmefndum sjónvarpsþætti kom
fram að unglingsstúlkur selja
„blíðu“ sína til að fjármagna eitur-
lyfjaneyslu. Undarlega hljóta þeir
menn að vera sinnaðir sem geta
hugsað sér að notfæra sér óhamingju
annarra á þennan hátt. Menn með
slíku hugarfari má hvergi líða í
áhrifastöðum, svo sem gefið var í
skyn að væri raunin á, og að þjóð-
kjömir þingmenn fylli jafhvel þann
flokk er gersamlega óþolandi til-
hugsun.
Sölumenn dauðans
Illskiljanleg er linkind löggjafa og
dómsvalds við eitursalana, þessa
sölumenn dauðans sem svo hafa ver-
ið kallaðir. Spvrja má hverju það
sæti. Er hugmvndin um óheft frelsi
einstaklingsins komin á þær villigöt-
ur að fáir ..útvaldir" eigi að hafa
rétt til þess að hneppa stóra hópa í
ævarandi fjötra vímunnar og aðra
óhamingju og öðrum skuli leyfast
að eyðileggja saklaus böm?
Að mínu mati em þau viðurlög.
sem tíðkast við lögbrotum af þessu
tagi. svo fádæma væg að þau verða
glæpamönnunum einungis aðhlát-
ursefni og hlýtur það að vera lítt
hvetjandi fiTÍr þá sem leggja á sig
ómælt erfiði við að upplýsa sakamál
af þessum toga að dómstólar sjá svo
um að það kemur að litlu gagni.
Hættulegir menn fá að leika lausum
hala og valda skaða. að segja má
óáreittir.
Hér þarf að verða breyting á. Nú
þurfum við tafarlaust að slá skjald-
borg um upprennandi kvnslóðir. Við
liggur sómi okkar þjóðar sem ætti
vegna ýmissa séraðstæðna að geta
orðið öðrmn fyrirmynd en virðist þó
svo ginnkeypt fvrir neikvæðum
áhrifum.
Hornsteina þjóðfélagsins, heimilin,
þarf að stvrkja og stvðja svo sem
verða má og allt sem lýtur að
umönnun og þroska bamanna verð-
ur að sitja í fyrirrúmi. Þar má hvergi
finnast veikur hlekkur ef við viljum
áfram teljast menningarþjóð.
Um þessar mundir er verið að
stoftia samtök sem er ætlað að
standa vörð um réttarstöðu bama
gegn ofbeldismönnum og huga að
forvömum í þeim efhum. Heitið er á
alla þá sem ekki vilja una óbreyttu
ástandi og bera hag bama fyrir
brjósti að koma til liðs við það fólk.
Að lokum er ekki úr vegi að beina
þeim spumingum til þeirra sem nú
berjast um atkvæðin okkar hver sé
vilji þeirra um úrbætur í þessum
málum - hvort þær muni ekki verða
settar á oddinn í baráttunni, jafnvel
öllu ofar.
Ingibjörg Snæbjömsdóttir