Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 19. MARS 1987. Iþróttir Þjálfari PSV hætti störfum Kristján Batnburg. DV, Bdgíu; Þjálferi hollenaka knatt- spyrnufétegsins PSV Eindhoven hætti störfum hjá félaginu í gær. Astæðuna fyrir afeögn þjálfar- ans má rekja tíl ummæla Rudi Gullit í hollenska útvarpinu en þar fór hann styggðarorðum um þjálfarann sem fór fram á það við stjóm PSV Eindhoven að Gullit yrði refeað fyrir ummælin. Stjóm PSV ákvað síðan í gær að hundsa beiðni þjálíarans og þá hvarf hann á braut -SK Svíar til Man. Utd? Njósnarar frá Manchester Un- ited hafa verið á ferð í Svíaríki að undanfömu í eilífri leit þeirra United-manna að knattspymu- mönnum til að styrkja lið sitt Það eru þeir Stefan Pettersson frá IFK Götaborg og Mats Magnusson frá Malmö FF sem eru undir smásjánni. Ekki er vit- að hversu mikil alvara er bak við þessar njósnir United-manna en erfitt gæti orðið að útvega þessum mönnum atvinnuleyfi í Englandi vegna þess að Svíar eru ekki í Efiiahagsbandalaginu. -SMJ NBA-úrslit Átta leikir fóm fram í banda- rísku atvinnumannadeildinni í körfúknattleik í fyrri nótt og urðu úrslit leikjanna sem hér segír: Atlanta-Washington..118-98 Cleveland-New Jersey.110-91 Denver-New York....133-111 Milwaukee-Boston...123-115 Dallas-Chicago......114-96 Utah Jazz-Golden State..ll8-103 Portland-Cilppers..134-123 Spurs-Sacramento....108-106 -JKS SigurPólveija Pólveijar sigruðu Finna, 3-1, í vináttulandsleik á milli þjóð- anna sem fór fram í Rybnik í Póllandi í gær. Fyrir Pólland skoruðu Jan Urban, Marek Lesniak og Jan Furtok. Mark Finna skoraði Jukka Ekaelainen. -SMJ • Verðlaunahafar á mótinu. Frá vinstri: Sveinn Andrésson, Hjalti Egilsson, Sveinn Kristinsson, Tryggvi Halldórsson, Garðar, Halldór Matthiasson með eignarbikarinn, Lilja Þorleifsdóttir og Svanhildur Árnadóttir. DV-mynd S Halldór Reykjavíkur- meistari 3. árið í röð Halldór Matthíasson, SR, varð Reykjavíkurmeistari í 15 km skíða- göngu á sunnudag. Þetta er þriðja árið í röð sem hann sigrar og hlaut hann bikar til eignar. Hann gekk á 46.24 mín. Remi Spilliert, SR, varð annar á 49.51 mín. Reykjavíkurmeist- ari í 5 km skíðagöngu kvenna varð Lilja Þorleifedóttir, SR, á 27.13 mín. Sif Björg Eðvarðsdóttir, SR, varð önn- ur á 27.25 mín. og Svanhildur Áma- dóttir, SR, þriðja á 27.41 mín. í 5 km skíðagöngu öldunga sigraði Tryggvi Halldórsson, SR, á 22.11 mín. Páll Guðbjartsson, Fram, varð annar á 22.43 mín., Sveinn Kristinsson, SR, þriðji á 23.10 og Leif Múller, SR, fjórði á 30.24 mín. I drengjaflokki sigraði Hjalti Egilsson, KR, á 22.20 mín. Sveinn Andrésson, SR, varð annar á 23.00 mín. Drengimir gengu einnig 5 km. Keppt var í Bláfjöllum og var Pálmi Guðmundsson mótsstjóri. -hsím Slagurinn í körfúnni fer af stað í kvöld - Þá leika ÍBK - Valur og Njarðvík - KR í úrslitakeppninni •Valur UMFN Ingimundarson, þjálfari Úrslitakeppnin í úrvalsdeildinni í körfúknattleik hefst í kvöld með leik ÍBK og Vals í Keflavík kl. 20.00. Á föstudagskvöld á sama tíma leika UMFN og KR í Njarðvík. I næstu viku fara svo síðari leikir liðanna fram. I fyrri umferð úrslitakeppninnar leika liðin tvo leiki, heima og heiman. Verði FIRMAKEPPIMI í innanhússknattspyrnu veröur haldin dagana 21. og 22. mars í Breiðholtsskóla. Þátttaka tilkynnist í síma 75013 milli kl. 13.00 og 16.00 og í síðasta lagi fyrir kl. 16.00 föstudag 20. mars. VEGLEG VERDLAUN liðin jöfn að loknum þessum tveimur leikjum verður þriðja viðureignin á heimavelli Suðumesjahðanna. Sama fyrirkomulag verður í seirrni umferð- inni. Úrslitaleikimir verða 1. og 4. apríl en þriðji leikurinn ef með þarf 6. apríl. • Njarðvíkingar hafa leikið mjög vel í deildinni í vetur en þeir urðu sem kunnugt er deildarmeistarar. Liðið tapaði aðeins þremur leikjum í deild- inni. f liðinu er skemmtileg blanda leikmanna og hefur Valur Ingimund- arson, sem jafnframt þjálfuninni hefur leikið með liðinu, náð býsna góðum árangri. Njarðvíkingar verða að telj- ast mjög sigurstranglegir í úrslita- keppninni. En í svona keppni reynir fyrst á taugar leikmanna og er því ómögulegt að spá fyrir um úrslit. • „Við vorum daufir fr aman af keppn- istímabilinu en í síðustu leikjum liðsins hefúr verið góð stígandi í lið- inu. Það verður gaman að eiga við Njarðvíkingana. Við tökum þá sem eina heild en ekki sem einstaklinga. Ég vona að við stöndum okkur vel í leikjunum gegn þeim,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari KR-inganna. Eins og fram kom í máli Gunnars hef- ur KR-liðið sýnt miklar framfarir í síðustu leikjum og má af þeim sökum búast við hörkuleikjum á milli KR og UMFN í úrslitakeppninni. • „Frá áramótum hefúr verið tröppu- gangur á gengi okkar en undir það síðasta hafa hlutimir verið að smella saman og þá sérstaklega í vöminni. Allir leikmenn liðsins em heilir. Við reynum alltaf að leika vel og ég vona aðeins það besta í leikjunum gegn ÍBK,“ sagði Jon West, bandaríski þjálfarinn hjá Val. • „Það ríkir mjög góður andi í okkar herbúðum fyrir þessa úrslitakeppni. Við erum bjartsýnir á góðan árangur. Áhorfendumir hafa stutt vel við bakið á okkur í vetur og í úrslitakeppninni verður engin breyting á. Það er mikill hugur í okkur,“ sagði Bjöm Skúlason, einn af forráðamönnum ÍBK-liðsins. Ekki er að efa að leikimir í úrslita- keppninni verða jafnir og spennandi og er ástæða fyrir áhorfendur að fjöl- menna á leikina. Óvíst er hvort þetta fyrirkomulag verður notað í úrvals- deildinni á næsta keppnistímabili. Starfandi hefur verið neftid á vegum Körfúknattleikssambandsins í vetur til að endurskoða þessi mál og má vænta niðurstöðu af störfum hennar um næstu mánaðamót. Ýmsar tillögur varðandi fyrirkomulag úrvalsdeildar hafa komið fram á fundum nefiidar- innar og er spennandi að sjá hvað verður. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.