Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 19. MARS 1987.
31
dv Sandkom
Góðu
númerin
það kom í ljós við atkvæða-
greiðslu á Alþingi um nýju
umferðarlögin að þingmönn-
um er mörgum hverjum virki-
lega annt um bílnúmerin sín.
Var á endanum samþykkt að
halda gamla númcrakerfinu,
með naumum meirihluta þó.
Það er annars svolítið fróð-
legt að gaumgæfa bílnúmer
þeirra þingmanna sem börðust
hart gegn því að nýtt kerfi
yrði tekið upp. Meðal þeirra
var Ingvar Gíslason sem ekur
á A-778, Friðjón Þórðarson á
P-16, MatthíasÁ. Mathiesen
á G-222, Ólafur G. Einarsson
á G-2000, Páll Pétursson á
H-1500, Pálmi Jónsson á H-21
og Stefán Guðmundsson á
K-600. Ij<)ks var Garðar Sig-
urðsson eini þingmaður
Alþýðubandalagsins sem vildi
halda fast við gamla kerfið.
Hann ekur um á V-3.
Einhver myndi nú freistast
til að álíta að ofangreindir
þingmenn hcfðu ekki haft hag
bifreiðaeftirlitsins í huga þeg-
ar þeir greiddu atkvæði gegn
nýju bílnúmerakerfi.
Haildór Ásgrímsson.
Jón Baldvin Hannibalsson.
Múrbrjóts-
menn...
Þingmennirnir okkar tala
stundum svolítið illa hver um
annan þcgar þeir eru fjarri
þingsölum. Eflaust gera þeir
þetta til að kæta áheyrendur
í trausti þess að sá umtalaði
komist ekki að ummælunum.
En það getur oft brugðið til
beggja vona.
Það var á dögunum að
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra mætti á fund í
Skansinum í Vestmannaeyj-
um. Þar ítrekaði hann stíft þá
skoðun sína að hafa fiski-
skipamarkaðinn lokaðan eins
og nú er. Minnti hann í því
sambandi á stefnu Jóns Bald-
vins Hannibalssonar í þessum
málum og sagði í því sam-
bandi: „Múrbrjótsmenn eins
og Jón Baldvin og svoleiðis
andskotar."
En nú má búast við að
skrattinn hafi komist í skyrið
því blaðið Bæjartíðindi sagði
frá fundinum og hafði þessi
ummæli meira að segja í fyrir-
sögn.
Gottið í
kaupfélaginu
Það tíðkast víða, meðal
annars á Húsavík, að börnin
klæði siguppáá öskudaginn
ogheimsæki verslanir. Þar
hefja þau upp raust sína og
syngja nokkur lög. Að launum
fá þau sælgæti eða peninga
eftiratvikum.
Á öskudaginn síðasta hcim-
sóttu einhveijir krakkar
kaupfélagið. Þeirtrölluðu þar
af hjartans lyst eins og gott-
erísjúkar sálir einar geta. En
heldur urðu vonbrigðin sár
þegar félagshyggjufyrirtækið
rétti þeim umbun fyrir afrekið.
Gotteríið reyndist nefnilega
vera eldgamalt og alls ekki
söluhæft. Þar á meðal voru
gulir ópalpakkar með brúnu
ópali og fleira komið til ára
sinna. Olli þetta vonbrigðum
þeirra y ngri og hneykslun
þeirra eldri.
En Húsvíkingar velta því
nú fyrir sér hvort kaupfélagið
geti ekki komið þessu gamla
góssi milliliðalaustá ösku-
haugana.
Stjómar-
skráin féll
Margir hafa haft gaman af
mælskukeppni framhaldsskól-
anna sem sjónvarpað hefur
verið frá að undanfómu. Er
oft gaman að fylgjast með til-
þrifum snillinganna sem þar
eigast við. Hið eina sem að því
mætti finna er að þeir virðast
allir hafa æft eftir sömu bók-
inni svo líkir eru taktarnir
sem þeir nota í pontu.
Ein er sú viðureign sem lík-
lega hefur vakið mesta at-
hygli. Það var keppni MR og
Garðbæinga. Rifust þeir um
ágæti einræðis og lýðræðis.
Það hefur vafalaust komið
nokkuð flatt upp á tilheyrend-
ur þegar einn Garðbæingur-
inn dró úr pússi sínu
stjómarskrá íslands og hamp-
aði henni um stund. Að því
loknu henti hann henni í gólf-
ið. Að vonum hneyksluðust
margir á þessu framferði sem
ekki þjónaði neinum tilgangi
að því er séð varð.
En það er svona þegar mál-
skrúðið þrýtur...
Guómundur Einarsson.
Eðlileg
afleiðing
Kosningabarátta kratanna
tekur á sig ýmsar myndir.
Þeir hafa hampað ..sigurlist-
anum“ svokallaða sem mun
að þeirra sögn vera óvinnandi
virki.
En ekki mun alls staðar tak-
ast sem skyldi ef taka má
mark á Alþýðublaðinu í gær.
Þar var íjallað í stórri grein
og myndskreyttri um framboð
Guðmundar Einarssonar á
Austfjörðum og áherslumál
hans í kosningabaráttunni.
Og fyrirsögnin var:
„Fólksflótti hafinn frá Aust-
urlandi.*'
Skvldi annars nokkurn
undra.
llmsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir.
Opið i laugardögum
PANTANIR
SÍMI13010
m
' ! KREDIDKOR TAPJONÚS TA
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG 29.
BÍLASALAN
Borgartúni 25,
sími 17770.
M. Benz 280 GE '85, sjálfsk. 24.
þ. km. V. 1.420 þ.
Range Rover '84, sjálfsk., 31 þ.
km. V. 1.100 þ.
AMC Eagle J 10 79, sjálfsk., 97
þ. km. V. 670 þ.
Toyota Hilux bensín ’82, 100 þ.
km. V. 430 þ.
Chevrolet K 10 dísil, hús R. Vals
'78, nýuppt. vél, splittuð drif. V.
590 þ.
Wagoneer 79, 129 þ. km. V. 450
þ-
Toyota Hiace dísil, m/sætum, '82,
nýuppt. vél + kassi. V. 430 þ.
Willys CJ7 ’81,35 þ. míl. V. 550 þ.
Wiilys CJ5 ’67, 6 cyl., 4 gíra, m/
húsi. V. 230 þ.
Isuzu Gemini ’81, 60 þ. km. V. 180
þ-
Lada Sport ’82,60 þ. km. V. 200 þ.
Daihatsu Cap Van 4x4 ’85, 53 þ.
km. V. 350 þ.
Subaru 1800 hatchback 4x4 ’84,
60 þ. km. V. 430 þ.
Mazda 323 ’85,12 þ. km. V. 340 þ.
Subaru 1800 station GLE ’84, 80
þ. km. V. 460 þ.
Vantar nýlega bila á skrá
og á staðinn.
Upplýst og vaktað svæði.
Nokkrir af þeim bílum
sem eru á skrá fást á
12 til 24 mán. kjörum.
Dalarafn VE-508 i höfninni í Eyjum.
DV-mynd Ómar
4P* f
Vél bilaði í Dalarafhi VE
Ómar Gaiðaisaan, DV, Vestmarmaeyjum:
Það óhapp varð á dögunum að Dalar-
aíh VE-508, sem var að netaveiðum
fyrir austan Eyjar, varð vélarvana.
Veður var slæmt, vestanrok, þegar
óhappið varð.
Lóðsinn fór til að aðstoða Dalarafn
og gekk vel að koma taug yfir í hann.
Dró lóðsinn síðan bátinn til lands,
Fljótlega eftir, að taug var komin
milli skipanna lægði, þannig að heim-
ferðin gekk vel. Er nú verið að kanna
hvað er að vélinni í Dalarafni. en út-
lit er fyrir að það sé nokkuð alvai-Ieg
vélarbilun.
Flokkur m Framboðslisti Flokks mannsins á annsins á V< 2. Þórdís Una Gunnarsdóttir verka- sstfjörðum 4. Pétur Hh'ðar Magnússon sjómað-
Vestljörðum hefúr verið ákveðinn. maður, Patreksfirði. ur, Bolungarvík.
Efstu sætin skipa: 5. Birgir Ingólfsson sjómaður. Pat-
1. Þór Öm Víkingsson afgreiðslu- 3. Hrefha Rut Baldursdóttir verka- reksfirði.
maður, Reykjavík. maður, fsafirði. -KMU
Flokkur mannsins á Suðuriandi
Framboðslisti Flokks mannsins á
Suðurlandi hefur verið ákveðinn.
Efstu sætin skipa:
1. Sigrún Þorsteinsdóttir húsmóðir,
Vestmannaeyjum..
2. Sigurður BjörgVin Sigurðsson af-
greiðslum., Neistastöðum, Villinga-
holtshr.
3. Katrín Baldursdóttir húsmóðir,
Hveragerði.
4. Hrönn Ásgeirsdóttir nemi, Hvera-
gerði.
5. Kalmann de Fontenay nemi, Út-
garði, Hvolhreppi.
6. Davíð Kristjánsson iðnverkamaður,
Skógsnesi, Gaulverjabæjarhr.
-KMU
Sýningarsalur fyrir
flísar og hreinlætistæki.
j.PORLÁKSSON OC NORPMANN HJr
Réttarhálsi 2 - sími 83833.