Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Side 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sínrti 27022 Frjálst, ohaö dagblao FIMMTUDAGUR 19. MARS 1987. Lögreglan handtekur sprengjugabba- rann. DV-mynd S Spengjugabb á Alþingi: Ölvaður maður handtekinn Hringt var í Alþingi í gærkvöldi og sagt að sprengja væri í húsinu. Sá sem hringdi var greinilega undir áhrifum áfengis og hélt starfsfólk þingsins honum í símanum með sam- ræðum meðan símtalið var rakið. Lögreglan handtók síðan manninn í tramhaldi af því. í morgun yfírheyrði rannsóknarlög- reglan hann. Þessi sprengjuhótun var ekki tekin alvarlega í þinginu. -FRI Skipstjórar verða áfram við stýrið Ekkert verður úr verkfalli skipstjóra . á kaupskipaflotanum. Þeir sömdu við vinnuveitendur við sólarupprás í morgun. Samningurinn er sambæri- legur öðrum samningum við farmenn. Umfram það samdist um lífeyrisrétt- indi, sem voru áður mjög ólík innan stéttarinnar, milli útgerða. Samið var til þriggja ára. Skipstjórar greiða at- kvæði um samninginn á næstu sex vikum. -HERB ^ 26060 LOKI Nordal á sýnilega erindi í Víkingasveitina! Opinberir starfsmenn haldi lífeyrisréttindunum: Bankastjörínn setti mothi á sprengjuna Stóra lífevrisnefndin, sem hefur haft það hlutverk í áratug að end- urskoða lífeyrissjóðamál lands- manna, var hætt komin þegar hún mætti á fund í gær. Kvisast hafði út fyrir fund þessarar 17 manna nefndar að Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, myndi segja sig úr nefndinni. Ekkert varð úr upp- hlaupinu þar sem formaðurinn. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri, varpaði fram óvæntri sáttatillögu. Samkvæmt heimildum DV er sú tillaga studd af Alþýðusambandini; og Vinnuveitendasambandinu. í henni felst nánast alger sigur opin- berra starfsmanna í deilum um lífeyrissjóðastefnuna. Undirnefnd hafði lagt fram drög að lagafrum- varpi þar sem lífeyrisréttindi voru framvegis algerlega bundin inn- borguðum iðgjöldum. Opinberir starfsmenn hafa þar á móti lengi fengið verulegar uppbætur, ígildi verðtryggingar, á lífeyri sinn, frá ríki, sveitarfélögum og öðrum sem greiða í lífeyrissjóði þeirra. Þessum réttindum vildu þeir ekki fórna, heldur hvöttu aðra til þess að sækja sama rétt. Tillaga Jó- hannesar Nordal gerir ráð fyrir að opinberir starfsmenn haldi réttind- um sínum, nema um annað semjist milli aðila. Haldist réttindin verði þau metin af sérstökum dómi inn í iðgjaldagreiðslur hins opinbera. Iðgjöld starfsmanna verði óbreytt eftir sem áður. Þetta telur Kristján Thorlacius viðunandi sáttagrun- dvöll og þar með er að minnsta kosti komið á vopnahlé í lífeyris- sjóðastríðinu. -HERB Skattrannsóknarstióri sendi Albert bréf: Krafinn skýringa á framtali Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og Kristín Sigurðardóttir forn- leifafræðingur fyigjast með er Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur tekur upp forláta hverfistein sem var meðal þess sem fannst undir gólf- inu í Bessastaðastofu við fornleifauppgröft þar undanfarnar tvær vikur. DV-mynd GVA Sjá bls. 2 „Fundurinn á föstudag var bara venjulegur þingflokksfúndur og á honum var auðvitað rætt um ýmis mál. Þar á meðal sagði Albert Guð- mundsson þingflokknum frá því að honum heföi borist bréf frá skattrann- sóknarstjóra og hann beðinn skýring- ar á ákveðnum þáttum," sagði Friðrik Sophusson í morgun er DV bar undir hann fullyrðingar Helgarpóstsins þess efíiis að Þorsteinn Pálsson, formaður flokksins, heföi kallað Albert Guð- mundsson á sinn fund fyrir nokkru og krafist þess að hann segði af sér ráðherradómi, hyrfi af framboðslistan- um í Reykjavík og hætti jafrivel þingmennsku. „Það lá ekkert fyrir um neina af- sögn. Albert bara sagði frá þessu. Hann sagði okkur frá þessu í sumar. Þá lýsti hann öllu þessu máli fyrir þingflokknum." - Veistu til þess að búist sé við ákæru á hendur Albert? „Nei. Ég veit ekki hvort það er búið að ákveða eitt eða neitt í þessu máli af hálfu skattrannsóknarstjóra. - Urðu einhveijar umræður í þing- flokknum eftir að Albert skýrði frá bréfinu? „Nei. Formaðurinn tók til máls. Þið verðið að tala við hann um það ef það hafa verið einhveijar einkaviðræður þeirra á milli sem ég veit ekki um.“ - Kom fram krafa um afeögn á þing- flokksfúndinum? „Nei, það kom engin slík krafa fram,“ sagði Friðrik. Þorsteinn Pálsson var spurður í morgun hvort þetta væri rétt. Ráð- herrann svaraði því einu að hann heföi ekki lesið frétt Helgarpóstsins. Ekki náðist í Albert Guðmundsson í Kaupmannahöfri í morgun þar sem hann situr fund iðnaðarráðherra Norðurlanda. -KMU Veðrið á morgun: Suðvestanátt á landinu Á föstudaginn verður suðvestanátt á landinu með skúrum eða slydduélj- um á Suðvestur- og Vesturlandi en þurrt norðaustanlands. Hiti 2-5 stig. Þingmenn heim í dag Stefht er að þinglausnum klukkan 16 í dag. Tólf þingmenn stefna ekki að endurkjöri og eru því að ljúka þing- mannsferli sínum. Aðrir hefja kosn- ingabaráttuna að fullu til að ná endurkjöri 25. aprfl. Fundir í efri og neðri deild Alþingis voru á dagskrá klukkan 11 í morgun. Nokkur lagafrumvörp verða væntan- lega samþykkt. I sameinuðu þingi er áætlað að setja fúnd klukkan 14. Þar á að samþykkja nokkrar þingsályktunartillögur og kjósa í nefndir og ráð. -KMU f f i \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.